Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 14
i4 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 3 M ' Elín Þóra Guð- laugsdóttir fékkst til að sýna Tilverunni það sem hún var með við höndina af því sem hún hefur verið að prjóna og föndra á Hjúkrunar- heimilinu Eir. Fæddist með nálina og síðan málum við ýmsa gifshluti, fugla, platta, engla og margt og margt. Þetta gefum við vinum og vandamönnum og ég hef einnig að- eins verið að selja það sem ég hef prjónað.“ Elín segir að með aldrinum þreyt- ist hún fyrr en hún segist staðráðin að halda áfram að mála og fóndra á meðan hún lifi. „Þetta gefur manni svo óskaplega mikið að ég held áfram á meðan ég get hreyft hend- urnar," segir hún ákveðin. Að sögn Elínar eru það fyrst og fremst konurnar sem stunda þessi fondurstörf en einn og einn karl- maður slæðist þó með. Hún segir andann meðal fólksins vera sérlega góðan, sérstaklega hjá fólkinu sem hittist þama á hverjum degi. Aðspurð hvort páskahátíðin hafi einhverja ■ sérstaka merkingu í hennar huga segir hún það ekki vera. „Auðvitað hugleiðir maður hlut- ina kannski á annan hátt yfir hátíð- irnar og þessir dagar eru jú öðru- vísi en aðrir dagar. Við erum vön að fara í kirkju á skírdag og ætli maður haldi þeirri hefð ekki við,“ segir Elín Þóra. -sv „Við föndrum bæði fyrir , jól og páska og ég hef afskap- lega gaman af þessu. Mér líð- ur einhvern veginn ekki vel nema ég sé að gera eitthvað og hef alla tíö verið með eitthvað á prjónunum, í orðsins fyllstu merkingu. Ætli megi ekki segja að ég hafi fæðst með nálina í höndunum," seg- ir Elín Þóra Guðlaugsdóttir. Elín er fædd vestur í Bolungar- vík, var þar til átta ára aldurs, flutt- ist þá yfir í Hnífsdal og var þar í tólf ár. Þá lá leiöin til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðan. Elín Þóra hefur verið á Eir síðan í mars 1993 og þótt hún sé orðin 87 ára gömul hvarflar það ekki að nokkrum sem hittir hana, svo hress er hún. „Ég var að enda við að vefja mér dósir í höndunum Hafdís Harðardóttir, leiðbeinandi á Eir: „Við finnum vel hversu dagvistin skiptir fólkið hér á heimilinu miklu máli. Við höfum opið frá 1-5 alla daga og fólk getur komið og farið eins og það vill. Sumir vilja endi- lega vera með en vilja frekar koma stutt í einu og hvíla sig á milli. Hér er reynt að baka einu sinni í viku, vöfflur, pönnukökur eða slíkt, fólkið fóndrar, málar, vefur og margt fleira, nokkuð sem margir njóta þess að mega hlakka til,“ segir Haf- dís Harðardóttir, leiðbeinandi á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar- vogi. Tilveran heimsótti heimilið, heyrði sagt að þar væri allt á fullu í föndri fyrir páskana. Vöfflurnar stóðu rjúkandi á borðinu og Hafdís snerist í kringum fólkið. Hún hefur lokið þremur árum í námi til iðju- þjálfa í Bandaríkjunum, tók sér frí eftir það en hefur sett stefnuna út aftur til þess að klára það fjórða. Frá mörgu að segja „Iðjuþálfar þjálfa oft fólk í gegn- um ýmiss konar svona vinnu en enn fer engin eiginleg iðjuþjálfun t?r 31 fn Hafdís Harðardóttir segir starfið með gamla fólkinu vera afskaplega gefandi. Hér er hún ásamt Stefaníu Guðmunds- dóttur (til hægri), Rannveigu Hafberg og Guðrúnu Þorbergsdóttur. DV-myndir GS hér fram. Mér finnst starfið hér af- skaplega gefandi. Ég hef starfað mikið með gömlu fólki og mér flnnst gott að starfa með gömlu fólki. Það hefur frá svo mörgu að segja og svo miklu að miðla til okk- ar sem yngri erum.“ Hafdís segir fólkið spila bingó einu sinni í viku og síðan sé stiginn dans annað slagið. Hún segir fjöl- breytni í starfinu vera fólkinu mik- ils virði og það njóti þess að búa eitthvað til og hafa eitthvað í hönd- unum að sýsla við. Það geti t.d. búið til ýmsar gjafir handa vinum og ætt- ingjum. „Við gefum okkur á stundum of lítinn tíma til þess að sinna gamla fólkinu. Það gerir ekki svo miklar kröfur og lítið þarf til þess að gleðja það. Heimsóknir til þess þurfa t.d. ekki að vera langar, bara að fólk líti inn og sýni því að það sé síður en svo gleymt. Öll verðum við gömul og við getum bara hugsað okkur hvers við myndum sjálf óska í ell- inni,“ segir Hafdís. -sv Er í góðum félagsskap - segir Magnús Tómasson „Það hefur hingað til ekki þótt slæmt að vera í félagsskap stúlknanna. Það þótti ekki hér í eina tíð og ég get ekki ímyndað mér að það hafi breyst," segir Magnús Tómasson, eini karlmaðurinn í þeim hópi sem enn sat við þegar DV leit inn í dagvistunina á Eir. „Þetta styttir manni stundirnar og hér uni ég hag mínum vel. Það þýðir heldur ekkert annað en að láta sér líka þetta því maður er svo gott sem kominn út úr öllu mannfélagi." Magnús skreytti glös sér til ánægju, pensl- aði af lagni og sagðist lítið gefa af þessu, mest hefði hann bara inni á herbergi hjá sér til skrauts. Friðmey Halldórsdóttir, starfsstúlka á Eir, lítur hér yfir verkið og ekki er annað að sjá en að hún sé ánægð með Magnús. Gefur allt sem hún býr til: Hef meiri ánægiu af því segir Anna Árnadóttir „Ég hef verið að búa ýmislegt til, t.d. dúka, og núna var ég rétt að ljúka við slæðu. Ég nýt þess að koma saman' með fólkinu og föndra svolítið en ég gef allt sem ég geri. Ég hef meiri ánægju af því heldur en að punta sjálfa mig með því,“ segir Anna Ámadóttir, íbúi á Hjúkrun- arheimilinu Eir, í samtali við Tilveruna. Anna segir föndrið skemmtilegt en viðurkennir að hún hafi meira gaman af dansinum og bingóinu. Hún segist ekki dansa sjálf en ánægjan sé engu minni fyrir það. „Páskarnir höfðu meiri merkingu í mínum huga þegar ég var yngri. Þá miðaðist allt við að fá frí á þessum dögum og gera eitthvað sérstakt. Nú fæ ég ekkert frí,“ segir Anna og hlær. -sv Anna Arnadóttir segist ekkert frí fá núna um páskana. Hér er hún með slæðuna sem hún hafði nýlokið við þegar Tilveran birtist með myndavélina á lofti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.