Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 Tinna Gunnlaugsdóttir leikur ungu konuna. Leigjandinn Þjóðleikhúsið sýnir á Smíða- verkstæðinu í kvöld Leigjandann sem er breskt verðlaunaleikrit eft- ir Simon Burke. Sögusviðið er lít- il borg í Bretlandi. Ung kona með vafasama fortið kemur til borgar- innar í leit að húsnæði og tekur á leigu subbulegt herbergi. Húseig- Leikhús andinn er hlédrægur návmgi og í fyrstu er samband þeirra heldur stirt. Smám saman takast þó nán- ari kynni með þeim og konan virðist eiga möguleika á að hefja nýtt líf. En fortíðin eltir hana mis- kunnarlaust uppi. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur konuna, Örn Ámason er í hlut- verki húsráðandans, Pálmi Gests- son leikur fyrmm sambýlismann hennar og Randver Þorláksson fer með hlutverk vinnufélaga húseig- andans. Auk þeirra leika Anna Kristín Amgrímsdóttir og Stefán Jónsson í leikritinu. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Ljóð og djass í Gerðubergi Ljóð- og djasshópurinn verður með dagskrá í Gerðubergi kl. Samkomur 16.00 á morgun. Djassleikarnir Carl Mölier, Guðmundur Stein- grímsson og Róbert Þórhallsson sjá um tónlistina en meðal skálda sem koma fram em Matthías Jo- hannessen, Nína Björk Ámadóttir og Jón Óskar. Finnsk bókakynning í dag verða fmnskar bókmennt- ir kynntar í Norræna húsinu kl. 16.00. Umsjón hefur Eero Suvilet- ho. Félagið Ísland-Palestína Kaftifundur verður í dag kl. 15.30 í Lækjarbrekku. Gestur: Sig- urbjörg Söebech hjúkrunarfræð- ingur. Tunglið á Akureyrí er nafn á skemmtun á skemmti- staðnum 1929 á Akm-eyri í kvöld. Munu plötusnúðar frá Tunglinu í Reykjavík sjá um stuðið auk þess sem boðið verður upp á óvæntar uppákomur. Hús með einum glugga er nafn á fyrirlestri sem finnski rithöfundurinn Torsti Lehtinen flytur í Norræna húsinu á morg- un kl. 16.00. Ævintýra-Kringlan Tanja tatarastelpa skemmtir á 3. hæð Kringlunnarí dag kl. 14.30. Opið hús Bahá’íar era með opið hús að Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30. All- ir velkomnir. Grænlenskur dagur verður á Hótel KEA á morgun. Dagskráin hefst kl. 13.34 og lýkur kl. 18.00. Kólnandi veður Veður fer heldur kólnandi í dag en spáð er suðvestan- og vestanátt á landinu. É1 verða um vestanvert landið og einnig með norðurströnd- Veðríð í dag inni þegar líða fer á daginn. Vindur verður hægur, það er helst fyrir vestan að eitthvað fer að hvessa. Það verður bjart veður um mestan- part landins og skíðafólk ætti að geta átt góðan dag. Hitinn verður jafn yfir landið. Heitast verður, um frostmark, á suðvesturhominu en kaldast, um þriggja stiga frost, á Vestfjörðum og Austurlandi. Sólarlag í Reykjavík: 19.53. Sólarupprás á morgun: 7.13. Síðdegisflóð í Reykjavlk: 21.13. Árdegisflóð á morgun: 9.36. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri hálfskýjaö 5 Akurnes léttskýjaö 4 Bergsstaöir skýjað 3 Bolungarvík skúr 4 Egilsstaöir léttskýaö 4 Keflavíkurflugv. skúr 3 Kirkjubkl. skýjaö 3 Raufarhöfn skýjaö 4 Reykjavik úrkoma í grennd 4 Störhöföi slydduél 3 Helsinki heiöskírt 3 Kaupmannah. skýjaö 2 Ósló léttskýjaö 0 Stokkhólmur þokumóöa -2 Þórshöfn rigning 4 Amsterdam þokumóöa 9 Barcelona þokumóöa 16 Chicago heiöskírt -4 Frankfurt rign. á síö.klst. 10 Glasgow slydda á síö. klst. 3 Hamborg rign. á síó.klst. 5 London mistur 9 Los Angeles þokumóöa 14 Lúxemborg skýjaö 9 París rigning 10 Mallorca léttskýjaö 18 New York alskýjað 2 Nice skýjaö 15 Nuuk skafrenningur -14 Orlando heiöskírt 7 Vín rigning 3 Winnipeg heiöskírt -14 Djass á Álftanesi Egill Olafsson og Tríó Björns Thoroddsens flytja djass á Alftanesi í kvöld. Djasskvöld menningar- og lista- félagsins Dægradvalar á Álftanesi hafa notið vinsælda og verður I þeim fram haldið annað kvöld, en þá mun Tríó Bjöms Thoroddsens . og Egill Ólafsson leika í samkomu- \ sal íþróttahúss Bessastaðahrepps. Meðal þess efnis sem flutt verður eru lög af nýrri plötu þeirra fé- laga, Híf opp. Tríó Bjöms Thoroddsens hefur starfað undanfarin þrjú ár. Efnis- skrá tríósins er fjölbreytt, ffurn- flutningm- laga og gömul lög færð í nýjan búning og oft hafa veriö Skemmtanir fengnir gestir til að koma fram með tríóinu. Egill og Bjöm hafa starfað saman um tíma og era meðal annars báðir í Tamlasveit- ' inni sem gaf út plötu fyrir jólin. í tríóinu auk Björns, sem leikur á gítar, eru Ásgeir Óskarsson á trommur og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Bjöm Thoroddsen hefur gefið út fimm plötur undir eigin nafhi ásamt því að hafa leikið með mörgum öðrum, bæði innlendum og erlendum listamönnum. Egill Ólafsson hefur sent frá sér tvær sólóplötur en hefur verið á plötum með nokkram af fremstu hljóm- sveitum þjóðarinnar auk þess sem hann hefur samið lög við söng- leiki. Það er því óhætt að mæla með góðri kvöldskemmtun þegar þessir reyndu tónlistarmenn hitt- ast á sviðinu. Myndgátan Bakgarður Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. dagsönn « Sigourney Weaver leikur afbrotasálfræö- ing sem er á slóð fjöldamorðingja í Cobycat. Á valdi óttans Sam-bíóin frumsýndu í gær saka- . málamyndina Cobycat, en í henni | leika Sigoumey Weaver og Holly . Hunter lögreglukonu og sálfræðing, sem em á slóð hættulegs morðinga sem gengur laus í San Francisco. Helen Hudson (Weaver) er afbrotasál- | fræðingur sem hefúr sérhæft sig í mál- efhum fjöldamorðingja. Hún er nær I dauða en lifi þegar geðveikur maður reynir að drepa hana. Eftir þaö ein- j angrar hún sig í íbúð sinni, hrædd við j að verða á vegi glæpamannsins aftur | og hefur lítil samskipti við umheim- 1 inn. Lögreglukonan Monahan (Hunt- í er) veit að eina leiðin til að ná morð- i ingjanum er samstarf við Hudson sem 1 er ekki tilbúin til samstarfs. Hún vinn- ur samt sína heimavinnu og kemst brátt að því að morðinginn notfærir 1 sér útsjónarsemi þekktra fjöldamorð- I ingja. Leikstjóri er Jon Amiel, en hann 1 leikstýrði síðast Sommersby með Ric- I hard Gere og Jodie Foster. Jon Amiel Kvikmyndir : er breskur og vakti fyrst athygli þegar | hann leikstýrði hinni margverðlaun- j uðu sjónvarpsseríu The Singing Det- ective. Öfugt við marga aðra var Amiel ekki með neina sérstaka kvik- myndadellu í æsku. Hann fæddist í | London og útskrifaðist í bókmenntum : ffá Cambridge. Nýjar myndir Háskólabió:Skrýtnir dagar Háskólabíó: Dauðamaður nálgast Laugarásbíó: Nlxon Saga-bió: Babe Bíóhöllin: Faðir brúðarinnar II Bíóborgin: Cobycat Regnboginn: Á förum frá Vegas Stjörnubíó: Draumadísir íslandsmót í borðtennis Nú er allt á suðupunkti í hand- boltanum og körfuboltanum og hver stórleikurinn af öðram fer fram í úrslitakeppninni. Um helg- ina eru spennandi leikir, en það er einnig keppt í öðrrnn íþróttum. íslandsmótið í borðtennis fer fram í TBR-húsinu og hófst það í gær og verður fram haldið í dag íþróttir og á morgun. Allir sterkustu borðtenniskappar landsins taka þátt í mótinu, meðal annars ís- landsmeistari í meistaraflokki karla síðastliðin tvö ár, Guð- mundur E. Stephensen. í gær hófst einnig íslandsmót íþróttasambands fatlaðra og er keppt í fimm greinum, bogfimi, borðtennis, boccia, lyftingum og sundi. Keppni í öllum greinum nema sundi fer fram á Akranesi, en sundið fer ffam í Reykjavík. Keppendur eru um 400 talsins. Gengið Almennt genqi LÍ 22. mars 1996 kl. 9,15 Einino Kaup Sala Tollnengi Dollar 66,140 66,480 65,900 Pund 101,540 102,060 101,370 Kan. dollar 48,520 48,820 47,990 Dönsk kr. 11,5650 11,6260 11,7210 Norsk kr. 10,2740 10,3310 10,3910 Sænsk kr. 9,9420 9,9970 9,9070 Fi. mark 14,3260 14,4110 14,6760 Fra. franki 13,0130 13,0870 13,2110 Belg. franki 2,1722 2,1852 2,2035 Sviss. franki 55,1900 55,4900 55,6300 Holl. gyllini 39,8900 40,1300 40,4700 Þýskt mark 44,6700 44,9000 45,3000 ít. líra 0,04216 0,04242 0,04275 Aust. sch. 6,3470 6,3860 6,4450 Port. escudo 0,4316 0,4342 0,4364 Spá. peseti 0,5309 0,5342 0,5384 Jap. yen 0,61820 0,62190 0,63330 Irskt pund 104,310 104,960 104,520 SDR 96,35000 96,93000 97,18000 ECU 82,7200 83,2100 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.