Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 12
erlend bóksjá LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 T*>V Metsölukiljur I ••••••••••••••• Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Hlgglns Clark: The Lottery Wlnner. 2. Dean Koontz: Dark Rlvers of the Heart. 3. Tom Clancy & Steve Pleczenlk: Mlrror Image. 4. Sldney Sheldon: Nothlng Lasts forever. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. George Dawes Green: The Juror. 7. Whltney Otto: How to Make an Amerlcan Quilt. 8. Carol Shlelds: The Stone Dlarles. 9. Sharyn McCrumb: She Walks These Hills. 10. Catharlne Coulter: The Duke. 11. W.E.B. Griffln: The Murderers. 12. John Sandford: The Empress Flle. 13. Danielle Steel: Wlngs. 14. Celeb Carr: The Allenlst. 15. Robert Jordan: Lord of Chaos. Rit almenns eðlis: 1. Paul Relser: Copplehood. 2. Mary Plpher: Revivlng Ophella. 3. Tlm Allen: Don’t Stand to Close To a Naked Man. 4. Richard Preston: The Hot Zone. 5. R. McEntire & T. Carter: Reba: My Story. 6. Barbara Bush: Barbara Bush: A Memoir. 7. Delany, Delany & Hearth: Havlng Our Say. 8. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 9. Dorls Kearns Goodwin: No Ordlnary Tlme. 10. Thomas Moore: Care of the Soul. 11. Clarlssa Plnkola Estés: Women Who Run with the Wolves. 12. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 13. Laurie Garrett: The Comlng Plague. 14. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 15. Jlll Ker Conway: True North. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) Philip Roth hlýtur National Book Award Bandaríski rithöfundurinn Philip Roth, sem löngum hefur veriö um- deildur fyrir verk sín, fékk á dögun- um ein kunnustu bókmenntaverð- laun Bandaríkjanna, National Book Award, fyrir nýjustu skáldsögu sína, Sabbath’s Theatre. Sumir telja reyndar að hún verði líka síðasta skáldsagan þar sem Roth er nú svo alvarlega sjúkur að hann gat ekki mætt til að taka við þessari merku viðurkenningu. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Philip Roth fær verðlaun- in eftirsóttu. Hann var nefnilega heiðraður með sama hætti árið 1960 fyrir frumraun sína sem skáld- sagnahöfundur, Goodbye Columbus. Náinn vinur hans tók við tíu þús- und dollara verðlaununum og flutti þakkarávarp frá höfundinum. Þar var vitnað í bréf sem Herman Mel- ville (höfundur Moby Dick) skrifaði vini sínum og skáldfélaga, Nathani- el Hawthorne (höfundur The Scarlet Letter), en í bréfinu sagði Melville: „Ég hef skrifað syndsamlega bók og finnst ég vera saklaus eins og lamb!“ Móðursýki á 450 blaðsíðum? Philip Roth hefur vafalaust með þessu viljað gefa til kynna að lýsing Melville eigi vel við um hann sjálf- an og Sabbath’s Theatre. Þar fer hann líklega nærri lagi ef marka má umsagnir gagnrýnenda í Bretlandi og Bandaríkjunum. Enski rithöfundurinn Martin Amis líkti til dæmis skáldsögu þessari við „450 blaðsíðna móðursýkiskast. Þetta er móðursjúk skáldsaga um móðursýki Philip Roth: sæmdur bandarískum bókmenntaverðlaunum. Umsjón Elías Snæland Jónsson móðursjúks manns, og hún skilur eftir hjá lesandanum móðursýkis- lega tilfinningu!” Hann segir jafnframt að skáldsag- an sé „ótrúlega sóðaleg” og uppfull af grófum kynlífslýsingum. Það kemur kannski fáum á óvart sem lesið hafa fyrri verk Roths, svo sem Portnoy’s Complaint (1969), en að sögn minnir nýja sagan að sumu leyti á þá frægu bók. Gagnrýnendur vestanhafs hafa ekki dregið dul á að margt sé í þess- ari bók sem lesendum kunni að þykja ógeðfellt í meira lagi en telja að á heildina litið sé Sabbath’s Theater margbrotnasta og merkasta skáldverk höfundarins. Það skýrir vafalítið áðurnefnda verðlaunaveit- ingu. Ávit fortíðarinnar í stuttu máli fjallar skáldsagan um líf og starf Morris Sabbath sem er 64 ára að aldri. Hann stýrði brúð- um í leikhúsi þar til liðagigtin kom til sögunnar og gerði hann óhæfan til slíkra verka. Morris, sem reyndar er kallaður Mickey, hefur búið með Roseanna, seinni konu sinni, um árabil í litlu sveitaþorpi, Madamaska Falls, og kenndi leiklist við skóla þar í ná- grenninu uns hann varð að láta af störfum vegna kynlífshneykslis. Nokkrir nánir vinir hans deyja hver af öðrum, þar á meðal ástkona til margra ára, Drenka Balich að nafni, og gamall félagi frá leikhús- sárunum. Þá ákveður Mickey að fara hinstu ferð á fomar slóðir og kveðja svo þennan heim með því að fremja sjálfsmorð. Um leið rifjar hann upp sitt fyrra líf í leikhúsinu. Það er einkum sá hluti sögunnar sem gagnrýnendur telja magnaðan skáldskap. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Interesting Tlmes. 2. Jane Austen: Pride and Prejudlce. 3. Doug Naylor: The Last Human. 4. Dick Francis: Wild Horses. 5. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 6. Danielle Steel: The Gift. 7. Ruth Rendell: Slmisola. 8. Patricla D. Cornwell: The Body Farm. 9. Colin Dexter: The Daughters of Cain. 10. Ellls Peters: Brother Cadfael’s Penance. Rit almenns eðlis: 1. S. Birtwistle & S. Conklln: The Making of Prlde and Prejudlce. 2. Alan Bennett: Wrltlng Home. 3. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 5. Ranfurly: To War with Whltaker. 6. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahavlng Badly. 7. lan Botham: Botham: My Autoblography. 8. Carl Glles: Glles 1996. 9. Bill Watterson: Calvin & Hobbes lOth Anniversary Book 10. Terry Pratchett: A Map of the Dlscworld. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Jung Chang: Vllde svaner. 2. Kirsten Thorup: Elskede ukendte. 3. Llse Norgaard: De sendte en dame. 4. Jostein Gaarder: Sofies verden. 5. Lise Norgaard: Kun en plge. 6. Bret Easton Ellis: Uskrevne regler. 7. Peter Hpeg: De máske egnede. (Byggt á Polltiken Sondag) „Gleraugu á eyrun" gegn leserfiðleikum þeim á ráðstefn- um. Sally Saywitz, sérfræð- ingur í leserfið- leikum við Yale háskólann, hefur hlustað á þau og finnst niðurstöð- r m mm vismdi___________________ 1200 ára lótusblóm Vísindamönnum við Kalifor- níuháskóla í Los Angeles, sem rannsaka uppruna lífsins, hefur tekist að láta 1200 ára gamalt lót- usblómsfræ spíra. Það er elsta fræ sem vitað er til að hafi fund- ist. Fræið, sem fannst í Kína, brumaði á fjórum dögum, rétt eins og nútíma lótusblómafræ, segir í grein í ameríska grasa- fræðitímaritinu. Vísindamönnunum tókst einnig að láta þrjú önnur gömul lótusfræ spíra, þar af eitt sem var 600 ára gamalt. Rannsóknir vísindamanna þessara gætu haft mikla þýðingu fyrir rannsóknir á öldrunarferlinu, m.a. í mann- fólkinu. Umsjón með Lffhvolfi Columbia háskólinn í New York hefur tekið aö sér að reka hið umdeilda tilraunaverkefni Lífhvolf 2 og á að breyta því í skólastofur þar sem stúdentar geta rannsakað tilbúið umhverfi þess. Lífhvolfið var upphaflega gert til að kanna hvernig maður- inn gæti lifað í lokuðu umhverfi, svipað og gerist á jörðinni, á annarri reikistjörnu. Háskólinn ætlar að koma upp gagnvirku námsefni sem nem- endur í skólum um öll Bandarík- in geta haft aðgang að um Inter- netið. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Tveir banda- rískir vísinda- menn hafa þróað algjörlega nýja að- ferð til að með- höndla böm sem eiga í miklum erf- iðleikum með málskilning og lestur. Aðferð þessi er talin munu verða til bóta mörgum þeirra sem haldn- ir eru svoköfluð- um leserfiðleikum (dyslexíu). Visindamenn- imir kalla aðferð- ina „gleraugu fyr- ir eyrun". Aðferð vísinda- mannanna tveggja, þeirra Paulu Tallal við Rutgers háskólann í Newark og Michaels Merzenichs við læknadeild Kaliforníuháskóla í San Francisco, byggist á notkun ákveð- innar geröar tölvuraddar í meðferð- arforriti sem er hannað til að þvinga fram breytingar í þeim hluta heila barnanna sem vinnur úr hljóð- áreitum, breyta frumum sem vinna úr einföldum hljóðum. Á sama hátt og gleraugu leiðrétta slæma sjón, bæta þessar breytingar á heyrnar- berki heilans til muna getu bam- anna til að greina töluð hljóð og lesa úr skrifuðum orðum. í grein í IHT segir að nýlegar til- raunir sýni að eftir aðeins fiögurra vikna meðferð þroskist málskilning- ur málhamlaðra barna um heil tvö ár. Vísindamennirnir segja að bat- inn haldist eftir að meðferðinni ljúki. í raun geti bömin þá kastað „gleraugunum” frá sér. Þau Paula Tallal og Michael Merzenich hafa sagt í viðtölum að þau telji aðferð sína geta orðið fiöl- mörgum börnum og fullorðnum með leserfiðleika að liði. Þau vara þó við því að orsakir leserfiðleik- anna séu fiölmargar og að ekki muni allir með leserfiðleika njóta góðs af þessari nýju aðferð. Grein um rannsóknir Tallal og Merzenichs bíður birtingar í virtu vísindariti en þau hafa skýrt frá urnar mjög spennandi. Hún varar þó við of mikilli bjartsýni þar sem menn hafi oft farið flatt á því. Hún segir að frekari til- raunir séu nauð- synlegar. Margir aðrir vís- indamenn eru bjartsýnni. „Mér finnst vinna Paulu Taflal og Michaels Merzen- ichs vera alveg stórkostleg,” segir Ursula Bellugi við Salkstofnunina í San Diego. Hún segir að þetta sé sennilega fyrsta meðferðin við les- erfiðleikum sem byggist á dýpri skilningi á því hvernig heilinri í okkur er skipulagður. í Bandaríkjunum eru tíu milljón börn meö leserfiðleika. Félagslegur kostnaður vegna þessa er mjög mik- ill þar sem mörg bamanna hætta fyrr í skóla en ella hefði orðið. Þá eru þau einnig haldin mikilli vantrú á sjálf sig og eiga oft í erfiðleikum með að finna sér vinnu. Lyf skerðir greindina Tvær rannsóknir sem gerðar hafa verið í Danmörku benda , til þess að börn kvenna, sem fengu róandi lyf sem gjarnan eru gefin við ýmsum slappleika j vegna þungunar, eins og morg- unógleði og háþrýstingi, eigi á hættu að greind þeirra skerðist. í rannsóknum á ungum mönnum kom í Ijós að tveir þriöju hlutar þeirra, sem áttu mæður sem fengu barbítúr- sýruna fenóbarbítal, voru und- ir meðaltali á gáfnaprófi, tvö- falt fleiri en í samanburðat'- hópnum. Sagt er frá rannsókn- inni í blaði bandarísku lækna- samtakanna. Mæður 22 milljóna barna sem fæddust í Bandaríkjunum I frá 1950 fram á áttunda áratug- inn tóku barbítúrsýrur á með- göngutímanum. Rannsóknimar I í Danmörku náðu til manna sem fæddir voru á árunum 1959 til 1961. Lengstu slóðarnir Nýuppgötvaðir risaeðluslóð- ar á leirsléttunum við land- mæri Úsbekistans og Túrk- j menistans eru hluti lengstu risaeðluslóða sem vitað er um í heiminum. Slóðarnir fimm eru allt frá 200 metrum að lengd til rúmlega 300 metra. Slóðar þess- ir eru eftir 20 risaeðlur, megalósára sem voru kjötætur, og eru um 155 milljón ára. Sérhvert fótspor er um 60 sentímetra langt, með teygðum hæl. og skreflengdin bendir til S að dýrið hafi verið örlítið I minna en hinn ógurlegi 13 metra langi T. Rex.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.