Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 30-"V" 4» unglingaspjall —....-...... 'k Þórey Elísdóttir, Björk, er í landsliðinu í fimleikum: Æfir fimleika sex sinnum í viku „Ég er á eðlisfræöibraut, náttúru- fræðibraut og íþróttafræðibraut í skólanum. Það er mikið um að sömu áfangarnir séu á þessum brautum þannig að þetta fer ágæt- lega saman. Ég verð hálfu ári leng- ur í skólanum til að klára þetta,“ segir Þórey Elísdóttir, 18 ára fim- leikakona í Björk, en hún kom á óvart á íslandsmeistaramótinu í fimleikum í byrjun mars og lenti þá í þriðja sæti. Þórey hefur ýmislegt í huga í sambandi við framtíðina. Með því að klára stúdentinn af þremur brautum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ segist hún geta gert draum að veruleika og farið tii Austurríkis að kenna á skíði þegar hún er búin með stúdentinn. Svo segist hún geta hugsað sér aö verða íþróttakennari og íþróttalæknir þannig að hún heldur öllum mögu- leikum opnum. Æft í tíu ár Þórey hefur æft fimleika með Björk í tíu ár. í fyrstu æfði hún einu sinni í viku með byrj- endahópnum en síðustu sjö árin hefur hún æft sex sinnum í viku. Tímafjöld- inn hefur alltaf aukist smám saman og nú æfir hún íjóra tíma á dag alla virka daga vikunnar. Á sunnudögum er frí en í staðinn æfa æfa Bjarkirn- Bestu vinkonurnar eru í fimleikum „Ég reyni að læra eins mikið og ég get í skólanum, í öllum eyðum og friminútum. Bestu vinkonur mínar eru í fimleikunum og svo einhverj- ar í skólanum en þær verða bara að bíða þar til um helgar. Ég hitti þær á föstudags- og laugardagskvöld- um,“ segir Þórey. Um síðustu helgi var Þórey ásamt landsliðinu í fimleikum á fimleika- móti vinaþjóða á írlandi ásamt nokkrum öðrum stelpum úr lands- liðinu að keppa við landslið frá Austurriki, írlandi og Norður-ír- landi. Hún segir að islenska lands- liðið hafi verið mjög ánægt með árangurinn enda hafi þær unnið mótið. Þórey hefur farið nokkrum sinnum utan með öðrum fimleikakonum, meðal ann- ars á Norðurlandamót til Danmerkur og á Eyjaleikana til Gíbraltar. -GHS Þórey Elísdóttir lenti í þriðja sæti á íslandsmótinu í fimleikum nýlega. Þórey æfir sex sinnum í viku og er í fullu námi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. DV-mynd ÞÖK ar frá 11 til hálfsex á laugardögum. Þórey segist vera þokkalega ánægð með árangurinn á íslands- mótinu. Hún segir að árangur sinn hafi verið bestur fyrsta daginn og þá hafi hún náð lágmarki á Evrópu- mótið. Hina dagana hafi sér ekki gengið mjög vel en þó hafi hún náð þriðja sætinu á tvíslá. Tvísláin sé sitt uppáhald. - En hefur hún einhvem tíma fyr- ir heimalærdóminn og vini þegar hún æfir svona mikið? #0 hliðin___________________________________EH Langar mest að lesa Pollýönnu - segir Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona Hulda Björk Garðarsdóttir er í burtfararprófi frá Söngskólanum og leikur eitt aðalhlutverkið í nemendasýningu skólans, Okla- hóma, og syng- ur hi hlutverk Annie. Þegar hafa verið tvær sýningar fyr- ir troðfullu húsi í íslensku Óper- unni og i kvöld er þriðja og trúlega síðasta sýning. Það er Hulda Björk sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Huida Björk Garðars- dóttir. Fæðingardagur og ár: 24. maí 1969. Unnusti: Ólafur E. Stolzenwald. Böm: Valdís Eva. Bifreið: Ég ferðast með strætó. Starf: Söngnám. Laun: Námslán. Áhugamál: Tónlist og fjölskyld- an. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég hefði unnið bónu- svinning í lottói ef ég hefði mun- að eftir því að fara með miöann fyrir lokun. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Það sem ég er að gera í það og það skiptiö. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Fiskur. Uppáhaldsdrykkur Nýkreist appelsína. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur i dag að þínu mati? Jón Arnar tugþrautarmaður. Uppáhaldstímarit: Veit það ekki. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Allir eru fallegir á sinn hátt. Ertu hlynnt eða Helga Björk Garðarsdóttir, söngkona í söng- leiknum Oklahóma, sem Nemendaleikhús Söngskólans setur upp, sýnir á sér hina hlið- ina. Hún er hér ásamt samleikara sfnum í söngleiknum. DV-mynd GVA andvig rikisstjóminni? Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Hvaða persónu langar þig mest aö hitta? Mér fmnst alltaf gaman að hitta fólk. Uppáhaldsleik- ari: Siggi Sig- urjóns. Uppáhalds- leikkona: Edda Björg- vins. Uppáhalds- söngvari: Kristinn Sig- mundsson. Uppáhaldsstjóm- málamaður: Forseti ís- lands. Uppáhaldsteiknimynda- persóna: Guli teikni- myndaunginn. Uppáhaldssj ónvarps- efni: Spaugstofan. Uppáhaldsmatsölustað- ur: Ítalía. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Pollýönnu. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Sígild FM. Uppáhaldsútvarps- maður: Enginn er betri en annar. Á hvaða sjónvarps- stöð horfir þú mest? 7er eftir því hvað ég ætla að horfa á. Uppáhaldssjónvarps- maður: Þeir eru allir ágætir. Uppáhaldskrá: Sólon. Uppáhaldsfélag f íþróttum: UMSE. Stefhir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að vera alltaf góð manneskja. Hvað ætlar þú að gera f sumarfríinu? Vinna og ferðast - innanlands með fjölskyldunni. -GHS Brooke Shields svaraði engum skilaboðum frá kærastanum sínum, tennis- stjörnunni Andre Agassi, og þess vegna fór hann á nektarsýninguna. Andre Agassi heldur fram hjá Brooke Shields: Fór með dansmey á hótelherbergið Nektardansmeynni Jeanna Fine tókst að tæla Andre Agassi, kærasta Brooke Shields, á nektar- sýningu hjá sér og fór svo með hon- um upp á hótelherbergi á eftir. Tennisstjaman Andre Agassi hef- ur tekið upp á því að halda fram hjá kærustunni sinni, henni Brooke Shields. Shields tekur þvi varla fagnandi og má búast við að það hrikti í sambandi þeirra þó að nýj- ustu fréttir hermi að allt hafi fallið í ljúfa löð þeirra í milli. Agassi hafði átt í deilum við Shields um nokkurt skeið þegar hann hitti leikkonuna Jeanna Fine, sem þekktust er fyrir leik sinn í klámmyndum, á næturklúbbi í Kali- forníu og eyddu þau einni nótt sam- an. Svo virðist sem Fine hafi boðið Agassi á nektarsýningu hjá sér en hann afþakkað. Um kvöldið hafi hann reynt að ná sambandi við sina heittelskuðu Shields en hún ekki svarað. Hann hafi því ákveðið að fara í klúbbinn og endað með leikkonunni, uppi á hótelherbergi. „Við áttum ljúfa ástarnótt sam- an,“ segir leikkonan og bendir á að hún eigi fjöiskyldu að hugsa um og sinn leiklistarferil og Agassi hafi Brooke Shields og sinn tennisferil að sinna. Engum sögum fer af við- brögðum Brooke Shields við fram- hjáhaldinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.