Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 45 Tölvan dimmbláa náöi forskoti í einvíginu við Garrí Kasparov á dög- unum en síðan tók meistarinn völd- in í sínar hendur. Tvær síðustu skákirnar voru sem leikur kattarins að músinni. Kasparov hitti á réttu aðferðina með því að ná fram stöðu þar sem „ekkert sérstakt var á ferð- inni“ og þá missti tölvan fótanna. Einvígið sýnir enn að ekki geng- ur að beita sömu aðferðum gegn tölvu og skákmanni af holdi og blóði. Tölvan nær ekki að skilja blæbrigði taflborðsins til fulls og einkum og sér í lagi ef engar beinar hótanir blasa við. Stórmeistarinn Alexei Sírov tefldi nýlega tvær einvígisskákir við for- ritið „Ferret" á Intemetinu. Þetta forrit vann sér til frægðar að bera Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d3 Rc6 12. Rbd2 Be6 13. Rfl h6 14. Rg3 Hb8 15. Rh2 b4 16. f4 Db6 17. f5 bxc3 18. bxc3 Bd7 19. Rg4 Da5 1 I#«l 411 i A 4i % 1 úfo Wmií A A A A A A & A A ' JL - ' A H ABCDEFGH Skák Jón L. Árnason tvöfalt sigurorð af stórmeistaranum kunna Boris Gulko, sem hér tefldi á Reykjavíkurskákmótinu. En Sírov kom vel undirbúinn til leiks. Hann tók „tölvusálfræðina" í þjónustu sína og tölvan átti sér ekki viðreisn- ar von. Nú eru stórmeistarar sem sagt al- mennt búnir að komast að því hvemig best er að haga taflmennsk- unni gegn tölvunni. Hins vegar em þetta engin ný sannindi fyrir íslend- inga. Eyjólfur Ármannsson skák- unnandi benti á þetta fyrir liðlega tveimur árum. I kjölfarið ritaði Ein- ar Karlsson grein í tímaritið Skák (10. tbl. 1994), sem hann nefnir „Tölvusálfræði". Þar rekur hann nokkrar skákir Eyjólfs gegn forrit- inu Chess Genius og lýsir aðferða- fræði hans við að ráða niðurlögum vélarinnar. Aðferð Eyjólfs gengur í stuttu máli út á það að læsa stöðunni og flytja menn sína síðan í átt að kóngi andstæðingsins. Bein atlaga hefst síðan ekki fyrr en allt er til reiðu. Reynslan hefur kennt Eyjólfi að tölvan skynjar ekki hættuna og nær ekki að bregðast í tæka tíð við hæg- fara liðsflutningum. Skákir Sírovs við forritið Ferret eru tefldar í anda Eyjólfs og myndu sóma sér vel sem viðbót við áður- nefnda grein. Skoðum eina af hrað- skákum Eyjólfs frá árinu 1994 og síðan hvernig Sírov fetar í fótspor hans. Hvítt: Eyjólfur Ármannsson Svart: Chess Genius 2 Spænskur leikur. I.e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. 20. Rh5!! Rxh5 21. Rxh6+! gxh6 22. Dxh5 Dxc3 23. Bxh6 Bf6 24. He3! Dxal+ 25. Kh2 Re7 26. Hg3+ Rg6 27. fxg6 Bg7 28. Bb3 Hxb3 29. axb3 Be6 30. Bxg7 Kxg7 31. Dh7+ Kf6 32. g7 Ke7 33. Dh4+ Kd7 34. gxf8=D Dhl+ 35. Kxhl - Og tölvan lagði niður vopn. Hvítt: Alexei Sírov Svart: „Ferret" Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Rc6 13. d5 Rd8 14. a4 Hb8 15. axb5 axb5 16. c4 b4 17. Rfl Re8 18. Re3 g6 19. g4 Rf6 20. Khl Hb6 21. Hgl Bd7 22. Rfl Db7 23. Bh6 He8 24. Dd2 Ha6 25. Rg3 Kh8 26. Hafl Da7 27. Rf5! gxf5 28. gxf5 Rh5 29. Bg7+! Rxg7 30. Dh6 Hg8 31. f6 Bxf6 32. Dxf6 Be8 - Og stjómendur tölvunnar gáfust upp þegar þeir fengu boð um 33. Hxg7 Hxg7 34. Hgl Re6 35. dxe6 fxe6 36. Df8+ og mát í næsta leik. Hvitt: „Ferret" Svart: Álexei Sírov Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bc5 7. d3 d6 8. c3 0-0 9. d4 Bb6 10. d5 Re7 11. Rbd2 Rg6 12. a4 Bg4 13. a5 Ba7 14. Bc2 Rh4 15. h3 Bh5 16. Bd3 Rg6 17. Hel Rf4 18. Bfl Dd7 19. Rb3 g5 20. Bxf4 gxf4 21. Dd3 Kh8 22. He2 Hg8 23 Kh2 Hg6 24. Rbd2 Hag8 25. b3 25. - Rg4+! 26. hxg4 Bxg4 27. Khl Hh6+ 28. Rh2 Hg5 29. Rf3 Hgh5 30. g3 Bxf3+ 31. Dxf3 Hxh2+ 32. Kgl fxg3 33. Bg2 Hxg2+ 34. Dxg2 gxf2+ 35. Hxf2 Hg6 - Og aftur þótti rétt að taka úr sambandi. Deildakeppnin um helgina Deildakeppni Skáksambands ts- lands lýkur um helgina, er þrjár lokaumferðir mótsins verða tefldar í Faxafeni 12. Teflt var í gærkvöldi og síðan í dag, laugardag, kl. 10 ár- degis og 17 síðdegis. Eftir fyrri hluta keppninnar hafði A-sveit Taflfélags Reykjavíkur nauma forystu í 1. deild. Skákþing Islands um páskana Keppni í áskorenda- og opnum flokki á Skákþingi íslands 1996 fer fram dagana 30. mars til 8. apríl. Tefldar verða 9 umferðir eftir Mon- rad-kerfi og verður umhugsunar- tími 2 klst. á keppanda á 40 leiki og síðan 1 klukkustund til að ljúka tafl- inu. í áskorendaflokki eiga þátt- tökurétt tveir efstu menn úr opnum flokki í fyrra, unglingameistari ís- lands, kvennameistari íslands, skákmenn með 1800 skákstig eða meira og 6 efstu menn svæðamóta. í opnum flokki er öllum heimil þátttaka. Teflt verður í skákmið- átööinni Faxafeni 12. Hjónin Sigríður Jó- hannesdóttir og Guð- mundur Kr. Sigurðs- son, Sunnubraut 8 á Höfn í Hornafirði, eru hér með tvö barna- börn sín sem bera nöfn þeirra. Amman er með Sigríði Jóhannes- dóttur, sem fædd er 15. desember, og afinn með Guðmund Kr. Sigurðsson sem fæddist 23. desember. Það ieynir sér ekki að þau eru stolt að hampa þessum mynd- arlegum barnabörnum og eflaust ekki algengt að að fá alnafna og al- nöfnu sem fædd eru með aðeins átta daga millibili. DV-mynd Júlía Höfn HÚSVERNDARSJÓÐUR í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingasögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur ertil 26. mars 1996 og skal umsóknum, stíluðum á Umhverfismáíaráð Reykjavíkur, komið á skrifstofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. 12.350 kr. stgr. -- -«Stóll: 9.975 kr. stgr. Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 Æ f Nytsamleg gjöf við öll tækifæri! Ný verðskrá enn betra verð! U V Vv V1 1 [ j l .a, x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.