Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 Fréttir Verðlækkunin á rækjunni: Við höldum að komið sé jafnvægi á markaðinn - segir Pétur Bjarnason hjá Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda „Þessi verðlækkun, sem er á bil- inu 7 til 10 prósent, hefur smám saman verið að eiga sér stað síðan í september síðastliðnum. Ég er ekki þeirrar skoðunar að offramleiðslu sé um að kenna. Það hafði átt sér stað mikil verðhækkun alveg frá 1994 og ég held að það sé bara að komast þarna á ákveðið jafnvægi," sagði Pétur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, um þá verðlækkun sem hefur verið að eiga sér stað á rækjunni. Hann sagði að verðtoppi hefði verið náð í rækjunni árið 1986. Síð- an lækkaði verðið jafnt og þétt al- veg þar til í aprU 1994. Þá var verð- ið komið niður í um 50 prósent af því sem það var hæst 1986. Pétur segist ekki óttast offramboð á rækju, jafnvel þótt hér á landi hafi verið góð veiði og góðar gæftir í all- an vetur. Hann segir að þar á móti komi að rækjuveiðar Norðmanna hafi verið mjög lélegar og hjá Græn- lendingum hefur kvótinn dregist saman um 5 prósent ofan á 5 pró- senta samdrátt í fyrra. „Þannig að þegar við leggjum saman útkomuna á öllum rækju- veiðisvæðunum er ekki um aukn- ingu að ræða þótt aukning hafi orð- férð á sktófSsttrl n^ju 40,0 jaa Júlí ja85 iúlí jam Júlí jaa # Ja“ júlí Jam Júlí jam ^ian. jaf. ^ jaf. Kaa ^jaf. >ú,í jan. DV 120,0 110,0 100,0 90,0 80,0 70,0 60,0 ið í okkar framleiðslu. Við höfum verið að meta þetta, norrænu fram- leiðendurnir, og menn telja að fram- boð og eftirspurn sé í jafnvægi," sagði Pétur. Hann sagði að erfitt væri að segja til um verð á heimsmarkaði vegna þess hve misjafnt það er eftir stærð- arflokkum. Segja mætti að það væri frá um 400 krónum og upp í 750 krónur fyrir kílóið af fullunninni vöru. Þegar verðið var hvað lægst mun það hafa verið um 50 prósent- um lægra en það er nú. -S.dór Farfuglarnir koma Tjaldurinn kominn „Ég sá tjaldhjón á bakka Stóru- Laxár á fóstudaginn og síðan heilan hóp niður við Ölfusá í gær,“ segir Ingibjörg Ebba Benediktsdóttir á Votumýri I á Skeiðum. Tjaldurinn hefur vetursetu í Sot- landi og á írlandi og kemur til baka í mars-aprU. Eitthvað mun um að stöku fuglar hafi hér vetursetu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.