Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 Útlönd Óttinn við kúariðu breiðist út um allan héim: Steikhús Lundúna nánast mannlaus stuttar fréttir Neitar aö blóta Fugl einn austur í Kína, sem kann sextíu orð á þremur tungu- í málum, neitar staðfastlega að læra blótsyrði, sama hversu mikið er reynt að kenna honum þau. Hjálp af netinu Lækni einum í New Jersey tókst með hjálp Intemetsins að finna sérhæfðan skurölækni til að [ gera að hjartagalla lítillar per- ; úskrar stúlku. Mandela við hesta- heilsu Nelson Mandela, for- seti Suður- Afríku, er ákaflega vel á sig kominn líkamlega af 77 ára göml- um manni að vera og hugur hans er enn hnífskarpur, að því er I suöurafríski landlæknirinn sagöi 1 í gær eftir að farið haföi verið yfir niðurstöður umfangsmikillar læknisrannsóknar sem forsetinn gekkst undir. IRA hafnar írski lýðveldisherinn hafnaði tillögum Breta úm kosningar á Norður-írlandi sem eiga að vera undanfari friðarviðræðna allra flokka. Berklar banvænir Berklar eru orðnir helsta dán- arorsök þeirra sem smitaöir em af alnæmisveimnni og búist er I við að .250 þúsund manns látist af þeirra völdum í ár. Norðmenn stáðfesta Norska stjórnin tilkynnti í gær að hún ætlaði að staðfesta hafrétt- arsáttmála SÞ og breyta lögum sínum til samræmis við hann. Er Christopher heigull? Rússneski harðlínuþjóð- ernissinninn Vladimír Zhírínovski fordæmdi Warren Christopher, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, í gær og kallaði hann heigul fyrir að bjóða sér ekki á fund hans með rússneskum stjórnmálaleiðtogum. Bush vel fagnað George Bush, fyrrum Banda- ríkjaforseta, var vel fagnaö þegar hann kom til Kúveits i gær enda lita þarlendir á hann sem hetju. Hringurinn þrengist Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ segir að hringurinn sé farinn aö þrengjast um tvo leiðtoga Bosn- íu- Serba, þá Karadzic og Mladic, sem hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi. Reuter Erlendar kauphallir: Met slegið í Frankfurt Dow Jones hlutabréfavísitalan í Wall Street náði sögulegu hámarki síðastliðinn miðvikudag þegar hún fór í 5669 stig. Eftir það hefur hún lækkað lítillega, einkum eftir fréttir af minni hagnaði stórra tæknifyrir- tækja en reiknað var með. Þá var sögulegt met einnig slegið í kaup- höllinni Frankfurt en það gerðist á fimmtudag. DAX-30 hlutabréfavísi- talan fór þá i 2504 stig. Að öðrum kauphöllum er það að segja að hlutabréfaverö var víðast á uppleiö á fimmtudag eftir nokkra lækkun að undanfórnu. Verð á bensíni og olíu á heims- markaði hækkaði í vikunni. Ástæð- an er einkum ófriðarástandið í Kína og Taiwan. -Reuter Óttinn við kúariðu fór eins og eld- ur í sinu um heimsbyggðina í gær og bættust að minnsta kosti þijú lönd utan Evrópu í hóp þeirra ríkja Evr- ópusambandsins sem hafa bannað állan innflutning á bresku nauta- kjöti. Steikhús í Lundúnum voru að mestu mannlaus í gær í kjölfar til- kynningar vísindamanna fyrr í vik- unni um að þeir hefðu fundið líkleg tengsl milli kúariðu í bresku nauta- kjöti og Greutzfeldt-Yakob veikinnar sem leggst á heila manna og eyði- leggur hann og er alltaf banvæn. Tilraunir til að sefa ótta bæði neytenda og ríkisstjóma báru engan árangur. Þjóðveijar, ítalir, Finnar og Grikkir voru meðal hinna fyrstu til Elísabet Englandsdrottning lét undan þrýstingi samtaka gyðinga í Bretlandi og ætlar að heimsækja stað einn í Varsjá, höfuðborg Pól- lands, þaðan sem gyðingar voru fluttir í dauðabúðir nasista í heims- styrjöldinni siðari. Drottning fer í opinbera heim- sókn til Póllands í næstu viku og höfðu breskir gyðingar lýst yfir óá- nægju sinni með að hún skyldi ekki að banna innflutning á bresku nautakjöti. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, sem sagði á fimmtudag að ákvörðun Frakka um að banna breskt nautakjöt fyrirvarlaust væri ólögleg, skipti um skoðun í gær og sagði að Frökkum hefði ekki borið skylda til þess að láta vita fyrir fram. Sérfræðingar sögðu í gær að úti- lokað væri að gera sér grein fyrir efnahagslegum afleiðingum kúarið- unnar þar til meira væri vitað um umfang sjúkdómsins og hver opin- ber viðbrögð breskra stjórnvalda yrðu. Talsmaður breska Verkamanna- flokksins sagðist skilja hvers vegna svo mörg lönd gripu til aðgerða gegn ætla að heimsækja dauðabúðirnar í Auschwitz-Birkenau, þar sem rúm- lega ein milljón manna, mest gyð- ingar, létu lífið. „Gyðingar um heim allan hefðu mjög kunnað að meta að drottning minntist hinna hræðilegu atburða í Auschwitz og á öðrum stöðum tengdum helforinni á áþreifanlegan hátt,“ sagði í yfirlýsingu sem sam- tök breskra gyðinga sendu frá sér. bresku nautakjöti. „I stað þess að tala um að franska stjómin grípi til ólöglegra aðgerða ætti Douglas Hogg landbúnaðarráð- herra að skilja að hún vildi bara hafa vaðið fyrir neðan sig,“ sagði Gavin Strang, talsmaður Verka- mannaílokksins. Stærsta neytendafélag Bretlands ráðlagði fólki að hætta að neyta nautakjöts ef það vildi vera alveg visst um að smitast ekki af Creutz- feldt-Yakob veikinni. Læknar hjá Al- þjóða heilbrigðismálastofnuninni sögðu aftur á móti að ekki væru neinar beinharðar sannanir fyrir tenglum milli kúariðu og C-J. Engin hætta væri á að fá sjúkdóminn af því að borða nautasteikur. Reuter Þegar hafði verið ákveðið að Fil- ippus drottningarmaður mundi heimsækja gamla gyðingahverfið í Krakow á miðvikudag og hitta að máli fulltrúa fámenns gyðingasam- félags borgarinnar sem varð þar eft- ir í kjölfar helfararinnar. Drottning mun heimsækja fleiri staði sem tengjast styrjöldinni, m.a. mun hún skoða minnismerki um uppreisnina í Varsjá 1944. Reuter Persson lofar baráttu gegn atvinnuleysinu Göran Pers- son, nýbakað- ur forsætis- | ráðherra Sví- þjóðar, skip- aði marga ný- liða í ríkis- 1 stjórn sína í gær og lofaði | því að á næstu tveimur árum yrði áherslan lögð á Íbaráttuna gegn atvinnuleysi, fyrir bættum efnahag og á Evrópumál- in. „Það er því kominn tími til aö gefa nýju fólki tækifæri til aö taka við og það er fólkið mitt,“ sagði Persson á fundi raeð fréttamönn- um. Hann skipaði Erik Asbrink í embætti fjármálaráðherra en sá | þykir harður í horn að taka í að- haldsmálum. Kanadískir sel- veiðimenn komnir á fullt Kanadískir selveiðimenn eru byrjaðir árlega veiði sína á ísnum | undan austurströnd Kanada og Igera sér vonir um að drepa fleiri seli en nokkru sinni síðan snemma á níunda áratugnum. Undanfarinn mánuð hafa þeir þegar grandaö tuttugu þúsund sel- um en kvótinn er 250 þúsund dýr. Umhverfisvemdarsinnar vonast til að selfóngurum takist ekki að veiða upp í kvótann. Þaö hefur ? ekki tekist á síðustu árum. í fyrra tókst aðeins að veiða 65 þúsund seli af 186 þúsund sela kvóta. Bæði voru skilyrði til veiða fremur léleg og verð lágt þannig að ekki var eftir miklu að slægjast. Byssubófar myrða ellefu í Zúlúlandi Vopnaðir menn myrtu ellefu manns, þar af eitt komabarn, í pólitískri árás í héraði ' Zúlúmanna í Suður-Afríku, að- * eins nokkrum klukkustundum 5 eftir að Nelson Mandela forseti | var þar á ferð. Lögregla sagði að barnið hefði látist eftir að móðir þess var skot- in til bana af sjö byssumönnum sem vora vopnaöir haglabyssum, ? árásarrifflum og skammbyssum. á Sex konur til viðbótar og þrír menn féllu í skothríðinni. Flestir I vora skotnir af stuttu færi. Að sögn lögreglu vora allir hin- ir myrtu stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins, flokks Mandelas, sem hefur eldað grátt silfur við foringja Zúlúmanna. Forseti Taívans kokhraustur fyrir kosning- arnar Taívanbúar ganga að kjör- ■ borðinu í dag til að velja sér forseta í fyrsta sinn í í beinum kosn- ingum og því er spáð að nú- verandi for- seti, Lee Teng-hui, muni sigra keppinauta sína meö yfirburðum. Lee var enda kokhraustur í | gær og hæddist að flugskeytatil- | raunum Kínverja og heræfingum þeirra undan Taívanströndum siðustu daga og vikur en þeim var [ ætlað að hræða eyjarskeggja frá draumum sfnum um sjálfstæði. Bandaríkin era með mikinn flötastyrk skammt frá Taívan til að sýna þeim stuðning sinn. Taí- vanforseti gat ekki leynt ánægju sinni með þá skipan. Reuter Kona pantar sér kjöt hjá slátrara í Köln í Þýskalandl en á skiltinu segir að allt nautakjöt verslunarinnar komi frá þýsk- um bændum. Þjóðverjar eru meðal þeirra þjóða sem hafa bannað innflutning á bresku nautakjöti í kjölfar frétta um kúariðu. Símamynd Reuter Elísabet Englandsdrottning lætur undan þrýstingi breskra gyðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.