Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
39
Fréttir
Fjögur hundruð manns í messu í Langholtskirkju:
Kórinn fékk ekkert hlutverk
en söng með kirkjugestum
- tveir vígslubiskupar voru viðstaddir messuna
„Kórinn fékk ekkert hlutverk í
messunni en sat allur á kirkjubekkj-
unum og söng með öðrum kirkju-
gestum. Skilaboðin eru þau að Flóki
óskar ekki eftir því að kórinn syngi
sjálfstætt," sagði Jón Stefánsson,
organisti í Langholtskirkju, við DV
í gær. Jón lék á orgelið í fyrsta sinn
á þessu ári í messu með séra Flóka
Kristinssyni. Séra Bolli Gústavsson,
vígslubiskup að Hólum, úrskurðaði
í Langholtsdeilunni um helgina
þannig að Flóki og Jón eigi að starfa
saman. Húsfyllir var í messunni,
eða í kringum 400 manns, að við-
stöddum tveimur vígslubiskupum,
þeim séra Bolla Gústavssyni, vígslu-
biskupi að Hólum, og séra Sigurði
Sigurðarsyni, vígslubiskupi í Skál-
holti.
„Frá mínum bæjardyrum séð lít
ég björtum augum á framtíðina og
samstarfið. Ég lít ekki svo á að ég
þurfi að taka þátt í þessari deilu
lengur. Ég vil fá að sinna mínum
störfum i friði. Það hlýtur að vera
einhver úrskurðaraðili sem mun sjá
um að skera úr málum sem eiga eft-
ir að koma upp á milli okkar
tveggja. Það hafa strax komið upp
spurningar í mínum huga um
verkaskiptingu okkar. Reglurnar
eru alls ekki nógu skýrar. Ég veit
ekki hvor okkar á að ákveða hvaða
lög verða leikin við sálmana sem
presturinn velur ef um er að ræða
fleiri en einn möguleika. Ég vil fá
að vita hvor okkar á að ráða því
hvar kórinn er staðsettur. Ég er
ekki að segja að ég sé ósáttur við að
kórinn sé í kirkjunni. Það eru
meira en 20 ár síðan ég byrjaði á
því. Kórinn hefur samt alitaf flutt
eitthvert kórverk og gegnt ein-
Innflutningur á gæludýrafóðri kannaður:
Timabundið innflutn-
ingsbann hugsanlegt
„Við ætlum að kanna innflutning
á gæludýrafóðri frá Bretlandi. Tii
greina kemur að setja á tímabundið
innflutningsbann ef við finnum eitt-
hvað sem borið gæti smit með sér.
Við höfum alla heimild til þess,“
segir Brynjólfur Sandholt yfirdýra-
læknir í samtali við DV í gær.
Þarna er verið að að horfa til
kúariðusmits og hugsanlegra
tengsla þess við Creutzfeldt-Jakob
sjúkdóminn.
Brynjólfur segist þurfa að komast
að því hvernig innflutningur frá
Bretlandi sé og hvemig honum sé
háttað. Hann segist ekki vita hversu
mikið gælidýrafóður sé flutt inn frá
Bretlandi. Hann segist ekki heldur
vita hvað sé notað í það.
„Innihaldslýsing verður athuguð
á þessu fóðri. Ef fóðrið er unnið á
réttan hátt, hitað upp í 135 gráður
ætti að vera hægt að útiloka þessa
riðu. Við fáum upplýsingar um
framleiðsluaðferðir frá viðurkennd-
um framleiðslustöðum því innflutn-
ingur hingað er alls ekki frjáls. Inn-
flytjandinn þarf að leggja fram vott-
orð um að varan sé meðhöndluð á
réttan hátt,“ segir Brynjólfur. „Við
höfum rætt þetta mál og erum sam-
mála um að menn verði að gæta
varúðar við innflutning á gæludýra-
fóðri. Við gáfum út heilt rit um
þetta fyrir einu og hálfu ári,“ segir
Ólafur Ólafsson landlæknir. -em
Húsfyllir var í Langholtskirkju í gær þegar séra Flóki Kristinsson messaði
við undirleik Jóns Stefánssonar orgelleikara. DV-mynd ÞÖK
Óeölilegt að lífeyrisþegar hafi atkvæöisrétt í stéttarfélögum, segir Kristján Árnason:
Skammarleg skoðun
- segir Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar
„Ég kæri mig ekki um að hafa
kosningarétt í Dagsbrún eftir að ég
er orðinn sjötugur og hafa þar með
áhrif á kaup og kjör þeirra sem eru
að slíta blóðið undan nöglunum á
sér úti á vinnumarkaðnum. Það er
ekkert réttlæti í þvi,“ segir Kristján
Árnason, stjórnarandstæðingur í
Dagsbrún og formaður Verkalýðsfé-
lags Reykjavíkur og nágrennis við
DV.
Kristján bendir á að í fjölmörgum
verkalýðsfélögum missi fólk at-
kvæðisrétt við það að fara á ellilíf-
eyri enda sé það fyllilega eðlUegt.
Aðspurður um málið segir HaUdór
Björnsson, formaður Dagsbrúnar,
að það hafl aUa tíð verið og sé metn-
aðarmál hjá Dagsbrún að sýna um-
hyggju öldruðum félögum og þeim
sem hafa orðið fyrir þvi að starfs-
geta þeirra skertist. Þetta fólk hafi
aUa sína tíð á vinnumarkaðnum
verið burðarás i starfi félagsins og
Dagsbrún sinni öUum félögum sín-
um en ekki bara sumum. „Það er
fráleitt að fólk sem eldist eða hefur
orðið öryrkjar vegna áfaUa í lífinu
skuli svipt atkvæðisrétti sínum af
þeim sökum. Það er Kristjáni og fé-
lögum hans til skammar að hafa
slíkar skoðanir og halda þeim á
lofti,“ segir HaUdór. -SÁ
Sundkapparnir í björgunarbátnum.
Guðlaugssund
í 12. sinn
DV, Vestmaimaeyjum:
Gamlir og nýir nemendur Stýri-
mannaskólans í Vestmannaeyjum
hófu eldsnemma á þriðjudagsmorg-
un að synda sitt árlega Guðlaugs-
sund og var synt í 6 tíma. 19 menn
tóku þátt í sundinu. Synti hver í 21
mínútu og lögðu þeir 11,8 km að
baki eða 6,33 sjómUur.
Guðlaugssundið fór fyrst fram
1985 en með því vUdu stýrimanna-
skólanemar minnast frækUegs af-
reks Guðlaugs Friðþórssonar sem
synti 3,2 sjómílur eða 5,9 km til
lands í köldum sjónum eftir að
HeUisey VE fórst suðaustur af Eyj-
um 11. mars 1984. Guðlaugur komst
einn af en með HeUisey fórust fjórir
menn.
Guðlaugssundið er tvískipt. Ann-
ars vegar skiptast þátttakendur á að
synda og hins vegar er keppt í boð-
sundi þar sem klifrað er tvisvar upp
í gúmmíbjörgunarbát. Þetta var í 12.
sinn sem sundið fór fram. Guðlaug-
ur var viðstaddur sundiö og afhenti
bikar sem hann gaf til boðsundsins
fyrir nokkrum árum. -ÓG
hverju hlutverki," segir Jón.
Væntanlega mun séra Ragnar
Fjalar Lárusson fylgjast með hvort
úrskurður BoUa verður virtur eða
fá einhvern annan til þess. Varð-
andi stöðu Ólafar sagði Jón að ver-
ið væri að athuga hana. Hann segist
ekki vita hvort hún muni víkja úr
sóknarnefnd þar sem of snemmt sé
að ákveða það.
„Tveir hæstaréttarlögmenn voru
búnir að athuga stöðu Ólafar í sókn-
arnefnd. Þeir álitu að almennt séð
væri hún hæf. Það er hennar
ákvörðun hvort hún víkur,“ segir
Jón. -em
Þjófar teknir:
Lögreglan
rakti spor
í snjónum
Lögreglan í Reykjavik og RLR
unnu saman að innbrotsmáli i
íbúð í Heiðarási í fyrrakvöld.
Spor fundust í nýfóUnum snjón-
um og á löngum tíma tókst lög-
reglunni að rekja slóðina að
húsi í FeUahverfi í Breiðholti.
Þar fannst þýfi úr húsinu og
piltar á 14. og 15. ári játuðu á sig
verknaðinn. Að auki játuðu þeir
aðild að tveimur öðrum innbrot-
um. Þeir höfðu verið sex saman
við þessa iðju. -sv
Rak upp
í fjöru
Tíu tonna bátur missti vél-
arafl skammt út af Langasandi í
gærkvöld og rak upp í fjöru.
Ægir, bátur slysavamafélagsins
á Akranesi, kom bátnum til að-
stoðar og dró hann tU hafnar.
Ekkert amaði að áhöfninni en
að sögn lögreglunnar á Akra-
nesi mun skrúfa bátsins hafa
skemmst. -sv
Útafakstur viö Brú:
Tvær í kraga
Tvær ungar stúlkur á nýleg-
um fólksbO misstu bU sinn út af
vegi við Brú í Hrútafirði í fyrra-
kvöld. BOlinn fór út af í snjó og
hálku við beygju skammt frá
brúnni, ók niður tvö umferöar-
skilti og hafnaði á saltkassa.
Þakka má fyrir aö bUlinn fór
ekki út af örlítið seinna því þá
hefði hann getað lent úti í ánni.
Lögreglan á Hólmavík ók stúlk-
unum tveimur tU læknisskoðun-
ar á Hvammstanga og kvörtuðu
þær undan eymslum í hálsi.
Þær voru báðar settar í kraga.
-sv
Bílvelta:
Farþegarnir
köstuðust út
BUl valt við Bláijallaafleggjar-
ann á Suðurlandsvegi um kl. 22
á fostudagskvöld. Fjórir farþeg-
ar í bUnum köstuðust aUir út og
tveir þeirra slösuðust nokkuð
en hinir sluppu betur. Limgað í
bUstjóranum mun hafa faUið
saman og talið var aö einn far-
þeginn hefði mjaðmagrindar-
brotnaö. Hált var á veginum þar
sem slysið varð. -sv