Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 |jV
Aö venju vakna ég laust fyrir kl.
7. Ég á þennan fimmtudag að flytja
mál í Hæstarétti og á málflutning-
urinn að hefjast kl. 9. Ég er kom-
inn á skrifstofuna fyrir kl. 8 og hef
rúman hálftíma til að renna yfir
ræðupunktana. Skjólstæðingur
minn er kona sem hlaut býsna al-
varlegan hálshnykk í umferðar-
slysi snemma árs 1992. Varnaraðili
er eitt af vátryggingafélögunum.
Flest þau málsatriði í þessum
málaflokki, sem vátryggingafélög-
in gerðu að ágreiningsefnum
haustið 1991, hafa í dómum Hæsta-
réttar fallið þeim í óhag. í málinu
í dag er auk „hefðbundinna"
ágreiningsefha tekist á um hvort
umbjóðandi minn, sem stundar
fulla vinnu utan heimilis, eigi rétt
á að fá fébætur vegna skertar
starfsorku sinnar til heimilisstarfa
auk bóta fyrir tekjutapið. Ég held
því fram að hún hijóti að eiga
þann rétt. Dómafordæmi eru til
um að slíkt tjón skuli bæta þegar
um er að ræða einstaklinga sem
annaðhvort stunda alls ekki laun-
uð störf utan heimilis eða þá vinna
þar ekki fullt starf. Aðalröksemdir
mínar eru þær að heimilisstörfin
séu unnin hvort sem fólk stundar
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður spilar fótboita í hádeginu með félaginu Lunch Utd.
slaki á kröfunum sem ég vil gera
til sjálfs mín.
f dag er það líka að gerast að
allsherjarnefnd Alþingis er að
leggja fram á þinginu frumvarp til
breytinga á skaðabótalögunum.
Þar er á ferðinni mál sem ég hef
borið fyrir brjósti allt frá gildis-
töku laganna sumarið 1993. Tillag-
an hljóðar um breytingu til bráða-
birgða á verstu annmörkum lag-
anna meðan verið er að fjalla um
málið í nýrri nefnd. Þessi nefnd á
að skila af sér haustið 1997. Tillag-
an gengur þó styttra heldur en efn-
isleg rök heimta. Og svo á bráða-
birgðalausnin ekki að taka gildi
fyrr en 1. júlí nk.! Menn eiga að
slasast áfram á ótækum kjörum
þangað til! Öll þessi vettlingatök
eru til komin vegna þjónkunar al-
þingismanna við hina öflugu fyrir-
svarsmenn vátryggingafélaga. Ég
eyði einhverjum tíma í símanum
til að býsnast yfir þessu. Líklega er
ég búinn að verja hundruðum
klukkustunda í þetta réttlætismál
undanfarin þrjú ár.
í faðmi fjölskyldunnar
Kvöldinu eyði ég heima hjá mér
í félagi við mína stóru og góðu fjöl-
jafnframt fullt starf utan heimilis
eður ei. Starfsorkuskerðingu til
þessara starfa eigi því að bæta fé-
bótum, hvað sem launuðum störf-
um líður. Þessu mótmælir minn
góði andstæðingur eins og honum
ber að gera. Bendir hann m.a. á að
ekkert fjártjón sé í því fólgið að
ryk safnist upp á heimilum!
Sómasamstarfsfólk
Málflutningurinn gengur vel og
höfum við báðir lögmennirnir lok-
ið okkur af upp úr kl. 11. Skrifstofa
mín er ekki nema í 2-3 mínútna
göngufjarlægð frá réttinum. Fyrir
hádegið næ ég því að sinna flestum
símaskilaboðunum sem borist hafa
í fjarveru minni. Ég er afar hepp-
inn með starfsmenn skrifstofu
minnar. Þar fara tveir öflugir hér-
aðsdómslögmenn Karl og Stefán og
svo ritarinn, hún Helga, sem er
fyrsti viðmælandi allra þeirra,
sem erindi eiga við okkur. Allt
þetta fólk leysir störf sín af hendi
með miklum sóma.
í hádeginu fer ég til fundar við
félaga mína í Lunch Utd á gervi-
grasvöllinn í Laugardal. Þar leik-
um við knattspyrnu þrisvar sinn-
um í viku. í Lunch Utd finna menn
alls kyns vafasömum hvötum við-
nám. Fyrsta ágreiningsefnið í
hverjum tíma snýst um liðsskipan.
Við höfum formann sem óhikað
beitir valdi sínu af hreinum geð-
þótta. Hann hefur skýrt okkur hin-
um frá því að hann beiti ákveðn-
um reglum við úrlausn ágreinings-
efna. Við höfum tekið eftir því að
reglurnar breytast oft með stuttum
fyrirvara. Við því er ekkert að
segja. Formaður er formaður. Eftir
að leikurinn hefst dregur úr valdi
formannsins. Þá fer að kveða
meira að nokkrum óbreyttum liðs-
mönnum sem hafa ekki bara meira
vit en aðrir á leyndardómum
knattspyrnunnar heldur vilja líka
boða fagnaðarerindið við raust um
allan Laugardalinn og nágrenni.
Þar er perlum oft kastað fyrir svín.
Þegar dregur að lokum leiktímans
geta menn stundum tryggt sér sig-
ur i tvísýnum leikjum með því að
hætta meðan þeirra lið er yfir.
Þessi aðferð er þó ekki örugg,
nema menn taki boltann með sér
þegar þeir fara. I búningsklefanum
á eftir eru málin síðan gerð upp
með þeim hætti að menn skilja
jafnan sáttir að kalla. í dag gengur
ailt sinn vanagang. Leikurinn end-
ar 7:7 sem bendir reyndar til þess
að annað liðið hafi brugðist sjálfu
sér í stöðunni 7:6.
Eftir að hafa komið við heima og
fengið matarbita er ég kominn aft-
ur á skrifstofuna um kl. 2. Fram til
kl. 6 sinni ég bréfaskriftum og sím-
tölum auk þess sem ég næ því að
byrja svolítið á að undirbúa lista
yfir tilvitnanir mínar í fræðirit og
dóma í máli sem ég á að flytja í
Hæstarétti næsta fostudag. Starf
málflytjandans er mikið ábyrgðar-
starf. Ég reyni að innprenta sjálf-
um mér að verða aldrei svo „van-
ur“ og öruggur með mig að ég
skyldu. Fréttatímarnir eru gleypt-
ir í heilu lagi. Við hjónin ræðum
viðfangsefni dagsins. Konan mín
er minn besti vinur og ræður mér
heilt í öllum málum. Ég renni aug-
um yfir bridgekerfi mitt og félaga
mins, Björgvins Víglundssonar
verkfræðings. Á morgun er að hefj-
ast undankeppni íslandsmótsins í
sveitakeppni í bridge. Þar er barist
um 10 sæti í úrslitum mótsins.
Undir svefninn les ég nokkrar síð-
ur í „Sækjandanum" sem er spenn-
andi reyfari eftir John Grisham,
bandarískan lögfræðing. Þar er
fjallað um framkomu bandarískra
vátryggingafélaga gagnvart
bótakrefjendum, uppsöfnun fjár í
bótasjóði vátryggingafélaga o.fl. Ég
sofna vært á eftir.
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fertugustu og
níundu getraun reyndust vera:
1. Auður Viktoría Þórisdóttir 2. Sólveig Óskarsdóttir
Hringbraut 52 Álfhólsvegi 108
107 Reykjavík 200 Kópavogi
Myndirnar tvær viröast
viö fyrstu sýn eins en þeg-
ar betur er að gáð kemur í
ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu
merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og
senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr.
4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág-
múla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 351
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík