Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 36
K N G A L m til mikSls vinfí^ Mánudagur 1.4/96 @Q(7)@ (Í4) (3) (3) KIN FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháö dagblað ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 Alvarlegt brot biskups: Ekki eitt sér ástæða til afsagnar biskups - segir Úlfar Guðmundsson „Það getur ýmislegt komið fyrir hjá fólki og ég veit ekki hvort þetta brot eitt sér er ástæða til afsagnar biskups. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni ef prestastéttin ætlar að klofna í tvær fylkingar," sagði Úlfar Guðmundsson, prestur á Eyrar- bakka og formaður siðanefndar Prestafélags íslands, við DV í morg- un. Siðanefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ólafur Skúla- son biskup hafl brotið siðareglur Prestafélagsins þegar hann sendi út vottfest bréf um að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir hefði verið á fundi með séra Edóka Kristinssyni. Brotið telst alvarlegt. Biskupi hefur verið kynnt þessi niðurstaða en hann er nú staddur i Rotterdam. Biskup gerðist einnig brotlegur með ummælum sínum í tímaritinu Séð og heyrt um Stefaníu Þorgríms- dóttur. Hann þykir hins vegar ekki hafa brotið siðareglur í umtöluðu sjónvarpsviðtali um ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur hon- um. Stjórn Prestafélagsins hefur ákveðið að fresta umfjöllun um mál biskups fram yfir páska. Þann 15. apríl er einnig boðaður almennur fundur i Prestafélaginu og er gert ráð fyrir að biskupsmálin verði rædd þar. Allir prestar eiga rétt tO setu á fundinum. Siðanefndin hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að séra Flóki Kristinsson hafi brotið siðareglurn- ar þegar hann sagðist hafa rætt önn- ur mál en ásakanirnar á hendur biskupi á fundi með Sigrúnu Pálínu. Þetta þykir ámælisvert. „Við höfum afgreitt frá okkur öll þau mál sem spunnust í framhaldi -af því að biskupsmálið komst í há- mæli. Ég á nú eki von á nýjum tíð- indum fram yfir páska,“ sagði Úlfar Guðmundsson. -GK Úthafskarfi og síld: Enginn kvóti Sjávarútvegsráðuneytið hefur hætt við að úthluta kvóta á skip í úthafskarfaveiðum og síldveiðum í Sildarsmugunni. Kvóti íslendinga á úthafskarfaveiðunum er 45 þúsund lestir og mega íslensku togararnir veiða frjálst þar til því heildarafla- marki er náð. Af síld mega íslensku skipin veiða 244 þúsund lestir. Það er sá kvóti sem íslendingar hafa skammt- að sér. Síldveiðarnar hefjast í maí. -S.dór Kanadamenn áhyggjufullir vegna hugsanlegrar ofveiði á rækju við Nýfundnaland: Trúum ekki að þetta geti gerst - segir talsmaður kanadíska sjávarútvegsráðuneytisins um sóknina á Flæmska hattinn „Við hér eigum bágt með að trúa að það verði 200 togarar á Flæmska hattinum í sumar. Það hljóta allir skynsamir menn að sjá að svo umfangsmiklar veiðar geta ekki borgað sig. Þetta leiðir ekki til annars en ofveiði og hruns í rækjustofninum og hvar standa menn þá? Hver er gróðinn? Okkar fyrstu viöbrögð eru því að neita að trúa að þetta geti gerst,“ sagði Mick McLaughlin, blaðafulltrúi kanadíska sjávarútvegsráðuneyt- isins, í samtali við DV í gær. Nú eru 33 togarar við veiðar á Flæmska hattinum, þar af 11 frá íslandi. Nú bendir margt tU að rækjuveiðar þar stóraukist í ár frá því sem verið hefur. Snorri Snorrason, skipsfjóri á Dalborgu EA, sagði við DV í gær að búast mætti við að 40 íslenskir togarar yrðu þar í sumar. Fullyrt er að allt að 200 skipa alþjóðlegur floti geti haldið tU veiða á Flæmska hatt- inum í vor. Áður munu flest hafa verið 70 skip við veiðar á Hattin- um. McLaughlin lagði einnig áheslu á að ef veiðar yrðu auknar að miklum mun á Flæmska hattinum myndi það óhjákvæmUega leiða tU verðfaUs á rækjunni. Þannig væri helst von um að markaðurinn verndaði rækjuna úr þvi að tU- raunir tU að koma stjórn á veið- arnar báru ekki árangur. „íslendingar mótmæltu því fyr- irkomulagi veiðistjórnunar sem lagt var til á fundi NEAFC í fyrra. Veiðamar eru því frjálsar og það er alvarlegt mál ef gengið verður of nærri stofninum. Kanadísk yfir- völd munu hins vegar bíða átekta og sjá hvað gerist," sagði McLaug- hlin. Aðspurður hvort stjórn hans liti svo á að íslendingar bæru ábyrgð á ofveiði á Flæmska hattinum sagðist McLaughlin ekki ætla að setjast í dómarasæti. „Það veröur að spyrja íslensk stjómvöld hvort þau telja sig bera ábyrgðina,“ sagði hann. -GK Hér á myndinni er áhöfnin á Þórshamri GK að taka nótina í land eftir einhverja gjöfulustu loðnuvertíð sem sögur fara af hér á landi. Það var ekki bara að veðrið léki við loðnusjómenn, þannig að gæftir voru með eindæmum góðar, held- ur var mikil loðna á réttum tíma. Þess vegna gekk loðnufrysting betur en nokkru sinni fyrr en í henni liggja mestu verðmætin á loðnuvertíðinni. DV-mynd Þorsteinn Gunnarsson ÞORSHAMAR GRINDAVIK Sunday Times: Bein Krists fundin? Líklegt er talið að bein Krists séu fundin í vöruhúsi í Jerúsalem skv. frétt í The Sunday Times sl. sunnu- dag, 31. mars. Greint er frá því í for- síðufrétt blaðsins að nokkrar kistur hafi fundist í grafhýsi í Jerúsalem fyrir 16 árum. Þær vöktu litla at- hygli þar til nýlega er þáttagerðar- menn BBC voru þar á ferð. Þcir réðu í áletranir á kistunum en auk kistu sem á var letrað Jesús, sonur Jósefs, fundust fimm aðrar kistur. Á eina þeirra var letrað María, aðra Jósef, á þá þriðju María með grísku letri, en í henni eru talin vera bein Maríu Magdalenu. Á fjórðu kist- unni er áletrunin Matthías og á þá fimmtu er letrað Júdas, sonur Jesú. Fornleifafræðingar hafa uppi efa- semdir um fundinn og eru helstu rök þeirra þau að þetta hafi verið al- gengustu nöfnin á 1. öld en talið er að kisturnar séu frá þeim tíma. Tveir menn alvar- lega slasaðir Tveir menn slösuðust alvarlega þegar mjólkurbíll fór út af veginum niður af Oddsskarði og inn í kaup- staðinn á Eskifirði í morgun. Að sögn lögreglu virðist sem ökumað- urinn hafi misst stjórn á bílnum. Nota varð klippur til að ná mönnun- um úr flaki bílsins. Þeir voru með meðvitund en mikið slasaðir. -GK FÁUM VID PÁSKAFRÍ FRÁ PRESTUNUM? Veðrið á morgun: Gola eða kaldi Á morgun verður norðau- stangola eða kaldi. Skýjað en úrkomulítið sunnanlands og hiti 1 til 5 stig en éljagangur og vægt frost annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 36 T* V. 3°/^ ^ . v V V-í ■ . V r7 !WgB|p| verð kr. 1.325.000.- Bílheimar ehf. m ni o # Sœvarhöfba 2a Sími: 525 90001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.