Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 25. MARS 1996 Fréttir Vesturlandskjördæmi: Sorpmálin að leysast DV, Akranesi: „Ef starfsleyfl fæst er loks fundin lausn vandamálum kjördæmisins í sorp- málum þess. Þau eru víðast hvar með al- gjörlega óviðunandi hætti og uppfylla engan veginn þau skilyrði sem þessari starfsemi er sett,“ sagði Pétur Ottesen, formaður Sorpnefndar SSV, í samtali við DV. Yfirlýsing þess efnis að Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi, SSV, kaupi jörð- ina Fiflholt í Borgarbyggð var undirrit- uð 20. mars með fyrirvara um samþykki stjórnar samtakanna og einnig að SSV kaupi jörðina ef starfsleyfi til urðunar sorps fæst. Fíflholt er nú í eigu Förgun- ar ehf. Stjóm SSV mun fjalla um yfirlýsingu á næsta stjómarfundi sem verður í byrj- un apríl. Ákveðiö var aö gera umhverf- ismat á þremur jörðum og er sú vinna í fullum gangi. Samkvæmt yfirlýsingunni er SSV skuldbundin til að sækja fyrst um starfsleyfi á jörðinni Fíflholti og fúll- kanna þann möguleika. -DÓ Ný reglugerö um meðferð karfaafla um borð í veiðiskipum Gullkarfi og djúpkarfi verða aðskildir borð Smásagnakeppni um Tígra í umferðinni Tígri er ura þessar mundir að læra umferðarreglurnar. Hvernig ætli honum gangi að fara yfir göturnar, ætli hann kunni á umferðarljósin? Skyldi hann eiga reiðhjól og endurskinsmerki? Það er margt sem getur komið fyrir Tígra í umferðinni ef hann fer ekki varlega. Ef þú ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í því að skrifa smásögu um Tígra í umferðinni. Allir sem senda inn sögur fá að gjöf teinaglit á reiðhjólið. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í bókinni eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun. Komið verður upp Tígrahorni í Kringlunni dagana 9.-14. apríl ar sem þú getur fengið öll átttökugögn. t Þú getur einnig haft samband við Krakkaklúbb DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, eða Umferðarráð, Borgartúni 33, 105 Reykjavík, og við sendum þér gögnin. Skilafrestur er til 6. maí. Það er leikur að skrifa um Tígra í umferðinni. I samstaríi við ||ráoerdar og $ lögregluna Erfitt í framkvæmd, segir Guðjón A. Kristjánsson Frá og með 1. maí nk. verður skylt að flokka allan karfaafla í gullkarfa og djúpkarfa um borð í veiðiskipunum og skulu skipstjórar jafnframt greina á miili tegundanna í afladagbókum. Þegar komið er að landi skal svo vigta hvora tegundina um sig og vigtarmönnum gert að skrá tegundimar sérstaklega í afla- skráningarkerfið Lóðsinn. Ástand karfastofnanna, einkum gull- karfans, hefur verið talið lélegt og er til- gangur reglugerðarinnar að afla áreið- anlegra gagna til að eftirlit með veiðun- um geti orðið skilvirkara framvegis. Karfi hefur ekki verið háður aflahá- marki til þessa en Hafrannsóknastofnun hefur gripið til svæðalokana til að tak- marka veiðar á honum og á þessu fisk- veiðiári leggur stofnunin til að afli fari ekki yfir 25 þúsund tonn. „Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ, telur að flokkun um borð í veiði- skipum öörum en fullvinnsluskipunum geti orðið erfið í framkvæmd. Bæði séu tegundimar mjög líkar í útliti auk þess sem venjulega sé aöeins eitt færiband sem flytur fiskinn í lestina og aðeins sé tínt af því það sem ekki er hægt að nýta. „Ég er hræddur um að menn verði að búa sér til safnkör í lestunum eða setja upp tvöfalt færiband. Þetta kallar alveg ömgglega á nýja vinnuaðstöðu um borð og jafnvel aukinn mannafla, segir Guð- jón A. Kristjánsson. -SÁ Mikil veðurblíða hefur verið á Aust- fjörðum að undaförnu - sannkallað vorveður - og vegir auðir sem að sumarlagi. Myndin var tekin á Reyð- arfirði í síðustu viku og reykurinn frá verksmiðju SR stígur nánast beint upp tugi metra. DV-mynd ÆK, Fáskrúðsfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.