Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
Fréttir
Jarðgöng stytta leið frá Siglufirði til Ólafsfjarðar um helming
Umferð myndi aukast
verði göng að veruleika
segir forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar
„Ótalmargir þættir mæla með
jarðgöngum. Jarðgangaleiðin er
miklu fýsilegri kostur. Hún styttir
leiðina trá Siglufírði til Ólafsfjarðar
um 40 km og gerir það að verkum að
leiðin Siglufjöröur-Ólafsfjörður
verður 20 km. Einnig verða 40 km til
Dalvíkur og 60-70 km ef göngin
verða að veruleika í staðinn fyrir
120 km núna,“ segir Kristján Möller,
forseti bæjarstjómar Siglufjaröar.
Félag áhugafólks um bættar sam-
göngur á Tröllaskaga, Samgangur,
hefur hafið baráttu fyrir gerð jarð-
ganganna milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Óskað
hefur verið eftir því við Byggða-
stofnun á Akureyri og á Sauðár-
króki að gerð verði félagsfræðileg
úttekt á áhrifum vegtengingar milli
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með
jarðgöngum um Héðinsfjörö. Aðal-
fundur Samgangs samþykkti að
óska eftir við bæjarstjómir Siglu-
fjarðar og Ólafsfjarðar að þær beiti
sér fyrir því við endurskoðun vega-
áætlunar á næsta vorþingi að sett
verði fjármagn til frekari rann-
sókna á vegtengingu kaupstaðanna
með jarðgöngum.
„Það eru tveir valkostir, annars
vegar vegur um Lágheiði eða göng
um Héðinsfjörð. Við eram að horfa
lengra fram í tímann þegar litið er á
samrana og samvinnu sveitarfélaga
og atvinnufyrirtækja. Göngin eru
miklu nærtækari kostur fyrir okkur
heldur en vegurinn. Það er mjög
mikilvægt að Siglufjörður, Dalvík
og Ólafsfjörður verði ekki lengur
endastöð. Þar myndi umferð aukast
sem er geysilega mikilvægt gagn-
vart ferðaiðnaðinum," segir Krist-
ján.
Múlagöng
Grenlvíl
Jarðgöng
jxðng uen HéðinsQörð
Strákagöng
Eyjafjöröur
Nýir vegir
vegur
Lágheiöi
um
DV
Bíllinn hafnaöi á hvolfi
fyrir utan veg
Umferðarslys varð á Höfðahverf-
isvegi rétt utan við Grenivík í gær-
morgun. Kona, sem ók bílnum, er
talin hafa misst vald á honum í
aflíðandi beygju með þeim afleiðing-
um að hann fór veltu út fyrir veg og
hafnaði á hvolfi. Konan var klemmd
í bílnum og gekk illa að ná henni út.
Það gekk þó án aðstoðar tækjabíls
slökkviliðs og var hún flutt á
sjúkrahús á Akureyri. Hún kvartaði
um eymsli I hálsi og öxl. -sv
Göng þrisvar til fjórum sinnum dýrari en vegur:
Kostnaður
gæti orðið tveir
milljarðar
- fyrstu skýrslur um jaröfræðilegar aðstæður í vor
„Það er ekki búið að gera neina
kostnaðaráætlun yfir göngin enn
þá. Ég get skotið á að þau gætu kost-
að í kringum tvo milljarða en það
eru ónákvæmar tölur,“ segir
Hreinn Haraldsson, framkvæmda-
stjóri rannsókna- og þróunarsviðs
Vegagerðar ríkisins.
Þrisvar til fjórum sinnum ódýr-
ara yrði að leggja veg yfir Lágheiði
eða 600-700 milljónir. Lengd gang-
anna og verð ræðst svolítið af hæð
þeirra yfir sjó. Rannsóknir standa
yfir núna til þess að bera saman
þessa valkosti.
„Annars vegar er verið að skoða
snjóþyngsli yfir Lágheiðina og hins
vegar að bera saman tæknilega
möguleika á jarðgöngum. í vor
koma fyrstu skýrslur um könnun á
jarðfræðilegum aðstæðum á þessu
svæði og kostnaðurinn byggist tölu-
vert á niðurstöðum þeirra rann-
sókna,“ segir Hreinn.
Til samanburðar má geta þess að
kostnaðaráætlun um Vestfjarða-
göngin var í upphafi í kringum 3
milljarðar og lægsta tilboð var tæp-
ir tveir og hálfur milljaröur. Kostn-
aðaráætlun fyrir göngin er nú kom-
in upp í fjóra milljarða. Búist er við
að göngin yfir í Héðinsfjörð verði
fimm eða fimm og hálfur kílómetri
en Vestijarðargöngin era 9,1 km að
lengd. Verið er að tala um tvo val-
kosti, annars vegar tveggja kíló-
metra göng út með Héðinsfirði og
þar í gegn. Hins vegar veg inn botn
Héðinsfjarðar og þar þriggja kíló-
metra göng í gegn. Vegurinn kæmi
aftur á móti til með að kosta 600-700
milljónir, lauslega reiknað.
-em
Vegagerðin er að láta skoða
möguleika á vegi eða jarðgöngum.
Einnig er líka verið að leggja mat á
snjóflóðahættu á Lágheiðinni. Krist-
ján hefur ekki trú á að vegur um
Lágheiði verði fær allt árið þar sem
þar sé mjög snjóþungt. Hann telur
líklegt að samgöngumál á lands-
byggðinni verði í gegnum jarðgöng
þar sem víða sé mikið fjalllendi og
snjóþyngsli. -em
Snurvoð-
arbátur
keyptur
til Eyja
DV, Vestmannaeyjum
Nýr bátur, Svanur BA, hefur
bæst í flota Eyjamanna. Eigend-
ur eru Baldur Bragason skip-
stjóri og Sveinn Matthíasson
vélstjóri og keyptu þeir bátinn
frá Bíldudal. Hann er 60 tonna
eikarbátur, smíðaður á ísafirði
1959, vel búinn nýlegum tækjum
og vélin, sem er frá 1977, er ný-
yfirfarin og spilin ný. Þá er ný-
búið að klæða hann að innan.
Kaupverðið er 28 millj. króna.
Baldur segir að aðeins lítill
kvóti hafi fylgt með 1 kaupunum
en hann segir það ekki vera
vandamál.
„Báturinn er sérstaklega bú-
inn til veiða með snurvoð. Við
fóram á snurvoð og ætlum að
einbeita okkur að utankvóta-
fiski. Þá höfúm við tryggt okkur
kvóta vegna þorsks sem við eig-
um að fá,“ sagði Baldur.
-ÓG
Dagfari
Friðrik og Habib Bouslama
Athygli hefur vakið að Friðrik
Sophusson öármálaráðherra hefur
tekið að sér að kynna hér á landi
hótel í Túnis. Almenningur hefur
tekið þessari kynningu vel og fjöl-
miðlar hafa kynnt þetta framtak
ráðherrans þannig að fjármálaráð-
herra má vera ánægður með þann
árangur sem kynning hans hefur
borið. Enginn vafi er heldur á því
að fáir eru jafn dómbærir á gæði
hótela og ráðherra sem fer oft utan
og kynnist aragrúa af hótelum og
hóteleigendum. Hjá honum era
hæg heimatökin að kippa nokkram
kynningarbæklingum með sér eftir
hverja hótelvist, enda eru hóteleig-
endur yfirleitt himinlifandi þegar
ráðhérrar erlendra landa taka
dreifinguna að sér. Það eru nefni-
lega ekki nærri allir ráðherrar í
heiminum sem mega vera að því.
Og sumir hafa til dæmis enga
einkabílstjóra til að hjálpa sér við
dreifinguna svo það var sannarlega
lán að Friðrik skyldi dvelja á Na-
hrawess-hótelinu í Hammamet í
Túnis því annars hefðu íslendingar
aldrei fengið vitneskju um þetta
góða hótel.
Friðrik fjármálaráðherra dvaldi
þar um daginn og getur borið um
það að Nahrawess-hótelið er frá-
bært og býður upp á allt sem hug-
urinn gimist. Friðrik hefur ekki
farið nánar út í hvað það er sem
hugur hans gimist á fjarlægum
hótelum en auðvitað eru menn
ekki með nefiö niðri í svoleiðis prí-
vatmálum á þessum síðustu og við-
kvæmustu tímum.
Ekki var nóg með það að ís-
lenski fj ármálaráðherrann var svo
yfir sig hrifinn af þessu túníska
hóteli sem hann dvaldi á fyrir
hreina tilviljun heldur var það og
algjör tilviljun að hóteleigandinn,
Habib Bouslama, uppgötvaði að
sjálfúr Friðrik Sophusson var gest-
ur hans á hótelinu og heilsaði upp
á ráðherrann. Hann bauð Friðriki
ráðherra meira að segja upp á sér-
samning (afsláttarsamning?) gegn
því að ráðherrann skrifaði fyrir
hann meðmælabréf sem íslenski
ráðherrann gerði að sjálfsögðu
ókeypis, enda hefur hann aldrei
áður búið á jafn finu hóteli. Dag-
fara finnst að rikissjónvarpið eigi
að senda upptökumenn til Túnis til
að festa þetta hótel á mynd og sýna
íslendingum hvað það er sem hug-
ur Friöriks gimist og hvemig hægt
er að dvelja á hóteli þegar maður
fær afslátt fyrir að dreifa bækling-
um fyrir hóteleigandann.
Það var mikil heppni að þeir
Friðrik og Habib skyldu hittast.
Friðrik segist hafa kynnst honum
„lítillega" og maður bara spyr sjálf-
an sig: Hvað hefði Friðrik ekki gert
fyrir Habib, eða Habib fyrir Frið-
rik, ef þeir hefðu kynnst „náið“?
Það er mikið ólán að Friðrik Sopli-
usson skuli ekki vera í framboði í
Túnis því þá hefði Habib eflaust
tekið að sér að dreifa kynningar-
bæklingum um ráðherrann í
Hammamet.
Nú er okkur íslendingum vel
ljóst að Friðrik fjármálaráðherra
er önnum kafinn maður og hefur
ekki tök á því að keyra sjálfur út
ferðabæklinga á fjölmargar ferða-
skrifstofur. Friðrik veit sömuleiðis
að pósturinn er lengi að berast og
hér voru aðkallandi og áríðandi
upplýsingar á ferðinni og því átti
hann þann einn kost í stöðunni að
láta einkabílstjóra sinn á ráðherra-
bílnum drífa bæklingana út jafn-
skjótt og Friðrik var kominn heim.
Það mátti engan tíma missa, enda
var Friðrik búinn að lofa vini sín-
um Habib að drífa I þessu og ugg-
laust verið liður í afsláttarsamn-
ingum sem ráðherrann náði. Menn
verða að standa við sína samninga.
En laun heimsins era vanþakk-
læti. Friðrik var ekki fyrr kominn
heim frá þessu frábæra hóteli en
stjómarandstaðan segir hann sýna
mannfyrirlitningu! Þetta þarf Frið-
rik aö afsanna. Hvers vegna ekki
að fá Habib til að skrifa bréf og
votta hvað íslenski fjármálaráð-
herrann er mikill mannvinur?
Jafnvel eftir lítils háttar kynni.
Dagfari