Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 56
Alla laugardaga Vertu viðbúin(n) | vinningi! KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. m550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 Friðrik Sophusson: Tekur að sér kynn- " ingu á hót- eli í Túnis „Fyrr í þessum mánuði átti ég þess kost að búa á Nahrawess hóteli i Hammamet í Túnis. Þetta er frá- bært hótel með öllu því sem hugur- inn girnist og ég get sérstaklega mælt með því. Ástæða þess að ég sendi meðfylgjandi upplýsingabæk- ling er sú að ég kynntist lítils hátt- ar eiganda hótelsins, Habib Bouslama . . . “ Þannig hefst bréf sem Friðrik Sophusson íjármálaráðherra hefur skrifað til nokkurra ferðaskrifstofa v>"’'"hér á landi. Með bréfinu fylgir bæklingur frá fyrrnefndu hóteli. Einkabílstjóri ráðherrans var látinn keyra út bréfið og bæklingana. Fjármálaráðherra var sem kunn- ugt er í tveggja vikna fríi á sólar- strönd Túnis á dögunum. Það frí stóð þegar frumvörpin tvö sem hann hefur lagt fram um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna og lífeyr- ismál þeirra voru sem mest til um- ræðu. í bréfi sínu til ferðaskrifstofanna v>__.segir fjármálaráðherra þennan hót- elvin sinn vera áhugasaman um aukin viðskipti og að íslenskar ferðaskrifstofur gætu fengið sérkjör í beinum viðræðum við hóteliö. „Ég sagði Habib Bouslama að mér væri heiður að því að segja íslensk- um ferðaskrifstofum frá aðbúnaðin- um á þessu mjög svo ágæta hóteli, ef það mætti verða til þess að íslend- ingar fengju að kynnast dvöl þar á þeim kjörum sem bjóðast þegar um sérsamninga er aö ræða.“ Þannig lýkur bréfi fjármálaráð- herra og hann skrifar undir það. í haus bréfsefnisins stendur: Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. -S.dór Flexello Vagn- og húsgagnahjól Bmhéii Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 -Hut Sími 533 2000 Ókeypis heimsending L O K I Björguðu með snarræði ungri konu frá drukknun í Grafarvogi: Æðri máttarvöld ætluðu okkur að bjarga konunni - segir Þórhallur Gestsson vörubílstjóri, annar björgunarmannanna „Ég trúi ekki á tilviljanir. Æðri máttarvöld ætluðu okur að bjarga konunni," segir Þórhallur Gests- son, vörubílstjóri hjá verktakafyr- irtækinu Dalverki, en hann bjarg- aði í gær ásamt Rúnari Sveinssyni gröfumanni ungri konu frá drukknun í Grafarvogi. Þeir voru að vinna við uppfyll- ingu á svæði Björgunar við voginn laust fyrir kiukkan tvö í gær þeg- ar Þórhallur sá eitthvað koma fljótandi út úr voginum. Útfail var og straumur harður. „Ég hélt fyrst að þetta væri eitt- hvert rusl. Svo datt mér í hug að það væri selur en þá áttaði ég mig á að þetta var mannvera á floti og hélt fyrst að það væri barn,“ segir Þórhallur. Hann var úti á tanga við voginn og gröfumaðurinn Rúnar einnig. Þeir stukku því í hasti út úr tækj- um sínum og Rúnar óð út í sjóinn á eftir konunni. „Sjórinn var kominn upp undir hendur þegar ég náði í hana. Sennilega hef ég farið aðeins á flot en náði að krafla mig að landi og fá fótfestu," segir Rúnar. Saman komu þeir konunni á land og Þórhallur hringdi í neyðarlínuna - 112 - og bað um sjúkrabíl. Hann sagðist í samtali við DV þakka fyrir að þetta nýja númer var komið í notkun því ella hefði hann ekki munað nokkuð neyðamúmer. Konan var mjög máttfarin og köld og gat ekki talað þegar henni var bjargað. Hún var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur og er þar á batavegi. Ekki liggur fyrir hvar hún féll í voginn en hún var búin að vera nokkum tíma í sjónum þegar Þcrhallur sá hana. „Við getum sagt að tilviljun hafi ráðið að við vorum að vinna þarna einmitt á þessum tíma. Við vorum rétt að hætta. Konuna hefði líka getað rekið út úr voginum að norðanverðu og þá hefðum við alls ekki séð hana. Þetta eru kannski tilviljanir en ég trúi ekki á slíkt. Þarna voru æðri máttarvöld að verki,“ sagði Þórhallur. -GK Þórhallur Gestsson sá konuna á floti í sjónum yst í Grafarvoginum. Hann og félagi hans, Rúnar Sveinsson, björguðu konunni úr sjónum en hún var þá orðin mjög máttfarin og köld. DV-mynd ÞÖK Anna Mjöll syngur fyrir íslands hönd: Sjúbídú í Evróvision Lag íslands, Sjúbídú eftir Önnu Mjöll Ólafsdóttur og Ólaf Gauk, mun taka þátt í lokakeppni Evró- vision í Ósló 18. maí. Á miðvikudag og fimmtudag fór fram forkeppni 29 landa þar sem dómnefnd í hverju landi valdi tiu bestu lögin með sömu aðferðum og gert er í loka- keppninni. Úr niðurstöðum allra dómnefndanna eru valin 22 lög til þátttöku og eru það því sjö lög sem ekki komast áfram. Ekki er vitað hvar í röðinni íslenska lagið lenti. „Anna Mjöll kemur til landsins á mánudag og upptökulið frá Noregi kemur einnig í næstu viku til þess að taka upp myndir sem sýndar verða keppniskvöldið frá hverju landi,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, ritari dagskrárstjóra. -em Tekinn á tíunda degi Ungur ökumaður var tekinn fyrir að aka á ríflega 120 kílómetra hraða inn í þéttbýlið á Hauganesi við Eyjafjörð í gær. Var hann á tíunda degi á ökuferli sínum þegar bensín- fóturinn var orðinn svo þungur. Málið fer fyrir dómara og á ökuþór- inn á hættu að missa réttindi sín. -GK Veðrið á sunnudag og mánudag: Hægviðri um allt land Á sunudag verður fremur hæg, norðvestlæg átt með éljum við norðurströndina en bjart veður sunnanlands. Frost um mest allt land. Á mánudag má búast við hægri, breytilegri átt og sennilega björtu veðri um mest allt land. Allvíða verður frostlaust yfir daginn en þriggja til níu stiga frost yfir nóttina. Veðrið í dag er á bls. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.