Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Side 10
10 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 JjV Þrjár konur stórar eftir Edward Albee frumsýnt íTjarnarbíói á morgun: Á morgun frumsýnir leikhópur Kjallaraleikhússins leikritið Þrjár konur stórar eftir Edward Albee í Tjamarbíói. Leikstjóri verksins er Helgi Skúlason en þrjár leikkonur fara með hlutverk í sýningunni, þær Helga Bachmann, Edda Þórar- insdóttir, sem nú er stíga á svið á ný eftir talsverðan tíma, og Halla Margrét Jóhannesdóttir sem er nýútskrifuð úr Leiklistarskóla ís- lands. í tilefni frumsýningarinnar gaf Helgi sér tíma frá æfingum í vikunni til að ræða stuttlega við DV um verkið, leiklistina og sjálfan sig. Fortíðin gerð upp „í stuttu máli er Albee að gera upp sitt líf og sín samskipti við fóst- urmóður sina sem annaðist hann frá því hann var kornabarn. Þeim samskiptum linnti aldrei enda var fósturmóðir hans stjórnsöm kona í ríkri fjölskyldu. Síðar komu brestir í skapgerð hans á móti, með þeim afleiðingum að hann fór að heiman mjög ungur. Þau sáust ekki fyrr en hún lá fyrir dauðanum. Af því að hann er þessi snillingur sem hann er gerir hann þetta með slíkum hú- mor, margskilningi og gríðarlegu valdi á möguleikum leiksviðsins að þetta er hreinasta skemmtun og un- un á að horfa og hlýða á. Samt er al- varan undir niðri og eftir því sem á leikinn líður fær þetta víðari skil- greiningu og þróast út í skoðun á mannlífinu í heild,“ segir Helgi. Þrjá konur stórar, eða Three Tall Women, eins og það heitir á frum- málinu, er margverðlaunað verk Al- bees, og hér í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Albee samdi einnig leikritið Hver er hræddur við Virgi- níu Woolf? sem sýnt var hér á sviði fyrir nokkrum árum. Leikritið Þrjár konur stórar var frumsýnt í Enska leikhúsinu í Vín árið 1991 undir leikstjórn höfundar. Að und- anförnu hefur verkið verið sýnt við fádæma góðar undirtektir í New York og London og fengið einróma lof gagnrýnenda. Verkið hefur hlot- Panasonic HiFi myndbandstæki HD600 Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Play, Super Drive, Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt þvi að sýna allar aðgerðir á skjá. HD600 fékk 10 fyrir myndgæði, og var valið besta fjölskyldu- og heimablómyndbandstækið Tækið endurgreitt! Elnn heppinn vlðskiptavlnur fær tækið endui endurgreitt! BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI - Helgi Skúlason leikstýrir á ný eftir 14 ára hlé - Kjallaraleikhúsið vakið af dvala Nú er búið að blása lífi í Kjallaraleikhúsið á ný og hefur leikhópurinn tekið verk Edwards Albees, Þrjár konur stórar, til sýningar. Helgi Skúlason er leikstjóri verksins en hann hefur ekki leikstýrt í 14 ár. DV-mynd GVA ið fjölda verðlauna og meðal þeirra eru Pulitzerverðlaunin fyrir leik- verk árið 1994. Helga heillaðist af verkinu „Kveikjan að því að þetta verk varð fyrir valinu er sú að Helga las það og heillaðist af því. Síðan feng- um við góðfúslegt leyfi þjóðleikhús- stjóra til að taka þetta verk og setja það upp samhliða vinnu okkar hjá Þjóðleikhúsinu." Kjallaraleikhúsið var stofnað árið 1986 af Helgu Bachmann, eiginkonu Helga, í tengslum við uppfærslu hennar á Reykjavíkursögum Ástu í kjallara Hlaðvarpans við Vestur- götu. Uppfærslan fékk mjög góðar viðtökur og urðu sýningar um 100 talsins. Kjallaraleikhúsið hefur ekki starfað samfellt en tekst nú á hend- ur þetta rómaða verk. Tdbreyting á tíu ára fresti „Við Helga erum búin að vera í leikhúsi í 40 ár. Ég byrjaði hjá Þjóð- leikhúsinu en hún hjá Iðnó. Síðan fór ég yfir til Leikfélagsins í kring- um 1960 og þar unnum við saman og mynduðum ásamt félögum okkar fyrsta fastráðna hópinn hjá Leikfé- laginu. Þegar okkur fannst orðið þröngt um okkur fluttum við okkur upp til Þjóðleikhússins og höfum verið þar síðan. Örlög fastráðins leikara eru þau að hann ræður afskaplega litlu um sitt verksvið. Hann verður nánast að taka því sem að honum er rétt og sætta sig við þegar honum er ekki rétt neitt. Það má líkja honum við listmálara sem fær afhenda túpu og honum sagt að hann megi mála blátt í dag en svo fær hann kannski ekki aðra túpu fyrr en í haust. Það er auðvelt að setjast og bíða en okk- ar skoðun er sú að á 10 ára fresti sé nauðsynlegt að axla þá ábyrgð sem fylgir því að starfa sjálfstætt, gera þetta sjálfur og ráða ferðinni. Þetta er kveikjan að því sem við erum að gera núna og því sem við gerðum fyrir 10 árum,“ segir Helgi. Gróska í leikhúslífinu Helgi samsinnir því að mikil gróska sé í íslensku leiklistarlífi í dag og svo hafi reyndar verið und- anfarin ár. Mikið sé um smærri leikhópa sem séu að gera góða hluti og vart líði sú vika að ekki sé frum- sýnt leikrit. „Það er fullt af ungu fólki sem er að koma út úr skólunum og fær ekki nóg af verkefnum eða fær ekki inni í stóru leikhúsunum. Svo er líka til fólk sem er á fullu inni í stóru leikhúsunum en hefur næga orku til að sinna fleiri verkefnum. Það er einhver kraftur í þessu fólki og svo er gífurlegur menningará- hugi meðal íslendinga. Ef einhverjir spennandi hlutir eru líka að gerast í stóru leikhúsunum þá er eins og þeir smiti og fólk verður opnara - ef það er deyfð hjá stóru leikhúsunum þá er eins og almenningur missi áhugann, en sú er' ekki raunin núna,“ segir Helgi og fellst á að deil- ur innan leikhúsanna hafi einungis neikvæð áhrif á leikhúslífið al- mennt í landinu og áhuga almenn- ings á leiksýningum. Framtíðin óráðin Helgi hefur ekkert leikið í kvik- myndum undanfarið en hann segir þeim störfum alls ekki lokið. Á sín- um tíma var varla sýnd sú kvik- mynd hérlendis að Helgi færi ekki með hlutverk í henni. Að auki var hann farinn að leika í erlendum kvikmyndum og auglýsingum. Hann segir þessi störf koma í skorp- um en lítið hafi borið á tækifærum á því sviði undanfarið. Hann segir þetta leikstjórnarverkefni nú vera hugsað sem stakt verkefni. Liðin séu 14 ár frá því hann leikstýrði síð- ast - Amadeusi í Þjóðleikhúsinu - og hann hafi orðið langað til að leik- stýra á ný. Þessu fylgi þó of mikið álag til að hann langi að leggja það alfarið fyrir sig. Framtíðin sé þó óráðin. - Eiga Þrjár konur stórar eitt- hvert sérstakt erindi við okkur í dag? „Ég held að umræðan um hvaða tímabil sé best í ævi okkar, sem leikritið fjallar að miklu leyti um - hvenær .best sé að lifa, hvert sé mesta hamingjutímabilið í ævi okk- ar - höfði mjög til íslendinga." PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.