Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996
Fréttir
11
19 ára hundur í Seyðisfirði:
Fagnar gestum enn
með miklum látum
DV, Seyðisfirði:
Á norðurströnd Seyðisfjarðar
eru þrír bæir enn þá byggðir. Næst
kaupstaðnum er gamla prestssetrið
Dvergasteinn, síðan Sunnuholt -
upphaflega nýbýli úr Dvergasteins-
landi - og snertispöl utar eru Sel-
staðir. Þar búa Svandís Jónsdóttir
og sonur hennar, Eyjólfur. Kristján
Eyjólfsson bóndi lést á síðastliðnu
vori. Þau mæðginin reka áfram
myndarbúskap sem hefur þó dreg-
ist nokkuð saman síðustu árin á
tímum skömmtunar og tilskipana.
Þarna hefur alltaf verið töluverð-
ur fjárbúskapur og eru því þrír
hundar á bæ. Einn þeirra heitir
Ási og er nokkuð sérstakur og eft-
irminnilegur vegna þess hve hár
aldur hans er. Ási er fæddur 1977
og er því senn 19 ára. Það er vert að
hafa i huga að meðalaldur hunda
er 10-12 ár. Oft er talið að eitt ár í
aldri hunda sé samsvarandi sjö
árum á aldri manna. Viðmiðun
þessu lík, sem aldrei er algild, ger-
ir okkur þó ljóst hvílíkur öldungur
Ási á Selstöðum er orðinn.
Ég kom að Selstöðum 17. mars og
hafði þá ekki séð Ása í nokkra
mánuði. Nokkuð fannst mér hann
hafa fellt af frá síðustu fundum
okkar en hann tekur samt á móti
gestum að hætti íslenskra sveita-
hunda með hávaða og miklum
fagnaðarlátum og dregur hvergi af
Eyjólfur Kristjánsson með Ása sem er 19 ára. Samkvæmt kenningunni um
að eitt ár í aldri hunda samsvari 7 árum á aidri manna og 19 sinnum 7 er 133.
sér. Hann, sem áður var fremstur er nú samt ekki svo brattgengur
meðal jafningja sem smalahundur, sem fyrr. -JJ
Hér er einn alveg frábær
og þægilegur hornsófi sem heitir Lausanne.
Lausanne er úr sérstaklega slitsterku áklæði
sem gott er að þrífa og hentar því vel þar sem
börn eru á heimilum.
10%
staðgreiðsluafsláttur
eða góð greiðslukjör
3 áklæðalitir
200x250cm
Krakkar að leik í aðalsal nýja íþróttahússins. DV-mynd GS
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Flateyri:
Fyrsta skóflustung-
an tekin 1977
„Þetta nýja hús kemur til með að
gjörbreyta allri aðstöðu fyrir félags-
starfssemi og til íþróttaiðkunar á
Flateyri. Við tókum sundlaugarálm-
una í notkun 1983. Það var strax
mikil lyftistöng fyrir íþróttalíflð, ‘ ‘
sagði Kristján J. Jóhannesson,
sveitarstjóri Flateyri, í samtali við
DV.
Nýtt og glæsilegt íþróttahús var
tekið í notkun á Flateyri um síðustu
helgi. Húsið, sem er 400 m2 að stærð
auk 100 m2 viðbyggingar sem ætluð
er sem búninga- og vinnuaðstaða
fyrir leikhópa og annað félagsstarf,
er teiknað af Jes Einari Þorsteins-
syni arkitekt en fyrsta skóflustunga
að byggingunni var tekin sumarið
1977.
„íþröttamiðstöðin, íþróttahúsið
og sundlaugin kosta á núgildandi
verðlagi um 180 milljónir.v Formleg
vígsla hússins verður svo væntan-
lega um miðjan apríl nk.,“ sagði
Kristján.
-GS.
Þormóður rammi:
100 milljóna hlutafjárútboö hafiö
Hjá Verðbréfamarkaði íslands-
banka, VÍB, er hafið útboð á 100
milljóna króna nýju hlutafé í út-
gerðarfýrirtækinu Þormóði ramma
á Siglufirði. Hluthafar hafa for-
kaupsrétt á bréfúnum til 29. mars á
genginu 3,75. Eftir þann tíma fara
bréfm í almenna sölu, ef einhver
verða í boði, á genginu 3,90 á fyrsta
degi.
Hlutafé í Þormóði ramma er nú
rúmar 500 milljónir en var 290 milij-
ónir árið 1992. Á aðalfundi fyrirtæk-
isins 6. mars sl. voru hluthafar 285
talsins. Tveir hluthafar áttu þá sam-
tals rúm 50% hlut, þ.e. Marteinn
Haraldsson og fjölskylda með 28,5%
hlut og Grandi með 22,1% hlut. -bjb
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
• Digital FM/MW/LWútvarp
með 30 minnum
• 80 watta magnari
• Karaoke-kerfi
• Geislaspilari m. 32 minnum
• Handahófs spilun á geislasp.
• Tónjafnari m. bassa- og
diskant stilli
• Tvöfalt segulband
• Innstunga fyrir heyrnartól
og hljóðnema
»Fullkomin fjarstýring
...og margt fleira.
SXÐUMULA 2 • SIMI568 9090
__J_ Ct^i'____________a
FULLKOMINl
KARAOKE-HUÓMTÆKI