Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Síða 4
Kynning á Renautt Mégane Um helgina verður kynning á {Renault Mégane (frb. Megann) hjá Renaultumboðinu, Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Mégane er nýr bíll í miUistæröarflokki og tekur við af Renault 19. Mégane er boðinn sem 1400 RN og 1600 RT og kostar frá 1.298.000 Ikrónum. Mismikiil búnaður er í bílunum en í grunnbúnaði er meðal annars vökva- og veltistýri, samlæsing með fjarstýringu og út- varp/segulband með fjarstýringu. Allir biiarnir eru fjögurra dyra hlaðbakar. Sýningin er opin í dag, frá kl. 10. til 17, og á morgun frá kl. 13 til 17. I I I < Peysufatadagur Kvennaskólans Kvennaskólastúlkur litu inn hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í Stjórnarráðinu í gær, íklæddar peysufotum, og færðu for- setanum blómvönd. Stúlkurnar héldu upp á árlegan peysufatadag og komu víða við. Þar á meöal litu þær inn á nokkur elliheimili, komu við á Ingólfstorgi og i Kringlunni. Um kvöldið borðuðu þær í Skíðaskálan- um í Hveradölum. -em Peysufatastúlkur með Vigdísi forseta í gær. DV-mynd ÞÖK Subaru Impreza. Ingvar Helgason hf.: Sýnir Subaru Impreza um helgina Ingvar Helgason hf. hefur feng- ið Subaru Impreza aftur til sölu eftir langt hlé en nú með öflugri tveggja lítra og 115 hestafla vél. Fjórhjóladrifsbúnaður er sá sami og í Legacy en hann hefur reynst vel hér á landi. Subaru er eini bílaframleiöand- inn sem býður upp á fjórhjóla- drifna fólksbila með sjálfskiptingu eða handskiptingu með háu og lágu drifi. Hægt er að velja um 4 eða 5 hurða útfærslur og á verði frá kr. 1.696.000. Subaru Impreza 555 var heims- meistari í rallakstri á síðasta ári. Subaru Impreza veröur til sýn- is i sýningarsal Ingvars Helgason- ar að Sævarhöfða 2 laugardag og sunnudag, frá kl. 14 til 17 báða dagana. réttir LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 Mitsubishi Lancer - með skyn- virkri sjálfskiptingu. Nýr Lancer sýnd- ur um helgina Hekla hf. sýnir nýjan Mitsubis- I hi Lancer í dag og á morgun, nýj- 1 an og breyttan bíl, svo sem frá var ' sagt í DV-bilum sl. mánudag. Nýr ; Colt kemur ekki fyrr en að áliðnu I ári og þá sem árgerð 1997. Lancerbílarnir, sem nú verða sýndir, eru með 1300 rúmsentí- metra vél og kosta 1.330.000 krón- ur handskiptir en 1.450.000 sjálf- I skiptir, en sjálfskiptingin í Lancer er mjög áhugaverð og hefur til ( þessa aðeins verið í dýrari bílum. ; Hún er af svokallaðri skynvirkri gerð sem felur í sér að tölvubún- aður skiptingarinnar skynjar I aksturslag ökumannsins og breyt- | ir forriti skiptingarinnar sam- l kvæmt því til að fá út hagkvæm- | asta skiptingu og skemmtilegast- I an akstur. tSýningin er opin í dag og á morgun, klukkan 12 til 17 báða dagana. Renault Mégane - nýr bíll í milli- stærð. Tígri er lukkudýr Krakkaklúbbs DV. Tígrapenninn 96: Smasagnasamkeppni um Tígra í umferðinni - allir krakkar fá verðlaun Margir krakkar kannast við lukkudýr Krakkaklúbbs DV, hann Tígra. Bráðlega hefst smásagnasam- keppni meðal grunnskólanema á aldrinum 6-12 ára. Samkeppnin ber yfirskriftina Tígri í umferðinni og er haldin í samstarfi við Umferðar- ráð og lögregluna. Tígri er um þess- ar mundir að læra umferðarregl- urnar. Hvernig skyldi honum ganga að fara yfir göturnar? Ætli hann kunni á umferðarljósin? Skyldi hann eiga reiðhjól og endurskins- merki? Það er margt sem getur komið fyrir Tígra í umferðinni ef hann fer ekki varlega. í smásögu sem ekki er lengri en þrjár blaðsíður eiga þátttakendur að fjalla um Tígra, sem er lukkudýr Krakkaklúbbs DV, og ævintýri hans í umferðinni. Tilgangur samkeppn- innar er bæði að vekja athygli á hinu ritaða máli og svo áhuga á um- ferðarmálum. Allir krakkar sem senda inn sögu fá að launum teinaglit á reiðhjólið. Valdar verða síðan 50 sögur sem verða gefnar út í einni bók, Tígrabðkinni. Dregin verða út þrjú nöfn í fjórum aldurshópum, 6 ára og yngri, 7-8 ára, 9-10 ára og 11-12 ára, og fá þau heppnu glæsilega reið- hjólahjálma. Sérstakt Tígrahorn verður í Kringlunni 9.-14. apríl en þar geta krakkar fengið þátttökugögn og nánari upplýsingar um samkeppn- ina. Einnig er hægt að hafa sam- band við Krakkaklúbb DV og fá send þátttökugögn í næstu viku. Skilafrestur er til 6. maí og er hægt að senda sögurnar tU Krakkaklúbbs DV, Þverholti 14, 105 Reykjavík, eða til Umferðarráðs, Borgartúni 33,105 Reykjavik. -em Paul McCartney. Bítillinn Paul McCartney: Leitar aö upprennandi stjörnum á íslandi | Újsendarar fyrrum Bítilsins 1 Paul McCartney eru á leiðinni tU íslands í leit aö stjörnum framtíðarinnar, „nýrri Björk“ Íeins og segir í tUkynningu frá þeim. Tilefnið er alþjóðlegur skóli sem McCartney hefur ný- lega stofnað í Liverpool í Eng- landi, Liverpool Instistute for IPerforming Arts, LIPA, til að kenna ungu kynslóðinni kúnstir skemmtanaiðnaðarins. Útsendarar McCartney standa fyrir nokkrum sýningum í Reykjavík í næstu viku þar sem skoðaðir verða efnilegir tónlist- armenn, dansarar, leikarar og aðrir þeir sem telja sig eiga er- indi í skemmtanaiðnaðinn. Upp- | lýsingar verða gefnar á Scandic Hótel Esju á pálmasunnudag i mUli kl. 11 og 16. Það hefur verið draumur Bít- Usins að starfrækja skóla af : þessu tagi. Meðal listamanna : sem miðla reynslu sinni eru El- vis CosteUo, Mark Knofler, Ray Davies, Lou Reed, Alan Parker | og George Martin. McCartney sjálfur mun taka að sér nám- | skeið í lagasmíðum. -bjb Undirbúningur hafinn fyrir skiptingu Skútustaðahrepps: Sjáum ekki aðra leið en að kljúfa - segir Eyþór Pétursson í undirbúningsnefnd fyrir stofnun nýs sveitarfélags „Ég sé ekki annan möguleika en að kljúfa sveitarfélagið. Annaðhvort er að gefast upp og láta valta yfir sig eða að kanna möguleikann á að stofna nýjan hrepp fyrir suðursveit- ina,“ segir Eyþór Pétursson, bóndi í Baldursheimi III og einn fimm nefndarmanna sem falið hefur verið að kanna möguleika á að stofha nýtt sveitarfélag út úr Skútustaðahreppi. í fyrrakvöld héldu hreppsbúar í suðursveitinni fund þar sem undir- búningsnefndinni var falið að hefja störf. Eyþór sagðist reikna með að nefndarmenn hefðu hraðar hendur því sveitarfélagi yrði ekki skipt nema með lögum frá Alþingi. Undir- búningi fyrir lagasetningu yrði því að ljúka á næstu dögum eða vikum ef skipta ætti hreppnum í ár. Eyþór sagði að haft yrði samband við alla þingmenn kjördæmisins. Þá yrðu allar lagalegar forsendur skipt- ingar kannaðar áður en beðið yrði um skiptingu. Einnig þyrfti vilji væntalegra íbúa í nýju sveitarfélagi að liggja skýr fyrir. „Vissulega er það skólamálið sem ræður mestu um að við viljum skipta sveitarfélaginu en einnig kemur fleira til,“ sagði Eyþór. Und- anfarin ár hefur verið hart deilt um skólahald í hreppnum og vill meiri- hluti hreppsnefndar aðeins reka skóla á einum stað, þ.e. í Reykja- hlíð. Suðursveitungar vilja hafa sinn eigin skóla á Skútustöðum og reka þar nú einkaskóla. Leifur Hallgrímsson, oddviti Skútustaðahrepps, sagði í samtali við DV að viðbrögð meirihluta- manna i hreppnum við þessum tíð- indum væru engin. „Ef þeir í suðursveitinni telja sín- um hag betur borgið með því að kljúfa sig út þá þeir um það,“ sagði Leifur. Hann taldi þó að klofningur gengi þvert á þá þróun sem verið hefði um allt land síðustu ár að sveitarfélög sameinuðust. „Það er engin skynsemi í að hafa tvö sveitarfélög í Skútustaða- hreppi," sagði Leifur. Eyþór sagði að enginn myndi úti- loka sameiningu síðar við önnur sveitarfélög í sýslunni og þá jafnvel þannig að báðir hlutar Skútustaða- hrepps lentu í sama sveitarfélagi ef fleiri væru þar með einnig. -GK I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.