Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996
5
Fréttir
Verður nýgenginn 7 ára fangelsisdómur stefnumarkandi í íslensku réttarfari?
Þyngsti dómurinn
í sifjaspellsmáli
- dómarnir hafa verið að þyngjast á síðustu misserum, segir sækjandinn í málinu
Brestur á trausti er mestur þegar
foreldri misnotar barn sitt. Þegar
menn bregðast þessu trausti hefur
það áhrif á allan þroska barnanna
og eftir því sem traustbresturinn er
meiri því meiri verða skaðlegu
áhrifin.
Þessa yfirlýsingu er að finna efn-
islega af hálfu sérfræðings í málum
barna og unglinga í nýgengnum
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í
sifjaspellsmáli þar sem 47 ára faðir
var dæmdur í 7 ára fangelsi.
„Þetta er þyngsti dómur sem upp
hefur verið kveðinn í kynferðis-
brotamálum gegn börnum eða ung-
mennum þar sem um er að ræða
misnotkun, aðra en nauðgun,"
sagði Egill Stephensen saksóknari i
samtali við DV í gær en hann hef-
ur sótt fjölda hliðstæðra afbrota-
mála af hálfu ákæruvaldsins á síð-
asta áratug.
Framangreindur faðir var
dæmdur fyrir að hafa á sjö ára
tímabili „ótal sinnum káfað“ á öll-
um likama dóttur sinnar með
meiru og síðan margsinnis haft
samræði eða önnur kynferðismök
við hana, ýmist á heimili þeirra
eða í bifreið sinni.
Réttlætinu fullnægt
Lögmenn, sækjendur og fleiri
sem DV ræddi við í gær um málið
voru allir á einu máli um að fram-
angreindur dómur væri réttlátur ef
miðað er við sakargiftir, þó svo að
vissulega hefði niðurstaðan komið
dálítið á óvart hvað þyngd varðar.
Miðað við þá dómahefð sem
Hæstiréttur hefur skapað á síðustu
áratugum, með því að milda gjarn-
an héraðsdóma í kynferðisbrota-
málum, telja menn nýgenginn dóm
hins vegar þungan. Dómurinn er
því talinn þungur en fyllilega rétt-
látur miðað við þau gífurlega alvar-
legu brot sem umræddur sakborn-
inginur varð uppvís að og játaði
síðan skilmerkilega.
„Ógeðfelld brot“
Björn Helgason saksóknari var
sækjandi ákæruvaldsins í málinu:
„Mér finnst dómarnir almennt
hafa verið að þyngjast og ég held að
Hæstiréttur hafi frekar þyngt í
þessum málum á undanförnum
misserum heldur en að milda. Ég
er ekki viss um að dómurinn sé
stefnumarkandi, ég held ekki, því
brotin eru ákaflega ógeðfelld,“
sagði Björn.
Hrædd við föður sinn
í apríl síðastliðnum fór 16 ára
stúlka með félagsráðgjafa sínum til
RLR. Tilefnið var að hún ætlaði að
leggja fram kæru á hendur föður
sínum fyrir kynferðisbrot gegn sér.
Hún sagði að í upphafi, þegar
hún var sjö eða átta ára, hefði fað-
ir hennar byrjað misnota sig - um
það bil tvisvar i viku. Hún hefði
verið mjög hrædd við föður sinn og
aldrei þorað að segja frá, enda hefði
hann áður beitt hana ofbeldi og
hún hefði einnig séð hann leggja
hendur á móður sina og systkini.
Eftir tíu ára aldur versnaði
ástandið og kom faðirinn inn til
hennar næstum á hverri nóttu,
samkvæmt framburði hennar. Þeg-
ar stúlkan Var orðin 12 ára fór fað-
irinn að hafa kynmök við stúlkuna,
tvisvar til þrisvar sinnum í mán-
uði, og þá yfirleitt í bifreið sinni. 14
ára flutti stúlkan að heiman.
Mér finnst dómarnir almennt hafa verið að þyngjast og ég held að Hæstiréttur hafi frekar þyngt í þessum málum á
undanförnum misserum heldur en að milda, segir Björn Helgason saksóknari. DV-mynd GVA
gefin og hafi alla burði til að læra
það sem hugur hennar stendur til,
að uppfylltum þeim skilyrðum sem
til þarf.
Refsiákvörðunin
Brot mannsins taldi dómurinn
stórfelld og alvarleg, framin á löng-
um tíma i skjóli heimilis síns og í
bifreið þar sem lítillar undankomu
var auðið. Maðurinn hefði nýtt sér
ungan aldur dótturinnar og traust
hennar á sér sem foreldris og
uppalanda. Brotin hefðu haft alvar-
legar afleiðingar sem ekki sæi fyr-
ir endann á.
Við refsiákvörðun var einnig
tekið mið af því að maðurinn ját-
aði greiðlega og hefði greitt
stúlkunni miskabætur áður en
dómsmeðferð hófst og að hann
hefði leitað til sérfræðings í geð-
lækningum. Ingibjörg Benedikts-
dóttir, héraðsdómari í Reykjavík,
kvað upp dóminn. -Ótt
Fréttaljós
Óttar Sveinsson
Afsalaði sér íbúð til
stúlkunnar
Faðirinn viðurkenndi allar sak-
argiftir í ákæru. Hann hafði þá leit-
að sér sérfræðiaðstoðar og kvaðst
hafa ætlað að skýra frá atburðun-
um í meira en eitt ár. Eftir að
ákæra var gefin út afsalaði maður-
inn sér íbúð til stúlkunnar og var
því fallið frá skaðabótakröfu á
hendur honum. Verðgildi bótanna
var metið á rúmar 2,5 milljónir
króna.
Afleiðingar 7 ára
misnotkunar
Eins og í öðrum kynferðisbrota-
málum kom fram við réttarhöldin
að fórnarlambið í þessu tilfelli hef-
ur átt við að stríða mörg vandamál
sem afleiðingu af brotum fööurins
gagnvart því - geðlægð, vanlíðan
vegna þunglyndis, ótta, verulega
innri ringulreið, skert sjálfstraust,
einmanaleika, að forðast staði þar
sem margt fólk er og erfiðleika með
að geta treyst fólki.Einnig kom
glöggt fram að langtímaeinkenni
væru áhugaleysi og depurð sem
byggist á vonleysi og neikvæðri
sjálfsmynd. Afleiðing þessa er m.a.
áhugaleysi í skóla.
Stendur vart undir
sjálfri sér
Haft var eftir sérfræðingi fyrir
dómi að stúlkan nærðist ekki, væri
máttlaus og stöðugt veik - stundum
liði henni svo illa að hún stæði
ekki undir sjálfri sér. Einnig var
tekið fram að til að hún gæti stund-
að nám og vinnu í framtíðinni yrði
hún að geta sótt viðtöl hjá sálfræð-
ingi eða félagsráðgjafa til að losa
sig út úr þeirri vanlíðan sem mis-
notkunin hefur haft í för með sér
fyrir hana og stendur henni fyrir
þrifum í dag. Slíkt tæki oftast að
meðaltali 3 ár og kostaði peninga
sem stúlkan hafi ekki tiltæka í dag
- hún situr því fost í vanlíðaninni.
Tekið var til þess að stúlkan sé
þrátt fyrir allt hæfileikarík og vel
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
1 Digital FM/MW/LW útvarp
með 30 minnum
' 100 watta magnari
' 3ja diska geislaspilari
með 30 minnum
' Tónjafnari m. 6 forstilltingum
' Tímastilling og vekjari
' Tvöfalt Dolby segulband
' Innstunga fyrir heyrnartól
og hljóðnema
> Fullkomin fjarstýring
... og margt fleira.
9»
SpwwFawsiteiN
SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090
AKAI
FULLKOMIN
1 OOW HUOMTÆKI