Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 fc iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVl'K, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setníng og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Saumað að tóbaki Fimmti stærsti tóbaksframleiðandi Bandaríkjanna hefur sætzt á að greiða sem svarar hundruðum milljóna króna í skaðabætur í máli gegn stærstu tóbaksframleið- endunum, sem sextíu lögmannastofur höfðuðu fyrir hönd allra þeirra, sem hafa ánetjast tóbaksfikninni. Málshöfðunin byggist á, að tóbaksframleiðendur hafi stjórnað nikótínmagni í tóbaki og haldið fram röngum upplýsingum um vanabindandi áhrif tóbaks. Hún var studd nýlegum játningum fyrrverandi starfsmanna tób- aksfyrirtækja og leyniskjölum fyrirtækjanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bilun verður á eindreginni samstöðu tóbaksfyrirtækjanna gegn hugmyndum um skaðsemi tóbaks. Þau hafa hingað til varið sig með klóm og kjafti færustu lögmanna og ekki sparað að styrkja framboð bandarískra þingmanna til að gera þá háða sér. Tóbaksframleiðandinn Liggett er ekki búinn að bita úr nálinni. Fyrirtækið hefur ákveðið að ganga til samn- inga við fimm ríki, Florida, Massachusetts, Minnesota, Mississippi og West Virginia, sem hafa krafizt greiðslu kostnaðar við heilsugæzlu reykingafólks. Þriðja skýið á himni tóbaksframleiðenda er sjálft bandaríska dómsmálaráðuneytið, sem er að undirbúa persónuleg málaferli gegn stjórnendum tóbaksfyrirtækja fyrir af hafa skaðað heilsu fólks og hagsmuni hlutaíjár- eigenda með folsuðum upplýsingum um skaðsemi tó- baks. Meðal þess, sem tóbaksframleiðendur eru sakaðir um, er að hafa fjármagnað rannsóknastofnanir og gert að stofnunum almannatengsla í sína þágu. Svo langt eru mál þessi komin, að nokkrir helztu forstjórar tóbaksfyr- irtækja hafa ráðið sér fræga verjendur glæpamanna. Öll ber málin að sama brunni. Vísindalega er orðið sannað, að tóbak er vanabindandi eiturlyf. Tóbaksfyrir- tækin hafa falsað rannsóknir og haldið fram röngum stæðhæfingum gegn betri vitund. Þau bera því ábyrgð á heilsu fólks, sem trúði áróðri og auglýsingum þeirra. Nú er ekki lengur spurt um, hversu mikla milljarða þetta muni kosta tóbaksfyrirtækin. Vaxandi líkur eru á, að forstjórar þeirra og helztu sérfræðingar almanna- tengsla verði að sæta langri fangelsisvist fyrir persónu- lega aðild að lygavef tóbaksfyrirtækjanna. Enda liggur í augum uppi, að margir sitja lengi inni í Bandaríkjunum fyrir minni sakir en að hafa með fram- leiðslu eiturlyfs og fólsun upplýsinga skaðað heilsu millj- óna manna og valdið stórtjóni öllum þeim, sem kosta lækningu krabbameins og annarra tóbakssjúkdóma. Hugsanlegt er, að tímabundinn afturkippur komi í suma þætti baráttunnar gegn tóbaksfyrirtækjunum, ef repúblikanar, sem eru skjólstæðingur tóbaksfyrirtækj- anna, ná völdum í stjórnarráðinu næsta vetur og segja dómsmálaráðuneytinu að fara hægar í sakirnar. Ekkert fær þó stöðvað framsókn málstaðarins, því að hún streymir í svo mörgum kvíslum, að tóbaksfyrirtæk- in fá ekki við allt ráðið. Það sýnir dómsátt Liggett og lög- mannastofanna sextíu. Tóbak er réttilega á hraðri leið efst á skrá hættulegustu eiturlyfja nútimans. Þegar svona er komið, fer að vakna spurning um per- sónulega ábyrgð þeirra, sem dreifa tóbaki, til dæmis yfir- manna íslenzka íjármálaráðuneytisins og forstjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Lifa þeir ekki á því að dreifa eiturlyfi, sem veldur hrikalegum vandræðum? Hverjir bera raunar ábyrgð á, að leyft skuli vera að selja vanabindandi eiturlyf á hundruðum sölustaða hér á landi, þar sem fólk er að kaupa hversdagsvöru? Jónas Kristjánsson Forsetaefni afráð- in í flókinni stöðu Bob Dole öldungadeildarmaður gerði hreint borð í viðureign for- setaefna Repúblíkanaflokksins í sjö bandarískum ríkjum í síðustu viku og lék sama leik á ný í fjór- um fólksflestu miðvesturríkjun- um í þessari viku. Eftir þennan árangur er enginn vafi á að Dole kemur með yfirgnæfandi meiri- hluta fulltrúa til forsetavalsins á flokksþinginu í San Diego í Kali- forníu í ágúst. En þrátt fyrir frammistöðuna er sigurhrósið hófsamlegt í her- búðum Dole. Þar gera menn sér glögga grein fyrir að frambjóð- andaefnið þarf enn að yfirstíga ýmsar hindranir áður en hann getur gengið sigurstranglegur til viðureignar við Bill Clinton for- seta og demókrata eftir flokksþing beggja stóru flokkanna síðsum- ars. Eftir sjö ríkja úrslitin fyrra þriðjudag var að vísu enginn eftir af keppinautunum nema Pat Buchanan, sem kveðst ætla að þrauka allt til enda stórviðureign- anna í Kaliforníu. En Buchanan hafði næstum sett Dole út af lag- inu í upphafí með óvæntum ár- angri í Iowa og New Hampshire. Þar að auki er hann þjálfaður í að beita hægra liði sínu á flokks- þingi þannig að kosningastefnu- skrá beri allt annan svip en fram- bjóðandi sem þarf að safna um sig miðjufylgi hefði helst kosið. Á þessu fékk George Bush að kenna fyrir íjórum árum, og Buchanan hefur gert lýðum ljóst að hann telur sig hafa enn betri aðstöðu til að beita sér í San Diego. Þar kveðst hann hafa ein- sett sér að móta stefnuskrá eftir ströngum kröfum kristins íhalds, og hann aftekur að styðja Dole í sjálfri kosningabaráttunni um forsetaembættið velji hann sér til varaforsetaefnis Colin Powell, fyrrum herráðsforseta, sem sé alltof hallur undir frjálslynd sjón- armið. Þar að auki kemur til að Powell er svertingi, en það þarf Buchanan ekki að taka sérstak- lega fram, allir Bandaríkjamenn skilja hvað hann er að fara. Meðan gimmdin var mest milli Buchanans og Dole í öndverðri baráttunni um flokksþingsfull- trúa skildu sumir fréttamenn þann fyrrnefnda svo að hann væri að hóta sérframboði yrði hann undir. Nú eru þær raddir þagnaðar, en þeim mun háværari verða bollaleggingar um að Buchanan ætli sér að koma því svo fyrir, svo sem með framkomu á flokksþinginu og mótun kosn- ingastefnuskrár í einstrengings- lega íhaldsátt, að Dole verði gert sem erfiðast fyrir að keppa við Clinton. Eftir annan ósigur repúblíkana í röð í forsetakosn- ingum fái svo Buchanan fjegur ár til að bæla flokkinn svo undir sig og sína nóta að hann geti gengið að vali í forsetaframboð vísu árið 2000. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Um þær mundir sem vali stóru flokkanna tveggja á fulltrúum til að velja forsetaefni fer að ljúka að mestu, tekur þriðja aflið í banda- rískum stjórnmálum að bæra á sér að marki. Það er Umbóta- flokkurinn sem Ross Perot hefur stofnað og stendur af auði sínum strauminn af að koma á kjörseðil um landið allt í forsetakosningun- um í nóvember. í kosningunum 1992 bar Perot fram óháð framboð og sópaði að sér 20 milljón atkvæðum. Líklegt þykir að hann hafi þá tekið meira fylgi frá Bush en Clinton. í þessari viku heimilaði Perot starfsmönnum sínum við skipu- lagningu Umbótaflokksins að setja sitt nafn í hausinn á undir- skriftalistum meðmælenda með forsetaefni í Flórída og Texas. Tekið var fram að þetta væri vegna þröngra skilyrða til utan- komandi fjármögnunar fram- boðsviðleitni í þessum ríkjum, og Perot myndi síðan víkja fyrir hverjum sem Umbótaflokkurinn tilnefndi að lokum. Enginn efast um að slíkt sér fyrirsláttur. Perot sé að undirbúa eigið framboð með þessum hætti, þótt hann láti í veðri vaka að Umbótaflokkurinn sé á höttunum eftir „George Was- hington öðrum“. Þótt margt eigi því enn eftir að skýrast áður en lokaatlagan hefst efast enginn um að þar verði úr- slitaátökin milli Clintons og Dole. Sem stendur hefur Clinton tólf til fjórtán hundraðshluta fylgi um- fram Dole í skoðanakönnunum, sem svipar til yfirburða Bush um- fram Clinton á svipuðu stigi kosn- ingaundirbúnings fyrir fjórum árum. Kannanir benda til að ald- ursmunur frambjóðenda kunni að ráða töluverðu um afstöðu kjós- enda, þeim þyki Dole fullaldrað- ur. Hann verður 73 ára í júlí en Clinton fimmtugur í ágúst. Bob Dole fagnar sigri í lllinois, Michigan, Ohio og Wisconsin fyrr í vik- unni. Símamynd Reuter skoðanir annarra Blaðamenn - ekki njósnarar „Bann við að ráða blaðamenn til njósnaverka á j að vera algert. Sama gildir um útgáfú falsaðra I blaðamannaskírteina fyrir njósnara en nauðsynlegt er að vernda erlenda fréttaritara sem eiga á hættu | að vera handteknir af fjandsamlegum yfirvöldum. | Að nota blaðamann sem njósnara ruglar enn frem- | ur grundvallarreglur bandarisks lýðræðis. Fjöl- | miðlar njóta stjómarskrártryggðrar verndar þegar þeir fjalla um stjórnvöld og veita þeim aðhald en I eru ekki verkfæri þeirra. Ef bandarísk stjórnvöld virða ekki þennan mun, hver á þá að trúa að hann : sé til?“ Úr forustugrein New York Times 19. mars. Leiðtogar útilokaðir „Dayton-samkomulagið gerir ráð fyrir að bæöi Karadzic og Mladic verði útilokaðir frá pólitískum leiðtogastörfum á yfirráöasvæðum Serba í Bosníu. En það er óskýrt hvernig og hvenær þeir verði úti- lokaðir. Báðir eru meintir strísðglæpamenn og eiga yfir höfði sér handtökur. Samt eru þeir frjálsir ferða sinna og sinna leiðtogastörfum. Efnahags- þvinganir gagnvart Serbíu eiga að gilda þar til skil- málum Dayton-samkomulagsins hefur verið full- nægt.“ Úr forústugrein Washington Post 20. mars. Ekki loka á innflytjendur „Verði ný lög um innflytjendur samþykkt, þau ströngustu i 70 ár, verður innflytjendastraumurinn skorinn niður um 40 prósent. Efnahagsleg staða Bandaríkjanna mun rýma. Lögin munu minnka straum hæfileikaríks fólks til landsins en margt þeirra á heiðurinn af uppbyggingu iðnaðarstór- velda. Lögin útiloka kunnáttu og styrk sem eflt hafa Bandaríkin." A.M. Rosenthal í New York Times 20. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.