Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
31
DV
Fréttir
aJEHSLÍ///
jBRÆDURNIR EYdOLFSSON
■mr. : i ■ ■
Ágústa Guðmundsdóttir, verslunarmaður i bókaverslun Jóns Eyjólfssonar, ásamt Eyþóri syni sfnum og aðstoðar-
manni. DV-mynd GS
Kornvörur í lausri vigt
seldarí bókabúðinni
DV, Flateyri:
„Fjölskyldan hefur rekiö þessa
verslun samfellt frá 1918. Fyrst í
stað var þetta almenn nýlenduvöru-
verslun auk þess að vera með ýmis
umboð og olíusölu, sem og af-
greiðslu pakka fyrir fragtskipin. En
eftir að verslunin fékk bóksöluleyfi
laust fyrir 1930 þróaðist þetta smátt
og smátt í það að verða eingöngu
hefðbundin bókabúð," sagði Ágústa
Guðmur.dsdóttir, verslunarstjóri á
Flateyri.
Bókaverslun Jóns Eyjólfssonar er
einn af föstu punktunum í tilver-
unni á Flateyri. Verslunin hefur
verið í sama húsnæði frá því að
Bræðurnir Eyjólfsson tóku við
rekstrinum 1918 og eru innréttingar
í búðinni einnig óbreyttar að mestu
frá upphafi. Fram undir 1980 var t.d.
hægt að kaupa sælgæti, tóbak og
álnavöru þar, auk þess sem ýiiiis
kornvara var seld i lausri vigt í
bókabúðinni allt þar til slíkt var
bannað.
„Reksturinn er orðinn erfiðari nú
síðustu árin. Fólki hefur fækkað og
samgöngur batnað svo að fólk fer
víðar ásamt því að margt hefur
komið til sem keppir við bókina,“
sagði Ágústa. -GS
c.
> J-
Álfabakka 16, Mjóddinni, sími 587-0706
Aðalstræti 22, ísafirði, sími 456-3023
fen<**aT®
18 k gullhúðuð,
sett kristalsteinum með 45 sm festi.
Verð kr. 1.990
QULL'ORIÐ
AXEL EIRÍKSSON
1
J
Tákn fyrir trúna á hið
jákvæða
Sérstæður silfurkross
mcð kúptum steiní
(grænum, rauðum eða.bláum)
Verð með festi
kr. 4.850
Stærð 2,8 cm
Hönnuður: Axel Eiríksson
Ql/LL-ÚRIÐ
AXEL GIRÍKSSON
Álíabiikka 16, Mjóddinni, sími 587-0706
Aðalstræti 22, ísafirði, sími 456-3023
Gísli Sverrir Arnason eftir að hafa afhent Sigurði Hjaltasyni og Pálínu Sig-
hvatsdóttur lykla að félagsmiðstöðinni.
Höfn, Hornafirði:
Ný félagsmiðstöð vígð
DV; Höfn:
Tekin hefur í notkun ný og glæsi-
leg félagsmiðstöð í kjallara Ekru-
húss aldraðra á Höfn. Félagsmið-
stöðin var vígð við hátíðlega athöfn.
Gisli Sverrir Árnason flutti ávarp
fyrir hönd bæjarstjórnar og afhenti
Félagi aldraðra og Kvenfélaginu Tí-
brá húsnæðið. Þá vígði sr. Einar
Jónsson á Kálfafellsstað húsnæðið.
Kór aldraðra skemmti gestum með
söng og kaffl og kræsingar voru í
boði bæjarfélagsins.
Aðstaða til margs konar tóm-
stundastarfs er þarna eins og best
verður á kosið í 250 m2 húsnæöi.
Þar er hvort félag með eigið her-
hergi og sameiginlega aðstöðu í
rúmgóðum sal og vel útbúnu eld-
húsi. Heildarkostnaður við félags-
miðstöðina er um 29 millj. kr. Eign-
arhlutar félaganna í Miðgarði, þar
sem aðstaða þeirra var áður, gengur
upp í kostnað við húsnæðið. Arki-
tektar miðstöðvarinnar eru þeir
Árni og Sigbjörn Kjartanssynir og
aðalverktaki framkvæmda Trévirki
hf. Félag aldraðra og Kvenfélagið
Tíbrá munu sjá um daglegan rekst-
ur í húsnæðinu.
-JI
Kór aldraðra söng undir stjórn Guðlaugar Hestnes - fremst á myndinni.
Hringdu í síma 904 1750 og taktu þátt í skemmtilegum leik með
Sparihefti heimilanna. 300 heppnir þátttakendur sem svara
rétt þremurspurningum úrsparihefti heimilanna fá
gómsœtt páskaegg frá Nóa „ÉL - Síríusi í verðlaun.
Nöfn vinningshafa verða birt í DV miðvikudaginn 3. apríl.
Páskaeggin verða afhent á 4. hœð í Perlunni laugardaginn 6. apríl,
frá klukkan 14-17. Vinningshafar eru beðnir að hafa persónuskilríki
meðferðis þegar eggin
eru sótt.
Spariheftl
heimilanna
Verð 39,90 mínútan