Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Síða 32
LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 30-"V" 4» unglingaspjall —....-...... 'k Þórey Elísdóttir, Björk, er í landsliðinu í fimleikum: Æfir fimleika sex sinnum í viku „Ég er á eðlisfræöibraut, náttúru- fræðibraut og íþróttafræðibraut í skólanum. Það er mikið um að sömu áfangarnir séu á þessum brautum þannig að þetta fer ágæt- lega saman. Ég verð hálfu ári leng- ur í skólanum til að klára þetta,“ segir Þórey Elísdóttir, 18 ára fim- leikakona í Björk, en hún kom á óvart á íslandsmeistaramótinu í fimleikum í byrjun mars og lenti þá í þriðja sæti. Þórey hefur ýmislegt í huga í sambandi við framtíðina. Með því að klára stúdentinn af þremur brautum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ segist hún geta gert draum að veruleika og farið tii Austurríkis að kenna á skíði þegar hún er búin með stúdentinn. Svo segist hún geta hugsað sér aö verða íþróttakennari og íþróttalæknir þannig að hún heldur öllum mögu- leikum opnum. Æft í tíu ár Þórey hefur æft fimleika með Björk í tíu ár. í fyrstu æfði hún einu sinni í viku með byrj- endahópnum en síðustu sjö árin hefur hún æft sex sinnum í viku. Tímafjöld- inn hefur alltaf aukist smám saman og nú æfir hún íjóra tíma á dag alla virka daga vikunnar. Á sunnudögum er frí en í staðinn æfa æfa Bjarkirn- Bestu vinkonurnar eru í fimleikum „Ég reyni að læra eins mikið og ég get í skólanum, í öllum eyðum og friminútum. Bestu vinkonur mínar eru í fimleikunum og svo einhverj- ar í skólanum en þær verða bara að bíða þar til um helgar. Ég hitti þær á föstudags- og laugardagskvöld- um,“ segir Þórey. Um síðustu helgi var Þórey ásamt landsliðinu í fimleikum á fimleika- móti vinaþjóða á írlandi ásamt nokkrum öðrum stelpum úr lands- liðinu að keppa við landslið frá Austurriki, írlandi og Norður-ír- landi. Hún segir að islenska lands- liðið hafi verið mjög ánægt með árangurinn enda hafi þær unnið mótið. Þórey hefur farið nokkrum sinnum utan með öðrum fimleikakonum, meðal ann- ars á Norðurlandamót til Danmerkur og á Eyjaleikana til Gíbraltar. -GHS Þórey Elísdóttir lenti í þriðja sæti á íslandsmótinu í fimleikum nýlega. Þórey æfir sex sinnum í viku og er í fullu námi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. DV-mynd ÞÖK ar frá 11 til hálfsex á laugardögum. Þórey segist vera þokkalega ánægð með árangurinn á íslands- mótinu. Hún segir að árangur sinn hafi verið bestur fyrsta daginn og þá hafi hún náð lágmarki á Evrópu- mótið. Hina dagana hafi sér ekki gengið mjög vel en þó hafi hún náð þriðja sætinu á tvíslá. Tvísláin sé sitt uppáhald. - En hefur hún einhvem tíma fyr- ir heimalærdóminn og vini þegar hún æfir svona mikið? #0 hliðin___________________________________EH Langar mest að lesa Pollýönnu - segir Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona Hulda Björk Garðarsdóttir er í burtfararprófi frá Söngskólanum og leikur eitt aðalhlutverkið í nemendasýningu skólans, Okla- hóma, og syng- ur hi hlutverk Annie. Þegar hafa verið tvær sýningar fyr- ir troðfullu húsi í íslensku Óper- unni og i kvöld er þriðja og trúlega síðasta sýning. Það er Hulda Björk sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Huida Björk Garðars- dóttir. Fæðingardagur og ár: 24. maí 1969. Unnusti: Ólafur E. Stolzenwald. Böm: Valdís Eva. Bifreið: Ég ferðast með strætó. Starf: Söngnám. Laun: Námslán. Áhugamál: Tónlist og fjölskyld- an. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég hefði unnið bónu- svinning í lottói ef ég hefði mun- að eftir því að fara með miöann fyrir lokun. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Það sem ég er að gera í það og það skiptiö. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Fiskur. Uppáhaldsdrykkur Nýkreist appelsína. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur i dag að þínu mati? Jón Arnar tugþrautarmaður. Uppáhaldstímarit: Veit það ekki. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Allir eru fallegir á sinn hátt. Ertu hlynnt eða Helga Björk Garðarsdóttir, söngkona í söng- leiknum Oklahóma, sem Nemendaleikhús Söngskólans setur upp, sýnir á sér hina hlið- ina. Hún er hér ásamt samleikara sfnum í söngleiknum. DV-mynd GVA andvig rikisstjóminni? Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Hvaða persónu langar þig mest aö hitta? Mér fmnst alltaf gaman að hitta fólk. Uppáhaldsleik- ari: Siggi Sig- urjóns. Uppáhalds- leikkona: Edda Björg- vins. Uppáhalds- söngvari: Kristinn Sig- mundsson. Uppáhaldsstjóm- málamaður: Forseti ís- lands. Uppáhaldsteiknimynda- persóna: Guli teikni- myndaunginn. Uppáhaldssj ónvarps- efni: Spaugstofan. Uppáhaldsmatsölustað- ur: Ítalía. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Pollýönnu. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Sígild FM. Uppáhaldsútvarps- maður: Enginn er betri en annar. Á hvaða sjónvarps- stöð horfir þú mest? 7er eftir því hvað ég ætla að horfa á. Uppáhaldssjónvarps- maður: Þeir eru allir ágætir. Uppáhaldskrá: Sólon. Uppáhaldsfélag f íþróttum: UMSE. Stefhir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að vera alltaf góð manneskja. Hvað ætlar þú að gera f sumarfríinu? Vinna og ferðast - innanlands með fjölskyldunni. -GHS Brooke Shields svaraði engum skilaboðum frá kærastanum sínum, tennis- stjörnunni Andre Agassi, og þess vegna fór hann á nektarsýninguna. Andre Agassi heldur fram hjá Brooke Shields: Fór með dansmey á hótelherbergið Nektardansmeynni Jeanna Fine tókst að tæla Andre Agassi, kærasta Brooke Shields, á nektar- sýningu hjá sér og fór svo með hon- um upp á hótelherbergi á eftir. Tennisstjaman Andre Agassi hef- ur tekið upp á því að halda fram hjá kærustunni sinni, henni Brooke Shields. Shields tekur þvi varla fagnandi og má búast við að það hrikti í sambandi þeirra þó að nýj- ustu fréttir hermi að allt hafi fallið í ljúfa löð þeirra í milli. Agassi hafði átt í deilum við Shields um nokkurt skeið þegar hann hitti leikkonuna Jeanna Fine, sem þekktust er fyrir leik sinn í klámmyndum, á næturklúbbi í Kali- forníu og eyddu þau einni nótt sam- an. Svo virðist sem Fine hafi boðið Agassi á nektarsýningu hjá sér en hann afþakkað. Um kvöldið hafi hann reynt að ná sambandi við sina heittelskuðu Shields en hún ekki svarað. Hann hafi því ákveðið að fara í klúbbinn og endað með leikkonunni, uppi á hótelherbergi. „Við áttum ljúfa ástarnótt sam- an,“ segir leikkonan og bendir á að hún eigi fjöiskyldu að hugsa um og sinn leiklistarferil og Agassi hafi Brooke Shields og sinn tennisferil að sinna. Engum sögum fer af við- brögðum Brooke Shields við fram- hjáhaldinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.