Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 Þau eru ungt og glæsilegt par: - hjá þeim Juliu Gold ballerínu og Garðari Thór Cortes söngnema Garðar hefur aldrei dansað. Hann segist alltaf hafa verið ákveðinn í að leggja söng eða leiklist fyrir sig. „Ég lék svolítið meðan ég var í skóla en mitt stærsta hlutverk var í Nonna og Manna. Það hefur alltaf verið mikil músík i kringum mig heima og ég hef líklegast orðið fyrir áhrif- um. Ég byrjaði í Söngskólanum fyr- ir tæpum þremur árum en þá var ég átján ára. Það þykir nokkuð ungt hjá strák að byrja á þeim aldri,“ seg- ir hann. Nonni vakti athygli Garðar er tenór og segir að söngn- ámið sé fullt starf. Hann er í skólan- um allan daginn og í leikhúsunum á kvöldin. Systir Garðars, Nanna María, er einnig í söngnámi. Það var árið 1987 sem Garðar lék Nonna í þáttunum um Nonna og Manna. Nær allir íslendingar horfðu á þætti þessa um jólin 1989 og Garðar Thór fékk mikil viðbrögð bæði hér heima og ekki síður í Þýskalandi. „Upphaflega átti pabbi að leika í þessum þáttum. Hann átti að vera vondi karlinn Magnús Hansson en þótti of góðlegur í hlut- verkið. Ágúst Guðmundsson vissi af mér og óskaði eftir því við pabba að ég kæmi í prufu. Það vantaði stráka sem væru enskumælandi. Ég fékk hlutverkið og það var mjög skemmtileg reynsla. Ég fékk nokkur viðbrögð fyrst eftir að þættirnir voru sýndir og þau voru öll jákvæð. Mér fannst líka skemmtilegt að þeg- ar þættirnir voru endursýndir fékk ég mikil viðbrögð frá ungum krökk- um sem eru hjá mér í skátunum. Fjölskylda mín er aðventistar og ég er skátaforingi þar.“ Garðar segir að á unglingsárun- um hafi hann ætlað sér að verða poppari. „Ég var í hljómsveit á tíma- bili sem fór þó aldrei út úr bílskúrn- um. Hljómsveitin hét Villtu þorsk- arnir frá ísafirði,“ segir hann og brosir. „Ég held að klassíkin höfði frekar til mín.“ „Við kynntumst í Þjóðleikhúsinu á æfingu á West Side Story. Ég var að syngja og hún dansaði," segir Garðar Thór Cortes söngnemi, en hann býr með ungri, glæsilegri ball- erínu, Juliu Gold, sem er frá Rúss- landi. Julia hefur verið búsett hér á landi í þrjú ár og er atvinnudansari hjá íslenska dansflokknum. Julia er þó aðeins 19 ára og Garðar Thór 21 árs. Þegar þau voru spurð hvort þetta hefði verið ást við fyrstu sýn litu þau brosandi hvort á annað og sögðu: „Ætli það ekki.“ Julia Gold hefur verið talsvert í sviðsljósinu undanfarið, enda hefur hún fengið frábærar viðtökur fyrir dans sinn í Sex ballettverkum sem sýnt hefur verið i Borgarleikhúsinu fyrir fullu húsi. Einnig vakti hún at- hygli í ballettinum Mars og Venus sem sýndur var í Hinu húsinu þar sem hún dansaði á móti höfundin- um, David Greenall, en hann er einnig dansari hjá íslenska dans- flokknum. Garðar Thór Cortes vakti fyrst at- hygli í þýska sjónvarpsmynda- flokknum Nonni og Manni. Honum skaut aftur upp á stjömuhimininn í söngleiknum West Side Story, sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu á síð- asta ári, þar sem hann fékk mjög góða gagnrýni fyrir leik sinn og söng. Garðar Thór er i söngnámi hjá fóður sínum, Garðari Cortes, og syngur um þessar mundir i Carm- ina Burana og Madama Butterfly hjá íslensku óperunni. Hann var áður í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og segist hefja nám hjá henni aftur eftir áramótin en þá fer faðir hans til Finnlands að syngja. Komin af listafólki Það má með sanni segja að þetta unga par sé listrænt og komi víða við í hinum íslenska listaheimi um þessar mundir. Svo skemmtilega vill til að þau eru lika bæði komin af listafólki. Garðar Cortes óperu- söngvara þarf ekki að kynna og eig- inkona hans, Krystyna Cortes, er vel þekktur píanóleikari en hún er af enskum og pólskum ættum. Á því heimili hefur enska verið töluð sam- hliða íslenskunni. Móðir Juliu er ballettkennari og dansari, Evgenía Gold- Makarov, og faðir hennar pí- anóleikari, Alexander Gold- Makarov. Þau búa og starfa í Gron- ingen í Hollandi. Gold-fjölskyldan bjó í Moskvu en flutti til Hollands árið 1989 þegar landið opnaðist. Julia talar góða ensku en Garðar er að kenna henni íslensku og geng- ur það ágætlega. Hún er farin að skilja en kýs frekar að tjá sig á ensku. „Það eru svo margir útlend- ingar í dansflokknum að þar er nær alltaf töluð enska. Þess vegna hef ég ekki haft mikil tækifæri til að læra íslensku eða haft tíma til að kom- á/,4 ast á kennari. „Við bjuggum í Hollandi og mamma var að leita að nýju verk- efni. í Hollandi hitti hún Hlíf Sva- varsdóttur sem bauð henni að koma til íslands og kenna. Mamma fór fyrst ein hingað, pabbi var stundum hér og stundum í Hollandi og einnig bróðir minn. Eftir að mamma hafði starf- að hér í eitt ár bauð hún mér í heim- sókn. Ég var að ljúka skólanum og um hverja stöðu,“ segir Julia. Fluttu frá Rússlandi Áður en Julia kom hingað til lands hafði hún stundað nám í listaskóla í Hollandi. Þegar fjölskyldan flutti frá Moskvu árið 1989 hafði Julia verið í dansnámi í heimaborg sinni frá barnsaldri. „Foreldrar mínir ’A • f ; ' . '•■ V . ? í- >■■■ ■h's .1 r$yS:'i nam- skeið,“ segir hún. Þau Garðar og Julia byrjuöu að búa saman fy átta mánuðum e höfðu þau verið saman í tvo mánuði. „Við hittumst fyrst við samlestur á West Side Story en Jul- ia hafði líka verið að dansa í La Tra- viötu hjá íslensku óperunni þannig að við umgengumst mikið á þeim tíma.“ Kom óvænt til íslands Ástæða þess aö hin unga baller- ína býr nú á íslandi er sú að móðir hennar kom hingað til lands sem hafði ekkert að gera. Þegar ég kom hingað leist mér strax vel á mig og hóf nám í Listdansskóla Þjóðleik- hússins en þar var þá amerískur kennari. Núna eru þrjú ár síðan en ég ætlaði í rauninni aldrei að vera svona lengi, enda fór mamma stuttu eftir að ég kom. Mér leist þó vel á mig og fékk líka fljótt vinnu hjá ís- lenska dansflokknum. Það var mik- il upphefð að fá vinnu sem atvinnu- dansari því það er miklu erfiðara að komast að úti þar sem margir eru höfðu ferðast mikið vegna starfa sinna og voru því vel kunnugir því sem var að gerast utan Rússlands. Um leið og tækifæri gafst ákváðu þau að flytja burt frá Moskvu. Það er auðvitað allt öðruvísi lífið hér á íslandi en ég kann vel við það. Hér er margt spennandi að gerast og landið er fallegt. Ég hef ferðast svo- lítið um landið og fannst það mjög skemmtilegt. Nú reyni ég að læra ís- lensku en þó aðallega hér heima með Garðari.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.