Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ - VÍSIR
79. TBL. - 86. OG 22. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996.
VERÐ í LAUSASÖLU KR. 150 MA/SK
Kanadamenn um þreföldun sóknar á rækjumiðin á Flæmska hattinum:
Leiðir til ofveiði og
hruns rækjustofnsins
- óttast verðhrun, segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur - sjá bls. 2 og baksíðu
, ÓSKa.
^OSMÖHNl
GLEMt£Gs
1APRÍL!!U
Fjölmargir hlupu april vegna fréttar DV í gær um að Rolls Royce bifreið í eigu auðkýfingsins Hasso Schutzendorf væri komin til landsins og íslendingum byðist að prufukeyra hana án endur-
gjalds. Síminn stoppaði ekki hjá bílaleigunni Hasso-ísland í Hafnarfirði eftir að DV kom út í gærmorgun. Að sögn Hólmsteins Brekkan markaðsstjóra hringdi fólk unnvörpum og vildi fá að prófa
og skoða Rollsinn. Um það leyti sem prufuaksturinn var auglýstur komu margir í bílaleiguna til að forvitnast. Meðal þeirra voru félagarnir Sigurður Hjörleifsson og Magnús Ingólfsson. Þeir ætl-
uðu að skoða Rolls Royce bifreið en þess í stað beið þeirra miðinn sem þeir halda á: „Hasso og DV óska landsmönnum gleðilegs 1. aprílll!" Eftir sem áður er það heilagur sannleikur að Rolls
Royce er væntanlegur til landsins. Bfllinn kemur 17. apríl með Cargolux-vél. Hér var aðeins tekið smáforskot á sæiuna. DV-mynd ÞÖK
------;-----------
Walesa aftur
í rafvirkja-
gallann
- sjá bls. 9
íslendingar
settu hæöarmet
í fallhlífarstökki
- sjá bls. 7
íslenskir tipparar gefa þjóöarbúinu arð:
Gjaldeyris-
hagnaðurá
hverju ári
- sjá Tippfréttir á bls. 19, 20, 21 og 22
--------------------
Tilveran:
Rauðhetta og
úlfurinn í
nútímabúning
- sjá bls. 14, 15, 16 og 17