Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 25. MARS 1996 Fréttir DV Guörún Agnarsdóttir gefur kost á sér til embættis forseta íslands: Reynslan af þingi dýrmæt og jákvæð Guðrún Agnarsdóttir læknir hjálpaði aidraðri vinkonu sinni, Elten Sighvatsson, við flutninga um helgina eftir að hafa tilkynnt um framboð sitt til forseta íslands. DV-mynd ÞÖK „Ég vil fyrst og fremst leggja hönd á plóginn til aö skapa betra samfélag og ég er alveg handviss um að hér eru alveg einstakar að- stæður, miðað við það sem gerist í öðrum löndum til að gera slíkt og það er hægt að gera á margvíslegan hátt. Það er hægt að gera það í gras- rótinni, í stjómmálum og með því að taka að sér þetta einstaka, vanda- sama embætti. Vegna þeirra áskor- ana, sem ég hef fengið, og hvatn- inga, sem hafa farið vaxandi á und- anfomum vikum þá ákvað ég, eftir vandlega umhugsun, að láta til leið- ast,“ segir Guðrún Agnarsdóttir læknir en hún hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Is- lands. DV hitti Guðrúnu að máli í gær þar sem hún var að aðstoða 87 ára gamla vinkonu sína, Ellen Sighvats- son, sem var að flytja síðustu eigur sinar úr húsinu sem stendur við Amtmannsstíg 2 í Reykjavík í ann- að hús, ofar í götunni, en Mennta- skólinn í Reykjavík hafði keypt hús Ellenar undir starfsemi sína. Guðrún segist telja að embætti forseta gefi svigrúm til að hafa óvanalega mikil áhrif, hefja um- ræðu um málefni, leiða saman fólk til að vinna að verkefnum og hvetja aðra til þess að leggja góðum málum lið. Guðrún segir að þetta séu auð- vitað óbein áhrif að ýmsu leyti en fmmkvæði forseta geti líka verið mjög mikils virði. Forseti allrar þjóðarinnar - Vill hún auka bein áhrif for- seta ef hún nær kjöri? „í mínum huga eru bein áhrif for- setans að vissu leyti óþekkt stærð. Hver manneskja virðist geta lagt sitt persónulega mark á embættið. Ég hef áhuga á því að styðja og vinna að málefnum sem ég tel að séu mikilvæg fyrir samfélagið. Ég tel að það sé hægt að gera það í þessu embætti á mjög áhrifaríkan hátt. Það mundi ég vilja láta reyna á og þá er ég ekki að tala um flokkspólitísk mál heldur málefni sem sátt ríkir um í samfélaginu þó að þau hafi ekki verið leidd til lykta eða ásættanlegri niðurstöðu verið náð,“ segir hún. - En getur flokkspólitískur ein- staklingur orðið forseti allrar þjóðarinnar? „Já, alveg tvímælalaust. Þó að fólk hafl komið að pólitísku starfi þá er ekki þar með sagt að það sé ekki gjaldgengt til annarra mikil- vægra starfa i samfélaginu því að það hlýtur hver manneskja, sem býður sig fram í þetta embætti, að gera sér grein fyrir að það þarf að ríkja pólitískt hlutleysi. Mér finnst reynsla mín af því að starfa á Al- þingi vera mjög verðmæt. Hún opn- aði augu mín fyrir mörgu sem ég vissi ekki um þetta þjóðfélag og fólkið í landinu. Mér fannst þetta mjög jákvæð og verðmæt lífsreynsla og ég tel mjög miður ef fólk lítur á þannig lífsreynslu sem neikvæða," segir Guðrún og kveðst treysta sér til þess að taka hlutlausa og ópóli- tíska afstöðu. Býður sig fram sem einstaklingur Guðrún telur ekki slæmt að tvær konur séu í framboði til forseta og bendir á að fólk fari í framboð vegna þess að því finnst það eiga er- indi. „Ég held að það sé ekki í takt við nútímalega hugsun að hugsa sem svo að ein kona sé nóg, aðrar til óþurftar. Þetta er spuming um ein- staklinga. Það hlýtur hver mann- eskja að bjóða sig fram sem sá ein- staklingur sem hún er og það geri ég. Allir aðrir, sem koma fram, koma til með að taka atkvæði frá þeim sem þegar hefur boðið sig fram, hverjir svo sem þeir verða, og það eru bæði konur og karlar sem kjósa,“ segir Guðrún að lokum. Guðrún Agnarsdóttir fæddist 2. júni 1941. Hún er dóttir hjónanna Agnars Guðmundssonar sjómanns og Birnu Petersen. Hún er læknir og starfar sem sérfræðingur í veiru- fræði við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum, sem forstjóri Krabbameinsfélags íslands og um- sjónarlæknir Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur í Fossvogi. Hún var alþingiskona Kvennalistans 1983-1990. -GHS Feðgarnir Hermann Ólafsson til vinstri, Ólafur Gamalíelsson og Gestur Ólafsson fyrir framan nýja húsið þeirra sem verður tilbúið í sumar. Uppgangur hjá Stakkavík hf. í Grindavik: Aðstaða starfsfólks gjör- breytist með nýja húsinu DV, Suðurnesjum: „Við erum fyrir löngu búnir að sprengja utan af okkur og var orðið tímabært að byggja nýtt hús. Með tilkomu nýja hússins á aðstaðan eft- ir að gjörbreytast fyrir starfsfólk, þá verða skrifstofur og síðan veruleg stækkun á vinnslusal," sagði Her- mann Ólafsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Stakkavíkur hf. í Grindavík, í samtali við DV. Fyrirtækið hefur sérhæft sig fyrst og fremst í vinnslu á saltfiski og hef- ur velgengni þess verið sem ein góð lygasaga undanfarin ár. Árið 1992 var velta þess um 250 milljónir. í fyrra var veltan hins vegar 740 milljónir. Alls voru unnin 2000 tonn af saltfiski í fyrra. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 15 manns en yfir hávertíðina eru þeir um 30. Launagreiðslur námu um 45 millj- ónum í fyrra. Fyrirtækið, sem er fjölskyldufyrirtæki, hóf rekstur 1988 og er í tveim húsum. Annað hús- næðið er þúsund fermetrar en hitt 500. Nýja húsið verður hins vegar 2800 fermetrar. Stakkavík á íjóra báta, einn krókabát, tvo sem eru rúm 9 tonn og einn 17 tonna. Þá er fyrirtækið með báta í föstum við- skiptum og síðan kaupir það á fisk- mörkuðum. „Við erum með mjög gott starfs- fólk og þá vinnum við sjálfir baki brotnu í þessu. Við erum með mjög góða báta sem skila góðu hráefni í samvinnu við okkur,“ sagði Her- mann Ólafsson. -ÆMK ^ Stuðningshópur fundaði í gær: Eg er sem sakborn- ingur í yfirheyrslu - segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir „Það eina sem hefur breyst í mál- inu er það að ég hef verið i yfir- heyrslu sem sakbomingur og það er allt annað en góð lífsreynsla. Ég get ekkert talað um það að svo stöddu en er hugsanlega tilbúin til þess síð- ar,“ sagði Sigrún Pálína Ingvars- dóttir, konan sem sakað hefur bisk- up íslands, herra Ólaf Skúlason, um kynferöislega áreitni, i samtali við DV í gær. Stuðningshópur Sigrúnar Pálínu hélt fund í gær, „til þess að endur- meta stöðuna og ræða málin“, eins og hún orðaði það. Sigrún Pálína sagðist að svo stöddu ekki vilja ræða fundarefnið en í yfirheyrslum hjá RLR hefði málið verið opnað upp á gátt. -sv Sigrún Pálína og Stefanía Þorgrímsdóttir með stuöningsmönnum á fundinum í gær. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.