Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Blaðsíða 31
UV LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 31 Flugbjörgunarsveitin i Reykjavík hefur hin seinni ár iagt mikla áherslu á björgunarstörf á snjó- flóðasvæðum. Flugbjörgunarsveitarmenn hirtu marga heila hluta úr vélinni Öflugt uppbyggingarstarf Þótt þessi ferð hafi ekki borið ti- lætlaðan árangur og allir þeir sem lentu í flugslysinu létust voru sem betur fer aðrir björgunarleiðangrar farnir sem báru betri árangur, enda hefur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík átt þátt í að bjarga fjölda mannslífa í gegnum tíðina. Magnús fór hins vegar í aðra ferð seinna um sumarið í leit að tveimur breskum stúdentum sem týndust er þeir hugðust ganga frá Miðfelli yfir aö Hvannadalshnúk. Eftir þá ferð taldi sig hins vegar ekki enn vera meðlim í Flugbjörgunarsveitinni en annað kom í ljós þegar hann frétti af fundi þar sem hann hefði verið skráður í sveitina án þess að sækja nokkuð um inngöngu. Það þurfti hins vegar ekki miklar fortölur og upp úr því fór hann, ásamt félögum sínum, að starfa með sveitinni. í tímans rás breyttist skipulag sveitarinnar til muna og stofnaður var sérflokkur fyrir nýliöa en Magn- ús átti meginþáttinn í því. Fjáröfl- unin hefur veriö með svipuðu móti 45 ár frá stofnun Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík Sjanghæeraður í útkall og munstraður í sveitina - segir Magnús Þórarinsson sem skipaður var í útkall á leið af róðraræfingu Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð fyrir 45 árum í kjölfar þess að Geysir, millilandaflugvél Loftleiða, brotlenti á Bárðarbungu árið 1950. Þá þegar sáu menn nauð- syn þess að stofna björgunarsveit til bjargar fórnarlömbum flugslysa. Um þetta leyti var flug enn á ung- lingsárunum á íslandi og Slysa- varnafélag íslands sinnti nær ein- göngu björgun úr sjávarháska. Þó höfðu nokkur stór skref verið stigin í flugmálum hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni, enda hér statt fjölmennt hernámslið og seinna varnarlið, en þó voru öryggismál á frumstigi í samanburði við hvernig þau eru í dag. Árið 1953 reyndi enn einu sinni á hina ungu björgunarsveit en á þeim þremur árum sem liðin voru frá stofnuninni höfðu nokkur slys orð- ið. Snemma sumars fórst Grumman Albatros flugvél af Keflavíkurflug- velli með 5 manna áhöfn á Eyja- fjallajökli, sama vél og er þessa dag- ana að koma niður í pörtum úr Gí- gjökli. Flugbjörgunarsveitin var á þess- um tíma með aðsetur í bragga á flugvallarsvæðinu og í Nauthólsvík, sem var helsti baðstaður Reykvik- inga, voru nokkrir ungir menn við róðraræfingar. Sjanghæeraðir í útkall „Þannig var að við vorum nokkr- ir félagarnir að fikta við að æfa kappróður í Nauthólsvík með Ár- menningum en leiðin þangað lá fram hjá höfuðstöðvum Flugbjörg- unarsveitarinnar. Við æfðum jafn- framt á skíðum með Ármanni og könnuðumst þannig við Guðmund Jónasson sem sá um að aka okkur í Jósepsdal þar sem æfingarnar fóru fram. Það var einn dag þegar við vorum að koma hjólandi félagamir af róðraræfingu að eitthvað var að gerast þarna suður frá. Og þegar við hjóluðum fram hjá húsnæði sveitar- innar greip Guðmundur okkur og sagði okkur að fara heim og gera okkur klára og'koma svo og hjálpa til, það hefði týnst flugvél. Við átt- um ekki að taka neinn mat, bara föt- in og svefnpokana. Nú, við vorum alltaf til í allt og drifum okkur í þessa ferð,“ segir Magnús Þórarins- son sem nú starfar sem smiður hjá Þjóðleikhúsinu en var um 12 ára skeið gjaldkeri Flugbjörgunarsveit- arinnar og flokksstjóri B-flokks eða byrjendaflokks sveitarinnar. Ekki stríðaldir Nú, 42 árum eftir að hann var sjanghæeraður í sveitina, er hann hins vegar heiðursfélagi í Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík sem hann átti stóran hlut í að byggja upp í það sem hún er í dag. Með honum í þess- ari för voru Ármenningar eins og Magnús Eyjólfsson, Ólafur Nielsen, Haukur Hafliða, Árni Kjartansson og fleiri. Það var komið undir kvöld þegar þeir lögðu af stað að Eyja- fjallajökli. Þegar þeir komu að Stóru-Mörk var ákveðið að reyna að ganga upp jökulinn hjá Dagmála- hnúk og Páll Arason, landsfrægur fjallafari, fór fyrir þeim hópi sem Magnús var í. Þeir hrepptu slæmt veður og urðu frá að hverfa eftir að hafa legið úti yfir nóttina við jökul- röndina. í því áhlaupi þurftu þeir að burðast með senditæki, sem var tveggja manna tak, og þurftu oft að stoppa til að ná sambandi við leitar- stöð. Hins vegar virtist allt sem hét fjarskipti bregðast í þessari göngu. Niðri var mannskapurinn og bún- aðurinn þurrkaður og hvíldur og liðinu skipt upp, segir Magnús. Þá voru komnir snjóbilar undir stjórn Árna Stefánssonar og Bandaríkja- manna. Guðmundur fór hins vegar með hóp manna upp Skerjaleiðina, en það er á milli Stóru-Markar og Þórsmerkur. Þar fórum við upp nóttina eftir. Þegar upp var komið, klukkan 5 eða 6 um morguninn, var svo mikil þoka að viö sáum ekki neitt. Það hafði verið súld á leiðinni og við því blotnað nokkuð en útbún- aðurinn var ekki betri en svo að hann fraus. Við þurftum þvi að fara niður aftur, eftir að hafa fundið brak úr vélinni á leiðinni upp, þar á meðal klósettpappír og uppspennt loftnet sem ekki var hægt að spenna upp nema af mannavöldum. Við gát- um því miður ekki leitað nema stefna okkur sjálfum í hættu. Á meðan við fórum niður fóru þeir sem voru á snjóbílunum upp aðra leið en við fórum. Er þeir komust upp þegar líða tók á morguninn hafði hann lyft af sér. Þá hafði vélin verið týnd á þriðja sólarhring,“ seg- ir Magnús. Hann segir að þeir hafi fengið nesti í pappakassa sem þeim hafi verið sagt að opna ekki fyrr en upp væri komið. Þegar til kom reyndist vera ein brauðsneið á mann í kass- anum „Það átti ekki að striðala mannskapinn," segir Magnús. Munstraðir í sveitina Snjóbílaflokkurinn og Árni Stef- ánsson komu siðan að flaki vélar- innar sem var illa farið og fundu þar lík eins úr áhöfninni. Svo virð- ist sem aðrir sem lifðu brotlending- una af hafi ákveðið að freista þess að komast af sjálfsdáðum til byggða þótt greinilegt væri að einhverjir þeirra væru illa slasaðir en blóð var sýnilegt á vettvangi þegar björgun- armenn komu að. Telja má víst að þeir hafi fallið i jökulsprungu á leið- inni niður enda fundust lík þeirra ekki fyrr en 12 tfl 14 árum seinna þegar skriðjökullinn skilaði þeim af sér. „í stað þess að bíða á staðnum, eins og brýnt er fyrir mönnum í dag, þá ákváðu þeir að komast til byggða. Þetta er þó enn gremjulegra fyrir það að þegar við fórum upp að flakinu seinna um sumarið komumst við að því að stélhlutinn var alveg heill þannig að þar hefðu þeir getaö haldið til og beðið hjálp- ar. Aukinheldur fundum við þar tvær fallhlifar sem voru úr silki á þessum tíma og notaðar til að stoppa vélarnar. Þær hefðu þeir get- að breitt yfir sig til að halda á sér hita,“ segir Magnús. alla tíð: byggist á fiárframlögum ein- staklinga og fyrirtækja, söfnunum og því sem félagarnir kalla sjálfh’ „sníkjum". ! áranna rás jókst og batnaði tækjabúnaður og þekking sveitarinnar og strax í upphafi upp- götvuðu menn mikilvægi þess aö meðlimir sveitarinnar kynnu að nota fallhlífar til að vera fljótari á vettvang þar sem aðstæður væru erfiðar. Eftir að þyrlur komú til sög- unnar er þó mun auðveldara að koma mönnum fljótt og örugglega á vettvang. Einar Torfi Finnsson er einn þeirra sem starfað hafa með Flug- björgunarsveitinni frá unga aldri. Hann segir að i dag sé skipulag sveitarinnar með allt öðru sniði en þegar frumkvöðlarnir voru að ryðja brautina. Nýliðaþjálfun taki til dæmis tvö ár þar sem áhersla er lögð á skyndihjálp, útveru og hvern- ig athafna skal sig við erfiðar að- stæður úti í náttúrunni. Endur- menntun er stór liður í starfi sveit- arinnar og nú sækja félagarnir þekkingu jafnt til innlendra aðila sem erlendra. Þá er allur tækjabún- aður og annar búnaður mjög full- kominn. Segir hann Flugbjörgunar- sveitina hafa lagt mikla áherslu hin seinni ár á snjóflóðaleitir og kynnt Recco- snjóflóðaleitartæknina og komið henni á þá staði sem eru snjóþungir. í dag er Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík með fióra vel búna torfæ- rubíla, fióra vélsleða, tvo snjóbfla og sérbúinn stjórnstöðvarbU. ÖU eru þessi tæki búin góðum fiarskipta- tækjum og leiðsögubúnaði. Þrátt fyrir öflugt fiáröflunarstarf er samt mestaUt viðhaldsstarf unnið í sjálf- boðavinnu. Sveitinni er skipt í fióra flokka: bUaflokk, beltaflokk, heima- stjórn og flugbjörgunarflokk sem aftur skiptist í þrjá hópa: fallhlífa- hóp, undanfara og sjúkrahóp. Skráð- ir félagar eru um 450 en á útkaUs- skrá eru tæplega eitt hundrað manns. Þar af geta 35 tU 40 manns verið mættir í útkaU á 20 mínútum því oft getur viðbragðsflýtir skUið á milli lifs og dauða. -PP Snemmsumars 1953 fórst Grumman Albatros flugvél af Keflavíkurflugvelli með fimm manna áhöfn á Eyjafjallajökli. Magnús Þórarinsson flugbjörgun- arsveitarmaður, sem þá fór í sitt fyrsta útkall, segir að sárt hafi verið að horfa upp á heillegan stélhluta vélarinnar, sem sést í fjarska á myndinni, og vita til þess að þar hefðu mennirnir geta haldið til og beðið eftir hjálp. í stélhlutan- um fundust síðar silkifallhlífar sem fórnarlömb flugslyssins hefðu getað vaf- ið um sig og haldið þannig á sér hita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.