Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 íþróttir O’Neill hættur Martin O’Neill sagði upp störf- um sem framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Norwich á sunnudaginn, aöeins tveimur tímum fyrir leik gegn Leicester í 1. deild. Hann hafði aöeins verið sex mánuði við stjórnvölinn og hætti vegna þess að hann fékk ekki peninga til að styrkja liðið, eins og honum hafði verið lofað. Lutonskiptir Terry Westley hafði þó verið enn skemur í starfi hjá 1. deildar liði Luton, aðeins í 5 mánuði, en honum var sagt upp í gær. Luton situr á botni 1. deildarinnar. Botafogo meistari Botafogo frá Ríó de Janeiro varð brasilískur meistari í knatt- spyrnu í fyrrinótt. Liðið gerði þá jafntefli, 1-1, við Santos í síðari úrslitaleik félaganna en Botafogo vann þann fyrri, 2-1. Glerhýsi brotnaði Miklar skemmdir urðu á húsi í byggingu í Mosfellsbæ í hvas- sviðrinu aðfaranótt sunnudags- ins. Glerhýsi er byggt utan um húsið og þoldi það ekki veðrið. Talið er að tjón nemi þarna hundruðum þúsunda króna. Ekki var ’oúið í húsinu. -GK Tulioveifaðifiski Leikmenn Botafogo voru fluttir að leikvangi félagsins á þaki slökkviliðsbíls og þar veifaöi Tulio, markakóngur meistara- keppninnar, stórum, dauðum flski, við mikla ánægju viö- staddra. Lið Santos gengur nefni- lega undir gælunafninu „Fiskur- inn.“ Velez meistari í Argentínu réðust úrslitin á sama tíma og þar varð Velez Sarsfield meistari með því að sigra Independiente, 3-0, en skæðasti keppinauturinn, Boca Juniors, gerði jafntefli, 2-2, við Deportivo Espanol á laugardag. Boca var á tímabili með sex stiga forystu í deildinni. Straxuppselt Þegar er uppselt á leik Eng- lands og Skotlands í úrslita- keppni Evrópumóts landsliða sem fram fer á Wembley í London 15. júní. Miðar á keppnina hafa verið til sölu síðan í október og það sem eftir var fór strax eftir að Ijóst var á sunnudag aö ná- grannaþjóðirnar myndu mætast. Tombaívanda ítalski skíðakóngurinn Alberto Tornba þarf líklega að svara til saka eftir að hafa grýtt þungum glerbikar í ljósmyndara eftir stórsvigsmót í heimsbikarnum á Ítalíu um helgina. Ljósmyndar- inn seldi eitt sinn tímariti nektar- myndir af Tomba sem hefur verið mjög uppsigað við hann síðan. Ljósmyndarinn meiddist ekki al- varlega en litið er mjög alvarleg- um augum á atvikið, ekki síst vegna þess aö Tomba er liðþjálfi í ítalska hernum og yfirvöldum þar er ekki skemmt. Félagslíf Aðventukvöld Víkings Aðventukvöld Víkings verður i Víkinni í kvöld klukkan 20.30. Séra Pálmi Matthíasson ræöir um aðventuna og komu jólanna, Hallur Hallssoh les upp úr met- sölubókinni Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus og Sigurður Grétar Sigurðsson spilar á gítar og stjórnar jólasöng. Bömin fá smávegis jólaglaðning. Kaffi og veitingar verða á boðstólum. Yfirlýsing frá Rondey Robinson: Hef lofað Njarðvík að koma aftur Julian Duranona - vitamínsprauta fyrir íslenskan handknattleik. Njarðvikingar hafa staðið við sitt A iþróttasíðu DV í gær, mánu- daginn 18.12., birtist frétt j um aö ég undirritaður værihugsan- lega á förum .. frá Njarðvík. Ein af ástæð- um þess væri :■ að Njarðvtk- ingar hefðu átt í erfiðleikum með að standa við launagreiðslur til mín á þessu keppnistxmabili. Af þessu tilefni vil ég taka skýrt fram að þetta eru ekki mín orð. Þeir sem reka körfuknattleiks- deildina í Njarðvík eiga ekki skilið slík orð og undir því vil ég ekki sitja. Þetta tímabil er mitt sjötta í Njarðvík og allan þann tima hafa Njarðvíkingar staðið við að greiða mér hverja krónu sem mér hefur borið. Hitt er svo annað mál að í rekstri íþróttafélaga geta komið tímabil þar sem minna er um pentnga og þá hefur komíð fyrir að greiðslur hafi dregist en aldrei þannig að al- varieg vandræöihafililotist affyrir mig. í fréttinni er réttilega eftir mér haft að min persónulegu mál hafi verið í óvissu en við brottför mína héðan í dag hef ég lofað Njarðvík- ingum því aö ég komi til baka í byrjun janúar og ég ætla að taka þátt i því að Njarðvíkingar verði Islandsmeistarar þriðja áriö i röð. Virðingarfyilst Rondey Robinson Jón Kristjánsson - fékk erfitt hlut- verk meö enga reynslu. DV Jóha Patrel fyrrii - Jón besti þjálfari „Að mínu mati er Patrekur Jó- | hannesson hjá KA maður fyrri um- ferðar íslandsmótsins. Hann hefur 1 verið að leika mjög vel og stöðugt s með liði sínu og getur hreinlega unn- 1 ið leiki upp á eigin spýtur þrátt fyrir í að vera í strangri gæslu. Hann er ( mjög sterkur, bæði varnarlega og sóknarlega. Þá finnst mér hann hafa þroskast mikið sem leikmaður og er til að mynda að mestu hættur að tuða í dómurunum. Þegar ég sé ungan i leikmann taka sig á í þessum efnum t er hægt að hrósa honum. Það er svo < spurningin hvort Patrekur kann að ; fara með hrósið. Það vill oft rigna < upp í nasirnar á þessum ungum í mönnum af Cocoa Puffs kynslóð- ; inni,“sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson, ' fyrrverandi landsliðsþjálfari, en ' hann er einn reyndasti þjálfari 1 landsins og hefur náð mjög góðum í árangri með íslensk lið og þýsk í < Jóhann Ingi Gunnarsson segir álit sitt á frammistöðu sex efstu liðanr Valsmenn hafa ver og jaf n vel náð fyr „íslandsmótið, sem nú er um það bil hálfnað, hefur eiginlega aldrei komist í gang. Það hefur verið mikið um landsleiki í Evrópukeppninni, ekki það að landsliðið hafi fengið of mikinn tíma heldur voru þeir einfald- lega mjög margir og 1. deildar keppn- in hefur liðið fyrir það. Aðsókn að leikjunum hefur kannski'ekki verið mikil en þó hefur hún alltaf verið góð á heimaleikjum KA og Hauka,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari í handknatt- leik, í samtali við DV í gærkvöldi en þá var hann beðinn að líta yfir farinn veg viö svo til hálfnað íslandsmót í handknattleik karla. Jóhann Ingi seg- ir álit sitt á sex liðum í DV í dag og hinum sex í DV á morgun. Alltaf nýirog nýir leikmenn hjá Val „Þrátt fyrir að Valsmenn hafi misst Geir Sveinsson og Finn Jóhannsson náðu þeir að halda sínum kjarna. Þorbjörn Jensson hafði stjórnaö liö- inu lengi og hann er sterkur persónu- leiki sem þjálfari. Það mátti merkja á Valsliðinu í upphafi móts að þjálfara- skipti höfðu átt sér stað. Menn voru ekki alveg búnir að átta sig á breyttu skipulagi. Undanfarið hafa þeir vaxið mjög og það má segja að eftir að hafa slegið CSKA Moskva út úr Evrópu- keppninni hafi Valsmenn náð fyrri styrk. Síðan hefur liðið leikið mjög vel og verið best liðanna í fyrri um- ferðinni og jafnvel náð styrk undanf- arinna ára. Valsmenn virðast eiga leikmenn í tonnatali og breiddin er mikil. Það koma alltaf nýir og nýir leikmann fram í dagsljósið. Svo má auðvitað ekki gleyma því að Guð- mundur Hrafnkelsson hefur verið ótrúlega sterkur þegar á hefur reynt fyrir Valsmenn. Hann hefur verið að vinna leiki fyrir liðið þegar virkilega hefur reynt á hann. Síðast á dögunum varði hann fjögur víti gegn FH í eins marks sigri Vals í bikarnum." „KA var spútnikliðið í fyrra og vann bikarinn og spilaði vel í úrslitakepn- inni. Menn töldu að brotthvarf Sigm- ars Þrastar, Valdimars Grímssonar og Alfreðs að miklum hluta myndi hafa slæm áhrif á liðið en þessi skörð hafa ekki verið eins stór og margir töldu. KA-liðið hefur komið mér mjög á óvart og ekki tapað nema einum leik. Duranona hefur komið út sem happdrættisvinningur fyrir Alfreð og það að taka Kúbumanninn í lið sitt eftir að enginn haföi séð hann leika í mörg ár var mikil áhætta. Duranona hefur ekki einungis sett skemmtileg- an stimpil á leik KA heldur einnig á íslenskan handknattleik. Svo eru ungu leikmennirnir stöðugt að verða sterkari. Vandamálið hjá KA er hins vegar það að varnarleikurinn er ekki alveg eins sterkur og í fyrra en' liðið verður vitanlega í baráttu um titil- inn.“ Haukarnir verða í einu af fjórum efstu sætunum „Haukarnir byrjuðu mótið mjög vel. Nokkrar breytingar urðu á liðinu frá því í fyrra en þær voru vel undirbún- ar. Aðall Haukaliðsins er þessi gifur- lega sterka umgjörð sem þeir hafa um sitt lið. Menn sem hafa staðið árum saman á bak við þetta lið og láta það ekki hafa áhrif á sig þó í fyrra hafi komið vetur þar sem gekk ekki nægi- lega vel. Gunnar Gunnarsson er greinilega að gera góða hluti með lið- ið. Það sem er afar snjallt hjá Hauk- unum er að Bjarni Frostason var gerður að fyrirliða og það hefur kom- ið mjög vel út, bæði fyrir hann og lið- ið. Bjarni hefur verið jafnbesti mark- vörður , deildarinnar. Endurkoma Halldórs Ingólfssonar hefur einnig haft góð áhrif og Aron Kristjánsson er í framför. Haukarnir verða í einu af flórum efstu sætunum ef þeir leika eins og fram að þessu.“ Deyfð og áhugaleysi áhorfenda í Garðabænum „Ég hef eiginlega frá því ég man eftir mér verið að bíða eftir því að Stjarnan Edberc Stefan Edberg, sá snjalli sænski tennisleikari, til- kynnti í gær að hann myndi hætta keppni á næsta ári. Hann ætlar að leggja spaðann á hill- una eftir opna Stokkhólmsmót- ið sem fram fer í nóvember 1996. Edberg er 29 ára og hefur verið at-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.