Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 HANNAÐU þinn eigin bol til þess að gefa í Utlönd Komdu með tilbúna fyrirmynd eða hugmyndir sem við hjálpum þér við að útfæra. Slegið á sigurgleði kommúnista í rússnesku þingkosningunum: Valkostur Rússlands nær mönnum á þing - kjörstjórn vísaði fréttum þess efnis á bug i morgun 5R0S-30UR SIDUMULA 33 SIMI 581 4141, FAX 588 4141 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN VINNINGAR 1.a FJÓLDI VINNINGSHAFA 3. 4 al S 4.! 69 2.965 UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 4.249.830 143.900 10.790 580 Heíldarvlnnlngsupphæð: 7.145.740 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Umbótaflokkur Jegors Gaidars, fyrrum starfandi forsætisráðherra, komst yfir 5 prósenta mörkin við talningu atkvæöa í rússnesku þing- kosningunum í nótt og nær því mönnum á þing, að sögn Interfax fréttastofunnar. Yfirkjörstjórn vís- aði þó á bug í morgun fréttum Inter- fax þess efnis. Kjörstjórn sagði flokkinn vera bú- inn að fá 4,4 prósent atkvæða en samkvæmt tölum sem Interfax birti hafði Valkostur Rússlands fengið 5,075 prósent atkvæða og búist var við að hann mundi styrkjast í sessi þar sem talning atkvæða var að fær- ast frá heldur íhaldssömum kjós- endum lengst í austri til stóru borg- anna í vesturhluta landsins. Reynist frétt Interfax rétt, hafa fimm flokkar af þeim 43 sem voru í framboði náð mönnum á þing en þar til í nótt voru þeir aðeins íjórir: Kommúnistaflokkurinn með 21,9 prósent atkvæða, Frjálslyndir demó- kratar, þjóðernisflokkur Zhir- inovskís, með 11,1 prósent, Heimili okkar er Rússland, flokkur Chernomyrdins forsætisráðerra, með 9,6 prósent, og Yabloko, flokkur hagfræðingsins Yavlingskys, með 8,4 prósent atkvæða. Árangur Valkosts Rússlands slær á sigurgleði Kommúnista og þjóð- Stórvúrslun Laugavegí 26 (opiö alla daga til kl. 22) - Sími 525 5040 Kringlunnl (Opiö virka daga til kl. 21. Laugardaga og sunnudaga til kl. 18) - Sími 525 5030 Laugavegi 90 Sími 525 5065 S K I F A N Póstkröfusími 525 5040 ernissinna, höfuðandstæðinga Jeltsíns forseta, þar sem þeir munu ekki ná jafnmörgum þingsætum og fyrstu tölur bentu til. IJm helmingur atkvæða hefur verið talinn. Kjörsókn var um 65 prósent en 105 milljónir manna voru á kjörskrá. Óvíst er hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Boris Jeltsín forseti mun í dag hitta Chernomyrdin forsætisráð- herra til viðræðna um niðurstöður kosninganna en þær geta breytt hinu pólitíska landslagi í Rússlandi. Gennedy Zyuganov, leiðtogi kommúnista, var ekki að spara stóru orðin. Hann sagði fólk alveg hafa hafnað núverandi skipulagi í Rússlandi. Kerfið hefði hrunið og væri gjaldþrota. „Ríkisstjórnin hef- ur í raun fengið á sig vantraust,“ sagði hann og krafðist uppstokkun- ar í ríkisstjórninni. Kommúnistar virðast hafa náð til kjósenda vegna versnandi lífskjara í Rússlandi og þrár eftir stöðugleika Sovéttímabils- ins. Viðbrögðin voru hógvær í Banda- ríkjunum. Talsmaður Hvíta hússins sagði að lýðræðið væri að festa sig í sessi í Rússlandi og að valdahlutfoll- in í Dúmunni, rússneska þinginu, hefðu ekki breytst verulega mikið. „Það verða ný andlit á þingi en valdahlutfallið verður svipað og áður,“ sagði talsmaðurinn. Reuter Þjóðernissinninn Vladimir Zhirinovsky skaut skoðanakönnuðum ref fyrir rass í rússnesku þingkosningunum. Þeir spáðu honum fjórða til fimmta sæti en hann hlaut næstmesta fylgið, 11,1 prósent. Fylgi hans í austurhéruðunum var enn meira eða um 15 prósent. Símamynd Reuter Kanadamenn efla verndun þorskstofnsins: Stllttar fréttir Brian Tobin hvetur til auk- inna selveiða Brian Tobin, sjávarútvegsráð- herra Kanada, tilkynnti í gær að kanadisk stjórnvöld ætluðu að hvetja til aukinna selveiða og væri það liður í verndun fiskistofnanna. Tobin sagði að 99 prósent fækkunar í hrygningarstofni þorsksins undan Nýfundnalandi á undanfornum árum væri selnum að kenna. Hvorki kanadískir sjómenn né út- lendingar mega stunda þorskveiðar við austurströnd Kanada. „Það er aðeins einn aðili sem enn stundar þorskveiðar í einhverju magni og það er selurinn," sagði Brian Tobin á fundi með frétta- mönnum í Ottawa I gær. Tobin sagði að leyfðar yrðu veið- ar á 250 þúsund selum á næsta ári en kvótinn í ár nam 186 þúsund dýr- um. Stjórnvöld ætla að halda áfram að styrkja veiðimenn með um tutt- ugu króna framlagi á hvert veitt kíló og stærri veiðiskipin eru hvött til að leggja þeim minni lið, einkum þegar veður gerast válynd. Hvort svo tekst að veiða upp í nýjan og aukinn kvóta veltur á veðrinu og því hvernig til tekst við að koma selaafurðum á markað. Víða gætir enn tilfinningasemi í garð selanna, einkum þó í Evrópu. Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada. Alþjóðleg samtök dýravina, IFAW, hafa lagt upp í herferð gegn kanadískum laxi í Bretlandi til að mótmæla selveiðunum og saka kanadísk stjórnvöld um að hylma yfir vísindaleg gögn sem sýna að selastofninn þurfi verndunar við. Reuter Tekinn við Leighton Smith aðmíráll, yfir- maður gæsluliðsins í Bosníu, er kominn til höfuðstöðva sinna í Króatíu og er spenntur fyrir starfinu. Ráðherrar fara frá Allir ráðherramir í stjórn Suð- ur-Kóreu hafa sagt af sér svo að forsetinn geti stokkað spilin. Kreppir að Major John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, þarf enn eina ferðina að sýna hversu góð tök hann hefur á stjómarliðinu þegar þingið greiðir í dag atkvæði um um- deilda fiskveiðistefnu ESB. Blaðamaður bannaður Kínversk stjórnvöld hafa svipt þýskan blaðamann réttinum til að vinna í Kína vegna greinar um Li Peng forsætisráðherra sem þótti ekki gefa nógu góða mynd af ráðherranum. Myndir af morði Israelskt dagblað birti í morg- un einu myndirnar sem vitað er um af morðinu á Rabin. 000 . Afrýjar ekki Danski ríkissaksóknarinn ætl- ar ekki að áfrýja sýknudómi yfir sjö mönnum sem höfðu verið ákærðir vegna skipasvindls í Færeyjum. Reuter, Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.