Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 QSpönn Ýmislegt gengur á hjá KA og Val þessa dagana. Eru Valsmenn að væla? „Valsmenn eru búnir aö vera vælandi í allan vetur af því þeir hafa ekki unniö neitt.“ Patrekur Jóhannesson, i DV. Gjaldkerinn vonast eftir fjórða leik „Ég veit að gjaldkerinn okkar vonast eftir því að fá fjórða leik- inn að Hlíðarenda en ég held að til þess komi ekki.“ Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, í DV. Ummæli Virðist aldrei gera neitt „Leikstjórinn er sá maður í tökuliðinu sem virðist aldrei gera neitt.“ Friðrik Þór Friðriksson, l Morgunblaðinu. Hver er maðurinn? „Sál mín varð jafn væskilsleg eins og andi betliskáldsins með hvíta trefilinn sem ég sé svo oft svífa inn á Sólon íslandus með sína fölu, póetísku ásýn og skot- silfur frá listasósíalnum upp á vasann." Pjetur Hafstein Lárusson, f Tfmanum. íslendingurinn Eilífur Friður „Ég vildi helst halda mínu nafni. Maður þarf hvorki að skipta um hárlit né augnalit, hvers vegna þá nafn?“ Eilífur Friðúr Edgarsson, kallaður Ricardo, f Morgunblaðinu. Jón Ingi Hákonarson og Helga Dögg Björgvinsdóttir í hlutverkum sínum. Sjár það birtir til Vegna fjölda áskorana hefur Stúdentaleikhúsið ákveðið að efna til aukasýningar á verðlaunaverk- inu Sjá, það birtir til, i kvöld kl. 20.30 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Sýningin samanstendur af tveimur leikþáttum sem urðu hlut- skarpastir í leikþáttasamkeppni Stúdentaleikhússins í haust, Haus- verk skaparans eftir Gauta Sig- þórsson og Elektru eftir Stefán Vil- bergsson. Þetta er í annað sinn sem þessi leikþáttasamkeppni er haldin og er hún öllum opin, utan þeim sem hafa átt verk á fjölum at- vinnuleikhúsanna. Höfundarnir Leikhús eru báðir nemendur við Háskóla íslands. Alls taka tólf leikarar þátt í sýn- ingunni og álíka margn: starfa við undirbúning verksins. Leikstjóri er Bjöm Ingi Hilmarsson. Hann hefur aðallega starfað sem leikari og hefur upp á síðkastið meðal annars leikiö í verkunum Loft- hræddi öminn hann Örvar í Þjóð- leikhúsinu, Framtíðardraugum í Borgarleikhúsinu og Rocky Horror i Loftkastalanum. DV El og vægt frost Sunnanlands verður í dag vestan- og suðvestangola eða kaldi og dálít- il súld og hiti 2 til 5 stig. I öðrum landshlutum verður norðan- og norðaustangola eða kaldi og vægt Veðrið í dag frost. Úrkomulaust verður á Suð- austurlandi en él vestan-, norðan- og norðaustanlands. Á höfuðborgar- svæðinu verður suðvestangola og » #1, skýjað og hætt við smásúld í dag en hægviðri og skýjað í nótt. Hiti 3 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.23. Sólarupprás á morgun: 6.38. Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 17.56. Árdegisflóð á morgun: 6.05. Heimild: Almanak Háskólans. / a - v.-' ym \ - w fllto s j A°J í 1 Veðrið kl. 6 í morgun Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri slydda -0 Akurnes ■ skýjaó 0 Bergsstaóir snjókoma -1 Bolungarvík snjókoma -2 Egilsstaöir snjóél -1 Keflavíkurflugv. alskýjað 5 Kirkjubkl. skýjað 5 Raufarhöfn snjókoma 3 Reykjavík alskýjaö 4 Stórhöföi alskýjaö 5 Bergen léttskýjaö -2 Kaupmannah. lágþokublettir 0 Ósló heiðskírt -6 Stokkhólmur alskýjaö -1 Þórshöfn alskýjað 5 Amsterdam léttskýjaö -4 Barcelona skýjaó 10 Chicago alskýjaö 1 Frankfurt heiöskírt 2 Hamborg þokumóöa -3 London léttskýjaó 1 Los Angeles skýjaö 15 Lúxemborg mistur -3 Paris heióskirt 0 Róm léttskýjaö 16 Mallorca alskýjaö 13 New York rigning 8 Nice skýjaö 9 Nuuk skýjað -2 Orlando skýjaö 13 Vín snjókoma 0 Washington rigning 7 Winnipeg heiöskírt -14 Margrét Auðunsdóttir afgreiðslustúlka: Úðaði á eldinn þar til búið var úr slökkvitækinu Stutt er síðan kviknaði í versl- uninni og myndbandaleigunni Svarta svaninum á Laugavegi 118. Mikið snarræði afgreiðslu- stúlkunnar, Margrétar Auðuns- dóttur, varð til þess að ekki fór illa í bruna þessum. Þetta skeði á sunnudagsmorgni þegar nýbúið var að opna, en fáum lýsingu Mar- grétar sjálfrar á atburðinum: „Við vorum hérna fjórar að vinna og var ég í eldhúsinu að smyrja brauð. Þegar stúlkurnar Maður dagsins frammi kveiktu á pottinum kvikn- aði strax í feitinni og varð ekki ráðið við neitt. Þær kölluðu á mig og þegar ég kom fram var allt í reyk og eldurinn logaöi glatt. Stúlkumar höfðu að vísu sett eld- varnateppi yfir eldinn, en það dugði ekki neitt. Ég rauk því til og sótti slökkvitæki og byrjaði að úða, frekar pent til að byrja með, en eldurinn jókst og reykurinn Margrét Auðunsdóttir. varð meiri og meiri og var eldur- inn kominn alveg upp undir loft þegar ég setti allt á fullt og hélt áfram þar til ég var búin úr tæk- inu og þá var eldurinn slokkn- aður.“ Eftir á var komist að þeirri nið- urstöðu að rafmagnsrofi hefði bil- að og potturinn ofhitnað. Margrét sagðist ekki hefðu fundið fyrir hræðslu meðan á þessu stóð enda enginn tími til þess, allt hefði gerst svo snöggt: „Eftir á fengum við að vita að þótt við hefðum get- að slökkt bálið með eldvarnatepp- inu þá hefði það ekki dugað, eldur- inn hefði blossað upp á ný.“ Svarti svanurinn er beintengd- ur við Vara, þannig að slökkvilið- ið kom fljótt á vettvang og var það samdóma álit slökkviliðsmanna að snarræði Margrétar hefði komið í veg fyrir að illa færi. Margrét vildi samt koma því á framfæri að stúk- urnar þrjár, sem voru með henni á vakt, hefðu hjálpað henni mikið. Margrét er ekki fastur starfs- maður á Svatra svaninum, er í af- leysingum en sinnir fjölskyldu sinni þar fyrir utan, en eiginmað- ur hennar er Birgir Haraldsson og eiga þau tvö börn. Þegar Margrét var spurð um áhugamál sagði hún það vera garðyrkju og eiginlega allt sem tengdist henni. -HK Staðan er jöfn hjá Grindvíking- um og Keflvíkíngum í körfunni. Tekst Val að tryggja sér íslands- meistaratitilinn? í kvöld fara fram tveir þýðing- armiklir leikir í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í körfu- bolta og handbolta. Á Akureyri fer fram þriðja viðureign KA og Vals og nú er að duga eða drep- ast fyrir KA því þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjunum og ef Valur vinnur í kvöld eru þeir íþróttir orönir íslandsmeistarar. KA er á heimavelli og hefur tryggan stuðningsmannahóp sem gæti haft áhrif á leik þeirra þannig að það má búast við æsispennandi keppni. Leikurinn hefst kl. 20.30. í körfunni þarf fjóra sigra til að verða sér úti um íslands- meistaratitilinn og þar er allt jafnt, hvort lið um sig hefur unn- ið einn leik. Keflvíkingar fengu háðulega útreið á heimavelli í síðasta leik og nú er spurning hvort þeir séu búnir að jafiia sig en víst er að Grindvíkingar verða erfiðir heim að sækja. Leikurinn hefst kl. 20.00. Bridge Einn af litríkari spilurum í Bandaríkjunum, Lila E. Perlstein frá Long Island í New York ríki, lést í byrjun ársins á 72. aldursári. Hún skartaði tveimur alþjóðlegum titl- um og var meðal stigahærri spilara þarlendis. í þessu spili, sem kom fyrir í keppni árið 1981, sat hún í norðursætinu. Sagnir einkenndust af mikilli baráttu og Perlstein tók harða ákvörðun þegar hún barðist upp í 6 spaða yfir 6 tíglum, sem næsta örugglega voru niður. AV á * Á1043 V D1087652 * 7- * A6 * 7 V K3 * ÁD109842 * KG9 * KG9852 W -- G73 * 8542 ♦ D6 ÁG94 ♦ K65 ♦ D1073 Myndgátan Klettabelti Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki hættu og suður gjafari: Suður Vestur Norður Austur 2 spaðar pass 4 spaðar 5 tíglar pass pass 5 spaðar 6 tíglar pass pass 6 spaðar dobl p/h Tveggja spaða opnun suðurs var veik og Lila var ekki á því að gefa eftir samninginn. Vestur hóf vörn- ina á því að spila út tígli sem sagn- hafi trompaði í blindum. Lila var fegin þegar sagnhafi trompaði hjarta í öðrum slag og síðan kom spaði á ásinn. Fimm næstu slagir voru teknir á víxltrompun á rauðu litina og spaðakóngurinn tók síð- asta trompið af andstöðunni. Laufásinn var síðan nauðsynleg innkoma í blindan í fríslagina í hjarta. Svo virðist sem laufútspil hnekki slemmunni, þar sem það nemur hrott eina af innkomunum í blindan. En jafnvel það útspil dugar ekki til, því sagnhafi getur búið til eina aukainnkomu í blindan með því svína spaðatíunni í fyrsta sinn sem trompinu er spilað. Lila Perl- stein sagði kokhraust í lok spilsins: „Ég vissi að ég gat fengið 800 fyrir 6 tígla doblaða, en 1210 er betri tala.“ ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.