Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 %éttir__________________________________________________________ Sjúkrahúsin í Reykjavík og á Reykjanesi: Svo hart hefur veriö gengið fram í niðurskurði í heilbrigðisgeiranum —' undanfarin ár að það hefur komið niður á hæði sjúklingum og starfs- fólki sjúkrahúsanna. Þrátt fyrir mikið aðhald hefur þó ekki tekist að reka sjúkrahúsin fjögur í Reykjavík og á Reykjanesi innan ramma fjár- laga. Vegna ástandsins var þó ekki talið hægt að ganga lengra til þess að ná frekari sparnaði án þess að leita nýrra leiða. I vikunni kynnti heilbrigðisráð- herra bráðabirgðatillögur í rekstri og vinnufyrirkomulagi sjúkrahúsa í Reykjavík og á Reykjanesi til að ná 200 milljóna króna sparnaði á út- gjöldum á þessu ári. Tillögurnar voru unnar af nefnd sem skipuð var í janúar um aukna samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsanna fjög- urra, það er Sjúkrahúss Reykjavík- ur, Ríkisspítala, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Sjúkrahúss Suður- nesja. Innlent fréttaljós Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Nefndin, sem ræddi alls við um 100 sérfróða aðila, skilaði á þriðja tug tillagna. Hún gekk út frá því að meiri árangri mætti ná með því að nýta smærri sjúkrahúsin fyrir sjúk- linga með algengari, einfaidari sjúk- dóma. Sjúkrahúsin í Reykjavik eiga aftur á móti að tryggja alla sérhæfð- ari þjónustu en með skýrri verka- skiptingu þar sem því verður við komið. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti allra tillagnanna. Hjá Sjúkra- húsi Suðurnesja segja menn að með skýrri verkaskiptingu sé náttúrlega auðveldara að gera fjárveitingavald- inu grein fyrir því hvað reksturinn kostar. Flatur niðurskurður og til- .> viljanakenndar fjárveitingar hafi valdið erfiðleikum. „Við gerum hins vegar athugasemdir við tillögu um eins dags skurðlækningar hér. Sam- kvæmt orðanna hljóðan mættum við þá einungis skera upp fólk sem fer heim samdægurs. Það mætti túlka þannig að við gætum ekki framkvæmt botnlangaskurð. Og fyrst við eigum að hafa bakvaktir skiljum við ekki af hverju á að tak- marka almennar skurðlækningar. Legudagar eru einnig ódýrari hér,“ hljómtækjasamstæða MHC 801 Glæsileg samstæða með geislaspilara, kassettutæki, 160W. surround magnara, Karaoke, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI - ekki allir á eitt sáttir Samvinna sjúkrahúsa Augndeild Lar flutt í Fossvot || andakot dak. Sjúklingar fluttir úr Hát. í Landak. Hátún 10 Skurðaðgeröir fluttar frá Kefl. til Rvíkur i í Aukin samvinna og verkaskipting sjúkrahúsa í Reykjavík og á Reykjanesi getur leitt til hundraða milljóna sparnaðar. Hér eru nokkrar tillagnanna. Landspítalinn Miðstöð krabbameinslækn. á Landspítalann Endurhæfingarrúm á Grensási Grensás í Borgarspítallnn Sjúkrahús Keflavíkur Bráðavaktir fluttar frá f Hafnarf. til Rvíkur n-. St. Jósefsspítall t Sameiginlegt þvottahús Sameiginl. launadeildir Sameiginl. starfsmannastj. Borgarspítalinn Grensás Hátún 10 Landakot Landspítalinn Sjúkrahús Keflavíkur St. Jósefsspítali segir Jóhann Einvarðsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður- nesja. Árni Sverrisson, framkvæmda- stjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, segist vera ósáttur við að leggja eigi niður bráðavaktir á lyflækninga- deild. „Við stóðum frammi fyrir þessari tillögu frá tilsjónarmanni í haust. Niðurstaða fagnefndar ráð- herra var sú að sjúkrahúsin í Reykjavík þyrftu aukið fjármagn tU þess að geta sinnt þessu og sparnað- ur því enginn. Við fengum svo stað- fest nú í vikunni að verið væri að samræma þjónustuna. í okkar huga þýðir þetta að einstaklingar á heUsugæslusvæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar, sem hafa notið þessar- ar þjónustu hér, fá verri þjónustu á eftir,“ segir Árni. Hann segir hins vegar mjög margt í tUlögunum vera áhugavert og gaman að vinna að í samstarfí við sjúkrahúsin í Reykja- vík. Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir erfitt að sjá það út úr tiUögun- um að fyrirhugaður sparnaður náist á þessu ári, auk þess sem í flestum tilfeUum þurfi aö leggja í stofn- kostnað. Það þurfi sem sé að fjár- festa í sparnaðinum. „En í heUdina hefur nefndin unnið gott starf,“ seg- ir hann. Færri í bráðarúmum í tillögum nefndarinnar er í fyrsta lagi bent á að fjárhagslegur ávinningur náist ekki nema sjúk- lingar, sem lokið hafa meðferð á bráðadeild, séu fluttir úr dýrum bráðarúmum, sem kosta 30 þúsund krónur á dag, í endurhæfingar- eða langlegurúm sem kosta 13 þúsund krónur á dag. Samkvæmt upplýs- ingum frá vinnuhópi í lyflækning- „Samkvæmt orðanna hljóðan mættum við þá einungis skera upp fólk sem fer heim samdæg- urs. Það mætti túlka þannig að við gætum ekki framkvæmt botn- langaskurð." um bíða á Landspítala um það bil 20 til 25 sjúklingar slíkra úrræða, oft mjög lengi. Samsvarandi tala á Sjúkrahúsi Reykjavíkur er lægri, eða 5. Spara mætti 112 milljónir króna á ári ef 30 bráðarúmum yrði breytt í endurhæfingar- eða lang- legurúm. Lagt er til að aðstaða verði sköp- uð fyrir öldrunarrúm á Landakoti og endurhæfingarrúm opnuð á Grensási eftir samsetningu þess sjúklingahóps sem bíður úrræða á bráðadeildum. Jafnframt er lagt til að sjúklingar úr Hátúni verði fluttir á Landakot og Hátúni verði lokað. Efld heimaþjónusta Lausleg athugun á vegum nefnd- arinnar bendir til að á sjúkrahúsun- um, sérstaklega á Landspítalanum, liggi 20 til 30 sjúkiingar sem gætu legið heima hjá sér með aukinni og efldri hjúkrunar- og heimaþjónustu. Þetta eru fyrst og fremst öldrunar- sjúklingar. Með því að efla þjónustu utan sjúkrahúsanna, hvort sem hún yrði sjúkrahústengd, á vegum heimahjúkrunar eða sjálfstætt starf- andi hjúkrunarfræðinga, mætti minnka rekstrarkostnað sem teng- ist beint legu sjúklings inni á sjúkrahúsinu um allt að 30 prósent, auk kostnaðarlækkunar vegna rannsókna, lyfja og fæðis. Um yrði að ræða hærra þjónustustig heldur en veitt er af heimahjúkrun í dag. Stungið er upp á flutningi augn- deildar Landakots í Fossvog en við það myndi bráðarúmum fækka. Bent er á laust framtíðarrými fyrir göngudeild augndeildar í nálægð skurðstofu og sjúkradefldar. Nefndin mælir með að skipulega verði unnið að staðlaðri meðferð, svokallaðri kjörmeðferð, ákveðinna sjúklingahópa allt frá innlögn til út- skriftar til að koma megi í veg fyrir ofmeðhöndlun eða ónóga þjónustu. Víða erlendis hefur verið sýnt fram á verulega lægri kostnað hjá sjúk- lingum í kjörmeðferð, allt frá 10 pró- sentum upp í 30 til 40 prósent. Brýna á fyrir starfsfólki að gæta að- halds í allri meðferð, umönnun og pöntun rannsókna. Æskilegt er talið að byrja slíka meðferð á algengum sjúklingahópum, til dæmis bæklun- arsjúklingum og hjartasjúklingum. Um framtíðarskipan í skurðlækn- ingum eru menn sammála um að eina leiðin til að takast á við erfiða íjárhagsstöðu, takmarkaðan aðgang að skurðstofum og takmarkað vinnuafl sé breytt vinnufyrirkomu- lag. Er þá átt við að hver sérgrein innan skurðlækninga myndi kjarna af sérfræðingum. Sérfræðingarnir, sem ráðnir eru við sjúkrahúsin fjög- ur, fá það sameiginlega verkefni að tryggja þjónustu við sjúklinga í við- komandi starfsgrein. Bent er á að vinnuhlutfall starfs- manna verði lagað að þörfum stofn- ana. Nauðsynlegt sé að endurskoða vaktafyrirkomulag sérfræðinga með tilliti til aukinnar samvinnu og verkaskiptingar. Einnig verði farið yfir mönnun deilda tfl að tryggja hagstæða nýtingu á öflu starfsfólki og tO að tryggt verði að hæfilega margt fólk sé á vöktum. Athygli er vakin á því að mikið ósamræmi sé á því hvernig greiðslu er háttað fyrir sjúklinga sem ekki liggja á sjúkrahúsunum yfir nótt. Ekki er heldur samræmi í hvernig sjúklingar greiða eftir því til hvaða sérfræðings þeir leita. Nauðsynlegt þykir að samræma greiðslufyrir- komulag fyrir sjúklinga og að þar verði hagsmuna sjúklinga og sjúkrahúss gætt. Einnig verði að samræma hvernig læknum er greitt fyrir þjónustu við sjúklinga sem þeir inna af hendi á göngudeddum eða öðrum deddum sjúkrahúsanna. Greint er frá því að mjög erfitt sé að henda reiður á núverandi fyrir- komulagi, eftirlit með því sé nær ógerlegt og þar af leiðandi valdi það tortryggni. Sumir læknar sinna ut- anspítalasjúklingum í sínum vinnu- tíma á fostum launum, aðrir fá greitt fyrir hvert viðvik og þannig er hvatt til aukinna afkasta. Ósam- ræmi er innbyrðis milli sérfræð- inga eftir sérgreinum hvernig vinna þeirra er verðlögð. í skýrslunni segir jafnframt að margoft hafi verið sýnt fram á að ekki gangi að tvær fagstéttir sem vinna hlið við hlið vinni við svo ólík kerfi þar sem annar aðdi hagn- ast fjárhagslega af miklu álagi en hinn aðilinn tapar því hann fær sömu laun, föst laun, þrátt fyrir aukið álag. Ýmsir fleiri annmarkar hafa verið viðurkenndir við afkasta- hvetjandi launakerfi, til dæmis hætta á ofrannsóknum og ofmeð- höndlun. Einn starfsmannastjóri Lagt er td að skoðuð verði betur hagkvæmni þess að sameina þvotta- hús sjúkrahúsanna en útreikningar benda til að spara megi 15 mifljónir króna með því að sameina þau. Einnig er lagt til að launadeildir verði sameinaðar og að einn starfs- mannastjóri verði ráðinn fyrir öll sjúkrahúsin. Enn fremur er lagt tO að undirbúið verði að færa heim þær aðgerðir sem augljóslega er hagkvæmt að gera hérlendis. í kaflanum um stjórnskipulags- breytingar segir að nefndin telji ekki aðstæður hérlendis td þess að koma á hreinræktuðu kerfi kaup- anda og seljanda hedbrigðisþjónust- unnar sem stendur. Sjúkrahúsin séu í svo miklum rekstrarvanda og og upplýsingakerfi þeirra svo ólík og ófullkomin að nauðsynlegustu upplýsingar um kostnað einstakra verkefna séu hreinlega ekki fyrir hendi. Hins vegar telur nefndin að samningsstjórnun hafi ótvíræða kosti, bæði fyrir sjúkrahúsin og full- trúa kaupanda hedbrigðisþjónust- Sumir læknar sinna utan- spítalasjúklingum í sín- um vinnutíma á föstum launum, aðrir fá greitt fyr- ir hvert viðvik og þannig er hvatt til aukinna af- kasta. unnar, það er að segja opinbera að- Oa. Þannig hafi sjúkrahúsin mögu- leika á að koma inn í samning sín- um sjónarmiðum og sínum viðmið- unum en opinberir aðilar hafi jafn- framt meiri og betri upplýsingar um hvað þeir fái fyrir peningana og geti sett fram sínar kröfur, td dæm- is um afköst, forgangsröðun, sjúk- lingasamsetningu og hvaða verkefni eru unnin. Þar með beri þeir meiri ábyrgð á starfseminni og árangri hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.