Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Síða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Fólk í fréttum Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur Jóhann Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, Fremristekk 2, Reykjavík, hefur, samkvæmt DV-frétt í gær, ákveð- ið að gefa ekki kost á sér sem for- maður Dagsbrúnar á næsta aðal- fundi. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykja- vík 22.1. 1927. Hann stundaöi nám i gagnfræðaskóla 1941-44, stund- aði síðan verkamannastörf og var lögregluþjónn á Siglufirði sumrin 1946-50r Guðmundur varð starfsmaður Dagsbrúnar 1953, settist þá í stjórn félagsins, var varaformaður þess 1961-82 og hefur verið for- maður frá 1982. Guðmundur var formaður VMSÍ 1975-91, sat í miðstjóm ASÍ 1980-88, í stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavík frá 1954, í stjóm Framkvæmda- nefndar byggingaáætlunar 1965-77, í stjórn Verkamannabú- staða í Reykjavík 1974-82, var borgarfulltrúi í Reykjavík 1958-62, sat í hafnarstjórn 1962-82 og var alþm. Reykvíkinga 1979-87. Guðmundur var forseti Æsku- lýðsfylkingarinnar 1949-51, sat í miðstjóm Sósíalistaflokksins frá 1954 og Alþýðubandalagsins 1956-87, sat í stjórn SÁÁ frá stofn- un og í framkvæmdastjórn frá 1990, í stjóm Vemdar 1983-89, var fulltrúi Alþingis hjá SÞ og fulltrúi ASÍ hjá Alþjóða vinnumálastofn- uninni í Genf 1986-91. Út hafa komið um Guðmund bækurnar Togarasjómaðurinn Guðmundur Halldór og sonur hans Guðmundur J., eftir Jónas Guðmundsson, 1982, og Jakinn - í blíðu og stríðu, 1989, og Baráttu- saga, 1990, eftir Ómar Valdimars- son. Fjölskylda Kona Guðmundar er Elín Torfa- dóttir, f. 22.9.1927, forstöðukona, fóstra og framhaldsskólakennari. Hún er dóttir Torfa Þórðarsonar stjómarráðsfulltrúa og k.h., Önnu Úrsúlu Björnsdóttur húsmóður. Börn Guðmundar og Elínar eru Gunnar Örn, f. 17.11.1948, dýra- læknir í Borgarfirði, kvæntur El- ísabetu Haraldsdóttur leirlistar- konu og eiga þau þrjú börn; Sól- veig, f. 18.12. 1951, fulltrúi í Reykjavík, og á hún tvær dætur; Guðmundur Halldór, f. 1.5. 1953, deildarstjóri í Reykjavík, kvæntur Jónínu Jónsdóttur fulltrúa og eiga þau fjögur böm; Elin Helena, f. 20.1. 1962, fulltrúi í Reykjavík, en maður hennar er Runólfur Þór Andrésson prentari og eiga þau eina dóttur. Systkini Guðmundar: Jóhannes Óskar, f. 14.6. 1924, d. 14.7. 1991, skrifstofumaður í Reykjavík; Frið- rik,'f. 7.11.1925, skrifstofumaður í Reykjavík; Jóhann, f. 16.2. 1930, efnaverkfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar: Guð- mundur Halldór Guðmundsson, f. 1.10. 1887, d. 15.2. 1982, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Sólveig Jó- hannsdóttir, f. 7.8.1897, d. 10.6. 1979, húsmóðir. Ætt Guðmundur Halldór var sonur Guðmundar, b. og sjómanns á Hjallkárseyri við Amarfjörð, bróður Bjarneyjar, ömmu Hrafns yfirlæknis og Bjama júdókappa Friðrikssona. Guðmundur var sonur Friðriks, b. á Hrafnseyrar- húsum, bróður Ásgeirs, afa Matthiasar Jónassonar sálfræð- ings, fóður Bjöms hagfræðings. Hálfbróðir Friðriks var Auðun, langafi Styrmis Gunnarssonar rit- stjóra og Haralds Blöndals lög- fræðings. Friðrik var sonur Jóns prests á Hrafnseyri, Ásgeirssonar, prófasts í Holti í Önundarfirði, Jónssonar, bróður Þórdísar, móð- ur Jóns forseta og Jens Sigurðs- sonar rektors, langafa Jóhannesar Nordal. Móöir Jóns prests var Rannveig Matthíasdóttir, b. á Eyri, Þórðarsonar, ættföður Vig- urættarinnar, Ólafssonar, ættfoð- ur Eyrarættarinnar, Jónssonar. Bróðir Guðmundar var Jón, langafi Geirs Waage, prests í Guðmundur J. Guðmundsson. Reykholti, fv. for- manns Prestafé- lags íslands. Móðir Guðmundar var Sólveig Jóhannsdóttir, b. í Heyholti í Borgarfirði, Jóhannessonar, b. á Narfeyri, Þórðarsonar, en móðir Sólveigar var Friðsemd íkaboðs- dóttir, b. á Krossi í Haukadal í Dölum, Þorgrímssonar. Andlát Gunnar Jónsson Gunnar Jónsson, fyrrverandi bóndi og eftirlits- og innheimtum- aður hjá RARIK, til heimilis að Nesi á Rangárvöllum, lést á dval- arheimilinu Lundi á Hellu þann 6.12. sl. Hann var jarðsunginn frá Oddakirkju á laugardaginn var. Starfsferill Gunnar fæddist í Nesi í Norð- firði og ólst upp á þeim slóðum. Hann naut almennrar farskóla- kennslu í æsku. Gunnar bjó á Norðfirði til fimmtán ára aldurs en fór þá norður í Bárðardal og var þar fimm ár. Hann flutti suður á Rangárvelli 1925 og átti þar heima siðan. Gunnar vann við landbún- aðarstörf fyrstu árin. Hann var vinnumaður og síðar vélamaður og ráðsmaöur og loks bóndi á eig- in jörð en Gunnar og Guðrún, eig- inkona hans, keyptu hluta úr landi Helluvaðs og reistu þar ný- býlið Nes 1938 þar sem hann átti heima til dauðadags, þó án bú- skapar seinni árin. Gunnar var pakkhúsmaður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu fyrstu árin með búskapnum en frá 1947 var hann eftirlits- og innheimtu- maður hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins í Rangárvallasýslu, allt þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1975. Gunnar var lengi sóknarnefnd- armaður í Oddakirkju en hann var meðhjálpari í kirkjunni í fjóra áratugi. Fjölskylda Gunnar kvæntist 7.5.1933 eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, f. 23.7. 1904, húsmóður. Foreldrar hennar: Jón Jónsson og Anna Guðmundsdóttir en þau bjuggu lengst af í Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi. Synir Gunnars og Guðrúnar: Jóhann, f. 20.9.1935, deildarstjóri tölvumála hjá fjármálaráðuneyt- inu, kvæntur Eddu Þorkelsdóttur, þau eru búsett á Seltjarnamesi og eiga fjögur böm; Jón Bragi, f. 26.3. 1937, trésmíðameistari á Hellu, kvæntur Stefaníu Unni Þórðar- dóttur og eiga fjögur börn; Krist- inn, f. 25.1. 1942, trésmíðameistari á Hellu, kvæntur Unni Einarsdótt- ur og eiga þau fimm börn. Fyrir hjónaband eignaðist Gunnar dóttur með Ingibjörgu Stefánsdóttur frá Norðfirði, Huldu Long, f. 18.1. 1918, d. 7.10. 1980, húsmóður í Reykjavík, fyrri mað- ur hennar var Sigurður Þórarins- son sem lést i sjóslysi 1941 en seinni maður hennar var Guðjón Bjamason sem lést 1983, múrara- meistari, og eignaðist hún fjögur börn. Hálfsystkini Gunnars, samfeðra: Bjarni, f. 1889, d. 1957, bóndi á Skorrastað í Norðfirði; Guðrún, f. 1891, d. 1989, verslunarmaður í Reykjavík. Hálfsystkini Gunnars, sam- mæðra: Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. 1909, húsmóðir á Norðfirði; Ár- mann Bjamason, f. 1910, sjómaður í Vestmannaeyjum. Foreldrar Gunnars voru Jón Bjamason, f. 22.10. 1858, d. 27.6. 1943, bóndi á Skorrastað í Norð- firði, og Halldóra Bjarnadóttir, f. 22.7. 1879, d. 17.4. 1920. Ætt Jón var sonur Bjarna, b. í Við- firði, bróður Þrúðar, ömmu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfund- ar. Bjami var sonur Sveins, b. í Viðfirði, Bjamasonar og k.h., Sig- ríðar, móður Davíðs, langafa Bjama Vilhjálmssonar þjóðskjala- varðar og Gíslínu, móður Eyþórs Einarssonar. Sigríður var dóttir Davíðs, b. í Hellisfirði, Jónssonar og k.h., Sesselju Þorsteinsdóttur, systur Guðnýjar, langömmu Jóns, föður Eysteins ráðherra og dr. Jakobs sóknarprests Jónssona. Halldóra var dóttir Bjama, b. i Skálateigi, Péturssonar, b. á Hofi í Hellisfirði, Bjömssonar. Móðir Péturs var Guðlaug Pétursdóttir, systir Þorleifs, langafa Hallgríms, fööur Geirs seðlabankastjóra. Móðir Bjarna var Mekkín Bjama- dóttir, b. í Hellisfirði, Pétursson- ar, bróður Guðlaugar. Móðir Gunnar Jónsson. Mekkínar var Guðrún Erlends- dóttir, b. í Hellisfirði, Árnasonar, langafa Guðnýjar, móður Vals Amþórssonar. Móðir Halldóru var Guðrún Marteinsdóttir, b. á Sand- víkurparti, Magnússonar og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur. Tll hamingju með afmælið 19. desember 75 ára Eiginmaður hennar er Valdimar Þorvaldsson vélvirki. Tryggvi Gunnarsson, Ásabyggö 15, Akureyri. Þau taka á móti gestum á heimili sínu í dag. Sigurður Aðalgeirsson, Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit. Tryggvi Sigmundsson, Gestsstöðum, Fáskrúðsfjarðar- hreppi. 70 ára Jóna Sigþrúður Stefánsdóttir, Fossum, Bólstaðarhlíðarhreppi. 60 ára 40 ára Daníel Hauksson, Arnarstööum, Helgafellssveit. Dóra Sæmundsdóttir, Botnahlíð 33, Seyðisfirði. Hulda Guðnadóttir, Fellsmúla 12, Reykjavík. Guðriður S. Vilmundsdóttir, Hraunsvegi 17, Njarðvík. Sigurbjörg Dagbjört Jónsdóttir, Hvammstangabraut 28, Hvamms- tanga. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 6, Kópavogi. Sigurður I. Gxmnlaugsson, Sólvallatögu 18, Keflavík. Eggert Ólafur Antonsson, Hólsvegi 16, Reykjavík. Guðmundur Rúnar Bragason, 50 ára Oddný Erla Valgeirsdóttir launafulltrúi, Skagabraut 23, Akranesi. Þrastahólum 10, Reykjavik. Bridge Bridgefélag Barðstrendinga Mánudaginn 11. desember var spilaður eins kvölds jólatvímenningur með forgefnum spilum. Spilaform- ið var Mitchel og sigurvegaramir í báöar áttir fengu heim með sér jólaglaðning. Þátttaka var ágæt, 30 pör mættu til leiks. Hæstu skor í NS náðu eftirtalin pör: 1. Leifur Kr. Jóhannesson - Bergsveinn BreiðQörö 498 2. Vilhjálmur Sigurðsson - Sigurður Þorgeirsson 495 3. Bjöm Þorláksson - Helgi Bogason 490 4. Pétur Sigurðsson - Sigurjðn Tryggvason 484 - og hæsta skor í AV: 1. Bjöm Ámason - Albert Þorsteinsson 507 2. Þórður Sigfússon - Sigurbjöm Þorgeirsson 493 3. Þórarinn Ámason - Gísli Víglundsson 462 4. Guöni Þorsteinsson - Guðlaug Torfadóttir 445 Næsta mánudagskvöld, 18. desember, verður aftur spilaður eins kvölds jólatvímenningur með verðlaun- um fyrir hæsta skor í báðar áttir. Allir eru velkomn- ir. Bridgefélag Suðurnesja Lokið er tveimur kvöldum í jólatvímenningnum en hæsta skor í tvö kvöld af þremur ræður úrslitum til verðlauna i mótinu. Efstu pörin í keppninni eru þessi: 1. Svala Pálsdóttir - Vignir Sigursveinsson 634 2. Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 624 3. Valur Símonarson - Stefán Jónsson 615 4. Garðar Garðarsson - Eyþór Jónsson 607 5. Karl Einarsson - Karl G. Karlsson 593 Eftirtalin pör hafa fengið bestu skorina fyrstu kvöldin og standa best að vígi: 1. Svala Pálsdóttir - Vignir Sigursveinsson 346 2. Karl Einarsson - Karl G. Karlsson 330 3. Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 325 4. Magnús Torfason - Sigtryggur Sigurðsson 317 5. Valur Símonarson - Stefán Jónsson 308 Keppninni lýkur næstkomandi mánudagskvöld, 18. desember, í Hótel Kristínu. Spilamennska hefst klukkan 19.45. Keflavíkurverktakamótið Eins og undanfarin ár stendur Bridgefélag Suður- nesja fyrir móti milli jóla og nýárs í Stapanum. í þessu móti spila saman vanur keppnisspilari og óvanur en það eru Keflavíkurverktakar sem styrkja félagið til þessa mótshalds. Veitt eru verðlaun fyrir tvö efstu sætin í báðum riðlum (bæði A/V og N/S). Mótið fer fram fóstudaginn 29. desember. Spilaður er Mitchell-tvimenningur og er mæting klukkan 19.30. Bridgefélag Sauðárkróks Mánudaginn 11. desember var spilaður eins kvölds jólatvímenningur. Veitingar voru í boði félagsins og spilarar undanþegnir gjaldi. Úrslit urðu: 1. Guðmundur Bjömsson - Einar Svansson 174 2. Gunnar Þórðarson - Sölvi Karlsson 174 3. Bjami Brynjólfsson - Ólafur Guðmundsson 170 4. Kristján Blöndal - Ásgrímur Sigurbjömsson 168 Bridgefélag Sauðárkróks óskar öllum bridgespilur- um, nær og fjær, gieðilegra jóla og farsæls komandi árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.