Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996 Mikið hefur verið deilt á Alþingi undanfarna daga. Hefur enga skoðun „í hverju málinu á fætur öðru hefur Alþýðuflokkurinn enga skoðun.“ Árni Mathiesen, á Alþingi. Þorir að hafa skoðun „Ef einhver flokkurinn hefur þorað að hafa skoðun á hlutun- um þá er það Alþýðuflokkur- irm.“ Rannveig Guðmundsdóttir, á Alþingi Ummæli Mikið afrek „Félagsmálaráðherra hefur á einum sólarhring unnið það af- rek að sameina, ekki einungis stjórnarandstöðuna, heldur einnig verkalýöshreyfinguna.“ Össur Skarphéðinsson, í Alþýðublaðinu. Gaukur og Mjöll „Þetta er svona Lennon og McCartney eða Gaukur og Mjöll hjá okkur.“ Anna Mjöll Ólafsdóttir, íTímanum. Árið 1938 varð Shirley Temple fyrsta barnastjarnan til að fá ósk- arsverðlaun. Hér hún með verð- launagripinn. Með henni á mynd- inni er Walt Disney. Upphaf ósk- arsverðlaun- anna Óskarsverðlaunin hafa verið afhent allt frá árinu 1927. í fyrstu var þessi hátíð ekki eins mikil um sig og nú og það er í raun ekki fyrr en sjónvarpið fer að senda út beint frá verðlaunaaf- hendingunni að umfangið fer að verða eitthvað í líkingu við það sem er í dag. Fyrsta verðlaunaafhendingin Það var frekar fámennt við fyrstu óskarsverðlaunaafhend- inguna og fjölmiðlar voru lítið að hafa fyrir því að kynna sér málið. Blaðaljósmyndarar mættu þó í veislusalinn þar sem vitað var að kvikmyndastjömur yrðu á staðnum. Wings hét fyrsta kvikmyndin sem valin var Blessuð veröldin besta kvikmynd. Þetta var þögul mynd um tvo herflugmenn sem verða báðir hrifnir af sömu stúlkunni. William A. Wellman leikstýrði en í aðalhlutverkum voru Clara Bow, Richard Arlen og Cary Cooper. Besti leikari var valinn Emil Jannings fyrir leik í The Last Command og The Way of All Flesh og besta leikkona var valin Janet Gaynor fyrir leik í Seventh Heaven, Street Angel og Sunrise. Léttskýjað víðast hvar í dag verður hæg breytileg átt og léttskýjað víðast hvar en norðvest- ankaldi og éljagangur úti við norð- austurströndina. Frostlaust verður Veðrið í dag að deginum sunnan- og suð'vestan- lands en vægt frost norðaustan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður vest- angola í kvöld en síðan hæg breyti- leg átt, þurrt og bjart veður og frost 2 til 7 stig í nótt en frostlaust yfir daginn. Sólarlag í Reykjavík: 19.59. Sólarupprás á morgun: 7.06. Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.45. Árdegisflóð á morgun: 11.11. Heimild: Almanak Háskólans. Veðriö kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjað Akurnes léttskýjað -3 Bergsstaöir skafrenningur -3 Bolungarvík snjóél -6 Egilsstaðir léttskýjað -4 Keflavíkurflugv. úrkoma i grennd 0 Kirkjubkl. léttskýjaó -3 Raufarhöfn snjókoma -6 Reykjavík snjóél -2 Stórhöfúi léttskýjaö -1 Helsinki hálfskýjað 3 Kaupmannah. rigning 2 Ósló léttskýjaö 3 Stokkhólmur skýjað 3 Þórshöfn skýjað 2 Amsterdam þokumóða 6 Barcelona skýjað 16 Chicago léttskýjað 4 Frankfurt skýjaö 13 Glasgow mistur 7 Hamborg þokumóða 6 London skýjaö 8 Los Angéles léttskýjaó 13 Lúxemborg skýjað 14 Mallorca skýjað 22 Malaga þokumóða 19 New York heióskírt 2 Nice léttskýjað 16 Nuuk snjókoma -2 Orlando skýjað 14 París léttskýjað 14 Róm þokumóða 15 Vin rigning 10 Washington léttskýjað 4 Winnipeg snjókoma M6 Dagmar Sigurðardóttir, sýslumannsfulltrúi í Keflavík: Fyrsta giftingin fór fram á Bláa lóninu DV, Suðurnesjum: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég gef hjón saman. Það var búið að ákveða að ég sæi um næstu gift- ingu. Þetta er alltaf ákveðinn áfangi hjá hverjum fulltrúa og þetta gekk eins og í sögu,“ segir Dagmar Sigurðardóttir, sýslu- mannsfulltrúi í Keflavík, sem gaf hjónin Jamal Etahiri frá Marokkó og Suzanne Martin frá Bandaríkj- unum saman og fór giftingin fram á litlum báti á Bláa lóninu. Vakti þetta mikla athygli gesta sem voru í lóninu. „Þetta kom þannig til að Jamal kom til mín og spurði hvort ég Maður dagsins vildi sjá um giftinguna. Ég sagði honum að ég myndi gifta þau á skrifstofunni. Það fannst honum hvorki nógu spennandi né róman- tískt. Ég sagði honum þá að við gætum farið eitthvað annað og benti honum á að gift hefði verið i Garðskagavita og á Bláa lóninu. Honum leist strax vel á Bláa lónið og hringdi þangaö og fékk sam- þykki. Þetta var skemmtileg til- Dagmar Sigurðardóttir. breyting að fara úr skrifstofunni og gefa saman hjón á Bláa lóninu og sýnir hvað þetta er fjölbreytt starf.“ Dagmar lauk prófi í lögfræði við Háskóla íslands 1994 og byrjaði hjá embættinu í Keflavík í desem- ber á síðasta ári „Mér líkar ein- staklega vel að vinna hér, það er góður starfsandi hér og sýslumað- urinn, Jón Eysteinsson, er góður yfirmaður. Dagmar er fædd í Reykjavík, býr á Seltjamamesi og keyrir á milli. „Þetta er í fínu lagi. Ég hef sagt við samstarfsfólk mitt að það sé svo skemmtilegt að mér finnist ég vera komin á vinnustað stuttu eftir að ég legg af stað.“ Dagmar hefur reynt ýmis störf. Áður en hún hóf starf hjá sýslu- manninum rak hún fasteignasöl- una Setrið í ReyKjavík, hún tók blaðamannapróf á Morgunblaðinu og starfaði þar nokkra mánuöi og einnig tók hún fréttamannapróf hjá Ríkisútvarpinu. Eitt sumar var hún í lögreglunni í Reykjavík: „Ég eignaðist bam þegar ég var á fyrsta ári í lögfræðinni þannig aö ég tók námið með hæfilegum hraða. Áhugamál Dagmarar eru ferðalög, lestur góðra bóka og að hitta skemmtilegt fólk. Sambýlis- maður hennar er Baldur Snæland. „Mér datt I hug þegar ég var að gifta á Bláa lóninu að kannski ætti ég að fara að gifta mig sjálf en við emm búin að vera saman í níu ár. Þau eiga einn son, Sigurö Loga Snæland sem er sjö ára. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1476: Brauðið er ekki af verri endanum Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Stjarnan er bikar- og deild- armeistari og stefnir að ísiands- meistaratitli. Leikur númer tvö hjá Stjörn- unni og IBV Úrslitakeppnin í handbolta stendur nú yfir hjá konum og körlum og sömu sögu má segja um körfuboltann. Það var mikiö leikið um helgina og margir spennandi leikir fóru fram. í kvöld er hvíld hjá öllum nema ÍBV og Stjömunni í 1. deild kvenna. Nú er komið að ÍBV að taka á móti hinu sterka Stjörnu- liði en fyrsti leikurinn fór fram í Garðabænum. ÍBV-liðið hefur staðið sig vel á heimavelli og er ekki að efa að svo verður einnig í kvöld en leik- urinn hefst kl. 20.00. Ef til þess íþróttir kemur að það þurfí þrjá leiki milli þessara liða til að skera úr. um hvort liðið fer í úrslitin fer sá leikur fram í Garðabæ á mið- vikudagskvöld. Þegar ljóst er hvaða tvö lið leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn verður tekið frí fram yfir páska og fer fyrsti leikurinn fram 11. apríl. Bridge Sveit Antons Haraldssonar var öruggur sigurvegari í B-riðli undan- keppni íslandsmóts í sveitakeppni og endaði með 148 stig. Sveit Búlka tryggði sér annað sætið með öryggi í lokaumferðunum (127), eftir slæma byrjun. Sveit Tímans var lengi vel helsti ógnvaldurinn um annað sætið en gaf eftir á lokasprettinum. Þetta spil kom fyrir í leik Antons Har- aldssonar og Tímans í ijórðu um- ferð. Litlu munaði að vestur kæmist upp með blekkisögn i spilinu en eins og vera ber þegar blekkisögn- um er beitt var félagi ekki með á nótunum. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og NS á hættu: * 76 * AKDG3 * DG6 * Á97 é G1094 * 74 * 95 * G8542 * D8 * 6 ♦ 108432 * KD1063 Austur Suður Vestur Norður 1* pass 2* Dobl 3» 4* Dobl pass 5* pass pass Dobl pass p/h pass 5* Dobl Vestur ákvað að segja tvö hjörtu sem er úttektarkrafa (game) í þeirri tilraun að stela samningnum frá NS. Norður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og doblaði til úttektar og austur sagði 3 hjörtu sem er jákvæð sögn með áhuga á slemmu. Suður taldi sig eiga fyrir 4 laufum eftir út- tektardobl félaga og vestm- doblaði hvergi smeykur. Sá samningm- er sennilega tvo niður ef austur situr í refsingunni. En hann var enn hrif- inn af spilum sínum og gaf slemmutilraun á fimm laufum. Þar með var ævintýrið búið og AV urðu að spila 5 spaða doblaða. Útspilið var hjartaás en síðan var spaða spil- að við hvert tækifæri. Sagnhafi fékk ekki nema 7 slagi á tromp og tvo á tígul og NS græddu 300 í spilinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.