Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 Þá var Nú þegar ísland hefur eignast íþróttamenn í frjálsum íþróttum á heimsmælikvarða, Jón Arnar Magnússon tugþrautarmann og Völu R. Flosadóttur, Evrópumeist- ara í stangarstökki, er ekki úr vegi að minnast aðeins þess tíma þegar ísland átti fjölmennan hóp afreks- manna í frjálsum íþróttum, sem kepptu við góðan orðstír á mótum víða um heim og unnu mikil afrek. Á þessum gullaldartíma, sem hófst 1946 og stóð yfir í góðan ára- tug, fjölmenntu áhorfendur á frjáls- íþróttamótin i þúsundatali. Þá var Panasonic Ferðatæki RX DS15 Ferðatæki með geislaspilara, 40W magnara, kassettutæki, og útvarpi. í frjálsum íþráttui Haukur Clausen á Fríkirkjuveginum að nálgast markið í Tjarnarboðhlaupinu, - vel á undan hlaupurum Ármanns og KR á lokasprettinum. Mikil fjöldi áhorfenda fylgdist með hlaupinu allan hringinn kringum Tjörnina. Flestir þó í iokin. Hlaupnir voru 10 sprettir, 100 og 200 metrar. Sigurvegarar ÍR í Tjarnarboðhlaupinu 1946. Fremri röð frá vinstri Finnbjörn fyrirliði, Þorsteinn, Hallur, Valtýr og Haukur. Efri röð Reynir, Magnús, Jóel, Örn, Kjartan og Bergfors. JAPIS líka ýmislegt gert til þess að auka áhugann; - árleg hlaup, Tjarnarboð- hlaupið og Reykjavíkurboðhlaupið, sem því miður eru löngu aflögð, og þar vantaði ekki áhorfendur. Þá var hlaupið í hléum knattspyrnuleikja við miklar vinsældir. Undirritaður fann nýlega gamlar myndir í fórum slnum frá Tjamarboðhlaupinu, sem teknar voru fyrir 50 árum. Þær segja sína sögu um vinsældir hlaupsins. Ef við lítum á sigurvegara ÍR í hlaupinu 1946 eru þar á meðal menn sem mjög settu svip á frjálsíþróttir þessara ára og við hæfi að minnast helsta árangurs þeirra. Talið frá vinstri fremri röð. Finnbjörn Þor- valdsson, skrifstofustjóri Loftleiða, fyrsti íslendingurinn sem komst í úrslit í spretthlaupi á stórmóti, Evr- ópumótinu í Osló 1946, og varð í 4. sæti í úrslitum þar í langstökki. Hann varð einnig Islandsmeistari i handknattleik 1946. Setti fjölmörg íslandsmet í spretthlaupum. Varð Norðurlandameistari í 100 og 200 m. 1949. Var í úrslitum í 4x100 m boð- hlaupi á EM 1950. Þorsteinn Löve járnsmíðameist- ari, fluttist tO Svíþjóðar. Setti ís- landsmet í kringlukasti. Hallur Sím- onarson blaðamaður. íslandsmeist- ari og landsliðsmaður í bridge. Fyr- irliði fyrsta Víkingsliðs sem varð ís- landsmeistari í handbolta. Valtýr Guðmundsson, sýslumaður á Eski- firði, dáinn, sprettharður knatt- spymumaður. íslandsmeistari með Fram 1946 og 1947. Haukur Clausen tannlæknir. Norðurlandameistari í 200 m hlaupi 18 ára 1947. Komst í úrslit á EM1950 í 100 m. hlaupi og 4x100 m boð- hlaupi. Setti fjölda íslandsmeta í hlaupum frá 60 m upp í 400 m. Efri röð. Reynir Sigurðsson for- stjóri, snjall 400 m hlaupari sem keppti á olympíuleikunum í Lund- únum 1948. Magnús Baldvinsson, úrsmíðameistari og kaupmaður. Var í hópi bestu langstökkvara ís- lands um árabil. Jóel Sigurðsson, lögregluþjónn og verkstjóri. Bætti pft íslandsmetið í spjótkasti og varð íslandsmeistari í handknattleik Í946. Öm Clausen lögfræðingur sem á árunum 1949 til 1952 var einn af þremur bestu tugþrautarmönnum heims. Varð í öðra sæti á EM 1950. Margbætti íslandsmetin í fjölþraut- um og grindahlaupum. Norður- landameistari. Kjartan Jóhannsson, forstjóri Asíufélagsins, og fyrsti ís- lendingurinn sem þorði að hlaupa hringhlaup ffá byrjun hlaupsins. ís- landsmeistari og methafi á vega- lengdum frá 400 upp í 1000 m. Þá Bergfors þjálfari ÍR á þessum áram. hsím BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI GIíÆNY-YSA, 139 kr.^ar/kg Eigum 500 feg af feartöflum á 35 fer. pr/feg Glænýr rauðmagi á 150 fer. pr/feg I •• FISKBUÐIN HOFÐABAKKA I GULLINBRÚ • S: 587-5070 OPNUM KL. 8.00 • TÖKUM VISA OG EURO ATH. TILBOÐ GILDIR AÐEINS MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.