Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 8
tlkerínn LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 ; ‘ : 1 Steiktar þorskakinnar og gulrótasúpa Áriö 1942 kom út í Reykjavík Heimilis almanak eftir Helgu Siguröardóttur og má sjá í henni ýmislegt fróðlegt um heimilis- hald. í formála segir að hlutverk almanaksins sé aö vera hús- mæðrum aðstoð við heimilis- störfin og ráða heilt um það hvað fjölskyldan skuli borða hvern dag allan ársins hring. Það er því greinilegt að vandi útivinn- andi foreldra árið 1996, sem lýsir sér í ráfi um stórmarkaðina í leit j að einhverju hentugu og fljótlegu í kvöldmatinn, hefur líka verið fyrir hendi árið 1942. í bókinni segir að við gerð matseðla hafi verið tekið tillit til þess hvaða fæðutegundir séu helst á markaði á hverjum tíma. Sérstök áhersla sé lögð á þaö að borða sem mest af íslenskum fæðuefnum, til dæmis fjallagrös- um, auk þess sem síld sé borðuð í hverri viku. Gert sé ráð fyrir grænmeti þann tíma ársins sem nóg hefur verið til af slíku en | mataruppskriftir eru aðeins fáar og þá aðeins að sjaldgæfum rétt- um. Húsmæður eigi uppskriftir að algengum réttum í öðrum bókum. Til gamans skulum við líta á matseðil sem gæti verið fyrir ; dagana 24. tfl 31. mars: Matseðill: Sunnudagur: Hangikjöt eða I bjúgu með hrærðum kartöflum. 1 Ribsberja- eða rabarbaragrautur með ijómablandi. Mánudagur: Eggjamjólk. ; Steiktar þorskakinnar. Þriðjudagur: Gulrótasúpa. 'f' Fiskhringur með tómatsósu. Í Miðvikudagur: Kartöflubúð- ( ingur. Skyr og mjólk. Fimmtudagur: Rabarbarasúpa | með tvíbökum. Síld, steikt í l bréfi. | Föstudagur: Baunir með kjöti ' i og rófum. Laugardagur: Heit mjólk með ( rúgbrauðstoppum. Saltfiskur S með rófum og kartöflum. Eins og sjá má þykir þessi i matseðill fremur fornfálegur I miðað við mataræði íslendinga í j dag. En hér má sjá nokkrar i gamlar uppskriftir. Mysugrautur j 11 mysa 4-5 msk. sykur 75 g kartöflumjöl ; heill kanill Mysan er soðin með kanil og sykri í 5-10 mínútur. Þá er kart- ; öflumjölsjafhingnum hrært út í. : Sett í skál og sykri stráð yfir og kælt. Láta má rauðan ávaxtalit f eða krækiberjasaft saman við grautinn. ■ Fjallagrasaeggjamjólk 40 g fjallagrös 2 msk. sykur 2 dl vatn iy21 mjólk 1-2 egg y2 msk. sykur 1 tsk. kartöflumjöl vanilla I Grösin eru þvegin úr köldu | vatni og sjóðandi vatni hellt yflr þau. Grösin eru tekin upp úr og þerruð í línklút og svo söxuð fremur gróft. Tvær matskeiðar af ; sykri eru brúnaðar á pönnu. i Grösin eru látin 1 sykurinn og brúnuð þar til þetta er vel jafnt og hvít froða byrjuð að koma. Þá í eru 2 dl af sjóöandi vatni látnir á ' pönnuna og soðið í 2 mínútur. Að því búnu er öllu hellt í pott- inn, sem heit mjólkin er í, og Ísoöið í 2-3 mín. Egg, sykur og kartöflumjöl er þeytt vel í súpuskálinni. Vanillu- dropar eru settir út í, ef þeir eru notaðir, en ef vanfllustöng er notuð er hún soðin í mjólkinni. Grasamjólkinni er nú hellt smám saman út í eggin í súpu- skálinni. „Meö þessu má borða tvíbök- j ur, en ég tel það óþarfa," segir í : bókinni. -GHS Ragnhildur Zoéega er matgæðingur vikunnar: Brokkolípasta og eplakaka ömmu : en þó að ávextir séu góðir í eftirrétt er oft gott að hafa eitthvað sætt með. Hér kemur uppskrift að gratíneruðum appelsínum ' með ís. Gratíneraðar appelsínur með ís m - fyrir fjóra 4 stórar appelsínur 4 msk. Drambuie eöa I eitthvað annað 2 msk. sítrónusafi 4-5 msk. flórsykur Aðferðin Takið börkinn af appel- : sínunum, skeriö þær í sneiðar og leggið f ofnfast fat. Hellið líkjörnum og sítrónusafanum yfir, sigtið flórsykur yfir og hitið í ofni við 235-250 gráður. Berið appelsínusneið- arnar fram heitar með ískúlu eða þeyttum rjóma. -GHS „Ég var að spá í að hafa brokkolíp- asta og svo ætla ég að vera með upp- sksrift að eplakökunni hennar ömmu,“ segir Ragnhildur Zoéega, déildarstjóri við alþjóðaskrifstofu Há- skóla íslands, en hún er matgæðing- ur vikunnar að þessu sinni. Brokkolípasta —fyrir fjóra til fimm 1 stór brokkolíhaus Pasta, tfl dæmis skrúfur 2-3 msk. olía 2-3 hvítlauksrif Brokkolíið er skorið niður og soöiö stutta stund í litlu saltvatni. Pastað er soðið eftir leiðbeiningum á pakka en þó heldur skemur en segir á pakk- anum. Ragnhildur segist nota það pasta sem hún á hverju sinni. Olía er sett á pönnu og niðurskorin hvít- Ragnhildur Zoéega er matgæðingur vik- unnar. lauksrif sett út í. Vatnið er tekið af pastanu og brokkolíinu, öflu skellt út í pönnuna og parmesa- nosti stráð yfir. Eplakakan hennar ömmu 2 egg 2 dl. sykur 2 dl. hveiti 2 græn epli kanilsykur Egg og sykur þeytt saman, hveiti bætt út í. Hræran er sett í eldfast mót. Afhýðið eplin og skerið nið- ur í þunna báta. Eplunum er rað- að yfir hræruna og kanilsykri stráð yfir. Kakan er bökuð í háiftíma tfl 40 mínútur við 200 gráður í ofni. Kakan er borin fram heit með Uppskriftasamkeppni Manneldisráðs og Vöku-Helgafells: Frumlegt og sniðugt kartöflulasagna -ódýrt og hollt, segir Ólafur Jónsson, sælkeri vikunnar „Við hjálpuðumst að, ég og kon- an, við að gera þetta einn laugardag- inn. Við erum mikið heilsufólk og borðum ekki sykur, hvitt hveiti eða ger í neinum mat. Við erum græn- metisætur en borðum líka lamba- kjöt nokkrum sinnum á ári. Við borðum mikið af grænmeti, oft meö lasagnablöðum úr heilhveiti,“ segir Ólafur Jónsson áfengisráðgjafi en hann bar sigur úr býtum í upp- skriftasamkeppni Vöku-Helgafells og Manneldisráðs. „Við ákváðum að setja kartöflur í staðinn fyrir lasagnablöð því að það eru oft soðnar kartöflur í ísskápn- um frá deginum áður sem maður hendir eftir nokkra daga. Við ákváðum að skera kartöflurnar nið- ur og nota því að þær má nota í al- veg sama tilgangi og lasagna. Þær eru bara hollari og ódýrari ef eitt- hvað er,“ segir Ólafur um vinnings- uppskriftina sína sem er kartöflula- sagna. Krakkarnir eru hrifnir Fulltrúar Vöku-Helgafells og Manneldisráðs afhentu Ólafi vinn- inginn, helgarferð fyrir tvo til París- ar, á ritstjórnarskrifstofum DV í vikunni. Laufey Steingrímsdóttir, formaður dómnefndarinnar, segir að fjöldinn aflur af uppskriftum hafi borist í keppnina en uppskrift Ólafs hafi orðið fyrir valinu, meðal ann- ars vegna þess að rétturinn sé frum- legur hversdagsmatur. „Okkur fannst uppskriftin i tgæðingur vikunnar Eftirréttur tilbúinn á svipstundu Þegar halda skal hátíð I er eftirrétturinn mikilvæg- ur og ekki er verra aö hann er fljótlagaður. Ein- faldasti eftirréttur í heimi I samanstendur af ávöxtum H skemmtileg af því að hún er kart- öfluréttur og við vildum gjarnan stuðla að því að fólk notaði meira af kartöflum í matargerðina. Réttur- inn er bragðgóður, fljótlegur að út- búa og ódýr. Okkur fannst gaman að þessum rétti því að hann er ein- faldur hversdagsmatur þar sem kartaflan er notuð á nýstárlegan hátt,“ segir Laufey og bætir við að krakkar séu hrifnir Eif réttinum og reyndar fólk á öllum aldri. Fulltrúar Manneldisráðs og Vöku-Helgafells, Laufey Steingrímsdóttir og Hildur Halldórsdóttir, afhentu Ólafi Jónssyni helgarferð til Parísar. Kartöflulasagna 1 kg. kaldar og soðnar kartöflur 3 msk. ólífuolía 3 laukar, afhýddir og skornir í þunnar sneiðar 1 lítil dós tómatkraftur 3 hvítlauksrif, fínt söxuð 3 gulrætur, afhýddar og rifnar gróft 1 sæt kartafla, afhýdd og rifin gróft y2 fennikel „rót“, þvegin og smátt skorin 1 tsk. óreganó 1 tsk. basfl y2 tsk. kanill y2 tsk. salt cayenne pipar á hnífsoddi 1 dós nýrnabaunir 3,5 dl. AB-mjólk 160 gr. rifinn ostur (t.d. 1 pk. mosarelle) y2 dl. sesamfræ y2 dl. vatn Aðferðin Olían er hituð á pönnu. Laukur- inn er settur út á og lát- inn mýkjast í um það bil fimm mínútur. Tómatkrafti og hvítlauk er bætt út í og hrært vel saman. Gulrótum, sætum kart- öflum og fennikel bætt út á og hrært vel saman. Kryddað með óreganó, basil, kanil, salti og pipar. Nýrna- baunum og AB-mjólk bætt út á og allt látið krauma við vægan hita í um það bil fimm mínútur. Afhýðið kartöflumar og skerið 1 sneiðar, til dæmis í eggjaskera. Smyrjið eldfast mót (um 35x20 sm. að stærð), setjið til skiptis eitt lag af fyllingu og eitt lag af kartöflu- sneiðum í formið. Þetta eru samtals þrjú lög af fyllingu og þrjú lög af kartöflusneiðum. Osti og sesamfræjum er stráð yfir og '/2 dl. af vatni er hellt hringinn í kringum formið að innanverðu. Bakað við 200 gráður í 15 mínút- ur i miðjum ofni. Rétturinn er borinn fram með brauði og fersku salati. Ferskt salat y2 lambhagasalat, rifið í bita 2 tómatar í bátum y2 agúrka í strimlum y2 rauðlaukur í þunnum sneiðum 100 gr. fetaostur í teningum Öllu er blandað saman í skál. Fjórar uppskriftir hljóta auka- verðlaun og verða þær og verð- launahafarnir kynnt í DV á næst- unni. Kartöflulasagna-uppskriftin verð- ur birt ásamt öðrum uppskriftum í matreiðslubók sem kemur út fyrir jólin á vegum Manneldisráðs og Vöku-Helgafells. -GHS Ólafur Jónsson áfengisráðgjafi bar sigur úr býtum í uppskrift- asamkeppni Manneldisráðs og Vöku-Helgafells. Ólafur er sælkeri vikunnar og kynnir vinningsuppskriftina, hollt og gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.