Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Side 34
42 tónlist LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 1 IV CSOtltLl Topplag Það tók Robert Miles ekki nema tvær vikur að ná topplagi íslenska listans sem er einstak- ur árangur. í síðustu viku var lagið Children hæsta nýja lagið, í tólfta sæti, og er nú komið á toppinn. Þessi frammistaða er ekki oft leikin eftir. Hástökkið Hástökk vikunnar kemur í hlut hins ferfalda Grammy- Íverðlaunahafa, Alanis Moris- sette. Lag hennar, You Learn, sat í 23. sæti listans í síðustu viku en er nú komið í það fjórða og hefur aðeins verið tvær vik- ur á listanum. I Hæsta nýja | iagið Þeir sem eiga hæsta nýja lag íslenska listans að þessu sinni eru ekki óvanir vinsældum á popplistum víða um heim. Breska súpersveitin Blur er í 10. sæti listans með lagið Charmless Man. f Bluetones í bobba Breska hljómsveitin The Blu- etones, sem vakið hefur athygli að undanfómu, varð á dögunum fyrir því óláni að tapa öllum út- búnaði sínum á einu bretti. Þetta gerðist með þeim hætti aö sveitin var stödd í Leeds við kynningarstörf og ferðaðist um í sendiferðabíl með allt sitt haf- urtask. Bíllinn var skilinn eftir fyrir utan hótelið sem hljóm- sveitin gisti á og þar komu að einhverjir óprúttnir menn, hirtu bílinn og hefur hvorki sést tangur né tetur af honum eða græjunum síðan. | Metallica efst á blaði Therapy? er komin á kreik á ný eftir nokkrar breytingar á liðsskipan sveitarinnar. Trommarinn Fyfe Ewing er hættur og í hans stað hefur ver- ið ráðinn Graham nokkur Hop- kins sem áður barði húðir í Ihljómsveitinni My Little Fun- house. Auk hans bættist fyrrum hljómborðsleikari Siouxie and The Banshees, Martin I McCarrick, í hópinn og er þvi Therapy? orðin fjögurra manna hljómsveit. « , í boði á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00 y Tiy *tVT"D i c O " 2 JK U M, a 23.3, - Z\ Ss SlÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM r 4 I 1 >p: m O 12 2 CHILDREN ... 1. VIKA NR. 1... ROBERT MILES 2 1 1 5 PEACHES THE PRESIDENTS OF THE USA 3 2 2 4 I AEROPLANE RED HOT CHILI PEPPERS £2. 23 2 YOU LEARN ... HÁSTÖKK VIKUNNAR ... J ALANIS MORISSETTE 5 5 8 8 | DON'T LOOK BACK IN ANGER OASIS 6 3 7 5 I WILL SURVIVE DIANA ROSS G) 9 13 4 SLIGHT RETURN BLUETONES 8 7 9 3 | CALIFORNIA LOVE 2 PAC & DR. DRE o> 10 10 5 IRONIC ALANIS MORISSETTE ...NÝTTÁUSTA... j lGö)I 1 CHARMLESS MAN BLUR 11 11 19 3 RISE &SHINE CARDIGANS 12 4 4 10 ONE OF US JOAN OSBORNE NÝTT 1 WEAK SKUNK ANANSIE 14 6 5 5 HOW DEEP IS YOUR LOVE TAKETHAT 15 13 16 3 ÉG GEF ÞÉR ALLT MITT LÍF STJÓRNIN G5) 20 - 2 BIG ME FOO FIGHTERS 17 8 3 9 SPACEMAN BABYLON ZOO 18 14 15 5 OPEN ARMS MARIAH CAREY 19 19 18 10 TIME HOOTIE & THE BLOWFISH (3) 24 26 4 IJUST WANT TO MAKE LOVE TO YOU ETTA JAMES 21 16 17 4 HYPERBALLAD BJÖRK (3) 26 - 2 STREET SPIRIT RADIOHEAD 23 18 14 3 I WISH SKEE LO <3> 25 28 4 JUNE AFTERNOON ROXETTE 25 28 - 2 FALLING INTO YOU CELINE DION (3 NÝTT 1 THESE DAYS BON JOVI 27 33 39 3 LET YOUR SOUL BE YOUR PILOT STING (3> 30 - 2 Ó UÚFA LÍF VINIR VORS OG BLÓMA 29 22 24 3 COUNT ON ME WHITNEY HOUSTON & CE CE WINANS 30 15 6 9 SICK AND TIRED CARDIGANS 31 31 33 4 ANYTHING 3T 32 17 12 5 TWIGGY TWIGGY PIZZICATO FIVE [H NÝTT 1 GREAT BLONDINO STAKKA BO 34 34 34 3 GIVE ME A LITTLE MORE TIME GABRIELLE 35 29 25 4 REALLOVE - THE BEATLES I13 NÝTT 1 HÆTTULEGT S.S.SÓL 37 21 11 10 1979 SMASHING PUMPKINS ds> N Ý T T 1 HELLO SPACEBOY DAVID BOWIE & PET SHOP BOYS (39) N Ý T T 1 SEX ON THE STREET PIZZAMAN dö> N Ý TT 1 DARLING PRETTY MARK KNOPFLER Sitt er hvað gæfa og ■■■ ■■ ■■ ■ gjorvileiki Ekki er víst að rapparinn 2Pac Shakur fái að njóta þess ríkidæm- is sem hann safnar meö eindæma plötusölu um þessar mundir. Rapparinn hefur verið iðinn við að komast upp á kant við lögin og alls hefur hann verið handtekinn sex sinnum á síðastliðnum þrem- ur árum. Nú síðast var hann handtekinn fyrir ólöglegan vopnaburð ogfyrirþaðgætihann fengið allt að þriggja ára fangelsi. Sárabætur Glastonbury Glastonbury tónleikahátíðin verður ekki haldin þetta árið eins og við sögðum frá um daginn, mörgum til mikillar hrellingar. En fátt er svo með öllu illt... því nú hafa skipuleggjendur Glaston- hátíðanna fengið leyfi til að halda sárabótahátíð í Winchester Hampshire. Sú veisla verður í lok júni en þar komast þó mun færri að en á Glastonbury eða rétt um 50 þúsund manns. fréttír Þriðja plata Stone Tempíe Pilots er nú loks væntanleg í verslanir en útgáfa hefur dregist vegna eiturlyfjavandamála söngvarans Scott Weilands . . . Snoop Doggy Dogg er langt kom- inn með að taka upp nýja plötu sem mun bera nafnið The Dogg- father og koma út í sumar . . . Liðsmenn Dinosaur Jr. eru að gera sig klára til aö hefja upptök- ur á nýrri plötu en enn er allt óljóst með útgáfutíma . . . Hins vegar er forsprakki Dinosaur Jr., J. Masics, búinn að hljóðrita sóló- plötu sem tekin var upp á tónleik- um víðsvegar og kemur sú plata á markaðinn í maí. . . Ný plata með Johnny heitnum Thunders er væntanleg á markað í næsta mánuði en Johnny var þekktast- ur sem einn af liðsmönnum New York Dolis á árum áður. Hann átti alla tíð í hörmulegu basli með eiturlyfjaneyslu og hún reið hon- um loks að fullu fyrir réttum fimm árum. Töluvert fannst af upptökum með honum sem nú hafa verið snurfusaðar og eru klárar til útgáfu ... -SþS- Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenskilistinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Co/a á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DVihverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á íslenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekurþátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrifá Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón meö skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla:,Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson nssmmmxammnsm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.