Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996
Spurningin
Hvað sástu síðast
í leikhúsi?
Luðvík Asgeirsson, vmnin' hjá
Olis í Garðabæ: Súperstar.
Hildur Hallvarðsdóttir, vinnur
við heimilishjálp: Gauragang, það
var rosastuð.
Atli Erlingsson, nemi f húsa-
smiði: Ofvitann, það var ágætt á
sínum tíma.
Páll Helgason bóndi: Eg hef
ekki farið í leikhús lengi.
Eygló Jónsdóttir hárgreiðslu-
meistari: Ég sá Gauragang, það var
mjög gott leikrit.
Margrét Ingvarsdóttir húsmóð-
ir: Það var í Borgarleikhúsinu en ég
man ekki hvað leikritið hét.
Lesendur
Aðgeröir sjávarútvegsráðuneytis:
Smábátum
skal útrýmt
Eru krókaleyfisbátar brátt úr sögunni?
Ingvar Breiðfjörð skrifar:
Fyrir nokkru barst mér frá Fiski-
stofu bréf sem ég las með athygli.
Þar mátti sjá þær reglur sem eftir
skyldi farið ef ég vogaði mér að
leysa landfestar á bátnum mínum.
Ég fékk þá tilfinningu að ég hefði
engan ráðstöfunarrétt á bátnum
nema að tilkynna náðarsamlegast
til Fiskistofu alla notkun, hvort sem
væri til fískveiða eða annarra ferða.
Slíkar reglur standast varla, held
ég, færp þær fyrir dómstóla. Mönn-
um, sem ætla að lifa af veiðum smá-
báta, er gert það ómögulegt.
Frá 1. febrúar tii 31. ágúst eru 144
virkir dagar. Trillusjómönnum er
heimilt að róa 47 róðra á þessu
tímabili og hljóta allir að sjá að
þetta er orðið þröngt sniðið, vægast
sagt. Ekki er sjálfgeflð að fara í aðra
vinnu á milli, sem jaftivel finnst
ekki, og varla erum við velkomnir á
atvinnuleysisbætm:. Hvað skal þá
gera? Allir sem lifa af þessu hljóta
að fara lóðbeint á hausinn, enda
reglugerðin eflaust sniðin með það í
huga.
Eitt það alvarlegasta í þessum
reglum er hve vegið er að heiðri
trillusjómanna með þessum svokall-
aða „símakrók" sem er með öllu
óþarfur. Tilkynningaskyldan fær
ailar upplýsingar um ferðir bátanna
og svo koma upplýsingar um afla
frá hverri hafnarvog daglegá til
Fiskistofu. Skyldi þetta ekki nægja?
í reglugerðinni mættu hins vegar
vera ákvæði um mjög hertar að-
gerðir ef bátar tilkynna sig ekki til
Tilkynningaskyldunnar.
Þegar þessi flskveiðistefna var í
undirbúningi lagði ég þann skilning
i að þegar sóknardagakerfið tæki
gildi væru allir banndagar úr sög-
unni og menn mættu nota úthlutaða
sóknardaga þegar gæfi á sjó en svo
einfalt er það nú ekki. Nú skal
skipta sóknardögum í 4 tímabil og
það sem eftir er af þessu fiskveiði-
ári í 3 tímabil með takmarkaðri til-
færslu milli tímabila.
Gefum okkur að ekki sé hægt að
róa þessum litlu bátum nema mjög
fáa róðra í febrúar, mars og apríl,
og menn þurfi þá að færa sóknar-
daga yfir á hin tímabilin. Þá skal
margfalda þá daga með stuðlinum
0,5, sem sé fækka þeim um helming.
Og gott betur því komi hálfur dagur
úr margfeldinu skal honum sleppt.
Lágmarkskrafan hlýtur að vera:
Fleiri sóknardaga - burt með síma-
krók.
Að lokum vildi ég skora á sem
flesta að láta frá sér heyra því ef
heldur fram sem horfir þá eru dag-
ar krókaleyfisbáta brátt úr sögunni.
hér er miklu hærra
Verðlag
Halldóra skrifar:
Ég hefi lengi ætlað að skrifa
nokkur orð um verðlagiö hér á ís-
landi miðað við það sem gerist í ná-
grannalöndum okkar. Ég tek það
fram að ég er ekki blönk en tel mig
í hópi hinna hagsýnu.
Nýlegar kannanir segja okkur að
hér á landi sé verðlag sambærilegt
og í nágrannalöndunum. Ég fuilyrði
þó að verðlagið er miklu hærra hér
á landi. Ég hef búið á öllum Norður-
löndunum og í Bretlandi og get því
staðið við þessa fullyrðingu, bæði
hvað varðar neysluvöru og þjón-
ustu.
Á þessu er augljós skýring. Hún
er sú að hér eru bæði framleiðslu-
fyrirtæki og verslanir allt of smáar
til þess að geta veitt þjónustuna
ódýra. Á bak við hverja verslun hér
á landi, sem hefur tiltölulega litla
veltu, er oft einbýlishús, jeppar,
sumarhús, og jafhvel hestar, mál-
verkasafn, heimsklúbbar og fleira
og fleira. Sama gildir um verksmiðj-
ur hér á landi.
Nú eru skipulagöar verslunar-
ferðir af ferðaskrifstofunum á
haustin og hafa þessar ferðir leitt til
lækkunar verðlags á einstaka vöru-
tegundum, svo sem á fatnaði. Ég
hvet ferðaskrifstofurnar til að halda
þessu áfram og vil benda þeim sér-
staklega á að skipuleggja ferðir á út-
sölurnar í nágrannalöndunum í
byrjun hvers árs. Þá er verðið það
lægsta sem gerist og hægt að gera
góð kaup. Þar að auki er hægt að fá
gott verð á hótelgistingu á þessum
árstíma svo og aðra þjónustu.
Hvalfjarðargöngin - óðs manns æði
Magnús Sigurðsson skrifar:
Hvalfjarðargöngin hafa verið
nokkuð til umræðu að undanfomu
og ekki að ástæðulausu. Ég hef les-
ið greinar og lesendabréf um þetta
mál, bæði í DV og svo einnig í
Morgunblaðinu, og ég man ekki eft-
ir einu skipti þar sem Hvalfjarðar-
göng hafa verið varin eða látið í ljós
álit á þörfinni fyrir þau.
Nú síðast las ég prýðilega rök-
studda grein í Morgunblaðinu eftir
Gunnlaug Þórðarson hrl. gegn þess-
um fyrirhuguðu göngum. Þeir sem
ég hef heyrt ræða göngin telja þau
beinlínis óðs manns æði og það
skipti verulegu máli að þau verði
ekki að veruleika.
Hvaifjarðargöng upp á rúma 3
þjónusta
allan
í síma
5000
i kl. 14 og 16
Grynnafjörður
Akrane:
Saurbær
Kjalarnes
Til Reykjavikur
ov
Fjármögnun til Hvalfjarðarganga ætti ekki að ræða út frá neinu sjónarhorni,
segir bréfritari m.a.
Hnausaskersleiö, þ.e.
jarðgöng frá Saurbæ
að Hólabrú
milljarða króna er svo fjarri öllum
raunveruleika í nýframkvæmdum
hér á landi við núverandi aðstæður
að fjármögnun til framkvæmdanna
ætti ekki aö ræða út frá neinu sjón-
arhomi. Því verður að afturkalla
ríkisábyrgð nú þegar, þótt Alþingi
hafi steypt slíkri ábyrgð yfir skatt-
borgarana. Auk þess sem ekkert
kallar á jarðgangagerð á þessum
slóðum mætti rétt eins huga að end-
urbótum eða endumýjun Akranes-
ferju, sem er mun minna fjárhags-
dæmi. Og á meðan ekki er einu
sinni kannað hvort brú yfir Hval-
fjörðinn er ódýrari en jarðgöng ber
stjómvöldum skýlaus krafa til að
afturkalla öll afskipti af því óðs
manns æði sem Hvalfjarðargöng
eru.
Málakunnátta
Guðrúnar með
eindæmum
Hilmar Foss skrifar:
í DV 19. þ.m. leyfir Bjöm Sig-
urðsson sér að draga í efa mála-
kunnáttu dr. Guðrúnar Péturs-
dóttur forsetaframbjóðanda og
telur hana takmarkaða við það
sem almennt gerist. Byggir hann
þar á útvarpsviðtali. Þegar Guð-
rún kynnti framboð sitt laugard.
2. þ.m. sagðist hún hafa gott vald
á Norðurlandamálunum, ensku,
frönsku og þýsku og hygðist enn
bæta um í þeim slðastnefndu. í
viðtali við Helgarpóstinn 18. jan.
lét ég m.a. í ljós aðdáun mína á
grunnmenntun Guörúnar sam-
kvæmt stúdentsskirteini hennar
er sýndi einkunnir yfir 9 í öllum
fogum, þ.á m. tungumálum.
Franska var hennar annað móð-
urmál allt að tíu ára aldri, hún
stundaði m.a. nám í Austurríki
og lauk háskólaprófum í Noregi
og Bretlandi. Hún hefur einnig
verið leiðsögumaður þýskumæl-
andi ferðafólks. Ætla ég að
tungumálakunnátta Guðrúnar
Pétursdóttur sé með eindæmum.
Gerir aðrir betur!
Hrein saka-
vottorð?
Á.P.K. skrifar:
í lesendabréfi í DV þriðjud. 20.
þ.m. spyr Kjartan Ólafsson hvort
„hreint og óflekkað mannorð“
hafi ekki lengur neina vigt þegar
ráðið sé i stööur hjá hinu opin-
bera. Er ekki timabært að fjöl-
miðlar kanni þetta eitthvað frek-
ar, t.d. hvort krafist sé aö við-
komandi hafi hreint sakavottorð
þegar þeir sæki um starf. Ef ekki
á að tilkynna fólki um að
hreinna sakavottorða sé ekki
krafist lengur.
Óhöpp í
farþegaflugi
Elln Guðmundsdóttir hringdi:
Ég las nýlega í blaði saman-
burð miili íslenskra flugfélaga á
óhöppum og slysum í íslensku
farþegaflugi. Stuttu síöar las ég
svo aftur um að ein flugvél Flug-
leiða hefði misst heila hurð á
flugi yfir borg í Bretlandi. Ég
man ekki eftir að hafa lesið frétt
um þetta atvik. Þaö er kannski
ekki úr vegi að upplýsa þetta
nánar, úr því umræðan er nú
komin á samanburðarstig milli
flugféiaga.
Kærumál á hendur biskupi:
Enn þegir
Mogginn
Gunnar Jóhannsson hringdi:
í lesendabréfi í DV sl. þriðju-
dag voru stuttlega reifuð Bisk-
upsmál hin nýju eins og sagöi í
yfirskrift bréfsins. Furðaöi bréf-
ritari sig á því að Morgunblaðið,
stærsta blað þjóðarinnar, hefði
fram að þeim tíma ekki minnst á
kærumál tveggja kvenna á hend-
ur biskupi íslands. Þetta undrar
fLeirí. Og enn þegir Moggi. í dag,
miðvikudag, er ekki minnst á
biskupsmál, utan hvað vitnað er
stuttlega í fréttatilkynningu frá
Biskupsstofú um deiluna í Lang-
holtssókn og þá kröfu lögfræð-
ings séra Flóka um aö biskup
víki vegna vanhæfi í deilunni.
Annað, alvarlegra og stærra
efni, snertir þó biskupsembættiö
nú um stundir.
Ríkið og
vaxtamálin
Friöjón skrifar:
Ætlar ríkið að láta bönkunum
þaö eftir að bitast um vaxtamál-
in í landinu? Ríkisbankarnir svo
og Seðlabankinn eru undir
stjórn ríkisstjómar og þess
vegna höfúm við bankamálaráð-
herra að hann stjómi í hvaða
farveg vextir sækja.