Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 13 Óvirðing við það sem vel er gert Það eru rétt rúmlega fjögur ár síðan grein með þessari fyrirsögn birtist í DV og fjallaði um fyrir- hugaða eyðileggingu á starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Á þeim tíma komu fyrirmæli frá þá- verandi heilbrigðisráðherra, Sig- hvati Björgvinssyni, um að leggja skyldi niður spítalann sem sjúkra- hús og breyta stofnuninni í lang- legudeild fyrir aldraða. Vegna samstöðu og mótmæla íbúa svæðisins varð heilbrigðis- ráðherra að endurskoða þessa af- stöðu sína. í staðinn fengu Hafn- firðingar að halda sínu sjúkrahúsi en til að refsa þeim fyrir frekjuna þá lækkaði hann framlög ríkis- sjóðs til spítalans um þriðjung. Frá þessum tíma til dagsins í dag hef- ur spítalinn verið rekinn með halla. Tillögur tilsjónarmanns Núverandi heilbrigðisráðherra skipaði tilsjónarmann til að skoða rekstur spítalans í september sl. Ástæðan er vafalaust umræddur rekstrarhalli. Tilsjónarmaður kom hér og fór vel í -gegn um allan rekstur. Ekki gat hann bent á nokkurn hlut sem betur mætti fara í rekstrinum. Einu tillögur hans eru að skerða þjónustuna. Hætta öllum bráðainnlögnum og breyta handlækningadeild, þar sem aðgerðir eru framkvæmdar, í svokallaða 5 daga deild. Sem þýðir að deildin er aðeins opin og mönn- uð 5 daga vikunnar og ekki er hægt að framkvæma stærri að- gerðir sem krefjast lengri legu. Þetta eru tillögur tilsjónar- manns og ráðherra sem hefur ósk- að eftir að þessum tillögum verði hrint í framkvæmd. Að taka af þá þjónustu sem gerir St. Jósefsspít- ala að sjúkrahúsi. Sjúklingar sem þarfnast bráðainnlagnar verða þá væntanlega lagðir inn á ganga yf- irfullra lyflækningadeilda stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Og þeir sjúklingar sem ekki komast lengur i stærri aðgerðir hjá okkur bætast á biðlista. Undarleg afstaða ráðherra Eins og í upphafi máls segir þá er fyrirsögn þessar greinar fengin að „láni“ úr grein sem núverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, skrifaði í DV og birt- ist 2. október 1991. Það er afskap- Um fáar þjóðir veit ég sem ekki nýta sér þær náttúruauðlindir sem þeim eru sjáanlegar. Ég tala nú ekki um ef þær eiga allt undir að þær séu nýttar. Þá er átt við skyn- samlega notkun sem fari saman með vistfræðilegri hagkvæmni. Því miður er ísland ein þeirra þjóða sem hafa látið Greenpeace, samtök sem villst hafa illilega út úr tilgangi tilveru sinnar, hræða sig frá eðlilegri sjálfsbjargarvið- leitni. Öfgar ofstækismanna Greenpeace er alveg sama um hagsmuni okkar. Að þeim hafa hrúgast sérvitringar, heilaþvegið ungt fólk og hópsálir sem leyfa að þeim sé smalað í verkefni handa vistfræðilegum viðundrum. Að halda því fram að veiði á hval og sel sé náttúrunni neikvæð eru öfg- ar ofstækissamtaka sem virðist nærast á lygi. Það er ekki undarlegt að þeim takist að blekkja fáfróða útlend- inga þegar hér heima finnast sálu- félagar þeirra. Menn sem sjá ekki að hvalir og selir eru að éta sjálfa Kjallarinn Björgvin Þórðarson aðalbókari á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði lega forvitnilegt að grípa niður í þessa grein og skoða hvað hún seg- ir þar: „Sjúkrahúsið er vel rekið og hefur alveg haldið sig innan ramma fjárlaga og ávallt svarað niðurskurðartillögum heilbrigðis- ráðuneytisins en nú er of langt gengið. Fyrirmælin eru að leggja sjúkrahúsið niður í núverandi Kjallarinn Albert Jensen trésmiður sig út á gaddinn. Þessi dýr éta margfalt það sem við veiðum af fiski. Það sem okkur gengur best að safna þessa stundina eru feitir sér- góðir púkar á þjóðarjötuna, skuld- ir og atvinnulaust fólk. Þetta er mynd og í stað þess skuli langlegu- deild rekin þar. Ekki er það vegna þess að Hafnfírðinga vanti lang- legupláss. Þar er enginn á biðlista. Samspilið í heilbrigðisgeiranum í Hafnarfirði hefur verið öðrum til fyrirmyndar.“ Það er oft sagt að aðstaða manna skapi afstöðu þeirra. Þannig varð persónan Ragnar Reykás til. Og óneitanlea finnst manni afstaða heilbrigðisráðherra í dag úndarleg í ljósi þessara orða. Nú er það hún sem er ráðherrann og valdhafinn. Hefur sjón hennar eitthvað breyst? Hvað er það sem hefur breyst á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sem or- sakar þessi sinnaskipti ráðherra. Eru áform ráðherra nú ekki óvirð- ing við það sem vel er gert? Starfsemi St. Jósefsspítala er síður en svo veigaminni í dag en það sem hræðsla leiðir af sér. Við verðum að snúa undanhaldinu í sókn. Berjumst gegn öfgum og hugleysi. Hér er jarðvegur allsnægta. Nýtum seiinn Bandaríkjamenn hafa verið vinaþjóð okkar. í þeirra landi eig- um við að hefja vamaráróður fyr- ir þeirri lífsnauðsyn okkar að nýta auðlindir þær er gera ísland byggi- legt. Sýna fram á að þar leiði hvað af öðru svo að maðurinn falli í náttúrumunstrið. Vistfræðilegt jafnvægi verður að vera í heiðri haft, enda innlegg til síðari tíma. Það mælir því allt með að hefla selveiðar strax. Hval- fyrir 4 árum. Áform ráðherra nú lamar þann þátt heilbrigðisþjón- ustunnar sem hingað til hefur ver- ið ómetanlegur. Þar fyrir utan væri spamaður enginn því eitt- hvað annað verða sjúklingamir að fara og sjúkrahúsþjónusta kostar alltaf sitt hvar sem hún er veitt. Að lokum vil ég gera lokaorð ráðherra í umræddri grein að mín- um: „Þetta slys má ekki verða og von min er sú að þessi merkilega og ómetanlega þjónusta megi blómstra og dafna og þessi ágæta stofnuri verði ekki eyðilögð." Því skora ég á þig, Ingibjörg Pálma- dóttir, að þú endurskoðir afstöðu þína í þessu máli í ljósi framan- greindra orða. Björgvin Þórðarson veiðar eru viðkvæmara mál vegna hótana öfgahópa um að rústa efna- hag okkar en að þeim hljótum við að snúa okkur hvað sem því líður. Við verðum að finna leið til að nýta selinn. Ekki bara farga. Ef vel væri aö þessum málum staðið yrði álver skítur á priki samanborið við vaxandi auðlegð í sjónum. Þar er um að ræða gífúrlega fjölgun ársverka, dauðadóm yfir atvinnu- leysi. Það er raunveruleg framtíö. Hvort kýs þjóðin að láta hrekja sig til fátæktar vegna hræðslu við öfgaöfl eða berjast fyrir sjálfsögð- um rétti sínum til lífsbjargar. Albert Jensen Með og á móti Ríkisspítalar illa reknir Fjárlög lítils metin „Það er stað- reynd að Ríkis- spítalarnir hafa á undanförnum árum ráðstafað meiri fjármun- um en fjárlög hafa heimilað. Þeir hafa ítrek- að fengið viðbót- arfjárveitingar við afgreiðslu fjárlaga og á fláraukalögum. Almennt er það ótækt að opinberum stofnunum sé ekki gert að hlíta sömu reglum um aðhald. Það er ekki góð regla að mat á fjárþörf ríkisstofnunar sé það hve mikið hún fer fram úr fjárlagaheimildum. Ef ríkisstofn- anir fá fyrir það sérstaka umbun í aukaíjárveitingum leiðir það til óþolandi agaleysis. Sumar sjúkra- stofhanir hafa virt fjárlagaram- mann þótt það hafi orðið á kostn- að þjónustunnar. Þær verða síðan að þola flatan niðurskurð. Þær sem virða fyrirmæli löggjafans um útgjöld hljóta að líta á það sem skilaboð til sín að virðing fyrir fjárlögum sé lítils metin. Það verð- ur þá litið á það sem aðferð til að ná auknum fjárveitingum að reka stofnanir með halla. Hallalaus rík- isrekstur næst ekki meðan slík sjónarmið eru höfð í hávegmn. Þess eru dæmi að stofnunum, sem ekki hafa staðið við sinn fjárlag- aramma, hafl verið settur tilsjón- armaður. Þar með er ekki fullyrt að starfsemi Ríkisspítalanna krefj- ist ekki meiri fjármuna." Vel reknir „Þó að Rikis- spítalarnir séu stór stofnun er þeim skipt í margar einingar sem starfa oft mjög sjálfstætt. Þessar einingar eru flestar mjög vel reknar. Rík- isspítalar hafa náð góðum ár- angri í lækkun rekstrarkostnaö- ar með útboðum og aðhaldi í innkaupum og hafa önnur sjúkrahús notið góðs af. Launastefnan er mjög aðhalds- söm. Menn geta ihugað hvort það sé góður rekstur að borga best menntaða og færasta starfsfólki heilbrigöisstétta, sem starfar á Landspitalanum, oft verr en ann- ars staðar tíðkast. Spítalinn er stærsta hátæknisjúkrahús lands- ins og háskólaspítali með öllum þeim kostnaði og möguleikum sem slíku fylgir. Erfiðustu tilfell- in, sem önnur sjúkrahús, m.a. úti á landi, ráða ekki við, koma flest þangað. Ný tækni og ný, dýr lyf gefa möguleika á að takast á við sjúkdóma með betri og fljótvirkari hætti en áður. Samt er kostnaður á legudag á Landspítalanum minni en á mögrum öðrum sjúkra- húsum. Starfsemin jókst verulega fyrri hluta ársins og biðlistar styttust. Samdráttur, sem skipu- lagður var seinni hluta árs 1995, ,var áætlaður til skamms tíma og eru Ríkisspítalarnir „innan ramma fjárlaga" þessa mánuðina. Ef fjárlög ársins 1996 verða eins knöpp og frumvarpið verður fram undan erfitt ár fyrir veikt fólk í landinu því Landspítalinn er fyrir alla landsmenn." -ÞK Hafnfirðingar fengu að halda sínu sjúkrahúsi en ráðherra lækkaði framlög ríkissjóðs til spítalans um þriðjung, segir greinarhöfundur. Hvalveiðar - selveiðar „Starfsemi St. Jósefsspítala er síður en svo veigaminni í dag en fyrir 4 árum. Áform ráðherra nú lamar þann þátt heil- brigðisþjónustunnar sem hingað til hefur verið ómetanlegur.“ „Það mælir því allt með að hefja selveið- ar strax. Hvalveiðar eru viðkvæmara mál vegna hótana öfgahópa um að rústa efna- hag okkar en að þeim hljótum við að snúa okkur hvað sem því líður.“ Tómas Ingi Olrich, alþingismaöur fyrir Sjálfstæðisflokk- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.