Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 37 Bergþóra Árnadóttir hefur kynnst mótlæti undanfarin ár en berst þó fyrir tilveru sinni: - lömuð í andliti. með hryggáverka og krampa í höndum og bíður eftir örorkumati inn okkar til að við ættum fyrir því. Við höfðum alltaf ákveðinn mann grunaðan um innbrotið. Það var hins vegar aldrei hægt að sanna það og lögreglunni tókst ekki að upplýsa málið. Aðfaranótt 17. apríl snerum við lyklinum í síðasta sinn og ákváð- um að opna ekki aftur.“ Að þessum kapítula loknum lentu Bergþóra og sambýlismaður hennar í því að verða atvinnulaus um tíma. Hún sótti þó hin og þessi námskeið og vann í húsinu þeirra en ákvað svo að fara í ferðamálaskóla. Hún hafði nýlokið því námi þegar hún lenti í alvarlegu bílslysi. Bílslys degi eftir útförina „Ég lenti í slysinu 3. september 1993 eða 8 dögum eftir að pabbi minn dó mjög snögglega. Það er varla hægt að segja frá því hvernig þetta gerðist - það er svo hallærislegt. Mér svelgd- ist á eigin munnvatni og fékk hóstakast og missti við það bílinn út af malbikskantinum. Það var verið að gera við veginn þannig að bilið af kantinum niður á mölina var 12 til 15 sentímetrar. Ég var á litlum Fiat 127 og sá mína sæng upp reidda því að ég var á of mikilli ferð og ekki í belti í þetta sinn. Ég var bæði hrædd um að lenda á bílnum fyrir framan mig og að bíllinn fyrir aftan myndi lenda á mér. Það síðasta sem ég man var að ég svissaði yfir til vinstri og lenti út af veginum." Við þetta valt bíll Bergþóru. Lík- lega varð það henni tO lífs að hún kastaðist út úr bílnum því hann gjö- reyðilagðist. „Andlitið á mér fór gjörsamlega í klessu. Kjálkinn fór í þrennt, 9 tönn- um, sem fóru upp með rótum, þurfti að koma fyrir á ný og kinnin rifnaði frá munnviki og aftur, enda sagði tannlæknirinn minn að það hefði verið mjög þægilegt að komast að tönnunum í mér en ég er alveg til- finningalaus í kringum munninn og út á kinn. Ég fékk líka mjög slæmt höfuðhögg og er með stóra kúlu á höfðinu. Svo splundraðist hryggjar- liður en fyrir einhverja Guðs mildi lamaðist ég ekki. Það voru beinflísar um allt nema í mænunni. Ég var svo heppin að löggan, sem reyndar sekt- aði mig um 7.000 danskar krónur fyr- ir að aka of hratt og án bílbeltis, var fyrir aftan mig og þeir hringdu strax á sjúkrabíl og vissu hvernig átti að meðhöndla mig og hreyfðu ekki við mér. Ég viðbeinsbrotnaði líka og það brot var ekki rétt sett saman þannig að ég er alltaf slæm í öxlinni og svo „Ég kom hingað síðastliðið vor og hef í raun ekki verið að gera annað en bíða eftir að verða viðurkennd löggilt fatlafól. Ég lenti í slysi fyrir hálfu þriðja ári og þegar ég fór frá Danmörku var mér sagt að ég gæti gengið hér beint inn í tryggingakerf- ið. Annað kom í ljós og ég hef verið að bíða eftir niðurstöðu minna mála síðan 9. júní 1994 er ég sótti um ör- orkubætur," segir Bergþóra Árna- dóttir vísnasöngkona. Lítið hefur heyrst í Bergþóru opin- berlega hér á landi frá því hún gaf út hljómplötuna í seinna lagi ár-ið 1987. Hún flutti úr landi rúmlega hálfu ári seinna en frá þeim tíma hefur hún gengið í gegnum margar raunir en alltaf komið niður á fæturna og ekki er á henni að heyra að hún sé á því að gefast upp. Missti barnsföður sinn og besta vin „Ég flutti til útlanda 24. júní 1988. Það kom til af því að jólin 1987 hvarf minn besti vinur, fyrrverandi eigin- maður og faðir barnanna minna, Jón Ólafsson. Þetta var mjög erfitt fyrir okkur öll og sérstaklega börnin, því Jón fannst aldrei en í dag erum við búin að sætta okkur við þetta. Ég ákvað því að skipta alveg um um- hverfi. Ég var líka orðin þreytt á þessu lífi hérna heima - að spila á pöbbum og búllum. Ég byrjaði að vísu á því sama í Danmörku og fór svo að vinna á búllu á N-Jótlandi til að komast inn í málið og það var svakalegt því mállýskan er svo allt önnur en í Kaupmannahöfn; en ég lærði heilmikið á þessu.“ Bergþóra hafði keypt sér hús í Danmörku og átti í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum. Hún ætlaði því að flytja til Noregs en hundurinn hennar, sem hefði þurft að fara í sóttkví í þrjá mánuði, stóð að hluta til í vegi fyrir því. „Svo þurfti ég að efna loforð sem ég hafði gefið vinnuveitanda mínum sem rak annað vertshús í Nibe. Ég hafði lofað því að koma og halda tón- leika sem átti að selja inn á. Þetta var undirbúið mjög vel og svæðisút- varpið var búið að taka viðtal við mig. Tónléikarnir voru haldnir og þeir voru vel sóttir. Á eftir kom út- varpsstjórinn til að taka við mig við- tal og hann er enn þá að því,“ segir Berþóra. Útvarpsstjórinn var Hans Peter Sorensen, sambýlismaður Bergþóru, eða fjarbýlingur eins og hún kallar hann því þau búa sitt í hvoru landi eins og stendur. Þegar þau kynntust var Hans Peter að skilja og stóð 1 rekstri kvikmyndahúss, verslunar og myndbandaleigu. Þegar svo gengið var frá skilnaðinum stóð hann eftir á sokkaleistunum, eins og Bergþóra orðar það. inni en þetta var mjög gaman. Strák- urinn minn, sem hafði afltaf átt þann draum að verða þjónn, var nýkom- inn til okkar og var til í að reyna þetta. Hann vann þarna myrkranna á milli, eins og við gerðum líka, og fór síðan heim og lærði til þjóns á Sögu. Við vorum í þessu í eitt ár eða „Það eru allir svo stressaðir og uppteknir hér af eigin frama. Fólk talast varla við. Svo smitast maður af þessu viðhorfi og verður alveg eins,“ segir Berg- þóra. Hóteli lokað eftir innbrot Bergþóra og Hans Peter keyptu sér saman hús í Nibe en seldu það þó fljótlega og keyptu lítið hótel í Skovs- gaard árið 1990. „Ég hafði aldrei prófað þetta á æv- þar til brotist var inn til okkar og töluverðum peningum stolið og skemmdir unnar á innanstokksmun- um og húsnæðinu. Við fengum ekk- ert bætt úr tryggingunum því að bankinn, sem sá um fjármálin, haföi ekki borgað tryggingariðgjaldið þvi það vantaði 5 krónur inn á reikning- „Eg lenti í slysinu 8 dögum eftir að pabbi minn dó mjög snögglega. Andlitið á mér fór gjörsamlega í klessu. Kjálkinn fór í þrennt, 9 tönnum, sem fóru upp með rótum, þurfti að koma fyrir á ný og kinn- in rifnaði frá munnviki og aftur, enda sagði tannlæknirinn minn að það hefði verið mjög þægilegt að komast að tönnunum í mér en ég er alveg tilfinningalaus í kringum munninn og út á kinn,“ segir Berþóra sem auk þess slasaðist á hrygg og höndum. DV-myndir BG rifbeinsbrotnaði ég og hlaut skurði, mar og skrámur um allt.“ Bergþóra segist hafa rankað við sér áður en hún fór á skurðarborðið og fékk að sjá sig í spegli. Þá sjón segir hún hafa verið mjög ófagra enda hafi mamma hennar verið skelfingu lostin á svipinn. Endalaus bið eftir bótum „Þegar ég fór frá Danmörku var mér sagt að öll mín mál myndu halda-áfram hér og ég þyrfti ekki að byrja að reka þau frá grunni. Það var öðru nær. Ég fékk þau svör hjá Tryggingastofnun að hér fengi ég ekki bætur því ég hefði búið það lengi í Danmörku og þar hefði slysið átt sér stað. Ég harma það svo sem ekki þvi það eru miklu hærri bætur í Danmörku en á íslandi og fæstir ís- lendingar lifa á örorkubótunum sín- um. Hins vegar vakti þetta upp spurningar um hversu háar bætur Danir ættu að greiða mér - hvort ég færi í hæsta flokk, miðflokk eða lægsta flokk. Danska ríkið úrskurð- aði að ég ætti að fara í lægsta flokk- inn sem læknarnir mínir voru ekki sammála. Þeir sögðu að ég ætti að fara I milliflokkinn. Hins vegar þyrfti ég að fara í rannsóknir til að fá þetta staðfest og þeir sendu bréf hingað heim þar sem þeir báðu um að þessar rannsóknir yrðu gerðar á mér sem fyrst. Þetta var um síðustu áramót og ég er ekki farin að heyra neitt. Það varð því úr að ég kostaði mig sjálf til Danmerkur í síðasta mánuði þar sem gerðar voru á mér nauðsynlegar rannsóknir og nú bíð ég eftir niðurstöðu þeirra." Lömuð í andliti - Ertu alveg hætt að syngja? „Það segir sig eiginlega sjálft, eins og andlitið á mér lítur út núna. Þótt fólk segi að það sjái ekki mikið á mér þá er það ekki það sem máli skiptir heldur hitt að ég er lömuð í kringum munninn og út á aðra kinnina. Það ■fór í sundur aðaltaug og ég hef því enga tilfinningu á þessu svæði. Ég veit til dæmis ekkert hvort matur eða drykkur lekur niður munnvíkin á mér þegar ég borða og drekk. Þetta er eins og þegar maður fer til tann- læknis og er deyfður, nema hvað deyfingin fer ekki. Þannig að tilfinn- ingaleysið háir mér meira en örið í sjálfu sér. Ég gæti alveg sungið en geri það ekki. Svo er annað. Ég fór mjög illa í höndunum í slysinu. Ég hélt það fast um stýrið að hendurnar á mér voru eins og kjötstykki. Ég man að þótt ég væri mikið slösuð í andliti og baki þá fann ég bara til í höndunum. Þegar fólk var að koma fyrst eftir slysið í heimsókn á sjúkra- húsið og spurði hvernig ég hefði það og bankaði létt á handarbakið á mér þá öskraði ég af sársauka. Ég hef ver- ið lengi að ná mér í höndunum og get ekki spilað lengur en í klukkutíma í senn því þá fæ ég krampakippi í hendurnar. Þá get ég ekki heldur staðið lengi í senn því hryggurinn á mér er spengdur saman með málm- skinnum. Ég styttist um 4 sentímetra við slysið, og mátti nú ekki við því. Ég var að vona að ég gæti farið í þá uppskurði hér sem ég þarf að fara í út af þeim meiðslum en hef beðið í óratíma eftir því. Sömu sögu er að segja af aðgerð sem hugsanlega gæti orðið til þess að ég fái tilfinningu á ný i andlitið." Peningar á undan heilsu Bergþóra segist ekki átta sig á því hve menn hugsa mikið um peninga hér á landi í heilbrigðismálum. Sér- staklega þegar hafður sé í huga sá sársauki, tilfmningarót og sálarang- ist, sem þeir sem þurfa á læknishjálp að halda en fá ekki fyrr en eftir dúk og disk verða fyrir. „Ég trúði þessu ekki fyrr en ég tók á því sjálf. Mér fannst liðið heima á íslandi orðið hálfundarlegt þegar það var farið að kvarta yfir kerfinu í jóla- kortunum. Ég ákvað því að ganga úr skugga um það sjálf hvort þessi bar- lómur íslendinga ætti við rök að styðjast. Nú, ég'þurfti að fara aftur utan til að komast í þær rannsóknir sem ég þurfti að fara í þannig að bar- lómurinn var staðreynd. Það er voðalegt hvernig skorið er niður gagnvart öryrkjum og gömlu fólki. Sjálfsagt væri maður ekkert að pæla í þessu nema af því maður lenti í þessu slysi.“ Bergþóra er óvinnufær og hefur engar tekjur nema framfærslulífeyri. Hún leigir sér blokkaríbúð í Mjódd- inni á milli Guðs og Mammons, eins og hún kallar það, eða á milli Breið- holtskirkju og bankaútibúanna í Mjóddinni. Hún er þó ekki á því að gefast upp. Ef bótaúrskurðurinn verður ekki henni í hag segist hún þurfa að selja bílinn sinn en auk þess eru hún og „fjarbýlingur" hennar að reyna fyrir sér með útflutning á há- karlalýsispillum og sölu á erlendum markaði. Flytur út lýsispillur Hans Peter k-ynntist hákarla- lýsispillum í gegnum föður Bergþóru og þegar hann uppgötvaði lækninga- mátt lýsisins sá hann strax mögu- leika á markaðssetningu þess á er- lendri grund. „Peter er ákaflega fljótur að hugsa, nýjungagjarn og ef hann trúir á eitt- hvað þá verður það að komast í framkvæmd, hvort sem hann hefur eitthvað út úr því eða ekki.“ Til dæmis höfðu þau reynt fyrir sér með ræktun og sölu á aloha-vera- plöntum en hættu því þegar þau ráku sig á veggi fordóma og skiln- ingsleysis. „Svo varð hann voðalega hrifinn af hákarlalýsinu. Ég hringdi heim og viö fengum sendar prufur og Hans Peter „frelsaðist". Við fórum í það að útvega kaupendur og komumst að því að þessi bransi er mjög erfíður. Það er til dæmis einn norskur heild- sali sem sér stærstu heilsuverslana- keðjunni í Danmörku fyrir lýsispill- um og mjög erfitt að komast inn á markaðinn. Þegar svo kom í ljós að hákarlalýsið inniheldur efni sem ekki er að finna í öðru lýsi - alkýl- glýseról - sem hefur ótrúleg áhrif á marga sjúkdóma, var enn þá verra að komast inn því læknar eru hræddir við að fá eitthvað sem lækn- ar - hvað á þá að gera við öll dýru lyfin?“ Það er fyrst nú sem teikn eru á lofti um að bjartari tíð sé fram und- an. Til dæmis var fjallað um pillurn- ar í heilsíðugrein í Álborg Stiftstid- ende nýlega og Hjemmet fjallaði Hún hafi þó reynt að fara meö upp- runalegu hljóðupptökurnar sínar til útgefenda til að koma þeim á diska því plöturnar hennar eru litið spilað- ar því þær eru ekki á geisladiski. „Þeir voru nú hreinskilnir og sögðu að fólk hér hefði engan áhuga á þessu lengur.“ kjaftasögu um það. Ég man eftir einu tflviki þegar það gekk sú saga að ég hefði dáið úr krabba í Stokkhólmi og plötusalan tók kipp. Ég er ekki að segja að það hafi verið skemmtilegt en góð vinkona mín, Berglind Bjarnadóttir, dó úr krabbameini og fólk ruglaði saman nöfnum okkar. Hún var enn lifandi þegar þessi kjaftasaga komst á kreik og við hlóg- um að þessu saman. Pálmi Gunnars- son varð líka ofsalega vinsæll þegar fólk hélt að hann væri dauður úti í Ameríku þannig að það er aldrei að vita hvað maöur gerir." Sjúkt þjóðfélag Aðspurð hvað sé á döfinni segist Bergþóra og sambýlismaður hennar á svölum hótelsins sem þau áttu og ráku. einnig um pillurnar í sínu blaði. Þetta hefur orðið til þess að eftir- spurn hefur stóraukist. Nú hefur Bergþóra mestar áhyggjur af því að eftirspurnin verði of mikil þannig að þau geti ekki annað henni því ekki er gert út á hákarlaveiðar. Sölumöquleikar w og dauoinn Bergþóra segist lítið hafa haft sig í frammi síðan hún kom til landsins. Bergþóra hefur frá barnæsku ver- ið viðloðandi tónlist en kom fyrst út á plötu árið 1975 - fyrir meira en 20 árum. Hún er líklega þekktust fyrir að hafa verið í Visnavinum og hljóm- sveitinni Hálft í hvoru en hefur tals- vert samið af tónlist sjálf og gefið út sólóplötur. Sjálfri telst henni til að hún hafi verið með á milli 20 og 30 hljómplötum. „Ég veit ekki alveg hvað þeir eiga við - hvort það sé betra að vera dauð eða eitthvað svo- leiðis. Það selur víst alltaf vel. Mað- ur þyrfti að koma af stað einhverri Bergþóra enn bíða eftir svari um bótagreiðslur sínar. Ef matið breytist ekki segist hún verða að selja bílinn sinn til að komast úr landi enda sé henni ekki gert kleift að búa hér. Það sé í sjálfu sér ekki heldur eftirsókn- arvert eins og þjóðfélagið sé orðið. „Það eru allir svo stressaðir og upp- teknir af eigin frama. Fólk talast varla við. Svo smitast maður af þessu viðhorfi og verður alveg eins.“ -PP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.