Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
Fréttir
Starfsmaður Akurs við uppsláttinn.
Vinnubúðir
vegna Hval-
fjarðarganga
DV, Akranesi:
Starfsmenn Trésmiðjunnar Ak-
urs hér á Akranesi vinna nú hörð-
um höndum við smíði á vinnubúð-
um við Hvalfjarðargöngin. Að sögn
Stefáns Teitssonar, framkvæmda-
stjóra Akurs, er þetta talsvert stórt
verkefni eða tíu húseiningar. Vinn-
an mun taka um tvo mánuði en fyr-
irtækið á að skila vinnubúðunum
tilbúnum um miðjan maí.
„Það er heldur að rofa til í bygg-
ingariðnaðinum og maður er bjart-
sýnn á að sumarið verði gott,“ sagði
Stefán. -DÓ
Smásagnakeppni um
Tígra í umferðinni
Tígri er um þessar mundir að læra umferðarreglurnar. Hvernig ætli honum gangi að fara yfir
göturnar, ætli hann kunni á umferðarljósin? Skyldi hann eiga reiðhjól og endurskinsmerki?
Það er margt sem getur komið fyrir Tígra í umferðinni ef hann fer ekki varlega.
Ef þú ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í því að skrifa smásögu um
Tígra í umferðinni.
Allir sem senda inn sögur fá að gjöf teinaglit á reiðhjólið.
50 sögur verða valdar og gefnar út í einni
bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í
bókinni eiga möguleika á að vinna vegleg
verðlaun.
Komið verður upp Tígrahorni í
Kringlunni dagana 9.-14. apríl
þar sem þú getur fengið öll
pátttökugögn.
Þú getur einnig haft samband við
Krakkaklúbb DV, Þverholti 11, 105
Reykjavík, eða Umferðarráð, Borgartúni
33, 105 Reykjavík, og við sendum
þér gögnin. Skilafrestur er til
6. maí.
Það er leikur að skrifa um
Tígra í umferðinni.
/IfCflftc etigÁ/
I
' '
í samstaríi við og $ lögregluna
Skagaijörður:
Skuldir
lækkaðar
DV, Fljótum:
Fjárhagsáætlun Héraðsnefndar
Skagfirðinga 1996 hljóðar upp á 90,7
millj. króna en áætlunin var nýlega
afgreidd við siðari umræðu í hér-
aðsnefndinni. Áætlunin hækkar um
8,1 milljón frá 1995.
Stærstu útgjaldaliðir eru 14,9
milljónir í menningarmál, 10,4 millj-
ónir í bruna- og almannavarnir og
10 milljónir í skipulags- og bygging-
armál. Þá er áætlað að verja 13,2
mOljónum til fræðslumála en það er
að stærstum hluta eignfærð fjárfest-
ing vegn Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra.
Samkvæmt áætluninni verða
skuldir greiddar niður um 40 millj-
ónir á árinu, einkum lán sem tekin
voru vegna Stjórnsýsluhússins á
Sauðárkróki og bóknámshúss fjöi-
brautaskólans sem byggt var hraðar
og tekið í notkun fyrr en áformað
var í greiðsluáætlun ríkissjóðs.
Sveitarfélögin tólf, sem standa að
héraðsnefndinni, munu greiða rúm-
lega 85,3 milljónir til nefndarinnar á
árinu en 5,3 milljónir verða teknar
að láni. Oddviti Héraðsnefndar
Skagfirðinga er Árni Bjarnason en
framkvæmdastjóri Magnús Sigur-
jónsson. -ÖÞ
• •
Ordeyða í
Tveir togarar eru nú við veiðar í
Smugunni en fá afar lítið. Sam-
kvæmt upplýsingum frá norsku
strandgæslunni er aflinn ekki nema
800 kOó í hali að jafnaði. Togararn-
ir tveir eru skráðir í Sierra Leone
og Panama.
-GK
Nýr leik-
skóli í
Rimahverfi
í síðustu viku var tekinn í notkun
fjögurra deilda leikskóli við
Laufrima 9 og nefnist hann Lauf-
skálar. Áætlaður byggingarkostnað-
ur er 91 milljón króna fyrir fullfrá-
gengið hús með lausum innrétting-
um og búnaði ásamt fullfrágenginni
lóð. Leikskólastjóri er Lilja B. Ólafs-
dóttir. Leikskólinn rúmar 80 börn
og er byggður á verðlaunatillögu al-
útboðs sem Reykjavíkurborg efndi
til árið 1989. Húsið er byggt upp af
fjórum aðskildum húsum sem hvert
hefur sitt hlutverk. Húsin eru tengd
saman með glerhúsi á sperrum. Þar
skapast sameiginlegt miðrými með
ofanbirtu sem virkar eins og litil
gata, eins konar millistig mUli úti-
veru og inniveru. Aðeins einn inn-
gangur er fyrir böm af götu og einn
frá útileiksvæði.
-em