Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 4
Kynning á Renautt Mégane Um helgina verður kynning á {Renault Mégane (frb. Megann) hjá Renaultumboðinu, Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Mégane er nýr bíll í miUistæröarflokki og tekur við af Renault 19. Mégane er boðinn sem 1400 RN og 1600 RT og kostar frá 1.298.000 Ikrónum. Mismikiil búnaður er í bílunum en í grunnbúnaði er meðal annars vökva- og veltistýri, samlæsing með fjarstýringu og út- varp/segulband með fjarstýringu. Allir biiarnir eru fjögurra dyra hlaðbakar. Sýningin er opin í dag, frá kl. 10. til 17, og á morgun frá kl. 13 til 17. I I I < Peysufatadagur Kvennaskólans Kvennaskólastúlkur litu inn hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í Stjórnarráðinu í gær, íklæddar peysufotum, og færðu for- setanum blómvönd. Stúlkurnar héldu upp á árlegan peysufatadag og komu víða við. Þar á meöal litu þær inn á nokkur elliheimili, komu við á Ingólfstorgi og i Kringlunni. Um kvöldið borðuðu þær í Skíðaskálan- um í Hveradölum. -em Peysufatastúlkur með Vigdísi forseta í gær. DV-mynd ÞÖK Subaru Impreza. Ingvar Helgason hf.: Sýnir Subaru Impreza um helgina Ingvar Helgason hf. hefur feng- ið Subaru Impreza aftur til sölu eftir langt hlé en nú með öflugri tveggja lítra og 115 hestafla vél. Fjórhjóladrifsbúnaður er sá sami og í Legacy en hann hefur reynst vel hér á landi. Subaru er eini bílaframleiöand- inn sem býður upp á fjórhjóla- drifna fólksbila með sjálfskiptingu eða handskiptingu með háu og lágu drifi. Hægt er að velja um 4 eða 5 hurða útfærslur og á verði frá kr. 1.696.000. Subaru Impreza 555 var heims- meistari í rallakstri á síðasta ári. Subaru Impreza veröur til sýn- is i sýningarsal Ingvars Helgason- ar að Sævarhöfða 2 laugardag og sunnudag, frá kl. 14 til 17 báða dagana. réttir LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 Mitsubishi Lancer - með skyn- virkri sjálfskiptingu. Nýr Lancer sýnd- ur um helgina Hekla hf. sýnir nýjan Mitsubis- I hi Lancer í dag og á morgun, nýj- 1 an og breyttan bíl, svo sem frá var ' sagt í DV-bilum sl. mánudag. Nýr ; Colt kemur ekki fyrr en að áliðnu I ári og þá sem árgerð 1997. Lancerbílarnir, sem nú verða sýndir, eru með 1300 rúmsentí- metra vél og kosta 1.330.000 krón- ur handskiptir en 1.450.000 sjálf- I skiptir, en sjálfskiptingin í Lancer er mjög áhugaverð og hefur til ( þessa aðeins verið í dýrari bílum. ; Hún er af svokallaðri skynvirkri gerð sem felur í sér að tölvubún- aður skiptingarinnar skynjar I aksturslag ökumannsins og breyt- | ir forriti skiptingarinnar sam- l kvæmt því til að fá út hagkvæm- | asta skiptingu og skemmtilegast- I an akstur. tSýningin er opin í dag og á morgun, klukkan 12 til 17 báða dagana. Renault Mégane - nýr bíll í milli- stærð. Tígri er lukkudýr Krakkaklúbbs DV. Tígrapenninn 96: Smasagnasamkeppni um Tígra í umferðinni - allir krakkar fá verðlaun Margir krakkar kannast við lukkudýr Krakkaklúbbs DV, hann Tígra. Bráðlega hefst smásagnasam- keppni meðal grunnskólanema á aldrinum 6-12 ára. Samkeppnin ber yfirskriftina Tígri í umferðinni og er haldin í samstarfi við Umferðar- ráð og lögregluna. Tígri er um þess- ar mundir að læra umferðarregl- urnar. Hvernig skyldi honum ganga að fara yfir göturnar? Ætli hann kunni á umferðarljósin? Skyldi hann eiga reiðhjól og endurskins- merki? Það er margt sem getur komið fyrir Tígra í umferðinni ef hann fer ekki varlega. í smásögu sem ekki er lengri en þrjár blaðsíður eiga þátttakendur að fjalla um Tígra, sem er lukkudýr Krakkaklúbbs DV, og ævintýri hans í umferðinni. Tilgangur samkeppn- innar er bæði að vekja athygli á hinu ritaða máli og svo áhuga á um- ferðarmálum. Allir krakkar sem senda inn sögu fá að launum teinaglit á reiðhjólið. Valdar verða síðan 50 sögur sem verða gefnar út í einni bók, Tígrabðkinni. Dregin verða út þrjú nöfn í fjórum aldurshópum, 6 ára og yngri, 7-8 ára, 9-10 ára og 11-12 ára, og fá þau heppnu glæsilega reið- hjólahjálma. Sérstakt Tígrahorn verður í Kringlunni 9.-14. apríl en þar geta krakkar fengið þátttökugögn og nánari upplýsingar um samkeppn- ina. Einnig er hægt að hafa sam- band við Krakkaklúbb DV og fá send þátttökugögn í næstu viku. Skilafrestur er til 6. maí og er hægt að senda sögurnar tU Krakkaklúbbs DV, Þverholti 14, 105 Reykjavík, eða til Umferðarráðs, Borgartúni 33,105 Reykjavik. -em Paul McCartney. Bítillinn Paul McCartney: Leitar aö upprennandi stjörnum á íslandi | Újsendarar fyrrum Bítilsins 1 Paul McCartney eru á leiðinni tU íslands í leit aö stjörnum framtíðarinnar, „nýrri Björk“ Íeins og segir í tUkynningu frá þeim. Tilefnið er alþjóðlegur skóli sem McCartney hefur ný- lega stofnað í Liverpool í Eng- landi, Liverpool Instistute for IPerforming Arts, LIPA, til að kenna ungu kynslóðinni kúnstir skemmtanaiðnaðarins. Útsendarar McCartney standa fyrir nokkrum sýningum í Reykjavík í næstu viku þar sem skoðaðir verða efnilegir tónlist- armenn, dansarar, leikarar og aðrir þeir sem telja sig eiga er- indi í skemmtanaiðnaðinn. Upp- | lýsingar verða gefnar á Scandic Hótel Esju á pálmasunnudag i mUli kl. 11 og 16. Það hefur verið draumur Bít- Usins að starfrækja skóla af : þessu tagi. Meðal listamanna : sem miðla reynslu sinni eru El- vis CosteUo, Mark Knofler, Ray Davies, Lou Reed, Alan Parker | og George Martin. McCartney sjálfur mun taka að sér nám- | skeið í lagasmíðum. -bjb Undirbúningur hafinn fyrir skiptingu Skútustaðahrepps: Sjáum ekki aðra leið en að kljúfa - segir Eyþór Pétursson í undirbúningsnefnd fyrir stofnun nýs sveitarfélags „Ég sé ekki annan möguleika en að kljúfa sveitarfélagið. Annaðhvort er að gefast upp og láta valta yfir sig eða að kanna möguleikann á að stofna nýjan hrepp fyrir suðursveit- ina,“ segir Eyþór Pétursson, bóndi í Baldursheimi III og einn fimm nefndarmanna sem falið hefur verið að kanna möguleika á að stofha nýtt sveitarfélag út úr Skútustaðahreppi. í fyrrakvöld héldu hreppsbúar í suðursveitinni fund þar sem undir- búningsnefndinni var falið að hefja störf. Eyþór sagðist reikna með að nefndarmenn hefðu hraðar hendur því sveitarfélagi yrði ekki skipt nema með lögum frá Alþingi. Undir- búningi fyrir lagasetningu yrði því að ljúka á næstu dögum eða vikum ef skipta ætti hreppnum í ár. Eyþór sagði að haft yrði samband við alla þingmenn kjördæmisins. Þá yrðu allar lagalegar forsendur skipt- ingar kannaðar áður en beðið yrði um skiptingu. Einnig þyrfti vilji væntalegra íbúa í nýju sveitarfélagi að liggja skýr fyrir. „Vissulega er það skólamálið sem ræður mestu um að við viljum skipta sveitarfélaginu en einnig kemur fleira til,“ sagði Eyþór. Und- anfarin ár hefur verið hart deilt um skólahald í hreppnum og vill meiri- hluti hreppsnefndar aðeins reka skóla á einum stað, þ.e. í Reykja- hlíð. Suðursveitungar vilja hafa sinn eigin skóla á Skútustöðum og reka þar nú einkaskóla. Leifur Hallgrímsson, oddviti Skútustaðahrepps, sagði í samtali við DV að viðbrögð meirihluta- manna i hreppnum við þessum tíð- indum væru engin. „Ef þeir í suðursveitinni telja sín- um hag betur borgið með því að kljúfa sig út þá þeir um það,“ sagði Leifur. Hann taldi þó að klofningur gengi þvert á þá þróun sem verið hefði um allt land síðustu ár að sveitarfélög sameinuðust. „Það er engin skynsemi í að hafa tvö sveitarfélög í Skútustaða- hreppi," sagði Leifur. Eyþór sagði að enginn myndi úti- loka sameiningu síðar við önnur sveitarfélög í sýslunni og þá jafnvel þannig að báðir hlutar Skútustaða- hrepps lentu í sama sveitarfélagi ef fleiri væru þar með einnig. -GK I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.