Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. MARS 1996 Spurningin Hvað ætlar þú að gera um páskana? Stella Valdimarsdóttir húsmóðir: Ég held að ég verði bara heima. Vignir Aðalgeirsson sjómaður: Við förum á skíði, fjölskyldan, ef það verður snjór. Jónína Símonardóttir verslunar- maður: Fara með Vigni á skíði. Stefán Freyr Stefánsson, nemi í FSU: Bara vera heima og hafa það gott. Ingólfur Elvar Pétursson nemi: Bara vera í Reykjavík og skemmta mér. Steinunn Bergsteinsdóttir textíl- hönnuður: Ég verð að vinna að hluta til. Svo ætla ég að elda kalkún fyrir fjölskylduna. Lesendur Vér hörmum allir G.H. skrifar: Biskup íslands harmar lausa- göngu grenjandi myrkraafla og fær virta lögfræðinga til að staðfesta orðróm um samsæri. Prófastafélag íslands harmar vinnubrögð fjöl- miðla, formaður Prestafélags ís- lands að málið sé orðið pólitiskt, siðanefnd Prestafélagsins harmar fyrningu kærumála og formaður sóknarnefndar Langholtskirkju að trúnaðarupplýsingar frá sér til bisk- ups berist fjölmiölum. - Biskup harmar trúnaðarbrot sitt og systkin meints fórnarlambs harma að hún sé skyld þeim. Á Alþingi er ófull- komin löggjöf um kynferðislega áreitni hörmuð. Ríkissaksóknari harmar að geta ekki tekið á málinu en sér sig síðan um hönd. Á meðan dreifa háðfuglar mishörmulegum leirburði um holdgervingu hins andlega seims. Þetta er í allra grófustu dráttum sú mynd sem við leikmenn höfum af svonefndu biskupsmáli. Þetta mál hlýtur, vestrænum réttar- og sið- ferðisvenjum samkvæmt, að snúast um sekt eða sýknu biskups. Að öðr- um kosti gæti sérhver einstaklingur í veigamiklu embætti setið af sér ásakanir um refsivert athæfi á þeirri forsendu að hann ætti sér andstæðinga sem vildu honum ekk- ert gott! Biskup nýtur, sömu réttarvenjum samkvæmt, vafans en það kæmi þá væntanlega til kasta kirkjunnar að meta siðræna stöðu málsins. Minn- ugir þess að þetta mál snýst aðal- lega um-meinta nauðgunartilraun, refsivert athæfi skv. gildandi lög- um, hljóta margir að spyrja sig hvers vegna það hefur tekið lög- regluyfirvöld allan þennan tíma að gangast við þeirri grundvallar- skyldu sinni að taka á málinu? Fyrir vikið hefur fálmkennt ráða- leysi yfirvalda, ásamt kirkjulegum klaufaskap, stigmagnað þetta mál Málið snýst um sekt eða sýknu biskups, segir m.a. í bréfinu. upp i hæstu hæðir. Því hlýtur bisk- up að segja tímabundið af sér, á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Með því játar hann ekki sekt sína óbeint eins og hann hefur sagt opinberlega. Þvert á móti. - Aðeins með timabundinni afsögn getur biskup stuðlað að farsælli málsmeð- ferð. Flest bendir til að biskupsmál- ið hefði þróast með allt öðrum og sæmilegri hætti ef tekið hefði verið á þvi strax innan réttcirkerfisins og kirkjunnar. Sú aðför sem gerð hefur verið að fjölmiðlum er ekki síður alvarleg en fram bornar ásakanir á hendur biskupi. Sé litið um öxl er það í raun ótrúlega oft sem fjölmiðlafólk má sæta „aftöku sendiboðans með ótíðindin“ að fornaldarsið. Með þessu er ekki verið að hefja um- ræðu fjölmiðla upp yfir gagnrýni, frekar en önniu1 mannanna verk. En að gera þá að sökudólgi er frá- leitt. Hafi biskup, að mati lögmanna hans, komið illa út í fjölmiðlum er við hann sjálfan að sakast, ekki fjöl- miðla. Annað minnir óþyrmilega á tilraun tU að hengja bakara fyrir smið eða öUu heldur; blaðamann fyrir biskup. Barist um bitana hjá RÚV Sigrún Ólafsdóttir skrifar: Sjaldan hefur svo staða losnað hjá Ríkisútvarpinu að þar sé ekki kominn mýgrútur af fólki sem telur sig eiga rétt á yfirtöku. Ýmist vegna fyrri tengsla við RÚV - jafnvel oft í ekki stærra hlutverki en að hafa verið upplesari þar um tíma - eða þá vegna hefðbundinna ættar- tengsla í karl- eða kvenlegg. Eins og alþjóð veit hafa Uenst hjá RÚV syn- ir og dætur margra frumkvöðla Rík- isútvarpsins og nú síðustu árin eru það bamabörnin sem ganga í sum störfin. Nú losnaði staða yfirmanns inn- lendrar dagskrárdeUdar hjá Sjón- varpinu. Þar bar vel í veiði. Óðara voru komnir ekki færri en 16 um- sækjendur, hver öðrum ættgöfugri eða innviðavanari hjá RÚV, sem vUdu handsama hlutverkið. Útvarpsráð hefur úr vöndu að ráða. Ekki má fara offari gegn ein- valaliði sem sækir svo fast á garð- ann. Vandann má þó leysa með því að standa fast í ístaðinu og leggja niður stöðu fyrrverandi yfirmanns hjá Sjónvarpinu. Það er sparnaður í raun. Reykjavík yfirfull af ryki að búa viö eðlilegar reglur um þrifnað, segir hér m.a. Snæbjörn skrifar: Þessa dagana kemur vel í ljós hve höfuðborgin er í raun óhrein. I und- angengnu kyrrviðri heUist yfir mann rykmökkur sem leggst yfir aUt og aUa. Þessu til viðbótar er borgin óhemjuskítug. Götur og ræsi strætanna eru fuU af drasli; pappa, úrgangi af trjágróðri frá síðasta hausti og hvers konar sorpi sem ýmist situr fast eða fýkur til og frá við minnsta andblæ. - Manni verð- ur hugsað til stórborganna í ná- grannalöndunum eða í Ameríku. Óvíða sér maður jafnmikil óhrein- indi. En hvernig stendur á þessum óhreinindum hér? Rykið verður varla við ráðið í bili, þar sem ráðamenn gatnakerfisins hafa kappkostað að koma upp grasi hvar sem mögulegt er. Það leiðir aftur það af sér að þetta sama gras verð- ur fljótt að mold- arsverði sem blæs upp og rýk- ur yfir nágrenn- ið. Það er hið mesta óráð að reyna að binda gras við miklar umferðaræðar hér, i jarðvegi sem er gljúpari en víðast hvar I nálægum lönd- um. Rusliö væri auðveldara við að eiga, þ.e.a.s. ef fólk væri aðeins þrifnara. En ís- lendingar eru sóðar að upplagi og vilja að aörir taki tU hendinni við þrifnað. Helst hið opinbera. Setja ætti lög um þrifnað; skikka borgarana til að þrífa fyrir framan hús sín, líka úr gangstéttum og göturæsum. Lækka í staðinn skatta af húseigendum og láta sektir koma tU sé ekki farið að lögum. En ljklega vUl fólkið frekar eigra um í skítnum og ruslinu en að fá eðlilegar reglur yfir sig að þessu leyti. Ferjuflug til Keflavíkur Skarphéðinn hringdi: Nauðlending flugvélar banda- rísku konunnar í Njarðvík á dögunum sannar að Keflavikur- flugvöllur er sá staður þar sem ferjuflugið á heima og annað flug á þar einnig samastaö. Mikið er þarna af óbyggðu flatlendi þannig að mun minni hætta er þarna en í Reykjavík. í nágrenn- inu er svo Patterson-flugvöUur- inn ónotaður. Þar mætti sem best hafa kennsluflug og mest af einkafluginu. Sá völlur bíður bara eftir notkun með lítilshátt- ar lagfæringu því hann var byggður á sama tíma og Reykja- víkurflugvöllur, kannski aðeins síðar. Verðbólgan nálgast 9% Kristleifur skrifar: Ekki þurftum við lengi að bíða eftir verðbólguvextinum. Verð- bólgan er nú, samkvæmt út- reikningi Hagstofu íslands, kom- in í 8,4% á ársgrundvelli. Segi svo menn að hér sé stöðugleiki til staðar! Með þeim skuldum sem við íslendingar höfum búið okkur þarf enginn að láta sér detta í hug að verðbólga geti annað en hækkað verulega. Vextir eru á uppleið á ný og launafólk er enn á sokkaleistun- um að glíma við afborganir af eyðslu sinni og einnig daglegum nauðþurftum. Ríkið berst svo við að halda uppi atvinnubóta- vinnu og slær erlend lári til að fjármagna hana fyrir hönd skjól- stæðinga sinna sem krefjast stærri og stærri bita. Organisti fyrir prest? Helga Kristjánsd. hringdi: Manni blöskrar frekja og uppi- vöðsluháttur þeirra safnaðar- meðlima Langholtskirkju sem gengið hafa í hús að undanfornu og safnað undirskriftum gegn presti sem er af flestum mjög vel liðinn og er mikill trúmaður. Dettur þessum þrýstihópi virki- lega í hug að víkja presti og halda organistanum? Hingað til hefur það verið presturin sem er númer eitt í kirkjustarfi en ekki organistinn. Eða heldur þetta fólk að organistinn komi í stað prestsins? Verkalýðsfor- menn í klípu Halldór Ólafsson skrifar: Nú eru verkalýðsforingjar komnir í verulega klípu út af frumvarpi félagsmálaráðherra. Frumvarpið er flestum mikill léttir, ekki síst launafólkinu sjálfu. En verkalýösforingjar geta sjálfum sér um kennt. Þeir hafa aldrei farið eftir neinu sem þeim hefur verið bent á í allri vinsemd. Hvað með styttingu aldursmarka til lífeyristöku? Eða þá tíðari útborgun launa (hjá mánaðarkaupsfólki)? Aldrei hlustað á neitt. Nú hefur enginn samúð með verkalýðsfor- kólfunum. Býr einn í fimm herbergjum! Sigfús skrifar: Mér brá ónotalega þegar ég las fréttaklausu í Mbl. í morgun (21. mars) þar sem greint var frá síð- asta máli virts hæstaréttalög- manns fyrir Hæstarétti. Þama var því skotið inn eins og til upplýsingar (fyrir hvern?) að viðkomandi „byggi einn í fimm herbergja íbúð sinni“! Fyrir hvern voru þessar upplýsingar eiginlega? Fylgist Mbl. ekki með þjóðfélagsástandinu? Er þetta nokkuð annað en ábending til misindismanna sem ganga því miður lausir um allt og sæta fær- is að berja og ræna saklausa borgarana?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.