Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 27
JjV LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995
27
Snæfellsjökull, Búöaklettur og Garöafjörur.
Breiðavík - Arnarstapi. Sölvahamar og Skemmuklettur.
DV-myndir Símon Sigurmonsson
Frá Arnarstapa: Arnarklettur og Pálsklettur.
Náttúruperlur:
Auðlindir í kringum Snæfellsjökul
Símon Sigurmonsson, Görðum:
Senn eru tvö ár síðan íbúar Snæ-
fellsbæjar lögðu niður hreppagirð-
ingar - þær er áar þeirra hafa unað
við um langa hríð. Unga kynslóðin
tekur hér við miklum auðlindum til
lands og sjávar og náttúru fegurri
en víðast annars staðar.
Náttúruperlur á Snæfellsnesi eru
legíó, flestar í nágrenni Snæfellsjö-
kuls og fjallgarðins. Þetta magnaða
jökulfjail fyllir veru hvers manns
sem hér býr meðan dagur er á lofti
- enginn getur losnað undan valdi
jökulsins. Þó menn afneiti honum
eða flytji burt á fjarlæga staði er það
ekki til neins - slíkur er máttur
fjaflkonungsins.
Á ströndinni má finna margar
fegurstu náttúruperlur héraðsins,
hún bindur saman ólíka hluta Snæ-
fellsbæjar: hraun og kletta við ysta
haf, breiðar sandfjörur og veiði-
staði, lifandi haf í skammdegis-
myrkri, og byljum og dásemdir
fuglalífs og dýra um hásumardaga.
í Staðarsveit eru langar fjörur
með gullnum skeljasandi, breiðar og
fallegar, með miklu fuglalífi: álftum,
lómum og öndum. Við hafið er urm-
ufl af kríum og miklar byggðir af sel
í útskerjum og klettafjörum. Á ná-
lægum miðum voru fræg lúðumið
og lendingar voru á Krossum, Tröð-
um og Fúluvík.
Veiði og rekahlunnindi á þessum
slóðum voru eftirsótt eign á miðöld-
um og voru í eigu Staðastaðar,
Helgafeflsklausturs og kóngsins um-
boða.
í Breiðuvík er ströndin víðast
hrikalega ægifógur, þar er vigvöllur
hrauns og eldfjalls og hafs og brims.
Aflir ferðamenn þekkja klettana og
gjárnar á Stapa. Þar eru drangar
með fuglatöðutoppum, gatklettar og
merkUegir sjávarheUar.
Við ystu strönd eru Svörtuloft,
ein fegursta strönd íslands og bestu
fiskimið trUlukarla. Þar reru á lið-
inni öld Sandarar, frá Gufuskálum
(Gufsarar), frá Öndverðarnesi (Öns-
kvarar), Beruvíkingar úr Dritvík
(Drissarar), Hellnarar og Staparar.
Svörtuloft eru ekki aðgengileg ferða-
mönnum til náttúruskoðunar en
þegar sunnanrok og áhlaðandi
ganga á þá eru þar dynkir miklir og
skeUir og áhrifamikið að koma á
sjávarbakkann.
Laugardag frá kl. 10-16, sunnudag frá 12-16
♦♦éinterbath
Europe
Sturtuhausar og
í handsturtur meö
| nuddi, allt aö 6
Á '■•■i stillingar fyrir vatniö,
É hreinsanlegir.
Ép Sundhallarsturtu-
E;-. hausar, sturtu-
mk stangir. Litir:
|g hvítt, króm, gull.
áHfeiMí Sturtuhengi.
FM Mattsson
Hitastýrö blöndunartæki frá FM
Mattsson í Mora, Svíþjóö.
Z Froste Mattsson hóf
kranaframleiöslu sína
1865, sem gerði sænska
bæinn Mora að þekktasta
kranaframleiöslubæ
^rjhiii ' Evrópu.
FM. Mattsson
er einn virtasti
fpí ^^/framleiðandi
"Ji blöndunar-, og
hitastýritækja og er
framleiðslan
seld í öllum ^
heimsálfum. 'átfP
Sturtuklefar, öryggisgler
eða.styrloplast sturtuhorn
70-90 cm.
Bogasturtur, meö eða án
botns, 80 eöa 90 cm.
Sturtuhlífar á baökör.
tryggi
Síðumúli 34 (Fellsmúlamegin) • Sími 5887 332