Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996
iafmæli
*■ .„L,.
Sigurður Lárusson
Sigurður Lárusson, fyrrv. bóndi
á Gilsá í Breiðdal, Árskógum 20B,
Egilsstöðum, er sjötiu og fimm ára
i dag.
Starfsferill
Sigurður fæddist á Gilsá og ólst
þar upp við öll almenn sveitastörf.
Hann lauk búfræðiprófi frá Hvann-
eyri 1943.
Sigurður var bóndi á Gilsá á
árunum 1948-75 en átti þar heima
til 1990 er hann flutti til Egilsstaða.
Sigurður annaðist jarðabóta-
mælingar á stóru svæði á vegum
Búnaðarsambands Austurlands
1947-53, var póstur í Breiðdals-
hreppi 1955-78, var deildarstjóri
Kaupfélags Stöðfirðinga í Breið-
dalsdeild 1958-84 og aðalfundarfull-
trúi f þrjátíu ár.
Hann átti sæti í hreppsnefnd í
tuttugu og átta ár, sat í stjórn Bún-
aðarfélags Breiðdæla og í stjórn
Búnaðarsambands Austurlands í
sex ár, var formaður Veiðifélags
Breiðdæla frá stofnun 1963-90, for-
maður Sæðingarstöðvar Suður-
fjarða frá stofnun 1970 og nokkur
fyrstu árin, formaður Sláturfélags
Suðurfjarða frá stofnun 1975-90,
formaður Ræktunarsambands
Breíðdals- og Beruneshrepps í tólf
ár, formaður Sauðfjárræktarfélags
Breiðdæla í tuttugu ár, formaður
Framsóknarfélags Breiðdæla í
fimmtán ár og sat í stjórn Naut-
griparæktarfélags Breiðdæla í all-
mörg ár. Hann hefur skrifað fjölda
greina í dagblöð, vikublöð og tima-
rit sl. hálfa öld.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 18.12. 1947
Herdísi Erlingsdóttur, f. 4.4. 1926,
húsfreyju, b. og hannyrðakonu:
Hún er dóttir Erlings Jónssonar, b.
á Þorgrímsstöðum í Breiðdal, og
Þórhildar Hjartardóttur húsfreyju.
Börn Sigurðar og Herdísar eru
Lárus Hafsteinn, f. 6.7. 1950, b. á
Gilsá og sveitarstjóri Breiðdals-
hrepps, kvæntur Helgu Harðardótt-
ur; Erla Þórhildur, f. 24.4. 1953,
húsfreyja að Mýnesi í Eiðahreppi,
póstur og starfsmaður að Vonar-
landi á Egilsstöðum, en maður
hennar er Guðjón Einarsson; Stef-
án, f. 8.4. 1956, búsettur í Mosfells-
bæ; Þorgeir, f. 8.4. 1956, búsettur á
Hellu á Rangárvöllum; Sólrún Þor-
björg, f. 1.8. 1965, d. 27.5. 1974.
Systkini Sigurðar: Stefán Ragn-
ar, f. 6.5. 1917, d. 24.5. 1940; Páll, f.
20.1. 1919, d. 10.11. 1979, bóndi á
Gilsá, og húsasmíðameistari; Lára
Inga, f. 16.2. 1924, fyrrv. starfsmað-
ur í menntamálaráðuneytinu.
Foreldrar Sigurðar eru Lárus
Kristbjörn Jónsson, f. 31.5. 1892, d.
29.3. 1933, b. og búfræðingur á
Gilsá, og k.h., Þorbjörg R. Pálsdótt-
ir, f. 11.12. 1885, d. 6.2. 1978, hús-
freyja.
Ætt
Lárus Kristbjörn var sonur Jóns
í Papey Jónssonar, b. í Efri- Ey í
Meðallandi, Jónssonar. Móðir Jóns
í Papey var Ingibjörg Sigurðardótt-
ir. Móðir Lárusar var Sigríður
Sveinsdóttir, b. á Kálfafelli í Suður-
sveit, Einarssonar, b. á Litla-Hofi í
Öræfum, Guðmundssonar. Móðir
Sveins var Sigriður Bjarnadóttir
frá Kálfafelli.
Þorbjörg var dóttir Páls, hrepp-
stjóra á Gilsá, Benediktssonar,
prests og skálds í Eydölum, Þórar-
inssonar, prests og skálds í Múla,
Jónssonar, bróður Benedikts Grön-
dals, yfirdómara og skálds, afa
Benedikts Gröndals yngra, skálds,
og Sigríðar Blöndal, ömmu Gunn-
laugs Blöndals listmálara. Móðir
Páls á Gilsá var Þórunn Stefáns-
dóttir, prófasts á Valþjófsstað,
Árnasonar, og Sigríðar Vigfúsdótt-
ur, á Valþjófsstað, Ormssonar.
Móðir Þorbjargar var Ragnhildur
Stefánsdóttir, b. í Stokkahlíð,
Gunnarssonar, bróður Gunnars,
afa Gunnars Gunnarssonar rithöf-
Sigurður Lárusson.
undar. Móðir Ragnhildar var Þor-
björg Þórðardóttir, ættföður
Kjarnaættarinnar, Pálssonar.
Þar sem Herdís, kona Sigurðar,
verður sjötug þann 4.4. nk., hafa
börn þeirra og tengdabörn ákveðið
að halda upp á afmælin í Miðvangi
22, neðstu hæö, þann 30.3. kl.
15.00-18.00.
Allar afmælisgjafir eru afþakk-
aðar.
Benedikt Sveinsson
Benedikt Sveinsson, Breiðvangi
3, Hafnarfirði, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Benedikt fæddist á Borgareyri i
Mjóafirði og ólst þar upp. Hann
stundaði nám við Héraðsskólann á
Laugarvatni og við Iðnskólann í
Hafnarfirði, jafnhliða námi í skipa-
smíði I Skipasmíðastöðinni Dröfn
en hann er skipasmíðameistari frá
1952.
Benedikt var lengi gjaldkeri við
Landsbankann í Reykjavík, aðal-
bókari hjá Ólafi Gíslasyni og Co hf.
og starfaði lengi hjá Brunabótafé-
lagi íslands.
Fjölskylda
Benedikt kvæntist 24.12. 1948
Þórdísi Kristinsdóttur, f. 23.10.
1930, launafulltrúa hjá Hafnarfjarð-
arbæ. Foreldrar hennar voru
Kristinn J. Magnússon málari, og
María Albertsdóttir húsmóðir.
Börn Benedikts og Þórdísar eru
lil hamingju með afmælið 23. mars
95 ára
70 ára
Ráðhildur Guðmundsdóttlr,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Sigríður Benediktsdóttir,
Hamrahlíð 17, Reykjavík.
85 ára
60 ára
Steinunn Þorsteinsdóttir hús-
móðir,
Heiðargerði 15,
Akranesi.
Steinunn verð-
ur stödd á
heimil dóttur-
sonar síns að
Stekkjarholti 4,
Akranesi í dag.
Aðalbjörg Skæringsdóttir,
Hrafnistu í Reykjavík.
Margrét Guðrún Marinósdótt-
ir,
Gyðufelli 16, Reykjavík.
Svavar Magnússon,
Búðardal 1, Dalabyggð.
50 ára
75 ára
Metúsalem Ólason,
Selási 21, Egilsstöðum.
Panasonic
Ferðatæki RX DS25
Ferðatæki með geislaspilara,
40W magnara, kassettutæki,
útvarpi m/stöðvaminni og
fjarstýringu.
Guðmundur Guðnason,
Dalsbyggö 17, Garðabæ.
Jóhannes Erlendsson,
Melavegi 17, Hvammstanga.
Hann er að heiman.
Kjartan Hálfdánarson,
Akraseli 3, Reykjavík.
40 ára
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
Georg Júlíus Júlíusson,
Hörgsholti 21, Hafnarfirði.
Sigríður O. Gunnlaugsdóttir,
Lyngbergi 17, Hafnarfirði.
Viktor Rúnar Þórðarson,
Skólavegi 3, Keflavík.
Þórður Þorgrímsson,
Meistaravöllum 19, Reykjavík.
Emilía Björk Graenz,
Dælengi 13, Selfossi.
Elín Guðfinna Thorarensen,
Engjaseli 63, Reykjavík.
Heimir Morthens,
Dalhúsum 49, Reykjavík.
Gunnar Már Eðvarsson,
Skólavegi 16, Keflavík.
Steinar Jónsson,
Engihjalla 21, Kópavogi.
Margrét Halldórsdóttir,
Granaskjóli 36, Reykjavík.
Magnús Sigfússon,
Jörfabakka 26, Reykjavík.
Pétur Ágúst Unnsteinsson,
Hlíðartúni 3, Höfn í Hornafirði.
Jóhann Guðni Hlöðversson,
Markarflöt 35, Garðabæ.
Kolfinna Ottósdóttir,
Hvannhólma 12, Kópavogi.
Kristinn Helgi, f. 4.10. 1948, fram-
kvæmdastjóri, búsettur í Grinda-
vík, kvæntur Gunnhildi G. Guð-
laugsdóttur, meinatækni við
Sjúkrahús Keflavíkur og eru börn
þeirra Jóel og Hildur Sigrún en
sambýlismaður hennar er Pétur
Lentz og eiga þau eina dóttur, auk
þess sem Kristinn átti dótturina
Rakel; Steinunn María, f. 23.4.1952,
útibússtjóri í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar í Garðabæ, gift Sverri B.
Friðbjörnssyni, póstútibússtjóra í
Ármúla og er dóttir þeirra Þórdís
en sambýlismaður hennar er
Magnús Hafliðason og eiga þau
einn son; Svava Björk, f. 25.1.1957,
aðalbókari við Hótel Sögu og er
dóttir hennar Lísa.
Systur Benedikts; Svava, látin;
Margrét Sigríður Svava, f. 27.4.
1914, búsett í Garðabæ, var gift
Þórarni Sigbjörnssyni frá Ekru í
Vestmannaeyjum en hann er lát-
Benedikt Sveinsson.
inn; Unnur, f. 5.11. 1915, búsett í
Reykjavík en fyrri maður hennar
var Guðjón Björnsson og seinni
maður Sigurður Ólafsson í Kefla-
vík en þeir eru báðir látnir.
Foreldrar Benedikts: Sveinn
Benediktsson, útvegsbóndi á Borg-
areyri, og Steinunn Ólöf Þorsteins-
dóttir húsfreyja.
Ætt
Sveinn er sonur Benedikts, póst-
og símstöðvarstjóra í Mjóafirði
Sveinssonar, frá Skógum í Mjóa-
firði Sigurðssonar, frá Skeggjastöð-
um í Jökuldal Sveinssonar. Móðir
Sveins frá Skógum var Ingibjörg
Gísladóttir, hreppstjóra á Finn-
stöðum í Eiðaþinghá, Nikulásson-
ar. Móðir Benedikts var Sigríður
Benediktsdóttir, prests á Skorra-
stað, Þorsteinssonar, bróður
Sveins, fyrsta skólastjóra Bænda-
skólans á Hvanneyri
Móðir Sveins á Borgareyri var
Margrét, systir Vilhjálms í
Brekku, afa Vilhjálms Hjálmars-
sonar, fyrrv. ráðherra. Margrét var
dóttir Hjálmars, hreppstjóra á
Brekku, bróður Jóns, föður ísaks
er byggði fyrsta frosthúsið á ís-
landi (undanfari frystihúsanna).
Hjálmar var sonur Hermanns, b. í
Firði, Jónssonar pamfils. Móðir
Margrétar var María Jónsdóttir, b.
í Flögu, Jónssonar.
Steinunn er systir Hrefnu frá
Krókvöllum, Kristins í Bergen í
Hafnarflrði og Sveinlaugar, veit-
ingakonu i Reykjavík. Hún er dótt-
ir Þorsteins ívarssonar og Sigur-
veigar Vigfúsdóttur.
Sigurlaug Helgadóttir
Sigurlaug Helgadóttir húsmóðir,
Fannborg 9, Kópavogi, verður átt-
ræð á morgun.
Fjölskylda
Sigurlaug fæddist að Háreksstöð-
um í Norðurárdal og ólst upp í
Norðurárdalnum. Hún giftist 19.11.
1935 Gunnari Hermanni Gríms-
syni, f. 9.2. 1907, fyrrv. starfs-
mannastjóra SÍS. Hann er sonur
Gríms Stefánssonar, bónda í Húsa-
vík við Steingrímsfjörð, og k.h.,
Ragnheiðar Kristínar Jónsdóttur
húsfreyju.
Kjörsonur Sigurlaugar og Gunn-
ars Hermanns er Gunnar Gauti
Gunnarsson, héraðsdýralæknir í
Mýrasýsluumdæmi, búettur í Borg-
arnesi en fyrri kona hans var Jón-
ína Guðrún Halldórsdóttir og eru
böm þeirra Guðbjörg Lilja, f. 12.11.
1975 og Sigurlaug Tanja, f. 10.6.
1978, en seinni kona Gunnars
Gauta er Steinunn Árnadóttir og er
sonur þeirra Árni, f. 30.9. 1986.
Systkini Sigurlaugar: Rögnvald-
ur Ingvar, f. 17.6. 1911, d. 4.1. 1990,
bóndi á Gilsstöðum í Staðarhreppi;
Sigurþór, f. 19.2. 1913, verkstjóri í
Borgarnesi; Laufey, f. 6.8. 1914, d.
4.1. 1983, húsfreyja á Skagaströnd;
Óskar, f. 14.9. 1917, stöðvarstjóri á
Höfn í Hornafirði; Sigríður, f. 11.8.
1921, talsímavörður í Kópavogi;
Gunnar, f. 23.9. 1924, bifreiðastjóri
á Skagaströnd.
Hálfsystkini Sigurlaugar, sam-
feðra: Andrés Axel, f. 1901, dó ung-
ur; Lára Kristín, f. 1902, húsmóðir í
Kaliforníu í Bandaríkjunum; Ragn-
ar, f. 1904, dó ungur.
Foreldrar Sigurlaugar voru
Helgi Þórðarson, f. 3.2. 1877, d. 11.2.
1951, bóndi og smiður í Gilhaga í
Bæjarhreppi, og s.k.h., Ingibjörg
Skarphéðinsdóttir, f. 6.7. 1890, d.
11.3. 1965, húsfreyja.
Ætt
Helgi var sonur Þórðar, b. í
Grænumýrartungu, Sigurðssonar
og k.h., Sigríðar Jónsdóttur.
Ingibjörg var dóttir Skarphéðins,
húsmanns í Ólafsvík, Jóhannsson-
ar, á Prestsbakka, Guðmundssonar.
Móðir Skarphéðins var Sigurlaug
Sigurðardóttir. Móðir Ingibjargar
Sigurlaug Helgadóttir.
var Guðrún Sæmundsdóttir, b. í
Hrafnadal, Guðlaugsvík og Bakkas-
eli, Lýðssonar, hreppsstjóri í Hvítu-
hlíð, Hrafnadal og víðar, Jónsson-
ar, b. í Skálholtsvík, Hjálmarsson-
ar, prests og ættfoður Tröllatungu-
ættarinnar, Þorsteinssonar.
Móðir Guðrúnar var Sigríður
Jónsdóttir.
Sigurlaug er að heiman.
•• 903 • 5670 ••
Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.