Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Síða 22
22 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 Martröð Kari Swenson var tuttugu og þriggja ára, af sænskum ættum, og var fyrir kvennasveit Bandaríkj- anna í skíðaskotfimi. Hún var mik- il íþróttakona og árið áður en þau þáttaskil urðu í lífi hennar sem hér segir frá vann hún bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Chamonix í Frakklandi. Mikill tími fór í æfingar hjá Kari en engu að síður náði hún ágætum árangri í skóla og þegar hér var komið las hún líffræði við ríkishá- skólann í Montana en þar var faðir hennar prófessor í eðlisfræði. Sumarið 1984 réð Kari sig til af- greiðslustarfa á Lone Mountain Gu- est Ranch í fjöllunum, rétt fyrir norðan þjóðgarðinn fræga, Yellow- stone Park. Það voru þó ekki há laun sem drógu hana þangað heldur góð aðstaða til æfinga í frístundum. Hvarfið Að morgni 15. júlí virtist allt með felldu hjá Kari. Hún ræddi við kunningja sína á eðlilegan hátt og sagðist vera á leið niður að Ulery- vatni til æfinga. Hlýtt var í veðri og hún var aðeins klædd rauðgulum stuttbuxum og hvítum skyrtubol. Þá var hún í hvítum íþróttaskóm. Sítt hárið flaksaðist í golunni. Kari átti að koma til vinnu síð- degis en þegar hún mætti ekki lét yfirmaður hennar, Bob Schaab, þeg- ar hefja leit að henni. Leitaði fá- mennur hópur eins og hægt var fram í myrkur en þá urðu leitar- menn að halda heim. Schaab var með tvær tilgátur um hvarfið. Annaðhvort hefði Kari dott- ið og fótbrotnað eða hún hefði geng- ið fram á skógarbjörn. Honum fannst fyrri tilgátan hins vegar ekki beint sennileg. Næsta morgun gerði Schaab rík- islögreglunni í Montana aðvart um hvarfið en hélt sjálfur til leitar við sjötta mann. Þegar þeir höfðu geng- ið nokkurn spöl ákváðu þeir að skipta sér í þrjá hópa. En tveir leit- armannanna áttu eftir að komast í hann krappan. Tilvalin ættmóðir En lítum til þess sem gerðist eftir að Kari hélt á íþróttaæfinguna. Hún fór niður að vatninu en þá tók við hlaupaæfing. Hún valdi sér skógar- stíg sem hún þekkti orðið vel en eft- ir að hafa hlaupið í hálfan annan tima fannst henni skyndilega sem með henni væri fylgst. Og það reyndist rétt. Á bak við runna' sátu Don Nichols, fimmtíu og þriggja ára, og sonur hans, Dan, nítján ára. Þeir störðu á ungu konuna, rétt eins og hún væri himnasending til þeirra. Þeir voru óhreinir, skeggjaðir og af þeim lagði svitalykt eftir margra mánaða veru í fjöllunum. Don og Dan höfðu lagst út og til- einkað sér flest það sem til þarf til að halda lífi í óbyggðum. Það hafði þeim þótt lífsnauðsynlegt því þeir voru þeirrar skoðunar að siðmenn- ingin væri að líða undir lok. Don var úr hópi nýnasista og átti sér þann draum að koma upp hvítum kynstofni í fjöllunum. Og laglega hvíta íþróttakonan, sem bar nú fyr- ir augu þeirra feðga, var í augum hans svarið við því hver ætti að verða ættmóðir hins hreina kyn- stofns sem hann ætlaði sér að leiða. Hún myndi geta fætt honum og syni hans börn. Kari Swenson. Don Nichols er sá með hattinn. Rothöggið Don og Dan gerþekktu fjalllendið. Á nokkrum stöðum höfðu þeir kom- ið sér upp leynilegum vopnabirgð- um og þeir höfðu gert sér reiti þar sem þeir ræktuðu matjurtir. Ann- ars matar öfluðu þeir sér með því að fella dýr eða leggja fyrir þau gildr- ur. Kari nam staðar þegar mennirnir tveir gengu í veg fyrir hana. Hún var þó ekki hrædd því hún var kjarkmikil. „Okkur langar bara til að ræða við þig," sagði Don Nichols en þeg- ar hann nálgaðist hana lyfti hann . rifíli sem hann hélt á og rotaði haná með skeftinu. Síðan brá hann reipi um báða úlnliði hennar og batt hana við vinstri handlegg Dans. Þegar Kari rankaði við sér sögðu þeir feðgar henni að koma með þeim. Leiðin lá í gegnum þéttan barrskóginn og upp og niður marg- ar fjallshlíðar. Ekki var numið stað- ar fyrr en komið var undir sólsetur en þá bundu feðgarnir hana við tré. Sjálfir fóru þeir að safna sprekum í varðeld. Rétt áður en almyrkt varð felldi Don hjartardýr, gerði að því og steikti hluta af kjötinu. Að loknum málsverðinum kinkaði hann kolli til sonar síns og benti á ungu kon- una. Sonurinn stóð á fætur, reif nið- ur um hana stuttbuxurnar og nauðgaði henni. „Þú átt að búa hjá okkur og verða ættmóðir nýs stofns hvítra ofur- menna,“ sagði Don svo við stúlkuna þegar sonurinn hafði gert það sem hann hafði sagt honum að gera. Áritunin Allan daginn sem þeir Don og Dan voru á ferð með Kari stóð leit- in að henni. Og að morgni næsta dags var henni haldið áfram. Þá kom einn leitarhópanna þriggja að tré en í.börk þess hafði verið rist: „Dan ög Don Nichols búa í þessum fjöllum. 14. júlí 1984.“ Leitarménn spurðu sig hvort Kari hefði lent i.höndum þessara manna. Og ef svo skyldi véra gat verið að Áletrunin á trjástofninum. þeir hefðu myrt hana. En þeir gátu líka hafa rænt henni. En leit að tveim mönnum og einni konu i þessu víðáttumikla fjallendi var í raun á við að leita að nál í heý- stakki. Skömmu fyrir myrkur komu þó tveir af vinum Schaabs, Jim Schwable og Alan Goldstein, að búð- um fiallabúanna fyrir hreina tilvilj- un. Úr nokkurri fiarlægð sáu þeir Kari var bundin við tré. Þeir hlupu þegar í stað í áttina til henn- ar en feðgarnir heyrðu til þeirra. „Gætið ykkar! Þeir skjóta ykkur!“ hrópaði Kari. „Láttu hana þegja, Dan!“ kallaði þá Dan til sonar síns. Don tók skammbyssu sína, gekk að Kari, dró upp hamarinn og skaut hana í brjóstið. Hún féll Saman og virtist látin. Goldstein deyr Jim Schwable hljóp beint til Kari ef hann kynni að geta hjálpað henni. Á sama augnabliki kom Alan Goldstein hlaupandi inn í rjóðrið og miðaði skammbyssu á Don Nichols. Honum brá því hann sá hverrar gerðar byssan var og að litlar líkur yrðu á að hann héldi lífi ef hann yrði fyrir skoti úr herini. Af ein- hverjum ástæðum hafði Goldstein - ekki haft skammbyssuna hlaðna og var því að blekkja feðgana. Hann hrópaði: „Kastið byssunum. Þið eruð umkringdir." En í staðinn fyrir að kasta riffli sínum sneri Don Nichols sér í hálf- hring, brá byssu sinn og skaut einu skoti á Alan Goldstein. Kúlan hitti hann í ennið og hann féll lífvana tO jarðar. Feðgunum var ekki ljóst hvort það hefði verið rétt sem Goldstein sagði að rjóðrið væri umkringt. Þeim fannst því rétt að koma sér burt í skyndi. Tóku þeir á rás og nokkrum augnablikum síðar voru þeir horfnir inn í skógarþykknið. j Hjálp berst Schwable komst fljótlega að því að Kari var á lífi. Kúlan hafði farið rétt fyrir ofan hjartað. Hann gat náð sambandi við aðra hjálparmenn í kalltæki sem hann var með en þeir gerðu aftur aðvart hjálparsveit sem sendi þyrlu tafarlaust á vettvang. Kari var á lífi þegar hún kom og tókst að koma henni lifandi á spít- ala. Hún náði sér, en þú-ekki til -J fulls, og varð að leggja' íþróttir á 2 hilluna. Stór hópur rikislögniglmuanna hóf nú leit af þeim Doniög Dan Nichols. En það var sem jörðin hefði gleypt þá. Alls var leitáð í tvo mánuði en án árangurs. Fólk á . svæðinu lagði mikla áherslu á að | þessir hættulegu menn fyndust og '■% tók því illa þegar gefin var út um : það tilkynning að leitinni að þess-'' um hættulegu mönnum hefði verið hætt. Þrautseigja En sýslumaðurinn í Virginíu, Johnny France, gamaldags lög- gæslumaður í anda villta vesturs- ins, var þó ekki á því að gefast upp. Hann var þekktur fyrir að ganga irieð tvær skammbyssur i beltisstað, rétt eins og sjá má í kúrekamynd- um, og hann hét því að hætta ekki fyrr en hann fyndi Nichols-feðga. í þrjá mánuði fór Johnny France við annan mann um fiöllin, og þann 13. desember lauk leitinni. Þá komu sýslumaður og félagi hans þeim Don og Dan að óvörum í snæviþöktu gili. Var Dan afvopnaður á svip- stundu og lagður í járn, Ekki tókst að koma höndum á Don sem stóð vopnaður nokkuð frá. Þá bauð Johnny France honum upp á ein- vlgi með skammbyssum að gömlum sið. Don Nichols þóttist í fyrstu sýna kjark og sagðist til í það. Og nokkrum augnablikum síðar stóðu þeir augliti til auglitis, Johnny France og Don Nichols, tilbúnir báðir tveir, að því er virtist, að ganga úr skugga um hvor væri sneggri að bregða byssu. En þá missti Don móðinn. Hann lyfti báð- um höndum og gafst upp. Þegar Johnny Francé sýslumaður birtist með sakaménnina tvo var honum fagnað, rétt eins og hann væri hin gamla hetja villta vesturs- ins, Wyátt Earp. Var skálaö fyrir honum á kránni sem hann sótti að jafnaði. Don Nichols fékk ævilangan dóm og sonur hans, Dan, þrjátíu ára dóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.