Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Side 26
26 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 Hafsteinn Hafliðason mælir með skipulögðum vinnubrögðum í garðyrkjunni: þannig við skordýrapláguna. Þá séu klippt burt blaðlúsaregg og egg fiðr- ilda sem gera svo mikinn usla í lim- gerðum og víðigróðri á sumrin því að skorkvikindin verpi yfirleitt eggjum sínum fremst á greinarnar á vöxtulegustu sprotana á haustin. Einnig megi úða trén með sápu- vatni en það komi tæpast algerlega í veg fyrir þessa plágu. Nota garðinn í frístundir í starfi sínu fræðir Hafsteinn fólk um það hvernig á að nota garð- yrkjuafurðir og nýta garðinn sem best. Sjálfur á hann engan garð en eyðir þeim mun meiri tíma í að sinna annarra manna görðum og hjálpa öðrum að finna tilgang með garðræktinni. Hafsteinn segir að garðinn eigi að nota fyrir frístundir, fjölskyldulíf eða áhugamál, því að garður sé miklu meira en bara lóð kringum hús, - En hvað ráðleggur hann úti- vinnandi fólki sem telur sig ekki hafa tíma til að eyða löngum dögum í að viðhaida garðinum og koma í veg fyrir órækt? „Mjög góð regla er að taka fimm mínútur, til dæmis á morgnana áður en maður fer í vinnuna, til að labba um garðinn og tína upp í skjóðu arfakló eða eitthvað sem ekki á að vera í garðinum og þá fær maður um leið andlegt veganesti fyrir daginn. Þegar komið er heim síðdegis er æskilegt að fara aðra yf- irferð um garðinn og þá kannski öfugan hring með sömu skjóðuna og taka það sem ekki á að vera. Þetta kemst fljótt upp í vana og þá þarf aldrei að eyða löngum tíma í við- hald,“ segir hann. Hafsteinn bætir við að ef garðin- um sé komið í skikkanlegt horf einu sinni þurfi bara að vinna í honum tvær til þrjár helgar á haustin og vorin. Hann bendir á að um garðinn gildi það sama og um svo margt annað, það er að lagfæra allt strax þannig að verkefnin hlaðist ekki upp. Lítið fyrir áburðarnotkun Hafsteinn er lítið fyrir áburðar- notkun og bendir á að kemískur áburður safnist upp í jarðveginum í formi salta og geti farið að hafa þveröfug áhrif og draga úr vexti plantna þegar fram í sækir. Hann segir að gjaman megi nota lífrænan áburð, svo sem þörungaáburð, sem fáist bæði sem þangmjöl og í fljót- andi formi. Hann mælir með lífrænum áburði fremur en kemískum því að kosturinn við lífrænan áburð er sá að sjaldan er hægt að ofgera með honum. Þegar Hafsteinn er beðinn um að koma með ráð fyrir garðá- hugamenn segir hann að þeir sem eigi gróðurskála séu lengi að taka við sér en tími gróðurskálanna sé núna og því sé ekki eftir neinu aö bíða. Nú þurfi að endurnýja plöntur og gjarnan megi úða vetrarúðunar- efni á trén í garðinum en ekki megi úða á barrtré eða sígrænan gróður. -GHS „Mér finnst þeir garðar sem ég hef séð vera á ósköp eðlilegu róli miðað við árstíma og veður. Gróð- urinn hefur í sér skynjara sem hleypa honum ekki af stað nema veðurfarið fari út í einhverjar öfgar til hins bétra. Flestar plöntur eru háðar lengd dags og hitastigi í ákveðinn tlma til að fara af stað. Þær geta beðið vikum saman eftir því að springa út,“ segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður. Flestir garðeigendur og áhuga- menn um garðrækt þekkja nafn Hafsteins Hafliðasonar. Hann er af miklu garðyrkjufólki kominn enda var faðir hans garðyrkjustjóri í Reykjavík til margra ára. Hafsteinn byrjaði 14 ára gamall í garðyrkjunni og hefur starfað við hana síðan. Hann hefur sérhæft sig í almennri heimilisgarðyrkju frekar en að vera úti í framleiðslunni sjálfri. Klæjar í fingurgómana Á þessum árstíma eru margir með hugann við túlipana og páskaliljur en það er ýmislegt ann- að hægt að gera í garðinum þó að vorið sé ekki komið. Eftir óvenju mildan vetur og veðurblíðu að und- anförnu er garðeigendur farið að klæja í fingurgómana að taka fram áhöldin, fara að klippa tré og hreinsa til í beðum. Það þótti því ekki úr vegi að heyra aðeins í Haf- steini sem varar við því að byrjað sé of snemma. „Það koma oft hlýindakaflar og þá finnst mörgum að garðurinn fari að taka við sér og allt sé að fara að springa út. Það er samt betra að hafa aðeins vaðið fyrir neðan sig því að það geta komið vorhret í apr- íl og jafnvel maí. Það er ekki ráðlegt að taka ofan af blómunum og hreinsa til í beðum fyrr en kemur vel fram í maí því að ruslið skýlir gróðrinum í beðunum," segir Haf- steinn. Ráðast á mosann núna „Núna er hins vegar gott að fara að huga að öðrum verkum, til dæm- is að grisja tré eða runna, klippa og snyrta tÚ. Ef jörð er ófreðin má meira að segja færa til runna í garð- inum. Það getur líka verið gott þeg- ar það koma góðir og þurrir sól- ardagar að tengja garðslönguna og spúla vetrarrykið af barrtrjánum, skola burt seltuna og skítinn eins vel og hægt er,“ segir hann. í mars er mesta hættan á skemmdum í garðinum vegna salts og vetrarþurrka. Gott er að vera á varðbergi vegna sólar, til dæmis gagnvart furu sem nýbúið er að gróðursetja eða öðrum barrgróðri og skyggja aðeins á hann með striga, að sögn Hafsteins. Á þessum árstíma er einnig tilvalið að taka grasflötina í gegn og eyða mosa. Hafsteinn mælir með því að garö- eigendur blandi saman fínum pússningasandi og mosaeyði og sáldri yfir flötina því að þá nái mos- inn aö hjaðna áður en fer að grænka. Hafsteinn Hafliðason er einn þekktasti garðyrkjumaður landsins enda af miklu garðyrkjufólki kominn. Hann segir að nú þegar sé hægt að byrja í garðinum, klippa af trjám og eyða mosa og spara þannig dýrmætan tíma sem nota megi i aðra garðvinnu eftir að sumrar. DV-mynd ÞÖK „Fólk gerir þetta dálítið seint á vorin en það er betra að vera fyrr í því. Það er ekkert mál að eyða mos- anum í mars og aprU og reyna aö koma grasflötinni í gagnið án þess að þurfa aö eyða í það dýrmætum tíma frá öðru í garðinum þegar líð- ur á vorið,“ segir Hafsteinn og telur að ekki þurfi neitt endilega að vökva á eftir því að mikill raki sé í mosanum. Hann bætir við að mosa- eyði sé einnig hægt að bleyta upp í vatni og vökva með garðkönnu. Forræktun byrjar Aðalárstíð garðyrkjumanna byrj- ar í aprU og maí en Hafsteinn segir að mars og aprU fari mikið í það að umpotta stofublómum, koma þeim upp eftir veturinn eða endurnýja þau. Margir vUja forrækta sumar- blóm og græmpetisplöntur og sá þá í mars og aprU en svolítið er mis- jafnt eftir tegundum hvenær það byrjar, að hans sögn. Tími vorlauk- anna er einnig byrjaður því að þeir þurfa forræktun og pláss á björtum stað. Aðspurður um það hvað eigi að gera fyrir trén núna segir Hafsteinn að það megi gjarnan klippa tré og runna á þessum árstíma og losna Fær andlegt veganesti í garðinum á morgnana - gott að ganga um garðinn og tína upp í skjóðu á morgnana og kvöfdin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.