Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 15 Yfir máiinu hvílir þó einn skuggi því fréttum af góðum aflabrögðum fylgja slæm tíðindi. Samkvæmt upplýsingum, sem berast frá verstöðvum víða, hefur aldrei verið meira um brottkast á þorski en núna. Nefndar hafa verið tölur allt að 50 þúsund tonnum sem þannig hverfa í hafið aftur. Á síðasta ári var hávær umræða um þessi atriði og þá var talið að hámarki sóðaskapar- ins væri náð. Myndin er frá Grindavíkurhöfn en tengist á engan hátt meintu brottkasti á þorski. DV-mynd Ægir Már Þorskafár ríkir á íslandsmiðum. Það virðist sama hvar veiðarfæri er dýft í sjó, alls staðar er þorskur til óþurftar. í samræmi við úthlut- un þorskkvóta er uppgefin veiði í sögulegu lágmarki. Togararall Hafrannsóknastofnunar leiddi í ljós stóraukinn þorskafla. Afli þeirra skipa sem tóku þátt í rall- inu er frá 30 til 100 prósenta meiri ef litið er til afla einstakra skipa á togtíma. Þetta ásamt því að fréttir af góðum aflabrögðum berast viða að ætti að vera tilefni bjartsýni um að betri tímar séu í nánd. Yfir málinu hvílir þó einn skuggi því fréttum af góðum aflabrögðum fylgja slæm tíðindi. Samkvæmt upplýsingum, sem berast frá ver- stöðvum víða, hefur aldrei verið meira um brottkast á þorski en núna. Nefndar hafa verið tölur aflt að 50 þúsund tonnum sem þannig hverfa í hafið aftur. Á síðasta ári var hávær umræða um þessi at- riði og þá var talið að hámarki sóðaskaparins væri náð. Gula hættan Nú bendir ýmislegt til þess að vandinn sé enn stærri. Af augljós- um ástæðum vilja útgerðarmenn og sjómenn, sem í hlut eiga, ekki ræða þessi mál opinskátt. Þetta er mál sem allir skammast sín fyrir. Eins og fram hefur komið í DV í samtali við forseta Farmanna- og fiskimannasambands íslands þá líður mörgum hræðilega yfir þessu máli en telja sig ekki eiga aðrar leiðir tii að forðast veiðileyf- issviptingu. Þar er oft um að ræða útgerðir sem eiga nægan kvóta af öðrum tegundum en þorski en ná ekki að forðast „gulu hættuna“ þrátt fyrir einlægan ásetning. Menn hvíslast á í verstöðvum sögum sem eru í raun ótrúlegar en virðast þó því miður vera réttar. Þar er talað um ýmsar óskráðar reglur hjá útgerðum eins og að ekki megi hirða þorsk sem er yngri en fimm ára. Ef áhafnir brjóta gegn þessu liggur fyrir að skip þeirra verða bundin og sjó- mennirnir þar með atvinnulausir. Þeim er því nauðugur einn kostur vilji þeir halda lifibrauðinu. Sam- viskan verður að víkja fyrir af- komunni. TU er saga um útgerðar- mann sem átti tal við skipstjóra sinn. Útgerðin var í þeirri tUvist- arkreppu að eiga ekki þorskkvóta en nóg af ýsu og ufsakvóta. Skip- stjórinn bar sig aumlega undan þorskinum sem aUs staðar var sem meðafli. Hann spurði útgerð- armannin hvað hann ætti að gera í þeim tUvikum að þorskur gerðist fyrirferðarmikUI í aflanum. Það var fátt um svör hjá útgerðar- manninum. Skipstjórinn ítrekaði spuminguna og spurði hvort hann ætti að kasta þorskinum. Þá sagði útgerðarmaðurinn: „Ef þú þarft að kasta einhverju þá væri gott að það væri þorskur.“ Vandamálið snýst um það að aukið framboð af þorski leiðir samhliða tU minnkandi kvóta. Samkvæmt eðlUegum markaðslög- málum hækkar þá verð á kvótan- um. Síðustu vikur hefur verð á þorskkvóta staðið í 95 krónum á kUóið sem er yfir því verði sem fæst fyrir tveggja kUóa þorsk á fiskmörkuðum. Þessi veruleiki blasir við þeim sjómönnum og út- Laugardagspistill Reynir Traustason gerðum sem „slysast“ tU að veiða þorsk. í einhverjum tUvikum geta útgerðir þurft að greiða aUt að 70 króna meðlag á landað kUó þegar tekið er tUlit tU skiptaverðs tU sjó- manna og kostnaðar við kvóta- kaup. Það hefur margoft verið rætt um ástæður þess að svo er komið að verðmætasóun er slík sem nú. Fyrst og fremst liggur ástæðan í því að kvóta á þorski hefur verið haldið niðri og það hefur þegar kostað að aðrir stofnar eru komn- ir niður á hættumörk. Þar er grá- lúðan skólabókardæmi um það gjald sem greiða verður vegna of- verndunar á þorski. Sjómönnum ber Scunan um að sá stofh sé þegar hruninn. Enginn vísindamaöur hefur hætt sér út á þá braut að þræta við þá um það efni. Hálfkák og doði Dæmin blasa við í sinni nökt- ustu mynd. Áður gjöful veiðislóð djúpt vestur af landinu er nú nán- ast eyðimörk. Aðeins stærstu og sterkustu veiðiskip ná að skrapa upp lágmarksárangri sem dugir þeim vegna himinhás verðs af- urða. Allir sem viija vita þekkja ástand karfastofnsins sem augljós- lega er viö hrun. Þetta viðurkenna allir sjómenn en vísindamenn virðast áhyggjulitlir. Báðir þessir stofnar eru á það augljósum hættumörkum að ákvörðun um kvóta ætti að endurspegla ástand- ið. Því er þó ekki að heilsa og ekki er að sjá neinar marktækar að- gerðir tU bjargar þessum stofnum. Hálfkák og doði einkennir öU við- brögð og þeir sem ráða ferðinni virðast aðeins sammála um það eitt að hlusta ekki á raddir þeirra sjómanna sem hafa meiningar um að þorskstofninn sé í lagi. Sá mál- flutningur er síðan afgreiddur sem öfgar. Sú augljósa afleiðing af friðun þorsksins er að sókn eykst í aðrar tegundir. Því meira sem er af þorski því harðari verður sóknin í aðra stofna. Þetta leiðir auðvitað af sér að vandinn eykst sífeUt og erfiðara verður að snúa tU baka. Ef litið er tU karfans og grálúð- unnar er ljóst að þar er um að ræða hægvaxta stofna þar sem það tekur einstaklinga um 10 ár að ná kynþroska. Þorskurinn aftur á móti þarf aðeins um þriðjung þess tíma tU að komast á kynþroskaald- ur. Þegar um er að ræða hrun hægvaxta stofns er því leiðin tU bata mun lengri og torsóttari. Stefnir í óefni Það er sama hvernig litið er á þau mál sem snúa að veiðum við Islandsstrendur, þar stefnir aUt í hið versta óefni. Friðun á þorski leiðir tU verðmætasóunar í því formi að fiski er fleygt án þess að nýtast neinum. Þá hefur orðið slík jafnvægisröskun að það mun taka mörg ár að rétta af aðra stofna. Það virðist sama hvert litið er, ógæfan blasir við. Sérfræðingarn- ir hafa hundsað ráðgjöf þeirra sem hafa það að ævistarfi að veiða fisk og uppskeran blasir við. Það ríkir slíkt ófremdarástand að stjórn- málamenn, sem eru í alvöru að vinna að þjóðarhag, verða að grípa í taumana og koma skikk á málin. Fræði þau sem byggt er á við rannsóknir á fiskistofnum eru auðvitað góðra gjalda verð en ekki má gleyma þeirri þekkingu sem sprettur af reynslunni. Þegar tekst að sameina þetta tvennt er fyrst von tU þess að fiskveiðum á ís- landsmiðum verði stjórnað af ein- hverju viti. Hvíslað í verstöðvum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.