Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 30
42
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
Afmæli
Pétur Hallsteinn
Pétur Hallsteinn Ágústsson,
skipstjóri og framkvæmdastjóri
Eyjaferða og íshákarls hf., Sunda-
bakka 16, Stykkishólmi, er fimm-
tugur í dag.
Starfsferill
Pétur fæddist í Flatey á Breiða-
firði en flutti til Stykkishólms sex
ára. Hann lauk fiskimannaprófi
1967 og farmannaprófi 1968 frá
Stýrimannaskólanum i Reykjavík.
Pétur hefur verið til sjós frá
unga aldri og var skipstjóri á
ýmsum skipum fram til 1972. Þá
stofnaði hann eigin útgerð ásamt
konu sinni. Hann var þá lengst af
skipstjóri á Sif SH 3. Hann starf-
rækir nú Eyjaferðir, Hótel Eyja-
ferðir og íshákarl hf. í Stykkis-
hólmi.
Pétur sat i hreppsnefnd og síðar
bæjarstjóm Stykkishólms 1981-89
og var varaforseti bæjarstjórnar
1987-89. Hann situr í hafnamefnd
Stykkishólms frá 1980 og hefur
verið formaður hennar sl. tólf ár.
Þá er hann félagi í Rotaryklúbbi
Stykkishólms frá 1983, var forseti
klúbbsins 1993-94 og hefur setið í
stjóm Fiskmarkaðar Breiöafjarð-
ar frá stofnun hans.
Fjölskylda
Pétur kvæntist 20.6. 1970 Svan-
borgu Siggeirsdóttur, f. 18.9. 1950,
kennara og síðar framkvæmda-
stjóra. Hún er dóttir Siggeirs Páls-
sonar, bónda á Baugsstöðum, og
k.h., Unu Kristínar Georgsdóttur
húsfreyju.
Börn Péturs og Svanborgar eru
Ágúst, f. 25.12. 1970, flskeldisfræð-
ingur og með próf frá Vélskóla Is-
lands, nemi í vélvirkjun hjá Ósey
hf. í Hafnarfirði en sambýliskona
hans er Hrönn Sturludóttir; Sig-
geir, f. 14.3. 1973, skipstjóri hjá
Eyjaferðum og tónlistarmaður í
hljómsveitinni Vinir vors og
blóma; Una Kristín, f. 26.12. 1979;
Lára Hrönn, f. 11.9. 1981.
Systkini Péturs em Stefán, f.
Ágústsson
4.4. 1939, verkamaður í Stykkis-
hólmi; Eyþór, f. 9.11. 1943, vél-
stjóri í Stykkishólmi; Snorri Örn,
f. 28.7. 1947, vélstjóri í Kópavogi;
Valdimar Brynjar, f. 13.12. 1950,
fiskiðnaðarmaður í Hnífsdal; Guð-
laug Jónína, f. 3.10.1959, lyfja-
tæknir í Stykkishólmi.
Foreldrar Péturs vora Ágúst
Pétursson, f. 2.8. 1906, d. 10.8. 1979,
skipstjóri frá Flatey og Stykkis-
hólmi og síðar hafnarvörður í
Stykkishólmi, og Ingveldur Stef-
ánsdóttir, f. 3.1. 1917, d. 27.11. 1985,
húsmóðir í Flatey og Stykkis-
hólmi.
Pétur Hallsteinn Ágústsson.
Örn Óskar Helgason
Öm Óskar Helgason vélstjóri,
Heiðarbraut 60, Akranesi, er sex-
tugur í dag.
Starfsferill
Öm Óskar fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp í Vesturbænum.
Hann hefur stundaði sjómennsku
á ýmsum bátum frá Akranesi um
árabil og verið vélstjóri frá 1958.
Fjölskylda
Öm Óskar kvæntist 31.1.1959
Svönu Jónsdóttur, f. 18.8. 1939,
bankaritara. Hún er dóttir Jóns
Einarssonar frá Siglufirði sem býr
á Akranesi og Önnu Halldórsdótt-
ur frá Isafirði sem er látin.
Böm Arnar Óskars og Svönu
eru Anna Amardóttir, f. 22.8. 1959,
húsmóðir á Akranesi, en hennar
maður er Egill Guðnason bifreiða-
stjóri og á hún þrjú böm; Hall-
dóra Hafdís Arnardóttir, f. 19.5.
1962, hjúkrunarfræðingur á Akra-
nesi, en hennar maður er Friðrik
Friðriksson rafvirki og á hún tvö
börn; Jón Örn Arnarson, f. 6.3.
1966, sjómaður á Akranesi, en
hans kona er Nína Borg Reynis-
dóttir og á hann tvö böm; Helga
Margrét Arnardóttir, f. 3.10. 1971,
húsmóðir á Akranesi, en hennar
maður er Helgi Hauksson tölvun-
arfræðingur og á hún tvö böm og
eina fósturdóttur.
Systkin Arnar Óskars eru
Hrafn Helgason, f. 14.8. 1939, loft-
skeytamaður í Hafnarfirði; Stefan-
ía Danía Helgadóttir, f. 2.5. 1941,
húsmóðir í Reykjavík; Guðjón
Helgason, f. 5.7. 1943, bifvélavirki í
Garðabæ.
Foreldrar Arnar Óskars era
Helgi Sigurvin Sigurjónsson, f. 4.2.
1911, d. 21.12. 1991, bifreiðastjóri 1
Reykjavík, og Katín Guðjónsdótt-
Örn Óskar Helgason.
ir, f. 10.8. 1912, húsmóðir.
Örn Óskar er að heiman á af-
mælisdaginn.
Torfi Hallór Ágústsson
Torfi Halldór Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri Gesthús Dúna hf.,
til heimilis að Nesbala 22, Sel-
tjarnamesi, er fímmtugur í dag.
Starfsferill
Torfi fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Grjótaþorpinu. Hann
lærði hjá Ottó A. Michelsen og
starfaði þar í tuttugu og eitt ár en
Torfi er skriftvélavirkjameistari
og rafeindavirkjameistari. Hann
var framkvæmdastjóri Islenskra
ungtemplara 1968, starfsmaður
Ferðafélags íslands 1984 og 1985,
var fararstjóri í fjalla- og jökla-
ferðum um áratugaskeið og inn-
heimtustjóri hjá Heildversluninni
Austurbakka frá 1985. Hann starf-
rækir nú gistihúsið Gesthús Dúna
hf. í Reykjavík.
Fjölskylda
Torfi kvæntist 27.2. 1971 Mar-
gréti Jónsdóttur, f. 6.8. 1948,
íþróttakennara. Hún er dóttir
Jóns Á. Brynjólfssonar og Kristín-
ar Ólafsdóttur sem bæði eru látin.
Synir Torfa og Margrétar em
Ásgeir Brynjar, f. 1972; Helgi
Kristján, f. 1974; Ágúst Geir, f.
1979.
Systkini Torfa em Jón, Helgi,
Hans, sem er látinn, Guöríður
Ríta, Ágústa og Geir.
Foreldrar Torfa voru Ágúst
Jónsson, f. 1896, d. 1969, húsgagna-
bólstrari, og Magda María, f.
Balzeit 1910, d. 1966, húsmóðir.
Torfi og Margrét verða með af-
mælisboð í salnum Gullhömrum í
Iðnaðarmannahúsinu að Hallveig-
arstíg í Reykjavík, í kvöld, mánu-
daginn 25.3., kl. 20.00-23.00.
Torfi Halldór Ágústsson.
Til hamingju
með afmælið
25. mars
85 ára
Þórey Þórðardóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
80 ára
Ingibjörg Stefánsdóttir,
Laufási 7, Egilsstöðum.
75 ára
Amheiður Sigurðardóttir,
Hjúkrunarheimilinu Eir, við
Gagnveg, Reykjavík.
Ásta Frímannsdóttir,
Baughóli 11, Húsavík.
70 ára
Rannveig Kristjánsdóttir,
Gnoðarvogi 36, Reykjavík.
Eiríkur K. Eiríksson,
Gafli, Villingaholtshreppi.
Björg Jóhannsdóttir,
Fannborg 1, Kópavogi.
Hún er í útlöndum.
60 ára
Halldór Sigurðsson,
Norðurtúni 18, Bessastaöahreppi.
María Pálsdóttir,
Vogum, Kelduneshreppi.
Gunnar I. Hafsteinsson,
Hagamel 52, Reykjavík.
Maria Sigurðardóttir,
Hliðarvegi 50, Njarðvík.
Páll Garðarsson,
Vanabyggð 19, Akureyri.
50 ára
Anna Malinowska,
Gerðavegi 32, Gerðahreppi.
LUja Óskarsdóttir,
Borgarási 10, Garðabæ.
Jörgen Þorbergur Ásvaldsson,
Lynghrauni 2, Skútustaðahreppi.
Kristín Guðmundsdóttir,
Hamrabergi 28, Reykjavík.
40 ára_______________________
Sigurður Mar Óskarsson,
Hlégerði 2, ísafirði.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Hrafnabjörgum I, Hvalijarðar-
strandarhreppi.
Haraldur Öm Pálsson,
Skipholti 51, Reykjavík.
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Hólatúni 14, Sauðárkróki.
Viktor Óskarsson,
Reynivöllum 5, Selfossi.
Sæbjörn Sigurðsson,
Asparfelli 12, Reykjavík.
Rósa María Stefánsdóttir,
Lerkihlíð 1, Sauðárkróki.
Guðný Elisabet Einarsdóttir,
Breiðvangi 5, Hafnarfirði.
Sigurður Óttar Hreinsson,
Æsufelli 6, Reykjavík.
Guðrún Sveinsdóttir,
Hvítárbakka, Biskupstungna-
hreppi.
Atli Geir Friðjónsson,
Logafold 13, Reykjavík.
Panasoníc
Ferðatæki RX DS25
Ferðatæki með geislaspilara,
40W magnara, kassettutæki,
útvarpi m/stöðvaminni og
fjarstýringu.
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
Hringiðan
Á föstudaginn var haldin tískusýning í Loftkastalanum. Tvær
stúlkur úr Iðnskólanum, þær Bryndís og Selma, sýndu hönnun
sína. Það var því ekki úr vegi fyrir Selmu að stilla sér upp með
sýningarstúlkunum, sem báru glæsilegan fatnaðinn, eftir vel
heppnaða sýningu. DV-myndir Teitur
Ný íslensk kvikmynd, Draumadísir, var frumsýnd í Stjörnu-
bíói fyrir helgina. Margrét Ólafsdóttir leikkona, sem fer með
hlutverk í myndinni, óskar hér Ásdísi Thoroddsen, leikstjóra
myndarinnar, til hamingju með frumsýninguna.