Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasiða: httpV/www.skyrr.is/dv/
Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Abyrgð á herdar deiluadila
Vígslubiskup hefur úrskuröað í Langholtskirkjudeil-
unni. Úrskurður hins setta biskups í málinu var á þá leið
að sóknarpresti og organista bæri að vinna saman. í úr-
skurðinum var jafnframt skilgreint starfs- og valdsvið
sóknarprests, organista og sóknamefndar.
í úrskurði vígslubiskups kom fram að biskupi væri
skylt að grípa til viðeigandi ráðstafana brjóti annar hvor
eða báðir gegn úrskurðinum. Þessar viðeigandi ráðstaf-
anir geta vart verið aðrar en áminning og síðar brott-
vikning úr starfi, komi til brota.
Úrskurðaraðili í þessu máli var ekki öfundsverður.
Gagnrýni var fyrirsjáanleg hver sem niðurstaðan yrði.
Hörðustu stuðningsmenn vildu hreinar línur, brottvikn-
ingu andstæðingsins en uppreisn síns manns. Aðrir
töldu rétt að víkja báðum frá. Fullreynt væri. Prestur og
organisti gætu ekki unnið saman.
Settur biskup kaus að reyna sættir. Kirkjunni bæri að
ganga eins langt og hægt væri til þess að koma á sáttum.
Efasemdarmenn sögðu deiluna komna aftur á byrjunar-
reit. Úrskurðurinn þýddi að allt sæti við það sama.
Formaður Prestafélagsins sagði sáttatilraunina and-
vana fædda. Hvergi væri tekin afstaða til efhisraka deil-
unnar. Sóknarprestur var sýnilega ósáttur þótt hann léti
ekkert hafa eftir sér. Gera má ráð fyrir því að formaður
Prestafélagsins hafl talað máli prestsins.
Organisti sagðist hlíta úrskurðinum en hefur jafn-
framt minnt á að áður hafi samkomulag verið gert í þess-
ari langvinnu kirkjudeilu án þess að það hafi haldið.
Prestur og organisti búa því við það að verða að starfa
saman, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Á það
reyndi í messu í gær og báðir léku þar sitt hlutverk. Mið-
að við það sem á undan er gengið verður þó að telja ólík-
legt að sættir hafi tekist.
Deiluaðilar hafa því, um stund að minnsta kosti,
ákveðið að fara eftir biskupsúrskurði. Yfir þeim vofir
ella brottrekstur. Hinn setti biskup segist vona að úr-
skurðurinn geti verið leiðarljós deiluaðila.
Það leiðarljós nýttu menn sér í gær. Prófastur hefur
skorað á alla aðila að sýna sáttarvilja í verki. í yfirlýs-
ingu sóknarnefndar eftir úrskurðinn var þann sáttarvilja
ekki að finna. Hún lýsti yfir sárum vonbrigðum með úr-
skurð vígslubiskups. Lögmaður sóknarprestsins tók und-
ir það með formanni Prestafélagsins að hjákátlegt gæti
það verið að segja þeim mönnum að starfa saman sem
ekki gætu það.
Gert er ráð fyrir því að Prestafélagið komi saman á
næstunni til þess að ræða úrskurðinn. Málinu virðist því
ekki lokið þótt vígslubiskup hafi úrskurðað.
Því hefur verið haldið fram að úrskurður vígslubisk-
ups sé í raun enginn úrskurður. Allt sé eins og áður.
Þetta er að hluta rétt. Menn geta þó spurt sig hvað gerst
hefði ef hinn setti biskup hefði gengið hreint til verks og
vikið mönnum úr starfi. Þá hefði örugglega komið til
klofnings i söfnuðinum. Sá klofningur getur enn orðið en
vígslubiskup setti ábyrgð á þeim hugsanlega klofningi á
herðar prestsins og organistans.
Nái þeir að slíðra sverðin má koma í veg fyrir klofn-
inginn. Brjóti annar þeirra gegn úrskurðinum og víki í
framhaldi af því virðist klofningur óhjákvæmilegur.
Þessir aðilar verða því að gera það upp við sig hvort
þeir meta meira hag kirkju sinnar og safnaðar eða sinn
eigin. Velji þeir hag kirkjunnar verða þeir um leið að
halda aftur af herskáustu stuðningsmönnum sínum. Það
er hlutverk leiðtogans.
Jónas Haraldsson
„Afleiðingin er þverrandi atvinna í fiskiþorpunum og eyðing byggðanna" segir m.a. í greininni.
Land hálf-
sannleikans
Hálfur sannleikur er oftast lygi.
Menn nota tilteknar staðreyndir
til að fela það sem þeir vilja ekki
að sjáist. Þessi óheiðarleiki eða
sjúkdómur er landlægur hér, bæði
í stjómmálum, stjórnsýslu, fjöl-
miðlum og almennt í opinberum
málum, og kemur I veg fyrir eðli-
lega niðurstöðu í úrslitum mála.
Fiskveiðistefnan er alvarlegasta
dæmið um slíka misnotkun. Menn
eru endalaust að fjalla um þessi
mál á grundvelli hálfsannleikans
og þeir komast ekki að réttri niðu-
stööu þess vegna.
Stjórnvöld hafa með kvótakerf-
inu lagt mestan hluta þorskveið-
anna á grunnslóð undir stórút-
gerðina þótt þetta sé dýrasta veiði-
aðferðin og nægilegur floti veiði-
skipa sé til í landinu til að ná þess-
um afla fyrir brot af núverandi til-
kostnaði. Meðan haldið er áfram
að gera út með þessum óheyrilega
tilkostnaði vita menn hreinlega
ekki hvað þeir eru að tala um.
Út á gaddinn
fsíendingar eru jafnan mjög
framarlega í öllum tækniframför-
um og fljótir að taka við sér í þeim
efnum. Þetta kemur nú þjóðfélag-
inu í koll í sambandi við stórút-
gerðina. Stórútgerðin kaupir upp
djúpveiði- og vinnsluskip af algeru
fyrirhyggjuleysi, eins þótt vitað sé
að þorskstofninn þolir ekki þessa
ofveiði sem hefur minnkað veið-
ina í fiskilögsögunni niður fyrir
þriðjung eðlilegra afkasta með
venjulegum veiðiaðferðum land-
róðrarbáta. Það er tilgangslítið
fyrir þjóðfélagið að reka stórút-
gerð sem ekki getur staðið undir
sér. Þetta ráðslag er að setja allt
þjóðfélagið út á gaddinn.
Þjóðhagsstofnun hefur að und-
anförnu verið falið að áætla af-
Kjallarinn
Önundur Asgeirsson
fyrrv. forstjóri Olís
Löggilt spilling
Alþingismenn sýnast ánægðir
með hið spillta kvótakerfi, þrátt
fyrir að þeir viti af spiilingunni
sem þrífst í skjóli þess. Kvótakerf-
ið er þannig löggilt spilling. Sjóðir
og bankar hafa aðstoðað stórút-
gerðina við uppkaup á kvótum
sem síðan eru seldir á leigukvóta-
mörkuðum því að djúpveiðiskipin
nota enga kvóta utan fiskilögsög-
unnar. Afleiðingin er þverrandi
atvinna í fiskiþorpunum og eyðing
byggðanna. Þessu er stjórnað af
fiskiráðherranum sem heldur að
hann sé enn að gæta hagsmuna fé-
lagsmanna VSÍ en ekki aflrar þjóð-
arinnar svo sem ráðherrar eiga að
gera. Þetta er ljótasti háifsannleik-
ur samfélagsins í dag.
Svo eru til menn sem enn halda
því fram að eitthvert óskilgreint
„Veiöigjald verður aöeins tekið af veiðum
innan fiskilögsögunnar og verður því
aldrei tekið af stórútgerðinni, sem sækir
sinn afla á úthafið, heldur verður því velt
á almenning með gengisfellingu.“
komu sjávarútvegsins og telur
hún í ársbyrjun nú afkomu báta
1%, togara -4% og frystiskipa.1%,
þ.e. allt stendur í járnum með
reksturinn. Ekkert fæst uppgefið
um afkomu smábátanna. Ekkert
fæst heldur uppgefið um rekstrar-
kostnað eða tilkostnað við veið-
arnar hjá þessum flokkum skipa,
eða með mismunandi veiðiaðferð-
um. Þetta er þó grundvallarspurn-
ing því að auðvitað ætti að leggja
slíka reikninga til grundvallar fyr-
ir ákvörðun um veiðarnar. Meðan
svo er ekki gert rekur allt á reið-
anum og allt er ábyrgðarlaust.
veiðigjald myndi bjarga þessum
málum. Veiðigjald verður aðeins
tekið af veiðum innan fiskflögsög-
unnar og verður því aldrei tekið af
stórútgerðinni, sem sækir sinn
afla á úthafið, heldur verður því
velt á almenning með gengisfeU-
ingu, svo sem Grandamenn hafa
gert heiðarlega grein fyrir. Það er
kominn tími tU að Þjóðhagsstofn-
un verði falið að gera grein fyrir
tilkostnaði við veiðarnar eftir
veiðiaðferðum og að kvótakerfið
verði afnumið.
Önundur Ásgeirsson
Skoðanir annarra
Sambærileg lífeyriskjör?
„Hvemig á að skilgreina hugtakið sambærUeg líf-
eyriskjör? ... Það er ekki hægt að skýra hvað sam-
bærileg lífeyriskjör eru nema með því að líta á tU-
gang laganna sem skylda menn að greiða tíund
tekna sinna til lífeyrissjóðs... Ef þessi sparnaður
væri ekki lögbundinn má búast við því að fæstir
hefðu þá fyrirhyggju að leggja nokkuð tU hliðar i
þessum tilgangi. Framfærsla aUs þorra gamalmenna
og öryrkja legðist þá af fullum þunga á almanna-
tryggingakerfið."
Vigfús Ásgeirsson í 11. tbl. Vísbendingar.
Frumvarp um stéttarfélög
„Félagsmálaráðherra beið jafn lengi og honum var
unnt með að leggja málið fram en til þess að unnt
væri að fjalla um það á yfirstandandi þingi varð
hann að legga það fram fyrir 1. aprU nk. Frumvarp-
ið er byggt að verulegu leyti á tillögum vinnuhóps
atvinnurekenda og launafólks og í því er reynt að
koma tU móts við efnislegar óskir fuUtrúa ASÍ og
BSRB í vinnuhópnum. Málið er nú úr höndum fé-
lagsmálaráðherra og komið tU kasta Alþingis sem er
sú stofnun er setur landsmönnum öUum lög, þar
með töldum forystumönnum verkalýðshreyfingar-
innar."
Árni Gunnarsson í Mbl. 22. mars.
Sjónvarpið í slæmum málum
„Sjónvarpið er í slæmum málum. Það virðist vera
svo þungt í vöfum að eðlilegar breytingar geti ekki
átt sér stað. Það er aUtaf í mUlibUsástandi, til dæm-
is í húsnæðismálinu fræga og samnýtingu með Út-
varpinu. Tregðuiögmálið er í fullu gUdi, bæði hjá
stjórnendum og starfsfólki almennt, og deUdirnar
berjast innbyrðis um ijármagn og völd í stað þess að
hugsa umn heildina út á við og hagkvæmni í
rekstri."
Sigurður Hr. Sigurðsson í Alþbl. 22. mars.