Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Síða 8
tlkerínn LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 ; ‘ : 1 Steiktar þorskakinnar og gulrótasúpa Áriö 1942 kom út í Reykjavík Heimilis almanak eftir Helgu Siguröardóttur og má sjá í henni ýmislegt fróðlegt um heimilis- hald. í formála segir að hlutverk almanaksins sé aö vera hús- mæðrum aðstoð við heimilis- störfin og ráða heilt um það hvað fjölskyldan skuli borða hvern dag allan ársins hring. Það er því greinilegt að vandi útivinn- andi foreldra árið 1996, sem lýsir sér í ráfi um stórmarkaðina í leit j að einhverju hentugu og fljótlegu í kvöldmatinn, hefur líka verið fyrir hendi árið 1942. í bókinni segir að við gerð matseðla hafi verið tekið tillit til þess hvaða fæðutegundir séu helst á markaði á hverjum tíma. Sérstök áhersla sé lögð á þaö að borða sem mest af íslenskum fæðuefnum, til dæmis fjallagrös- um, auk þess sem síld sé borðuð í hverri viku. Gert sé ráð fyrir grænmeti þann tíma ársins sem nóg hefur verið til af slíku en | mataruppskriftir eru aðeins fáar og þá aðeins að sjaldgæfum rétt- um. Húsmæður eigi uppskriftir að algengum réttum í öðrum bókum. Til gamans skulum við líta á matseðil sem gæti verið fyrir ; dagana 24. tfl 31. mars: Matseðill: Sunnudagur: Hangikjöt eða I bjúgu með hrærðum kartöflum. 1 Ribsberja- eða rabarbaragrautur með ijómablandi. Mánudagur: Eggjamjólk. ; Steiktar þorskakinnar. Þriðjudagur: Gulrótasúpa. 'f' Fiskhringur með tómatsósu. Í Miðvikudagur: Kartöflubúð- ( ingur. Skyr og mjólk. Fimmtudagur: Rabarbarasúpa | með tvíbökum. Síld, steikt í l bréfi. | Föstudagur: Baunir með kjöti ' i og rófum. Laugardagur: Heit mjólk með ( rúgbrauðstoppum. Saltfiskur S með rófum og kartöflum. Eins og sjá má þykir þessi i matseðill fremur fornfálegur I miðað við mataræði íslendinga í j dag. En hér má sjá nokkrar i gamlar uppskriftir. Mysugrautur j 11 mysa 4-5 msk. sykur 75 g kartöflumjöl ; heill kanill Mysan er soðin með kanil og sykri í 5-10 mínútur. Þá er kart- ; öflumjölsjafhingnum hrært út í. : Sett í skál og sykri stráð yfir og kælt. Láta má rauðan ávaxtalit f eða krækiberjasaft saman við grautinn. ■ Fjallagrasaeggjamjólk 40 g fjallagrös 2 msk. sykur 2 dl vatn iy21 mjólk 1-2 egg y2 msk. sykur 1 tsk. kartöflumjöl vanilla I Grösin eru þvegin úr köldu | vatni og sjóðandi vatni hellt yflr þau. Grösin eru tekin upp úr og þerruð í línklút og svo söxuð fremur gróft. Tvær matskeiðar af ; sykri eru brúnaðar á pönnu. i Grösin eru látin 1 sykurinn og brúnuð þar til þetta er vel jafnt og hvít froða byrjuð að koma. Þá í eru 2 dl af sjóöandi vatni látnir á ' pönnuna og soðið í 2 mínútur. Að því búnu er öllu hellt í pott- inn, sem heit mjólkin er í, og Ísoöið í 2-3 mín. Egg, sykur og kartöflumjöl er þeytt vel í súpuskálinni. Vanillu- dropar eru settir út í, ef þeir eru notaðir, en ef vanfllustöng er notuð er hún soðin í mjólkinni. Grasamjólkinni er nú hellt smám saman út í eggin í súpu- skálinni. „Meö þessu má borða tvíbök- j ur, en ég tel það óþarfa," segir í : bókinni. -GHS Ragnhildur Zoéega er matgæðingur vikunnar: Brokkolípasta og eplakaka ömmu : en þó að ávextir séu góðir í eftirrétt er oft gott að hafa eitthvað sætt með. Hér kemur uppskrift að gratíneruðum appelsínum ' með ís. Gratíneraðar appelsínur með ís m - fyrir fjóra 4 stórar appelsínur 4 msk. Drambuie eöa I eitthvað annað 2 msk. sítrónusafi 4-5 msk. flórsykur Aðferðin Takið börkinn af appel- : sínunum, skeriö þær í sneiðar og leggið f ofnfast fat. Hellið líkjörnum og sítrónusafanum yfir, sigtið flórsykur yfir og hitið í ofni við 235-250 gráður. Berið appelsínusneið- arnar fram heitar með ískúlu eða þeyttum rjóma. -GHS „Ég var að spá í að hafa brokkolíp- asta og svo ætla ég að vera með upp- sksrift að eplakökunni hennar ömmu,“ segir Ragnhildur Zoéega, déildarstjóri við alþjóðaskrifstofu Há- skóla íslands, en hún er matgæðing- ur vikunnar að þessu sinni. Brokkolípasta —fyrir fjóra til fimm 1 stór brokkolíhaus Pasta, tfl dæmis skrúfur 2-3 msk. olía 2-3 hvítlauksrif Brokkolíið er skorið niður og soöiö stutta stund í litlu saltvatni. Pastað er soðið eftir leiðbeiningum á pakka en þó heldur skemur en segir á pakk- anum. Ragnhildur segist nota það pasta sem hún á hverju sinni. Olía er sett á pönnu og niðurskorin hvít- Ragnhildur Zoéega er matgæðingur vik- unnar. lauksrif sett út í. Vatnið er tekið af pastanu og brokkolíinu, öflu skellt út í pönnuna og parmesa- nosti stráð yfir. Eplakakan hennar ömmu 2 egg 2 dl. sykur 2 dl. hveiti 2 græn epli kanilsykur Egg og sykur þeytt saman, hveiti bætt út í. Hræran er sett í eldfast mót. Afhýðið eplin og skerið nið- ur í þunna báta. Eplunum er rað- að yfir hræruna og kanilsykri stráð yfir. Kakan er bökuð í háiftíma tfl 40 mínútur við 200 gráður í ofni. Kakan er borin fram heit með Uppskriftasamkeppni Manneldisráðs og Vöku-Helgafells: Frumlegt og sniðugt kartöflulasagna -ódýrt og hollt, segir Ólafur Jónsson, sælkeri vikunnar „Við hjálpuðumst að, ég og kon- an, við að gera þetta einn laugardag- inn. Við erum mikið heilsufólk og borðum ekki sykur, hvitt hveiti eða ger í neinum mat. Við erum græn- metisætur en borðum líka lamba- kjöt nokkrum sinnum á ári. Við borðum mikið af grænmeti, oft meö lasagnablöðum úr heilhveiti,“ segir Ólafur Jónsson áfengisráðgjafi en hann bar sigur úr býtum í upp- skriftasamkeppni Vöku-Helgafells og Manneldisráðs. „Við ákváðum að setja kartöflur í staðinn fyrir lasagnablöð því að það eru oft soðnar kartöflur í ísskápn- um frá deginum áður sem maður hendir eftir nokkra daga. Við ákváðum að skera kartöflurnar nið- ur og nota því að þær má nota í al- veg sama tilgangi og lasagna. Þær eru bara hollari og ódýrari ef eitt- hvað er,“ segir Ólafur um vinnings- uppskriftina sína sem er kartöflula- sagna. Krakkarnir eru hrifnir Fulltrúar Vöku-Helgafells og Manneldisráðs afhentu Ólafi vinn- inginn, helgarferð fyrir tvo til París- ar, á ritstjórnarskrifstofum DV í vikunni. Laufey Steingrímsdóttir, formaður dómnefndarinnar, segir að fjöldinn aflur af uppskriftum hafi borist í keppnina en uppskrift Ólafs hafi orðið fyrir valinu, meðal ann- ars vegna þess að rétturinn sé frum- legur hversdagsmatur. „Okkur fannst uppskriftin i tgæðingur vikunnar Eftirréttur tilbúinn á svipstundu Þegar halda skal hátíð I er eftirrétturinn mikilvæg- ur og ekki er verra aö hann er fljótlagaður. Ein- faldasti eftirréttur í heimi I samanstendur af ávöxtum H skemmtileg af því að hún er kart- öfluréttur og við vildum gjarnan stuðla að því að fólk notaði meira af kartöflum í matargerðina. Réttur- inn er bragðgóður, fljótlegur að út- búa og ódýr. Okkur fannst gaman að þessum rétti því að hann er ein- faldur hversdagsmatur þar sem kartaflan er notuð á nýstárlegan hátt,“ segir Laufey og bætir við að krakkar séu hrifnir Eif réttinum og reyndar fólk á öllum aldri. Fulltrúar Manneldisráðs og Vöku-Helgafells, Laufey Steingrímsdóttir og Hildur Halldórsdóttir, afhentu Ólafi Jónssyni helgarferð til Parísar. Kartöflulasagna 1 kg. kaldar og soðnar kartöflur 3 msk. ólífuolía 3 laukar, afhýddir og skornir í þunnar sneiðar 1 lítil dós tómatkraftur 3 hvítlauksrif, fínt söxuð 3 gulrætur, afhýddar og rifnar gróft 1 sæt kartafla, afhýdd og rifin gróft y2 fennikel „rót“, þvegin og smátt skorin 1 tsk. óreganó 1 tsk. basfl y2 tsk. kanill y2 tsk. salt cayenne pipar á hnífsoddi 1 dós nýrnabaunir 3,5 dl. AB-mjólk 160 gr. rifinn ostur (t.d. 1 pk. mosarelle) y2 dl. sesamfræ y2 dl. vatn Aðferðin Olían er hituð á pönnu. Laukur- inn er settur út á og lát- inn mýkjast í um það bil fimm mínútur. Tómatkrafti og hvítlauk er bætt út í og hrært vel saman. Gulrótum, sætum kart- öflum og fennikel bætt út á og hrært vel saman. Kryddað með óreganó, basil, kanil, salti og pipar. Nýrna- baunum og AB-mjólk bætt út á og allt látið krauma við vægan hita í um það bil fimm mínútur. Afhýðið kartöflumar og skerið 1 sneiðar, til dæmis í eggjaskera. Smyrjið eldfast mót (um 35x20 sm. að stærð), setjið til skiptis eitt lag af fyllingu og eitt lag af kartöflu- sneiðum í formið. Þetta eru samtals þrjú lög af fyllingu og þrjú lög af kartöflusneiðum. Osti og sesamfræjum er stráð yfir og '/2 dl. af vatni er hellt hringinn í kringum formið að innanverðu. Bakað við 200 gráður í 15 mínút- ur i miðjum ofni. Rétturinn er borinn fram með brauði og fersku salati. Ferskt salat y2 lambhagasalat, rifið í bita 2 tómatar í bátum y2 agúrka í strimlum y2 rauðlaukur í þunnum sneiðum 100 gr. fetaostur í teningum Öllu er blandað saman í skál. Fjórar uppskriftir hljóta auka- verðlaun og verða þær og verð- launahafarnir kynnt í DV á næst- unni. Kartöflulasagna-uppskriftin verð- ur birt ásamt öðrum uppskriftum í matreiðslubók sem kemur út fyrir jólin á vegum Manneldisráðs og Vöku-Helgafells. -GHS Ólafur Jónsson áfengisráðgjafi bar sigur úr býtum í uppskrift- asamkeppni Manneldisráðs og Vöku-Helgafells. Ólafur er sælkeri vikunnar og kynnir vinningsuppskriftina, hollt og gott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.