Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
Fréttir
Fjórir íslenskir sjómenn á litháiskum togara sendu neyðarkall og óskuðu eftir aðstoð:
Onotalegt að vita
ekki hvað gerðist
- þarna gildir hnefarétturinn, segir Sigurður Grétarsson, forstjóri Úthafsveiða - talið að togarinn komi til Litháen á þriðjudag
„Við höfum ekki fengið neina
ástæðu fyrir þessari heimkvaðn-
ingu. Það var skipt um forstjóra í
bankanum fyrir stuttu og þá breytt-
ist ákveðinn tónn í samskiptunum.
Við vitum ekki hvort það er ástæð-
an. Það voru ákveönar samninga-
viðræður í gangi um hugsanleg
kaup fyrirtækisins á skipinu af
bankanum og við vissum ekki ann-
að en að það væri í ákveðnum far-
vegi,“ segir Sigurður Grétarsson,
forstjóri Úthafsveiða á Egilsstöðum,
um það hvort og hvers vegna lit-
háíska skipinu Vydunas, með fjóra
íslenska sjómenn um borð, hefur
verið snúið fyrirvaralaust heim til
Litháen.
íslensku sjómennirnir, þar af ís-
lenskur fiskiskipstjóri, sendu í gær-
Augljóslega
haldiö í
stofufangelsi
„Ég hef ekki heyrt í Ara síðan á
þriðjudagsmorguninn og það er öm-
urleg tilfmning að sitja hér heima
og vita ekkert. Þeim er augljóslega
haldið í stofufangelsi um borð fyrst
þeir fá ekki að láta vita af sér,“ seg-
ir Þórdís Trampe, eiginkona Ara Al-
bertssonar, eins fjögurra íslenskra
skipverja á litháíska frystitogaran-
um Vydunas, við DV í gærkvöld.
Þórdís sagðist hafa talað við hér-
lenda útgerðaraðila skipsins og
sagði þá augljóslega ekki vita neitt
frekar. Hún sagði þetta ástand koma
sér algerlega í opna skjöldu því ekk-
ert hefði bent til þess að neitt væri í
ólagi um borð, eitthvað sem gæti
skýrt það ástand sem upp er komið.
„Ég hef í raun enga vissu fyrir
þvi að maðurinn minn sé óhultur og
við góða heilsu um borð. Ég get ekki
annaö gert en beðið og vonað að
hlutirnir skýrist. Vonandi verður
skipið tekið af dönsku strandgæsl-
unni þegar það kemur inn i danska
lögsögu og þá fáum við vonandi eitt-
hvaö að vita,“ sagði Þórdís í samtali
við DV i gærkvöld.
-sv
morgun neyðarkaU til sýslufulltrú-
ans í Norður-Múlasýslu, sögðu að
tekið hefði verið fyrir samband
þeirra við ísland og óskuðu eftir að-
stoð. Þegar DV talaði við Sigurð í
gærkvöld var hann í sambandi við
litháíska útgerðarfyrirtækið, sér-
fræðinga í sjórétti í Lundúnum,
Danmörku, Kanada og Litháen og
utanrikisráðuneytið í Litháen og á
íslandi. Vytautas Landsbergis, fyrr-
verandi forseti, hafði þá gefiö út op-
inbera yfirlýsingu og strandstöðvar
reyndu að ná i skipið.
„Við náttúrlega óskum eftir því
að öryggi þessara manna verði á all-
an hátt tryggt og það verði ekki siglt
með þá þangað sem þeir ekki viija
fara,“ segir Sigurður.
„Viö vorum í sambandi við ís-
lendingana á föstudag og fram á
laugardag. Á laugardagskvöld vissu
þeir bara að skipiö hefði skipt um
stefnu en svo virðist hafa verið
komið í veg fyrir að þeir kæmust í
fjarskiptatæki eða gervihnattarsam-
band. Einhvem veginn hafa þeir
komist í talstöðina og óskað eftir að-
stoð. Síðan hef ég ekki getað komist
í samband við þá. Ég var í stans-
lausu sambandi við skipið, fyrir-
tækið og lögfræðinga í öðrum lönd-
um. Síðan var klippt á sambandið
og þá fór að verða ónotalegt ástand
því að við vitum ekki hvað gerðist,"
sagði Sigurður í gærkvöld.
Litháískt fyrirtæki leigir frysti-
togarann Vydunas af eiganda skips-
ins, sem er Búnaðarbankinn í Lit-
háen og hefur skipið verið gert út á
úthafskarfaveiðar en verið í makríl-
frystingu að undanfömu. Litháíska
fyrirtækið er með skipið á leigu og
sjá íslendingarnir um stjóm á veið-
um og vinnslu fyrir litháíska fyrir-
tækið. Fyrir viku var Vydunas á
leið í höfn á írlandi og átti að sækja
þangað risatroll frá Hampiðjunni.
Skipið kom þó aldrei til hafnar held-
ur var því snúið heim á leið á föstu-
dag, samkvæmt heimildum DV, og
bíður trollið því trúlega enn á
bryggjunni.
Allir við hestaheilsu
„Eigandinn vildi ekki kannast við
að hafa gefið fyrirmæli um að skip-
ið færi heim. Við viljum ekki trúa
því að áhöfnin eða skipstjórinn hafi
tekið þessa ákvörðun upp á sitt ein-
dæmi heldur sé þetta rússneska að-
ferðin þar sem engin lög og réttur
gilda. Það er bara handalögmálið
eða hnefarétturinn sem gildir,“ seg-
ir Siguröur og segir ekkert ama að
íslendingunum. Allir hafi verið við
hestaheilsu þegar hann hafi síðast
verið í sambandi við þá.
Vudynas var i Norðursjó á leið
norður með Danmörku vestan-
verðri í gærkvöld og var talið að
skipið kæmi til Litháens á þriðju-
dag. Strandgæslustöðvar voru að
reyna að ná sambandi við skipið en
án árangurs þegar DV haföi sam-
band við Sigurð rétt fyrir miðnætti.
-GHS
Stuttar fréttir
Flóki styður afsögn
Séra Flóki Kristinsson styður
tillögu um áskorun á biskup að
segja af sér ef hún verður borin
upp. Ríkisútvarpið greindi frá I
þessu.
Hafís nálægur
Hafls er nær landi en taliö var.
Skarfur var staddur 25 sjómílur
norðaustur af Barða og skipveij- j
ar sáu ísrönd svo langt sem aug-
að eygði og færðist hún í átt að
landi. Ríkisútvarpið sagði frá.
34 þúsund laxar
Rúmlega 34 þúsund laxar
veiddust á stöng i fyrrasumar en
það er rúmlega sex þúsund löx-
um meira en árið áður. Ríkisút-
varpið greindi frá.
Leyndu gögnum?
Samkeppnisráð segir heil-
brigðisráðuneytið hafa leynt
gögnum um læknisverk. í reynd
hafi sérfræðingum og sjúkling-
um verið mismunað því sama
gjald er ekki tekið fyrir sama (
verk hjá sérfræðingum á stofu og
á sjúkrahúsum. Sjónvarpið
greindi frá.
-em
Sveinn Björnsson liggur með brákaða höfuðkúpu á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir ævintýrið á skólabílnum.
Sveinn og Friðrik Einarsson, jafnaldri hans, hljóta að teljast heppnir að ekki fór verr en raun ber vitni.
DV-mynd-Jón Sigurðsson
Héngu aftan á rútu og stukku af á um 60 km hraða:
Stukkum og síðan varö allt svart
- segir annar strákanna en báðir rotuðust við höggið
„Ég man bara eftir að hafa stokk-
ið og síðan varð allt svart. Við rot-
uðumst báðir og ég man voðalega
lítið eftir því þegar ég komst til
meðvitundar. Við vorum staðnir á
lappir þegar Þröstur kom að okkur
en ég var í svo miklu sjokki að ég
man ekki hvernig mér leið,“ segir
Friörik Einarsson, 16 ára nemandi í
Lundarskóla í Öxarfirði, en hann og
Sveinn Björnsson, félagi hans og
jafnaldri, rotuðust báðir og hrufluð-
ust nokkuð eftir að hafa hangið aft-
an á skólabilnum og stokkið af hon-
um á um 60 kílómetra hraða.
„Skólabillinn stoppaði við hliðið
þar sem við vorum á gangi niður í
Gamla-Lund og okkur datt í hug að
fara upp á bílinn og vera þar þangað
til hann stoppaði við næsta bæ. Þang-
að eru um 900 metrar og þar er hann
vanur að stoppa og hleypa út böm-
um. Við ætluðum að stökkva af bíln-
um þegar hann væri stoppaður. Þeg-
ar hann svo stoppaði ekki urðum við
hræddir og stuttu áður en bíllinn
kom á malbikið ákváðum við að telja
upp að þremur og stökkva af. Það var
engin hugsun á bak við stökkið og
við spáðum ekkert í hvaða afleiðing-
ar það gæti haft. Við þorðum ekki að
láta vita af okkur því við vissum upp
á okkur skömmina," sögðu félagam-
ir þegar DV heimsótti þá í gær.
Vissum upp á
okkur skömmina
Sveinn liggur með brákaða höfuð-
kúpu á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og báðir eru strákamir
mikið hruflaðir. Friðrik hefur tölu-
verða áverka á hnjám og öxl, skurð
í andliti og glóðarauga.
„Við vorum ótrúlega heppnir og
við höfum áhyggjur vegna fólksins í
kringum okkur. Sérstaklega þykir
okkur þetta leitt vegna rútubílstjór-
ans, foreldra okkar og kennaranna í
skólanum." Sveinn reiknaði með að
sleppa af sjúkrahúsinu í vikunni.
Heppni að enginn
bíll kom á móti
Lögreglan á Húsavík tekur undir
að strákarnir hafi verið heppnir. í
fyrsta lagi vegna þess að þeir
stukku til vinstri og yfir á hina ak-
greinina og bíll hefði allt eins getað
komið á móti. í öðru lagi má þakka
fyrir að smiður sem var að vinna
við byggingu á íþróttahúsinu við
skólann, Þröstur Aðalbjarnarson, sá
strákana klifra upp á rútuna og I
stökk upp í bíl sinn og elti hana og *
kom að strákunum á veginum.
„Strákarnir stukku af þegar rút-
an var i hvarfi en Þröstur sá næst
hvar þeir rúlluðu eftir veginum.
Þröstur ók strákunum í skólann aft- r
ur þar sem hlúð var að þeim og síð- '
an þótti sýnt að Sveinn yrði að fara
á sjúkrahús. Það er aldrei að vita
hvernig farið hefði ef Þröstur hefði
ekki ákveðið að skipta sér af mál-
inu,“ sagði lögreglumaður á Húsa-
vík við DV í gær. -JS/-sv
,r ö d d
FOLKSINS
904-1600
Ertu sammála niðurstöðu Sr. Bolla
í Langholtskirkjudeilunni?
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já Jj
Nel 2}