Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
Fréttir
Blendin viðbrögö við samkomulaginu við smábátaeigendur:
Smabatamenn hrifnir en
stórútgerðin ekki
- vilji alls þorra fólks, segir formaður smábátaeigenda
Samkomulag það sem sjávarút-
vegsráðherra hefur gert við smá-
bátaeigendur hefur vakið blendin
viðbrögð. Þegar skoðaðar eru afla-
tölur frá upphafi kvótakerfisins sést
að í fyrstunni, þegar smábátar voru
undanþegnir kerfinu, fjölgaði þeim
um næstum helming á skömmum
tíma eða, svo dæmi sé tekið, um 876
á árunum 1983-1992. Jafnframt jókst
hlutdeild þeirra í heildarþorskafla
úr 3,3 árið 1982 í 13,8% fiskveiðiárið
1991/2.
Á meðfylgjandi súluriti sést fjöldi
smábáta undir 10 tonnum, þorskafli
þeirra og heildarþorskafli tiltekin ár.
Eftir að hömlur voru settar á sjósókn
og/eða hámarksþorskafla smábáta
hefur þeim farið fækkandi. Tekið
skal fram að aflatölur fyrir yflr-
standandi fiskveiðiár eru áætlaðar.
Smábátasjómenn eru að vonum
ánægðir með samkomulagið við
sjávarútvegsráðherra og Örn Páls-
son, formaður Landssambands smá-
bátaeigenda, segir aö með því að
hlutfallstengja aflaheimildir króka-
bátanna við núgildandi aflahámark
í þorski sé verið að festa í sessi
veiðikerfi þeirra.
350.000 tonn
300.000
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
Þorskafli smábáta
333.356
o
frá '84 til '96
□ Þorskafli smábáta
II Heildarafli
165.000
16.700
—
'84/'85
'90/'91
'93/'94
'95/'96
Fjöldi
smábáta
2500 bátar
2000
1500
1000
500
'90/'91 '95/'96
'84/'85 '93/'94
DV
LÍÚ hefur brugðist mjög harka- kvótakerfinu vegna samkomulags- Suðurnesja og Hafnarfjarðar írá í
lega við og hótað að snúast gegn ins og í ályktun útvegsmannafélaga gær er, eins og segir í ályktuninni,
harðlega mótmælt þeirri mismunun
sem felst í.samkomulagi því sem
sjávarútvegsráðherra hefur á laun
gert við Landssamband smábátaeig-
enda.“ Þá segir í ályktuninni að
smábátaútgerðin hafi á engan hátt
tekið þátt í uppbyggingu þorsk-
stofnsins á meðan svo mikið hafi
verið þrengt að útgerð stærri báta
að fjöldi skipa hafi verið seldur til
útlanda og útgerðir orðið gjald-
þrota. En nú eigi smábátamenn að
njóta góðs af uppbyggingarstarfi
annarra með því að teknar verði
aflaheimildir af bátum og togurum
þeim til handa. Félög útvegsmanna
á Reykjanesi skora á þingmenn að
leiðrétta þá mismunun sem i sam-
komulaginu felst þegar málið kem-
ur til afgreiðslu Alþingis.
Örn Pálsson segir í DV að rýmk-
aður réttur til krókabáta höfði mjög
vel til almennings og njóti fylgis
meirihluta landsmanna. Þá þykir
nokkuð víst að samkomulagið njóti
fylgis mikils meirihluta alþingis-
manna og fari skoðanir á því síður
en svo eftir flokkslínum.
-SÁ
Mega ekki
í netlögum
Þrír grásleppukarlar frá Reykhól-
um, Reykjavík og Stykkishólmi hafa
verið dæmdir til að greiða 30-50
þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyr-
ir að hafa lagt grásleppunet í netlög-
um landeigenda við eyjar á Breiða-
firði í júlí 1994.
Hér var um prófmál að ræða þar
sem tekist var á um hvort landeig-
endur hefðu sína einkalandhelgi
eða lögsögu. Þar er um að ræða
svæði allt að 112 metra frá landi.
Tveir grásleppukarlar frá Reykhól-
um, sem einnig voru ákærðir, voru
hins vegar sýknaðir á þeim forsend-
um að þeir hefðu lagt net út frá
skerjum og ekki lægi fyrir með
óyggjandi hætti hvort skerjunum
fylgdu netlög.
Þegar sjómennirnir lögðu grá-
sleppunet á Breiðafirði sumarið
1994 kvörtuðu landeigendur til
Grásleppukarlar:
veiöa
sýslumanns sem fól Landhelgisgæsl-
unni að rannsaka málið. Menn af
varðskipi lögðu hald á netin og
mældu m.a. fjarlægð þeirra frá
landi. í kjölfar rannsóknar voru
mennirnir síðan ákærðir.
Grásleppukarlarnir héldu því
fram fyrir dómi að þeir teldu sig
hafa leyfi til að stunda grásleppu-
veiðarnar - ósanngjarnt væri að að-
eins landeigendur mættu leggja net
og njóta þeirra hlunninda sem fást
af æðarvarpi.
Héraðsdómur Vesturlands komst
að þeirri niðurstöðu í máli framan-
greindra þremenninga sem voru
sakfelldir að þeir hefðu lagt neta-
trossur í þeim netlögum sem ákært
hafði verið fyrir. Friðlýst æðarvarp
hefði verið auglýst með viðeigandi
hætti og hefðu grásleppukarlarnir
ekki haft leyfi landeigenda fyrir
veiðum innan netlaganna.
Eins og fyrr greinir sýknaði dóm-
urinn þá tvo þar sem Landhelgis-
gæslan mældi net þeirra út frá um-
ræddum skerjum og þótti ekki vera
hægt að ráða hverjar aðstæður
væru við þau og hvot þeim fylgdu
sérstök netlög - varhugavert væri
að slá því fóstu miðað við gögn
málsins. -Ótt
Dagfari
Ólafur í þjóðinni
Ólafur Ragnar Grímsson er
nýjasti forsetaframbjóðandinn og
Dagfari óskar honum til hamingju
með framboðið. Sérstaklega með
fylgið sem hann mælist með. Sam-
kvæmt Gallup er Ólafur með helm-
ingi meira fylgi en næsti keppi-
nautur og það jafnvel áður en hann
gaf kost á sér.
Það sem vekur að sjálfsögðu
mesta athygli er að Ólafur Ragnar
hefur víðtækt fylgi úr öllum flokk-
um og þá ekki síst úr Sjálfstæðis-
flokknum.
Þetta kann einhverjum að þykja
merkilegt fyrir þær sakir aö Ólafur
Ragnar hefur veriö formaður í Al-
þýðubandalaginu til margra ára og
einn helsti andstæðingur borgara-
legra sjónarmiða um árabil. Menn
mega hins vegar ekki gleyma því
að sjálfstæðismönnum hefur þótt
fengur í því að hafa Ólaf sem for-
mann í helsta andstöðuflokknum.
Það hefur borið þann árangur að
Alþýðubandalagið hefur fengið
óverulegt fylgi og það var einmitt
fyrir framgöngu Ólafs Ragnars í
síðustu kosningum sem Sjálfstæð-
isflokkurinn vann vel á, jafnframt
því sem Alþýðubandalagið beið
ósigur. Ólafur Ragnar hefur með
öðrum orðum hjálpað íhaldinu að
halda völdum og nú þegar hann er
hættur sem formaður þykir sjálf-
stæðisfólki vel við hæfi að launa
Ólafi stuðninginn með því að
styðja hann sem forseta.
Með því að koma Ólafi Ragnari
til Bessastaða er sömuleiðis tryggt
að maðurinn hafi ekki framar af-
skipti af stjórnmálum enda allir
búnir að fá sig fullsadda af þessum
messiasi vinstri fylkingarinnar.
Ólafur Ragnar hefur gegnt forystu-
störfum í þrem flokkum; Fram-
sóknarflokki, Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna og Al-
þýðubandalaginu og þetta ferðalag
hans hefur verið langt og vanþakk-
látt og nú er hann loks að uppskera
laun sín.
Einhver hefði kannski haldið að
Ólafur hafi gengið í flokka og sagt
sig úr flokkum af hugsjónaástæð-
um en nú er ljóst að þetta ferðalag
hans hefur þann tilgang að tryggja
honum sem víðtækastan stuðning
og ekki er verra þegar sjálfstæðis-
menn bætast í hópinn, án þess að
Ólafur hafi þurft að ganga í þann
flokk.
En þá er það vegna þess sem fyrr
er sagt; að Ólafur hefur verið mik-
ill óvinafagnaður og gengið að
gamla kommaliðinu dauðu og
hann hefur útþynnt Alþýðubanda-
lagið með þeim ágætum að þar á
bæ eru menn að leita dauðaleit að
einhverri stefnu. Hún hvarf með
Ólafi.
Allt hjálpar þetta Ólafi Ragnari
til að komast á Bessastaði og njóta
yfirburða vinsælda. Raunar má
segja að þjóðin hafi alla tíð haft
leynda ást á Ólafi en hafi bara ekki
haft tækifæri til að veita henni út-
rás fyrr en nú. Kjósendum hefur
ekki fundist það við hæfi Ólafs
Ragnars að vera leiðtogi í einum,
litlum flokki. Kjosendur hafa viljað
hann til æðsta embættis og úr því
ekki er hægt að kjósa Ólaf Ragnar
sem biskup, af því núverandi bisk-
up hefur hótað að sitja fram yfir
aladamótin, er ekkert annað úr-
ræði eftir en að senda Ólaf á Bessa-
staði.
Þar á hann heima. Hann hefur
einmitt sagt það sem þjóðinni er
efst í huga: að „það væri ekki ein-
staklingurinn einn, sem gegnir
embætti forseta, sem veldi áhersl-
urnar, heldur birtist þjóðin öll í
sameiningu ásamt forsetaembætt-
inu bæði sjálfri sér og umheimin-
um með þau málefni sem íslend-
ingar teldu við hæfi að flytja“.
Þessi orð verða skráð í íslands-
söguna. Þau hitta í mark. Með því
að kjósa Ólaf er fólkið ekki að
kjósa Ólaf heldur sjálft sig.
Þetta hefði enginn getað sagt
nema Ólafur sem hefur reynslu í
því að biðja fólk að kjósa sjálfan
sig. Hann ætlar ekki að láta það
henda sig aftur. Nú er það þjóðin
sem er í framboði í Ólafi. Eða Ólaf-
ur í þjóðinni. Eða þannig sko.
Dagfari