Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1995, Side 37
UV LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1995 53 Vorum „Okkur langar að fá alla Kópa- vogsbúa, afa, ömmur, pabba og mömmur - alla fjölskylduna saman. Það væri gaman ef t.d. gamlir skóla- félagar létu sjá sig og börn þeirra. Vitaskuld eru aðrir en Kópavogsbú- ar líka velkomnir," segir Ólafur Þórðarson, einn Ríó-manna, en hið gamalkunna tríó ætlar að halda upp á 30 ára afmæli sitt .í dag með stór- tónleikum í íþróttahúsi HK við Digranesveg. „Við erum þrítugir, Kópavogsbær fertugur, svo það er gaman að geta haldið upp á þetta saman, enda varð Ríó tríó til i Kópa- voginum á sínum tíma. Vegna þess höfum við kosið að kalla tónleikana í túninu heima,“ segir Ólafur og bætir við að einmitt á þessum stað hafi þeir félagarnir byrjað að syngja og( spila fyrir þrjátíu árum. „Ég fékk lánaðan gítarinn hennar mömmu og við byrjuðum á að syngja Fram í heiðanna ró og Upp til fjalla. Þá vorum við ungir gagn- fræðaskólanemar. “ Ríó tríó var stofnað af þeim Ólafi Þórðarsyni, Halldóri Fannari og Helga Péturssyni en þeir stunduðu þá allir nám í Víghólaskóla. Ágúst Atlason gekk til liðs við þá Helga og Ólaf árið 1968 og hefur Ríó tríóið verið óbreytt síðan. Ólafur er ekki á því að Ríó tríó hafi nokkurn tíma hætt en á smá- tímabili tóku þeir félagar sér hvíld. Undanfarna mánuði hefur Ríó tríó verið með vel lukkaða sýningu á Hótel Sögu en henni er að ljúka um þessar mundir. . Alltaf nýir áheyrendur Rió trió hefur gefið út allmargar plötur í gegnum tíðina og eru þær langflestar orðnar klassískar því hver kynslóðin af annarri fær áhuga á líflegum söng þeirra félaga. Ólafur segist ekki muna hversu margar plöturnar eru en hitt hafi hann orðið var við að sífellt koma nýir áheyrendur úr hópi yngstu kynslóðarinnar. „Gamla fólkið hef- ur líka alltaf verið góðir áheyrendur okkar enda byrjuðum við að spila fyrir það í upphafinu." Ríó tríó með stórtónleika í Kópavogi: útskúfaðir í skólatónlistinni r segir Olafur Þórðarson sem þótti ekki hafa trompetvarir Ungir og sætir í kringum 1970. Ríó tríó ætlar að minnast góðu daganna í tún- inu heima í Kópavoginum í dag með stórtónleikum. Margir munu verða Ríó tríóinu til aðstoðar á stórtónleikunum í dag, eins og t.d. Björn Thoroddsen gítar- snillingur, Szymon Kuran fiðlu- virtúós og Reynir Jónasson harm- oníkuleikari. Þá munu koma fram auk Ríó tríósins hljómsveitin Saga Class með söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guö- mundssyni, Skólahljómsveit Kópa- vogs mun leika og Kór Kársnesskóla mun syngja með félögunum í nokkrum lögum. „Sem dæmi um það hversu slæmir söngvarar við Helgi vorum þá komumst við aldrei í kór en það sýnir hversu miklar kröfurnar voru. Ég var heldur ekki með réttu varimar til að leika á trompet þannig að okkur var útskúf- að úr tónlistinni. En einkaframtakið blífur,“ segir Ólafur. I fyrsta sinn í Kópavogi „Við höfum aldrei haldið tónleika í Kópavoginum áður,“ segir Ólafur enn fremur. „Hins veg£u* er þetta skemmtilegt þvi við Helgi kenndum líka í Kópavogi og þeir nemendur eru núna orðnir að fjölskyldufólki sem gaman væri að sjá. Þama verö- ur ekta Ríó-stemning með fjölda- söng og skemmtilegheitum líkt og var í Austurbæjarbíói í gamla daga.“ Ríó tríó ætlar sér að halda áfram að lifa eins og Bítlarnir og Rolling Stones. „Að minnsta kosti meðan Ríó tríóið er þrjátíu ára og þeir Helgi, Olafur og Agúst eru lítið eldri. við höfum gaman af þessu,“ segir Ólafur. „Maður á kannski ekki að segja það en mér finnst við aldrei hafa verið betri en núna. Þessi hljómsveit sem leikur með okkur, Szymon, Bjöm og Reynir, hefur ver- ið með okkur á Sögu og því er hljómsveitin mjög vel samæfð." Ólafur segir að hugsanlegt sé að Ríó tríóið bregði sér til Raufarhafh- ar í byrjun desember í tilefni af fimmtugsafmæli Jónasar Friðriks og haldi þar tónleika. „Jónas hefur gert alla texta fyrir Ríó tríóið,“ seg- ir hann. Einnig hefur verið í vinnslu sjónvarpsþáttur um tríóið. „Það er til alveg óhemju sjónvarps- efni með okkur.“ Nánast um allan heim Ríó tríó hefur leikið um allt land í á undanförnum áram nema á Pat- reksfirði og Hólmavík. Einnig hafa þeir félagar spilað víða um Banda- ríkin og Evrópu. Ólafur segir að Ríó tríó sé búið að semja tólf ný lög við texta Jónasar Friðriks og sé sú plata væntanleg á næsta ári. „Við ætluðum að gefa út afmælisplötu á þessu ári en við gáf- j um okkur ekki tíma til þess. Tríóið * hefur alltaf sungið á íslensku nema f eitt lag sem er á rússnesku og heitir . Maladjosnæja. Það hefur verið stefna okkar að syngja á íslensku og því munum við halda áfrarn." -ELA Sælgæti, skartgripir, leikföng, barnaföt, bækur og skór Stefanía heldur sölusýningu á íslenskum hannyrðum laugardag og sunnudag Lifandi kanínur Kaffi og meðlæti Stílisti og förðunarfræðingur býður ókeypis förðun og veitir ráðgjöf milli kl. 13 og 17 á sunnudag Fatnaður, ilmvötn, gjafavara og geisladiskar Bogomil Font kynnir og árítar nýútkominn geisladisk sinn, sunnudaginn 26. nóv. milli kl. 14 og 15 tiTf a«MMBEæBE , ,,:x, Ilqi i '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.